Mögulega mikilvægasti leikur körfuboltans fór fram á þessum degi fyrir 41 ári Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 26. mars 2020 17:00 Larry Bird hjá Indiana State og Magic Johnson hjá Michigan State í úrslitaleik bandaríska háskólakörfuboltans 26. mars 1979. Getty/ James Drake Margir hafa slegið því fram að Larry Bird og Magic Johnson hafi í sameiningu bjargað NBA deildinni úr erfiðri stöðu þegar þeir komu inn í deildina í upphafi níunda áratugarins. Það sem hjálpaði til var að þeir Magic og Bird voru orðnir erkifjendur áður en þeir mættust með liðum sínum Los Angeles Lakers og Boston Celtis. Kapparnir höfðu einnig spilað um titilinn í bandaríska háskólakörfuboltanum. Auðvitað hjálpaði mikið að þeir skyldu enda með tveimur af frægustu og sigursælustu liðum NBA-deildarinnar og á sitthvorri ströndinni. Það var samt annað sem skipti miklu máli og sá til þess að allir vissu hverjir Magic Johnson og Larry Bird voru þegar þeir mættu í NBA. This Day In 1979: The most important game in basketball history. Larry vs Magic, 1979 NCAA Final. It launched March Madness and might have saved the NBA. It is also the highest rated basketball game in TV history. pic.twitter.com/hlnPOz2W6a— Darren Rovell (@darrenrovell) March 26, 2020 Upphafið af einvígi Bird og Magic má nefnilega rekja til úrslitaleik bandaríska háskólaboltans sem fór fram á þessum degi árið 1979 eða fyrir 41 ári síðan. Larry Bird var þá búinn að gera ótúlega hluti með Indiana State og komst alla leið í úrslitaleikinn á móti Magic Johnson og félögum í Michigan State. Magic Johnson og félagar í Michigan State unnu úrslitaleikinn 75-64 eftir að hafa verið 37-28 yfir í hálfleik. Magic var valinn mikilvægasti leikmaður úrslitaleiksins þar sem hann var með 24 stig og hitti úr 8 af 15 skotum. Today in Sports History- 1979: Two legends meet at MSU, Magic Johnson cages Larry Bird in the NCAA final. This is the last college game for both players, but the beginning of their NBA rivalry. https://t.co/sVwTEijLEZ pic.twitter.com/Is788NrP98— Perform-X (@PerformXSports) March 26, 2020 Larry Bird var búinn að skora yfir þrjátíu stig í sjö leikjum í röð á leiðinni í úrslitaleikinn en hitti aðeins úr 33 prósent skota sinna og endaði með 19 stig. Hann tók samt 13 fráköst eða meira en allir aðrir á vellinum. Áhuginn var gríðarlegur á úrslitaleiknum en hvorki fyrr eða síðar hafa fleiri horft á úrslitaleik í háskólaboltanum. 38 prósent sjónvarpstækja í Bandaríkjunum voru að horfa á leikinn þetta kvöld. watch on YouTube Magic Johnson sló í gegn á fyrsta ári í NBA deildinni og varð NBA-meistari ári seinna eftir að hafa fyllt í skarð Kareem Abdul-Jabbar í lokaleiknum og endaði með 42 stig, 15 fráköst og 7 stoðsendingar. Larry Bird vann NBA-titilinn ári síðan og lið þeirra mættust síðan þrisvar sinnum í eftirminnilegum úrslitaeinvígum á níunda áratugnum. Larry Bird endaði með þrjá meistaratitla (1981, 1984, 1986) og var þrisvar sinnum kosinn besti leikmaður NBA deildarinnar (1984–1986). Magic Johnson endaði með fimm meistaratitla (1980, 1982, 1985, 1987, 1988) og var þrisvar sinnum kosinn besti leikmaður NBA deildarinnar (1987, 1989, 1990). Í sameiningu leiddu þeir NBA deildina út úr skuggastrætum áttunda áratugarins og gerðu hana að einni vinsælustu deild í heimi. Hér fyrir neðan má sjá allan þennan sögulega leik fyrir nákvæmlega 41 ári síðan watch on YouTube NBA Einu sinni var... Bandaríkin Mest lesið Pulis skellihló er hann gerði grín að íslensku eigendunum Enski boltinn Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham Enski boltinn Sigurlíkur Liverpool minnkuðu Fótbolti „Ég lét þetta ekki brjóta mig niður og hafa áhrif á mig“ Fótbolti Gaf unnustu sinni vænt olnbogaskot í leik Fótbolti Áhugi Íslendinga heillaði: Ísak hafnaði Noregi til að herma eftir afa Handbolti Tók vítið í