Í lokaspurningunni í þeim flokki var spurt um stjóra Newcastle tímabilið 1998-1999 og var það stolið úr höfðinu á Arnóri sem leitaði aðstoðar hjá stuðningsteymi sínu. Ekki var sá hópur alveg viss heldur og því varð Arnór í raun að giska.
Svar hans má sjá neðar í greininni.
Spurningasprettur er skemmtilegur spurningaþáttur þar sem keppandi svarar valflokkaspurningum og getur unnið sér inn allt að þrjár milljónir svari hann öllum fimmtán spurningunum. Keppandi fær þrjár líflínur og aðstoð frá stuðningsliðinu.