Rangur matur á röngum tíma Dagbjartur Gunnar Lúðvíksson skrifar 22. apríl 2020 09:00 Styrjaldir, heimsfaraldrar og hamfaragos hafa hent okkur á síðustu öld og þessari. Samgöngur hafa tafist og fallið niður. Þýskir kafbátar grönduðu tugum skipa í Íslandssiglingum í fyrra stríði og raunverulegur ótti skapaðist um að fólk myndi svelta vegna matarskortsins. Það er ekki nema von að matvælaöryggi sé þjóðinni hugleikið, enda fátt mikilvægara eyjaskeggjum í Atlantshafi en öruggir milliríkjaflutningar. Séríslenskir hlutir eiga þó til að reynast alls ekkert séríslenskir þegar betur er að gáð. Á sama tíma og skipum á Íslandsleið var sökkt réðust herir nefnilega á landflutningaleiðir til nágrannalanda okkar og óttinn við skort var jafn raunverulegur þar og hann var hér. Öll lönd eru háð flutningum og engin Vesturlandaþjóð sjálfri sér næg. Ef flutningar til Íslands myndu stöðvast til lengri tíma þýddi það ekki eingöngu að erlend matvæli myndu klárast. Fyrirséð er að olíubirgðir þjóðarinnar myndu að endingu tæmast líka og án þeirra lamast bæði stór hluti landbúnaðar og útgerða. Sömu lögmál hafa að þessu leyti áhrif á Tikka Masala úrvalið í matvöruverslunum og forsendu þess að við getum sótt fiskinn okkar á miðin eða ræktað tún til kjötframleiðslu. Þess vegna er umræðan um matvælaöryggi á villigötum. Nú þegar COVID-19 hefur hoggið skarð í fólksflutninga milli landa er eðlilegt að einhverjir spyrji: Hvað ef allur annar flutningur legðist af líka? Í því samhengi þarf að athuga tvennt. Í fyrsta lagi hafa orðið gífurlegar samgöngubætur á síðustu 100 árum og með þeim verður sífellt ólíklegra að flutningar stöðvist. Ef það hins vegar gerist þurfum við að athuga hitt, að sjálfbær innlend matvælaframleiðsla er ekki fólgin í aukinni kjötframleiðslu. Þar spila ekki bara inn breytt neyslumynstur þjóðarinnar og neikvæð loftslagsáhrif kjötframleiðslu, þótt hvort tveggja sé afar mikilvægt. Þar spilar nefnilega inn að á verstu krísutímum er framleiðsla sem byggir á rafmagni eini iðnaðurinn sem við getum raunverulega treyst á. Ef sjálfbær matvælaframleiðsla er markmiðið er fyrsta skrefið að taka úr sambandi framleiðslutengda hvata landbúnaðarins. Við þurfum að minnka verulega áhersluna á kjötframleiðslu og auka frelsi bænda til að afla sér tekna með ólíkum leiðum – gera þeim kleift að tryggja afkomu sína með hagkvæmri og rafknúinni ræktun, í sátt við umhverfið. Þar er íslenska grænmetið í lykilhlutverki en við þurfum líka að líta lengra og gera framleiðslu staðgönguvöru kjöts með próteini úr jurtaríkinu að raunhæfum kosti. Matvælaöryggi næst með öðrum orðum ekki með fleiri íslenskum lömbum heldur meira íslensku oumphi. Höfundur er aðstoðarmaður þingflokks Viðreisnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Matvælaframleiðsla Landbúnaður Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Dagbjartur Gunnar Lúðvíksson Mest lesið Þegar ríkið fer á sjóinn Svanur Guðmundsson Skoðun Heilbrigðisráðherra og stjórn VIRK hafa brugðist okkur Eden Frost Kjartansbur Skoðun Verið er að umbreyta borginni en hvað viljum við? Helgi Áss Grétarsson Skoðun Opið bréf til stjórnmálafólks um málefni Palestínu og Ísraels Hjálmtýr Heiðdal Skoðun Heilbrigðisstarfsfólk eru ekki skotmörk Elísabet Herdísar Brynjarsdóttir,Hildur Harðardóttir,Tryggvi Egilsson,Sunna Snædal,Yousef Tamimi,Örvar