Lífsnauðsynlegt að koma í veg fyrir smit á hjúkrunarheimilum: 34% smitaðra á dvalarheimili í Washington létust Andri Eysteinsson skrifar 29. mars 2020 10:18 Frá hjúkrunarheimili í King County í Washington Getty/David Ryder Þriðjungur þeirra heimilismanna sem smituðust af kórónuveirunni á hjúkrunarheimili í Washington-ríki Bandaríkjanna létust af völdum veirunnar og var dánartíðni vegna hennar á meðal íbúa því 33,7% samkvæmt niðurstöðu samantektar sem birt hefur verið í the New England Journal of Medicine (NEJM). Jón Snædal öldrunarlæknir á Landspítalanum deilir greininni á Facebook-síðu sinni og segir niðurstöðurnar frá Washington sýna að lífsnauðsynlegt sé að koma í veg fyrir smit á hjúkrunarheimilum. Hjúkrunarheimilið sem um ræðir er staðsett í King County í Washington í Bandaríkjunum en kórónuveirunnar varð fyrst vart í ríkinu 21. janúar síðastliðinn eftir að veiran greindist í manni sem var á leið heim frá Wuhan í Kína. Fyrstu dauðsföllin áttu sér einnig stað í Washington 29. Febrúar. Á hjúkrunarheimilinu, sem er viðfangsefni greinarinnar sem birt var á vef NEJM, komu upp 167 tilfelli kórónuveirunnar. 101 tilfelli greindist í heimilismönnum, 50 í starfsfólki hjúkrunarheimilisins og sextán gestir smituðust af veirunni. Meðalaldur heimilismanna sem greindist með veiruna var 83 ár en íbúar voru á aldrinum 51-100 ára gamlir. 34 létust af völdum kórónuveirunnar en meirihluti íbúa glímdi við undirliggjandi sjúkdóma. Rúmlega helmingur smitaðra (54%) var lagður inn á sjúkrahús. Úr röðum starfsfólks heimilisins var meðalaldurinn 43,5 ár og voru starfsmenn á aldrinum 21-79 ára gamlir, enginn lést af völdum kórónuveirunnar en hið minnsta þrír voru lagðir inn á sjúkrahús. Einn af þeim sextán gestum sem smituðust af veirunni er nú látinn, en átta gestir voru lagðir inn á sjúkrahús vegna veirunnar. Samkvæmt upplýsingum frá John Hopkins háskólanum í Baltimore hafa nú tæplega 125 þúsund tilfelli kórónuveirunnar greinst í Bandaríkjunum. Bandaríkin Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið „Ef ég segði Hitler skepnu væri ég þá að blammera alla þýsku þjóðina?“ Innlent „Snarklikkað fólk“ sem hafi fengið smá lexíu Innlent Samkomulag milli Úkraínu og Bandaríkjanna í höfn Erlent Milljónirnar fari í neyðarsjóð fjölskyldunnar Innlent Diljá Mist boðar til fundar Innlent Buguðu foreldrarnir mæti þegar þeir sjá birta til Innlent „Inga gripið til orðfæris í garð blaðamanna sem engum stjórnmálamanni er sæmandi“ Innlent Freistar Bandaríkjanna með gulli og grænum skógum Erlent Ríkisstarfsmenn ráðþrota gagnvart furðulegri fyrirskipun Musk Erlent Litlu mátti muna á flugbrautinni Erlent Fleiri fréttir Samkomulag milli Úkraínu og Bandaríkjanna í höfn Litlu mátti muna á flugbrautinni Eykur fjárútlát í herinn til muna vegna „hættulegra nýrra tíma“ Ríkisstarfsmenn ráðþrota gagnvart furðulegri fyrirskipun Musk Nær útilokað að smástirni sem fylgst var með rekist á jörðina Fjórir látnir eftir að brú hrundi í Suður-Kóreu Freistar Bandaríkjanna með gulli og grænum skógum Staða Sinaloa slæm eftir blóðug átök Valdi dauða með aftökusveit Segir Selenskí á leið til Washington Höktir í stuðningi til Úkraínu hjá Sameinuðu þjóðunum Franskur skurðlæknir játar svívirðileg brot á börnum Sakaður um að þiggja mútur fyrir að tala máli Rússa á Evrópuþinginu Væntanlegur kanslari segir Evrópu þurfa sjálfstæði frá Bandaríkjunum Formaður sænska Miðflokksins hættir Íhaldsmenn sigruðu en öfgahægrið náði sögulegum árangri Flestir starfsmenn USAid sendir í leyfi og 2.000 störf lögð niður Sendu skriðdreka inn á Vesturbakkann í fyrsta sinn í 23 ár Útgönguspár benda til sögulegra úrslita Tilbúinn að stíga til hliðar Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Þjóðverjar ganga að kjörborðinu: „Vinstrið er búið“ Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Aftökur á stríðsföngum sagðar kerfisbundnar Þjóðverjar ganga til kosninga um helgina Farnir að safna matvælum vegna fyrirhugaðra tollahækkana Alríkisdómari neitar að stöðva fjöldauppsagnir Afhentu óþekkt lík í stað Shiri Bibas Sjá meira
