Slæmar fréttir fyrir Liverpool og níu fingurna á titlinum Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 27. mars 2020 09:39 Trent Alexander-Arnold og félagar í Liverpool þurfa væntanlega að byrja upp á nýtt næsta haust. Getty/Charlotte Wilson Liverpool er aðeins sex stigum frá fyrsta meistaratitlinum sínum í þrjátíu ár en það er eins og umræðan um lokaleikina sé að breytast meðal félaganna tuttugu í ensku úrvalsdeildinni. Enska úrvalsdeildin hefur ekki flautað tímabilið af en það lítur út fyrir að fleiri og fleiri félög séu að komast á þá skoðun að það eina rétta í stöðunni sé að enda fótboltaleiktíðina í dag. Ástandið í Englandi vegna kórónuveirunnar versnar dag frá degi og það er ekki líklegt að ástandið lagist mikið í bráð. Enska úrvalsdeildin hefur frestað öllum leikjum til 30. apríl en félögin hafa miðað við það að hefja aftur æfingar um miðjan aprílmánuð. Á neyðarfundinum á dögunum var mikill meirihluti fyrir því að klára síðustu níu umferðirnar í ensku úrvalsdeildinni þó að lið eins og West Ham og Brighton hafi verið á móti því. 'It s just not important...People are on ventilators dying and yet we re playing a game.'Several teams have now had a change of heart - and it's bad news for Liverpool https://t.co/yqoouAvFNT— GiveMeSport (@GiveMeSport) March 27, 2020 Samkvæmt heimildum og frétt The Athletic er nú komið annað hljóð í strokkinn í þessu máli. Fleiri og fleiri félög í ensku úrvalsdeildinni vilja nú stroka tímabilið út og það vegna siðferðilegra ástæðna. Fólk í Englandi er að deyja eftir að hafa fengið covid-19 sjúkdóminn sem kórónuveiran veldur. Einn af heimildamönnum The Athletic sagði: „Það er algjörlega augljóst hvað er að fara að gerasst. Þetta er heimsfaraldur. Við byrjum tímabilið upp á nýtt og það tapa ekki margir. Liverpool vissulega. Ég veit það. Í stóra samhenginu þá skiptir það bara engu máli.“ „Við lítum út eins og uppstökk og fáranleg börn núna. Ég trúi því ákaft að við séum að fara ranga leið,“ sagði annar. „Staðreyndin er að yfirmenn ensku úrvalsdeildarinnar eru ekki eins mikilvægir og sendingamaður Tesco í dag. Við rekum leik. Ekki meira né minna. Það er bara ekki staður né stund fyrir íþróttir í dag,“ sagði sá þriðji. „Það er bara móðgun að við séum að tala um þetta. Þetta skiptir ekki máli. Mér finnst þessi umræða bara móðgandi. Fólk er deyjandi í önduanrvélum og við ætlum að fara að spila leiki. Ég er undrandi á þessari umræðu,“ sagði einn til viðbótar við blaðamann The Athletic. Það fer ekki á milli mála að fleiri og fleiri félög í ensku úrvalsdeildinni eru komin á þá skoðun að flauta tímabilið af og fórna titli Liverpool. Enska úrvalsdeildin mun hins vegar verða af gríðarlegum tekjum fari leikirnir ekki fram og það er það sem fyrst og fremst heldur voninni um að enska úrvalsdeildinni 2019-20 verði kláruð. Enski boltinn Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Luka Doncic líklega á leið til Íslands í sumar Körfubolti Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Sport „Þetta er stærra en að vinna einhverja titla“ Körfubolti „Spiluðum mjög vel í dag“ Enski boltinn Özil búinn að finna sér nýjan starfsvettvang Fótbolti Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 83-71 | Ísland tryggði sér sæti á EM Körfubolti Dómara refsað vegna samskipta við Messi Fótbolti Sigur Ungverja á Ítalíu dugði skammt Körfubolti „Verður besta tímabil sem við höfum séð frá leikmanni“ Enski boltinn Elvar og Martin: Hvernig þetta byrjaði, hvernig þetta gengur Körfubolti Fleiri fréttir „Verður besta tímabil sem við höfum séð frá leikmanni“ „Spiluðum mjög vel í dag“ „Við þurfum annan titil“ Salah frábær og Liverpool í kjörstöðu Skoruðu fjögur mörk á ellefu mínútna kafla Haaland ekki í hópnum á móti Liverpool Vann Arsenal og tók síðan bara lestina heim Liverpool væri á sömu slóðum og Man. Utd án Mo Salah „Eigum skilið að finna til“ Asensio hetjan í endurkomu Villa Öruggur sigur Spurs og Wolves vann óvænt Bitlausu liði Arsenal mistókst að minnka forskot Liverpool Moyes: Greinilegt peysutog en við áttum að vera komnir í 3-0 Amorim: Við þurfum að lifa þetta tímabil af Hætti við að dæma víti og United slapp með jafntefli Pulis skellihló er hann gerði grín að íslensku eigendunum Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham Brentford bætti við algjöra martröð Leicester Ratcliffe þekkti ekki fyrirliða kvennaliðsins Arsenal aldrei aflað meira en tapaði samt þremur milljörðum Hafa verið þrettán ár af lygum „Frábær leikur en ég er ekki ánægður með úrslitin“ Jafntefli niðurstaðan í frábærum leik á Villa Park Kostaði Man. United meira en 2500 milljónir að reka Ten Hag og Ashworth Casemiro fer ekki fet Arsenal lét heitasta framherjann í frönsku deildinni fara fyrir „slikk“ Antony með fleiri mörk í febrúar en allt Man. United liðið Segir að Amorim þurfi 2-3 félagaskiptaglugga til að laga hópinn Sektaðir fyrir að öskra á Michael Oliver Arnór laus úr prísund Blackburn Sjá meira
