Forsetaframbjóðandi hvetur kjósendur til að sniðganga kosningar Sylvía Hall skrifar 29. mars 2020 19:23 Malgorzata Kidawa-Blonska. Vísir/Getty Malgorzata Kidawa-Blonska, forsetaframbjóðandi Borgaravettvangsins (e. Civic Platform) í Póllandi, hefur dregið framboð sitt til baka og hvetjur kjósendur til þess að sniðganga kosningarnar þar í landi vegna kórónuveirufaraldursins. Hvatti hún jafnframt aðra frambjóðendur til þess að gera slíkt hið sama. Kosningarnar eiga að fara fram þann 10. maí næstkomandi. Pólski stjórnarflokkurinn Lög og réttlæti (PiS) hyggst standa við fyrirhugaða dagsetningu og kynnti í gær breytingar á reglum um póstatkvæði. Stjórnarandstaðan gagnrýndi þeir breytingar mjög og sagði þær gera það að verkum að kosningarnar stæðust varla stjórnarskrá. Kidawa-Blonska hvatti Pólverja til þess að halda sig heima í stað þess að fara á kjörstað. Líf þeirra væri mikilvægast að svo stöddu en alls hafa 1.862 tilfelli af kórónuveirunni sem veldur COVID-19 sjúkdómnum verið staðfest í landinu. 20 hafa látist. Á vef Reuters kemur fram að frekari óvissa sé nú uppi um hvort kosningarnar fari fram yfir höfuð. Andrzej Duda, sitjandi forseti, hefur haft ágætis forskot í skoðanakönnunum og hefur stjórnarflokkurinn Lög og réttlæti ýtt á eftir því að kosningarnar fari fram á áætluðum tíma til þess að tryggja sigur Duda. Þó svo að forsætisráðherraembætti Póllands sé valdamesta embættið í landinu er forsetinn æðsti yfirmaður hersins, mikilvæg rödd í utanríkismálum landsins og getur beitt neitunarvaldi gegn lögum sem þingið hefur samþykkt. Duda hefur verið hliðhollur stjórnarflokknum og því telja flokksmenn mikilvægt að hann haldi embætti. Pólland Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Frans páfi er látinn Erlent Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Innlent Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Innlent Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Innlent Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Erlent „Stjórnvöldum er að takast að loka Kvikmyndaskóla Íslands“ Innlent Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Innlent Hvernig er nýr páfi valinn? Erlent Loftvarnarsírenur óma á ný eftir skammvinnt „vopnahlé“ Erlent Fleiri fréttir Leiðtogar minnast páfans Hvernig er nýr páfi valinn? Loftvarnarsírenur óma á ný eftir skammvinnt „vopnahlé“ Frans páfi er látinn Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Segja samfélagsmiðla valda auknu kvenhatri og rasisma í skólum Ísraelsher játar „fagleg mistök“ í máli hjálparstarfsmannanna Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Páfinn fordæmdi gyðingahatur og ástandið á Gasa Á fjórða hundrað stórskotaliðsárása á fyrstu nótt vopnahlés Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður „Önnur tilraun Pútín til að leika sér að mannslífum“ Pútín tilkynnir um „páskavopnahlé“ Hæstiréttur frestar brottvísunum Trumps Lést í snjóflóði í Ölpunum Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Diddy ekki veittur aukafrestur Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Hamas hafnar tillögu Ísrael um vopnahlé Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Sterkar vísbendingar um líf á annarri plánetu Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard Sjá meira
Malgorzata Kidawa-Blonska, forsetaframbjóðandi Borgaravettvangsins (e. Civic Platform) í Póllandi, hefur dregið framboð sitt til baka og hvetjur kjósendur til þess að sniðganga kosningarnar þar í landi vegna kórónuveirufaraldursins. Hvatti hún jafnframt aðra frambjóðendur til þess að gera slíkt hið sama. Kosningarnar eiga að fara fram þann 10. maí næstkomandi. Pólski stjórnarflokkurinn Lög og réttlæti (PiS) hyggst standa við fyrirhugaða dagsetningu og kynnti í gær breytingar á reglum um póstatkvæði. Stjórnarandstaðan gagnrýndi þeir breytingar mjög og sagði þær gera það að verkum að kosningarnar stæðust varla stjórnarskrá. Kidawa-Blonska hvatti Pólverja til þess að halda sig heima í stað þess að fara á kjörstað. Líf þeirra væri mikilvægast að svo stöddu en alls hafa 1.862 tilfelli af kórónuveirunni sem veldur COVID-19 sjúkdómnum verið staðfest í landinu. 20 hafa látist. Á vef Reuters kemur fram að frekari óvissa sé nú uppi um hvort kosningarnar fari fram yfir höfuð. Andrzej Duda, sitjandi forseti, hefur haft ágætis forskot í skoðanakönnunum og hefur stjórnarflokkurinn Lög og réttlæti ýtt á eftir því að kosningarnar fari fram á áætluðum tíma til þess að tryggja sigur Duda. Þó svo að forsætisráðherraembætti Póllands sé valdamesta embættið í landinu er forsetinn æðsti yfirmaður hersins, mikilvæg rödd í utanríkismálum landsins og getur beitt neitunarvaldi gegn lögum sem þingið hefur samþykkt. Duda hefur verið hliðhollur stjórnarflokknum og því telja flokksmenn mikilvægt að hann haldi embætti.
Pólland Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Frans páfi er látinn Erlent Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Innlent Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Innlent Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Innlent Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Erlent „Stjórnvöldum er að takast að loka Kvikmyndaskóla Íslands“ Innlent Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Innlent Hvernig er nýr páfi valinn? Erlent Loftvarnarsírenur óma á ný eftir skammvinnt „vopnahlé“ Erlent Fleiri fréttir Leiðtogar minnast páfans Hvernig er nýr páfi valinn? Loftvarnarsírenur óma á ný eftir skammvinnt „vopnahlé“ Frans páfi er látinn Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Segja samfélagsmiðla valda auknu kvenhatri og rasisma í skólum Ísraelsher játar „fagleg mistök“ í máli hjálparstarfsmannanna Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Páfinn fordæmdi gyðingahatur og ástandið á Gasa Á fjórða hundrað stórskotaliðsárása á fyrstu nótt vopnahlés Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður „Önnur tilraun Pútín til að leika sér að mannslífum“ Pútín tilkynnir um „páskavopnahlé“ Hæstiréttur frestar brottvísunum Trumps Lést í snjóflóði í Ölpunum Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Diddy ekki veittur aukafrestur Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Hamas hafnar tillögu Ísrael um vopnahlé Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Sterkar vísbendingar um líf á annarri plánetu Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard Sjá meira