Lægri útborgun hjá þeim tekjulægstu sem fara í skert starfshlutfall Rakel Sveinsdóttir skrifar 2. apríl 2020 10:07 Mikið álag er þessa dagana á Vinnumálastofnunar vegna fjölda umsókna um atvinnuleysisbætur samhliða skertu starfshlutfalli. Vísir/Hanna Andrésdóttir Vinnumálastofnun nýtir ekki persónuafslátt einstaklinga við greiðslu bóta samhliða skertu starfshlutfalli. Af þeim sökum mun upphæð til útborgunar hjá lægstu launahópum, sem fara í 25% starfshlutfall, lækka töluvert eða því sem nemur ónýttum persónuafslætti. Sem dæmi má nefna að einstaklingur með 335 þúsund krónur í mánaðarlaun, sem fer í 25% starfshlutfall, mun fá rúmlega 26 þúsund krónum lægra útborgað en venjulega þegar hann fær bætur greiddar frá Vinnumálastofnun. Á dögunum var samþykkt frumvarp félags- og barnamálaráðherra um rétt til greiðslu atvinnuleysisbóta samhliða minnkuðu starfshlutfalli. Áhersla var lögð á að tekjulægstu hóparnir yrðu ekki fyrir tekjuskerðingu og var upprunalegum hugmyndum ríkisstjórnarinnar því breytt þannig að allir sem nú eru með fjögurhundruð þúsund krónur eða minna í laun á mánuði, munu fá jafnmikið samanlagt í launum og bótum. Að öllu jöfnu nýtir Vinnumálastofnun persónuafslátt einstaklinga við útreikninga atvinnuleysisbóta. Við greiðslu bóta samhliða skertu starfshlutfalli verður það hins vegar ekki gert. Þetta þýðir að ef atvinnurekandi fullnýtir ekki persónuafslátt fyrir laun í skertu starfshlutfalli, safnast persónuafslátturinn upp og nýtist síðar. Persónuafsláttur nemur kr.54.628. Launþegar lægstu launa munu finna fyrir þessu í formi lægri útborgunar launa þegar kemur að útborgunum atvinnuleysisbóta samhliða 25% skertu starfshlutfalli. Á meðfylgjandi yfirliti má sjá dæmi um hvernig ónýttur persónuafsláttur getur haft áhrif á þá upphæð sem fólk er vant að fá til útborgunar af launum sínum. Í umsóknarferli um atvinnuleysisbætur samhliða skertu starfshlutfalli þarf atvinnurekandi meðal annars að gefa upp áætluð laun skerðingu. Vinnumálastofnun hefur því upplýsingar um það fyrirfram hvort einstaklingur er að fá laun frá atvinnurekenda sem eru undir því marki að persónuafsláttur nýtist að fullu. Á vefsíðu stofnunarinnar kemur fram að fyrstu bætur samhliða skertu starfshlutfalli verða útborgaðar þann 7.apríl næstkomandi. Uppfært kl.13.09: Unnur Sverrisdóttir, starfandi forstjóri Vinnumálastofnunar, segir að persónuafsláttur einstaklinga verði nýttur frá og með apríl mánuði. Annað hafi aldrei staðið til. Starfsfólk stofnunarinnar hafi hins vegar ekki verið upplýst um það sérstaklega að sá háttur yrði hafður á, eftir mars mánuð. Vísir hefur áræðanlegar heimildir fyrir því að fólk og fyrirtæki hafa fengið aðrar upplýsingar símleiðis hjá starfsfólki Vinnumálastofnunar síðustu daga, þó ekki væri verið að spyrja um mars mánuð sérstaklega. Unnur segir ákvarðanir sem þessar teknar á öðrum samráðsvettvangi og því hafi útfærslur fyrir apríl ekki verið ræddar sérstaklega við starfsfólk. Það hafi því ekki haft nýjustu upplýsingar varðandi útfærsluna. Sjá nánar hér: Persónuafsláttur verður nýttur hjá Vinnumálastofnun í apríl Kjaramál Vinnumarkaður Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Hlutabótaleiðin Tengdar fréttir Tvöfalt fleiri umsóknir á einum mánuði en allt árið í fyrra Vinnumálastofnun bárust um 32.000 umsóknir um greiðslur í mars, um tvöfalt fleiri en allt árið í fyrra. Forstjóri stofnunarinnar segist aldrei hafa horft upp á annað eins og biður fólk um að hafa skilning á miklu álagi sem er á starfsmönnum hennar. 1. apríl 2020 15:29 Persónuafsláttur verður nýttur hjá Vinnumálstofnun í apríl Unnur Sverrisdóttir, starfandi forstjóri Vinnumálastofnunar, segir að persónuafsláttur einstaklinga verði nýttur frá og með apríl fyrir einstaklinga í skertu starfshlutfalli sem fá atvinnuleysisbætur greiddar samhliða. 