leyfisleysi og var skipt út af þótt hann hefði skorað Fótbolti Jón Dagur í frystiklefa í Berlín Fótbolti Elísabet grátlega nærri því að fella heimsmeistarana í fyrsta leik Fótbolti ÍR heldur áfram að hrella liðin úr Bestu deildinni Íslenski boltinn Fleiri fréttir Uppselt á körfuboltalandsleikinn á morgun Ruglaðist á Tramadol og Toradol og féll á lyfjaprófi Slagur um stól formanns KKÍ LeBron með fjörutíu stig í fjarveru Doncic: „Hann storkar lögmálunum“ Fær ekki að spila á Íslandi vegna gamals dóms: „Ekki ógn við þjóðina“ Bætti skólamet pabba síns Undrið Wembanyama frá það sem eftir lifir leiktíðar Martin: Skemmtilegra að tryggja þetta fyrir fullri höll Uppgjör: Ungverjaland - Ísland 87-78 | Afleitur annar leikhluti mjög dýr Verður aðeins sá átjándi til að spila níutíu landsleiki Gætu tryggt EM sætið í kvöld: „Skrítin staða að vera í“ Fimm sigrar og eitt grátlegt tap í síðustu sjö landsleikjum Martins Fóturinn tekinn af körfuboltapabbanum kjaftfora Geta fagnað EM sæti þrátt fyrir tap: Fjórar leiðir inn á EM Stólarnir stríddu toppliðinu „Efri hlutinn gefur okkur smá andrými“ Uppgjörið: Hamar/Þór - Valur 83-89 | Valskonur tryggðu sér sæti í efri hlutanum Uppgjörið: Njarðvík - Þór Ak. 94-80 | Sigurganga Njarðvíkur heldur áfram Er von á öðru meistaraplani frá Baldri? Strákarnir á skólabekk fyrir Ungverjaleik Kyrie Irving vill spila með Áströlum á Ólympíuleikunum Tommi vildi ekki meiða Albert Guðmunds og Nablinn harður í horn að taka á vellinum Valdi flottasta búning deildarinnar „Þetta var bara ljótur körfuboltaleikur í alla staði“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 62-66 | Lífsnauðsynlegur sigur gestanna Kristinn Albertsson býður sig fram til formanns KKÍ Helena Sverris hrósar Diljá: „Þá er hún óstöðvandi“ Körfuboltinn vaknaður á Akranesi: Níu sigrar í röð og stefna á Bónus-deildina „Ákefðin er orðin miklu meiri“ eftir þjálfarabreytingar í Keflavík Vilja breyta stjörnuleiknum og spila saman gegn Bandaríkjamönnum Íslensku Þórsararnir þurfa að stíga upp: „Maður þarf að finna meira fyrir þeim“ Sjá meira
Margir hafa slegið því fram að Larry Bird og Magic Johnson hafi í sameiningu bjargað NBA deildinni úr erfiðri stöðu þegar þeir komu inn í deildina í upphafi níunda áratugarins. Það sem hjálpaði til var að þeir Magic og Bird voru orðnir erkifjendur áður en þeir mættust með liðum sínum Los Angeles Lakers og Boston Celtis. Kapparnir höfðu einnig spilað um titilinn í bandaríska háskólakörfuboltanum. Auðvitað hjálpaði mikið að þeir skyldu enda með tveimur af frægustu og sigursælustu liðum NBA-deildarinnar og á sitthvorri ströndinni. Það var samt annað sem skipti miklu máli og sá til þess að allir vissu hverjir Magic Johnson og Larry Bird voru þegar þeir mættu í NBA. This Day In 1979: The most important game in basketball history. Larry vs Magic, 1979 NCAA Final. It launched March Madness and might have saved the NBA. It is also the highest rated basketball game in TV history. pic.twitter.com/hlnPOz2W6a— Darren Rovell (@darrenrovell) March 26, 2020 Upphafið af einvígi Bird og Magic má nefnilega rekja til úrslitaleik bandaríska háskólaboltans sem fór fram á þessum degi árið 1979 eða fyrir 41 ári síðan. Larry Bird var þá búinn að gera ótúlega hluti með Indiana State og komst alla leið í úrslitaleikinn á móti Magic Johnson og félögum í Michigan State. Magic Johnson og félagar í Michigan State unnu úrslitaleikinn 75-64 eftir að hafa verið 37-28 yfir í hálfleik. Magic var valinn mikilvægasti leikmaður úrslitaleiksins þar sem hann var með 24 stig og hitti úr 8 af 15 skotum. Today in Sports History- 1979: Two legends meet at MSU, Magic Johnson cages Larry Bird in the NCAA final. This is the last college game for both players, but the beginning of their NBA rivalry. https://t.co/sVwTEijLEZ pic.twitter.com/Is788NrP98— Perform-X (@PerformXSports) March 26, 2020 Larry Bird var búinn að skora yfir þrjátíu stig í sjö leikjum í röð á leiðinni í úrslitaleikinn en hitti aðeins úr 33 prósent skota sinna og endaði með 19 stig. Hann tók samt 13 fráköst eða meira en allir aðrir á vellinum. Áhuginn var gríðarlegur á úrslitaleiknum en hvorki fyrr eða síðar hafa fleiri horft á úrslitaleik í háskólaboltanum. 