Liverpool er aðeins sex stigum frá fyrsta meistaratitlinum sínum í þrjátíu ár en það er eins og umræðan um lokaleikina sé að breytast meðal félaganna tuttugu í ensku úrvalsdeildinni. Enska úrvalsdeildin hefur ekki flautað tímabilið af en það lítur út fyrir að fleiri og fleiri félög séu að komast á þá skoðun að það eina rétta í stöðunni sé að enda fótboltaleiktíðina í dag. Ástandið í Englandi vegna kórónuveirunnar versnar dag frá degi og það er ekki líklegt að ástandið lagist mikið í bráð. Enska úrvalsdeildin hefur frestað öllum leikjum til 30. apríl en félögin hafa miðað við það að hefja aftur æfingar um miðjan aprílmánuð. Á neyðarfundinum á dögunum var mikill meirihluti fyrir því að klára síðustu níu umferðirnar í ensku úrvalsdeildinni þó að lið eins og West Ham og Brighton hafi verið á móti því. 'It s just not important...People are on ventilators dying and yet we re playing a game.'Several teams have now had a change of heart - and it's bad news for Liverpool https://t.co/yqoouAvFNT— GiveMeSport (@GiveMeSport) March 27, 2020 Samkvæmt heimildum og frétt The Athletic er nú komið annað hljóð í strokkinn í þessu máli. Fleiri og fleiri félög í ensku úrvalsdeildinni vilja nú stroka tímabilið út og það vegna siðferðilegra ástæðna. Fólk í Englandi er að deyja eftir að hafa fengið covid-19 sjúkdóminn sem kórónuveiran veldur. Einn af heimildamönnum The Athletic sagði: „Það er algjörlega augljóst hvað er að fara að gerasst. Þetta er heimsfaraldur. Við byrjum tímabilið upp á nýtt og það tapa ekki margir. Liverpool vissulega. Ég veit það. Í stóra samhenginu þá skiptir það bara engu máli.“ „Við lítum út eins og uppstökk og fáranleg börn núna. Ég trúi því ákaft að við séum að fara ranga leið,“ sagði annar. „Staðreyndin er að yfirmenn ensku úrvalsdeildarinnar eru ekki eins mikilvægir og sendingamaður Tesco í dag. Við rekum leik. Ekki meira né minna. Það er bara ekki staður né stund fyrir íþróttir í dag,“ sagði sá þriðji. „Það er bara móðgun að við séum að tala um þetta. Þetta skiptir ekki máli. Mér finnst þessi umræða bara móðgandi. Fólk er deyjandi í önduanrvélum og við ætlum að fara að spila leiki. Ég er undrandi á þessari umræðu,“ sagði einn til viðbótar við blaðamann The Athletic. Það fer ekki á milli mála að fleiri og fleiri félög í ensku úrvalsdeildinni eru komin á þá skoðun að flauta tímabilið af og fórna titli Liverpool. Enska úrvalsdeildin mun hins vegar verða af gríðarlegum tekjum fari leikirnir ekki fram og það er það sem fyrst og fremst heldur voninni um að enska úrvalsdeildinni 2019-20 verði kláruð.
Enski boltinn Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Luka Doncic líklega á leið til Íslands í sumar Körfubolti Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Sport „Þetta er stærra en að vinna einhverja titla“ Körfubolti „Spiluðum mjög vel í dag“ Enski boltinn Özil búinn að finna sér nýjan starfsvettvang Fótbolti Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 83-71 | Ísland tryggði sér sæti á EM Körfubolti Dómara refsað vegna samskipta við Messi Fótbolti Sigur Ungverja á Ítalíu dugði skammt Körfubolti „Verður besta tímabil sem við höfum séð frá leikmanni“ Enski boltinn Elvar og Martin: Hvernig þetta byrjaði, hvernig þetta gengur Körfubolti Fleiri fréttir „Verður besta tímabil sem við höfum séð frá leikmanni“ „Spiluðum mjög vel í dag“ „Við þurfum annan titil“ Salah frábær og Liverpool í kjörstöðu Skoruðu fjögur mörk á ellefu mínútna kafla Haaland ekki í hópnum á móti Liverpool Vann Arsenal og tók síðan bara lestina heim Liverpool væri á sömu slóðum og Man. Utd án Mo Salah „Eigum skilið að finna til“ Asensio hetjan í endurkomu Villa Öruggur sigur Spurs og Wolves vann óvænt Bitlausu liði Arsenal mistókst að minnka forskot Liverpool Moyes: Greinilegt peysutog en við áttum að vera komnir í 3-0 Amorim: Við þurfum að lifa þetta tímabil af Hætti við að dæma víti og United slapp með jafntefli Pulis skellihló er hann gerði grín að íslensku eigendunum Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham Brentford bætti við algjöra martröð Leicester Ratcliffe þekkti ekki fyrirliða kvennaliðsins Arsenal aldrei aflað meira en tapaði samt þremur milljörðum Hafa verið þrettán ár af lygum „Frábær leikur en ég er ekki ánægður með úrslitin“ Jafntefli niðurstaðan í frábærum leik á Villa Park Kostaði Man. United meira en 2500 milljónir að reka Ten Hag og Ashworth Casemiro fer ekki fet Arsenal lét heitasta framherjann í frönsku deildinni fara fyrir „slikk“ Antony með fleiri mörk í febrúar en allt Man. United liðið Segir að Amorim þurfi 2-3 félagaskiptaglugga til að laga hópinn Sektaðir fyrir að öskra á Michael Oliver Arnór laus úr prísund Blackburn Sjá meira