Gunnarsson Skoðun Raddir fanga Helgi Gunnlaugsson Skoðun Gróður, einmanaleiki og samfélagsleg samheldni Auður Kjartansdóttir Skoðun Öfgar á Íslandi Ágúst Ólafur Ágústsson Skoðun Í lífshættu eftir ofbeldi Jokka G Birnudóttir Skoðun Þétting í þágu hverra? Sara Björg Sigurðardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Heilbrigðisráðherra og stjórn VIRK hafa brugðist okkur Eden Frost Kjartansbur skrifar Skoðun Þegar ríkið fer á sjóinn Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Íbúðarhúsnæði sem heimili fólks Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Íslenskumælandi hjúkrunarfræðingar Guðbjörg Pálsdóttir skrifar Skoðun Heilbrigðisstarfsfólk eru ekki skotmörk Elísabet Herdísar Brynjarsdóttir,Hildur Harðardóttir,Tryggvi Egilsson,Sunna Snædal,Yousef Tamimi,Örvar Gunnarsson skrifar Skoðun Leiðrétting veiðigjalda og varðstaðan um sérhagsmuni Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar Skoðun Þjóðminjasafn án fornleifafræðinga Snædís Sunna Thorlacius,Ingibjörg Áskelsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til stjórnmálafólks um málefni Palestínu og Ísraels Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Í lífshættu eftir ofbeldi Jokka G Birnudóttir skrifar Skoðun Verið er að umbreyta borginni en hvað viljum við? Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Hvers vegna skiptir máli hvernig talað er um velferð dýra? Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Gróður, einmanaleiki og samfélagsleg samheldni Auður Kjartansdóttir skrifar Skoðun Ljúkum því sem hafið er - ný bálstofa í Gufunesi Ingvar Stefánsson skrifar Skoðun Raddir fanga Helgi Gunnlaugsson skrifar Skoðun Kann Jón Steindór ekki að reikna? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Lífið sem var – á Gaza Israa Saed,Katrín Harðardóttir skrifar Skoðun Vöxtur inn á við og blönduð borgarbyggð er málið Ásdís Hlökk Theodórsdóttir skrifar Skoðun Tilskipanafyllerí Trumps Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Öfgar á Íslandi Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Borg þarf breidd, land þarf lausnir Ásta Björg Björgvinsdóttir skrifar Skoðun Framtíð safna í síbreytilegum samfélögum Dagrún Ósk Jónsdóttir skrifar Skoðun Rjúfum þögnina og tölum um dauðann Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Virðisaukaskattur í ferðaþjónustu: Skattfríðindi eða röng túlkun? Eðli virðisaukaskatts, alþjóðlegt samhengi og hlutverk ferðaþjónustunnar sem gjaldeyrisskapandi útflutningsgreinar Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Fátækt á Íslandi: Áskoranir, viðkvæmir hópar og leiðir til úrbóta Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Verndum vörumerki í tónlist Eiríkur Sigurðsson skrifar Skoðun Hann valdi sér nafnið Leó Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Misskilin sjálfsmynd Finnur Thorlacius Eiríksson skrifar Skoðun Hvenær er nóg nóg? Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Byggðalína eða Borgarlína Guðmundur Haukur Jakobsson skrifar Skoðun Úlfar sem forðast sól! Jóna Guðbjörg Árnadóttir skrifar Sjá meira