38 prósent sjónvarpstækja í Bandaríkjunum voru að horfa á leikinn þetta kvöld. watch on YouTube Magic Johnson sló í gegn á fyrsta ári í NBA deildinni og varð NBA-meistari ári seinna eftir að hafa fyllt í skarð Kareem Abdul-Jabbar í lokaleiknum og endaði með 42 stig, 15 fráköst og 7 stoðsendingar. Larry Bird vann NBA-titilinn ári síðan og lið þeirra mættust síðan þrisvar sinnum í eftirminnilegum úrslitaeinvígum á níunda áratugnum. Larry Bird endaði með þrjá meistaratitla (1981, 1984, 1986) og var þrisvar sinnum kosinn besti leikmaður NBA deildarinnar (1984–1986). Magic Johnson endaði með fimm meistaratitla (1980, 1982, 1985, 1987, 1988) og var þrisvar sinnum kosinn besti leikmaður NBA deildarinnar (1987, 1989, 1990). Í sameiningu leiddu þeir NBA deildina út úr skuggastrætum áttunda áratugarins og gerðu hana að einni vinsælustu deild í heimi. Hér fyrir neðan má sjá allan þennan sögulega leik fyrir nákvæmlega 41 ári síðan watch on YouTube
NBA Einu sinni var... Bandaríkin Mest lesið Pulis skellihló er hann gerði grín að íslensku eigendunum Enski boltinn Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham Enski boltinn Sigurlíkur Liverpool minnkuðu Fótbolti „Ég lét þetta ekki brjóta mig niður og hafa áhrif á mig“ Fótbolti Gaf unnustu sinni vænt olnbogaskot í leik Fótbolti Áhugi Íslendinga heillaði: Ísak hafnaði Noregi til að herma eftir afa Handbolti Tók vítið í leyfisleysi og var skipt út af þótt hann hefði skorað Fótbolti Jón Dagur í frystiklefa í Berlín Fótbolti Elísabet grátlega nærri því að fella heimsmeistarana í fyrsta leik Fótbolti ÍR heldur áfram að hrella liðin úr Bestu deildinni Íslenski boltinn Fleiri fréttir Uppselt á körfuboltalandsleikinn á morgun Ruglaðist á Tramadol og Toradol og féll á lyfjaprófi Slagur um stól formanns KKÍ LeBron með fjörutíu stig í fjarveru Doncic: „Hann storkar lögmálunum“ Fær ekki að spila á Íslandi vegna gamals dóms: „Ekki ógn við þjóðina“ Bætti skólamet pabba síns Undrið Wembanyama frá það sem eftir lifir leiktíðar Martin: Skemmtilegra að tryggja þetta fyrir fullri höll Uppgjör: Ungverjaland - Ísland 87-78 | Afleitur annar leikhluti mjög dýr Verður aðeins sá átjándi til að spila níutíu landsleiki Gætu tryggt EM sætið í kvöld: „Skrítin staða að vera í“ Fimm sigrar og eitt grátlegt tap í síðustu sjö landsleikjum Martins Fóturinn tekinn af körfuboltapabbanum kjaftfora Geta fagnað EM sæti þrátt fyrir tap: Fjórar leiðir inn á EM Stólarnir stríddu toppliðinu „Efri hlutinn gefur okkur smá andrými“ Uppgjörið: Hamar/Þór - Valur 83-89 | Valskonur tryggðu sér sæti í efri hlutanum Uppgjörið: Njarðvík - Þór Ak. 94-80 | Sigurganga Njarðvíkur heldur áfram Er von á öðru meistaraplani frá Baldri? Strákarnir á skólabekk fyrir Ungverjaleik Kyrie Irving vill spila með Áströlum á Ólympíuleikunum Tommi vildi ekki meiða Albert Guðmunds og Nablinn harður í horn að taka á vellinum Valdi flottasta búning deildarinnar „Þetta var bara ljótur körfuboltaleikur í alla staði“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 62-66 | Lífsnauðsynlegur sigur gestanna Kristinn Albertsson býður sig fram til formanns KKÍ Helena Sverris hrósar Diljá: „Þá er hún óstöðvandi“ Körfuboltinn vaknaður á Akranesi: Níu sigrar í röð og stefna á Bónus-deildina „Ákefðin er orðin miklu meiri“ eftir þjálfarabreytingar í Keflavík Vilja breyta stjörnuleiknum og spila saman gegn Bandaríkjamönnum Íslensku Þórsararnir þurfa að stíga upp: „Maður þarf að finna meira fyrir þeim“ Sjá meira