Það verður að öllum líkindum tilkynnt á morgun að Phil Neville sé hættur sem þjálfari enska kvennalandsliðsins í fótbolta. Sky Sports fréttastofan greinir frá þessu en gefið verður út á morgun hvort að Neville verði áfram með liðið eða ekki.
Neville tók við liðinu í janúar 2018 og átti samningur hans að gilda fram yfir EM 2021. Nú verður mótinu að öllum líkindum frestað um eitt ár svo Neville mun að öllum líkindum hætta með liðið á morgun.
Phil Neville is likely to stand down from his role as England Women head coach on Thursday.
— Sky Sports News (@SkySportsNews) April 22, 2020
Liðið vann SheBelieve bikarinn undir stjórn Neville á síðasta ári en endaði svo í 4. sætinu á HM. Sjö töp í síðustu ellefu leikjum hafa vakið efasemdir um framtíð Neville. Nú segja enskir miðlar að tími hans hjá Englandi sé á enda kominn.