Þriðjungur þeirra heimilismanna sem smituðust af kórónuveirunni á hjúkrunarheimili í Washington-ríki Bandaríkjanna létust af völdum veirunnar og var dánartíðni vegna hennar á meðal íbúa því 33,7% samkvæmt niðurstöðu samantektar sem birt hefur verið í the New England Journal of Medicine (NEJM). Jón Snædal öldrunarlæknir á Landspítalanum deilir greininni á Facebook-síðu sinni og segir niðurstöðurnar frá Washington sýna að lífsnauðsynlegt sé að koma í veg fyrir smit á hjúkrunarheimilum. Hjúkrunarheimilið sem um ræðir er staðsett í King County í Washington í Bandaríkjunum en kórónuveirunnar varð fyrst vart í ríkinu 21. janúar síðastliðinn eftir að veiran greindist í manni sem var á leið heim frá Wuhan í Kína. Fyrstu dauðsföllin áttu sér einnig stað í Washington 29. Febrúar. Á hjúkrunarheimilinu, sem er viðfangsefni greinarinnar sem birt var á vef NEJM, komu upp 167 tilfelli kórónuveirunnar. 101 tilfelli greindist í heimilismönnum, 50 í starfsfólki hjúkrunarheimilisins og sextán gestir smituðust af veirunni. Meðalaldur heimilismanna sem greindist með veiruna var 83 ár en íbúar voru á aldrinum 51-100 ára gamlir. 34 létust af völdum kórónuveirunnar en meirihluti íbúa glímdi við undirliggjandi sjúkdóma. Rúmlega helmingur smitaðra (54%) var lagður inn á sjúkrahús. Úr röðum starfsfólks heimilisins var meðalaldurinn 43,5 ár og voru starfsmenn á aldrinum 21-79 ára gamlir, enginn lést af völdum kórónuveirunnar en hið minnsta þrír voru lagðir inn á sjúkrahús. Einn af þeim sextán gestum sem smituðust af veirunni er nú látinn, en átta gestir voru lagðir inn á sjúkrahús vegna veirunnar. Samkvæmt upplýsingum frá John Hopkins háskólanum í Baltimore hafa nú tæplega 125 þúsund tilfelli kórónuveirunnar greinst í Bandaríkjunum.
Bandaríkin Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið „Ef ég segði Hitler skepnu væri ég þá að blammera alla þýsku þjóðina?“ Innlent „Snarklikkað fólk“ sem hafi fengið smá lexíu Innlent Samkomulag milli Úkraínu og Bandaríkjanna í höfn Erlent Milljónirnar fari í neyðarsjóð fjölskyldunnar Innlent Diljá Mist boðar til fundar Innlent Buguðu foreldrarnir mæti þegar þeir sjá birta til Innlent „Inga gripið til orðfæris í garð blaðamanna sem engum stjórnmálamanni er sæmandi“ Innlent Freistar Bandaríkjanna með gulli og grænum skógum Erlent Ríkisstarfsmenn ráðþrota gagnvart furðulegri fyrirskipun Musk Erlent Litlu mátti muna á flugbrautinni Erlent Fleiri fréttir Samkomulag milli Úkraínu og Bandaríkjanna í höfn Litlu mátti muna á flugbrautinni Eykur fjárútlát í herinn til muna vegna „hættulegra nýrra tíma“ Ríkisstarfsmenn ráðþrota gagnvart furðulegri fyrirskipun Musk Nær útilokað að smástirni sem fylgst var með rekist á jörðina Fjórir látnir eftir að brú hrundi í Suður-Kóreu Freistar Bandaríkjanna með gulli og grænum skógum Staða Sinaloa slæm eftir blóðug átök Valdi dauða með aftökusveit Segir Selenskí á leið til Washington Höktir í stuðningi til Úkraínu hjá Sameinuðu þjóðunum Franskur skurðlæknir játar svívirðileg brot á börnum Sakaður um að þiggja mútur fyrir að tala máli Rússa á Evrópuþinginu Væntanlegur kanslari segir Evrópu þurfa sjálfstæði frá Bandaríkjunum Formaður sænska Miðflokksins hættir Íhaldsmenn sigruðu en öfgahægrið náði sögulegum árangri Flestir starfsmenn USAid sendir í leyfi og 2.000 störf lögð niður Sendu skriðdreka inn á Vesturbakkann í fyrsta sinn í 23 ár Útgönguspár benda til sögulegra úrslita Tilbúinn að stíga til hliðar Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Þjóðverjar ganga að kjörborðinu: „Vinstrið er búið“ Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Aftökur á stríðsföngum sagðar kerfisbundnar Þjóðverjar ganga til kosninga um helgina Farnir að safna matvælum vegna fyrirhugaðra tollahækkana Alríkisdómari neitar að stöðva fjöldauppsagnir Afhentu óþekkt lík í stað Shiri Bibas Sjá meira