Sumar stúdíó íbúðir eru mjög litlar og stundum undir tuttugu fermetrum eins og íbúð sem fjallað er um á YouTube-síðunni Never Too Small.
Íbúðin er í Sidney í Ástralíu og er staðsett í fallega hönnuðu fjölbýlishúsi þar sem fjölmargar svipaðar eignir eru.
Það var arkitektinn Ashkan Mostahim sem hannaði íbúðina og varð hann að hafa sig allan við til að nýta plássið eins vel og hægt væri.
Hér að neðan er hægt að sjá umfjöllun um íbúðina.