Styrjaldir, heimsfaraldrar og hamfaragos hafa hent okkur á síðustu öld og þessari. Samgöngur hafa tafist og fallið niður. Þýskir kafbátar grönduðu tugum skipa í Íslandssiglingum í fyrra stríði og raunverulegur ótti skapaðist um að fólk myndi svelta vegna matarskortsins. Það er ekki nema von að matvælaöryggi sé þjóðinni hugleikið, enda fátt mikilvægara eyjaskeggjum í Atlantshafi en öruggir milliríkjaflutningar. Séríslenskir hlutir eiga þó til að reynast alls ekkert séríslenskir þegar betur er að gáð. Á sama tíma og skipum á Íslandsleið var sökkt réðust herir nefnilega á landflutningaleiðir til nágrannalanda okkar og óttinn við skort var jafn raunverulegur þar og hann var hér. Öll lönd eru háð flutningum og engin Vesturlandaþjóð sjálfri sér næg. Ef flutningar til Íslands myndu stöðvast til lengri tíma þýddi það ekki eingöngu að erlend matvæli myndu klárast. Fyrirséð er að olíubirgðir þjóðarinnar myndu að endingu tæmast líka og án þeirra lamast bæði stór hluti landbúnaðar og útgerða. Sömu lögmál hafa að þessu leyti áhrif á Tikka Masala úrvalið í matvöruverslunum og forsendu þess að við getum sótt fiskinn okkar á miðin eða ræktað tún til kjötframleiðslu. Þess vegna er umræðan um matvælaöryggi á villigötum. Nú þegar COVID-19 hefur hoggið skarð í fólksflutninga milli landa er eðlilegt að einhverjir spyrji: Hvað ef allur annar flutningur legðist af líka? Í því samhengi þarf að athuga tvennt. Í fyrsta lagi hafa orðið gífurlegar samgöngubætur á síðustu 100 árum og með þeim verður sífellt ólíklegra að flutningar stöðvist. Ef það hins vegar gerist þurfum við að athuga hitt, að sjálfbær innlend matvælaframleiðsla er ekki fólgin í aukinni kjötframleiðslu. Þar spila ekki bara inn breytt neyslumynstur þjóðarinnar og neikvæð loftslagsáhrif kjötframleiðslu, þótt hvort tveggja sé afar mikilvægt. Þar spilar nefnilega inn að á verstu krísutímum er framleiðsla sem byggir á rafmagni eini iðnaðurinn sem við getum raunverulega treyst á. Ef sjálfbær matvælaframleiðsla er markmiðið er fyrsta skrefið að taka úr sambandi framleiðslutengda hvata landbúnaðarins. Við þurfum að minnka verulega áhersluna á kjötframleiðslu og auka frelsi bænda til að afla sér tekna með ólíkum leiðum – gera þeim kleift að tryggja afkomu sína með hagkvæmri og rafknúinni ræktun, í sátt við umhverfið. Þar er íslenska grænmetið í lykilhlutverki en við þurfum líka að líta lengra og gera framleiðslu staðgönguvöru kjöts með próteini úr jurtaríkinu að raunhæfum kosti. Matvælaöryggi næst með öðrum orðum ekki með fleiri íslenskum lömbum heldur meira íslensku oumphi. Höfundur er aðstoðarmaður þingflokks Viðreisnar.
Heilbrigðisstarfsfólk eru ekki skotmörk Elísabet Herdísar Brynjarsdóttir,Hildur Harðardóttir,Tryggvi Egilsson,Sunna Snædal,Yousef Tamimi,Örvar Gunnarsson Skoðun
Skoðun Heilbrigðisstarfsfólk eru ekki skotmörk Elísabet Herdísar Brynjarsdóttir,Hildur Harðardóttir,Tryggvi Egilsson,Sunna Snædal,Yousef Tamimi,Örvar Gunnarsson skrifar
Skoðun Hvers vegna skiptir máli hvernig talað er um velferð dýra? Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar
Skoðun Virðisaukaskattur í ferðaþjónustu: Skattfríðindi eða röng túlkun? Eðli virðisaukaskatts, alþjóðlegt samhengi og hlutverk ferðaþjónustunnar sem gjaldeyrisskapandi útflutningsgreinar Þórir Garðarsson skrifar
Skoðun Fátækt á Íslandi: Áskoranir, viðkvæmir hópar og leiðir til úrbóta Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar
Heilbrigðisstarfsfólk eru ekki skotmörk Elísabet Herdísar Brynjarsdóttir,Hildur Harðardóttir,Tryggvi Egilsson,Sunna Snædal,Yousef Tamimi,Örvar Gunnarsson Skoðun