2. apríl 2020 12:33 Mest lesið „Hápunktur morgunsins er síðan rómantíski kaffibíltúrinn“ Atvinnulíf Uppsagnir hjá þjónustumiðstöð Íslenskrar erfðagreiningar Viðskipti innlent Driffjöður Vertonet: „Við erum að setja kjöt á beinin núna“ Atvinnulíf Áhrif kosninga á starfsfólk og vinnustaði í næstu viku Atvinnulíf „Stelpupabbarnir eru ósjálfrátt betur á verði“ Atvinnulíf Ungum Áströlum bannað að nota samfélagsmiðla Viðskipti erlent Herkastalinn hans Quangs Lé er til sölu Viðskipti innlent Hafa samið við Fossvélar um framkvæmdir vegna Hvammsvirkjunar Viðskipti innlent „Unglingsárin voru kannski ekki mín heppilegustu ár“ Atvinnulíf Lögreglan rannsaki ljúgvitni í Lyfjablómsmálinu Viðskipti innlent Fleiri fréttir „Hápunktur morgunsins er síðan rómantíski kaffibíltúrinn“ Áhrif kosninga á starfsfólk og vinnustaði í næstu viku „Stelpupabbarnir eru ósjálfrátt betur á verði“ Driffjöður Vertonet: „Við erum að setja kjöt á beinin núna“ Velgengni í New York: „Mér finnst ég ekkert hafa verið hér mjög lengi“ Magga í Pfaff: „Ég man meira að segja hvar fyrsti kossinn var“ Fær nokkuð jákvæð viðbrögð þegar hann vandar sig í eldhúsinu Dagatalsmenningin: Rosa töff að vera með yfirbókaða dagskrá Vogue og forsetafrúin kveiktu strax en íslenski vinnumarkaðurinn með hindranir Inngildingin: „Íslenska töluð með hreim er samt íslenska“ Dæmi: „Tvær konur geta ekki unnið saman því einu sinni áttu þær sama kærasta“ „Unglingsárin voru kannski ekki mín heppilegustu ár“ „Pólitíkin er dugleg í þessu en einkageirinn kann þetta ekki nógu vel“ Að byggja upp vinnustað sem hræðist ekki breytingar Stærðin skiptir ekki máli Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen „Reglugerðin tekur gildi hvort sem menn hafa þetta hugrekki eða ekki“ Allt í steik: Samtalið við yfirmanninn „Okkur langar til að búa til nýja tegund af bjórmenningu“ „Eitthvað við kvöldin og nóttina sem ég heillast af“ Dýrara að gera ekkert: „Erum öll að pissa í sömu laugina“ Sjá meira
Vinnumálastofnun nýtir ekki persónuafslátt einstaklinga við greiðslu bóta samhliða skertu starfshlutfalli. Af þeim sökum mun upphæð til útborgunar hjá lægstu launahópum, sem fara í 25% starfshlutfall, lækka töluvert eða því sem nemur ónýttum persónuafslætti. Sem dæmi má nefna að einstaklingur með 335 þúsund krónur í mánaðarlaun, sem fer í 25% starfshlutfall, mun fá rúmlega 26 þúsund krónum lægra útborgað en venjulega þegar hann fær bætur greiddar frá Vinnumálastofnun. Á dögunum var samþykkt frumvarp félags- og barnamálaráðherra um rétt til greiðslu atvinnuleysisbóta samhliða minnkuðu starfshlutfalli. Áhersla var lögð á að tekjulægstu hóparnir yrðu ekki fyrir tekjuskerðingu og var upprunalegum hugmyndum ríkisstjórnarinnar því breytt þannig að allir sem nú eru með fjögurhundruð þúsund krónur eða minna í laun á mánuði, munu fá jafnmikið samanlagt í launum og bótum. Að öllu jöfnu nýtir Vinnumálastofnun persónuafslátt einstaklinga við útreikninga atvinnuleysisbóta. Við greiðslu bóta samhliða skertu starfshlutfalli verður það hins vegar ekki gert. Þetta þýðir að ef atvinnurekandi fullnýtir ekki persónuafslátt fyrir laun í skertu starfshlutfalli, safnast persónuafslátturinn upp og nýtist síðar. Persónuafsláttur nemur kr.54.628. Launþegar lægstu launa munu finna fyrir þessu í formi lægri útborgunar launa þegar kemur að útborgunum atvinnuleysisbóta samhliða 25% skertu starfshlutfalli. Á meðfylgjandi yfirliti má sjá dæmi um hvernig ónýttur persónuafsláttur getur haft áhrif á þá upphæð sem fólk er vant að fá til útborgunar af launum sínum. Í umsóknarferli um atvinnuleysisbætur samhliða skertu starfshlutfalli þarf atvinnurekandi meðal annars að gefa upp áætluð laun skerðingu. Vinnumálastofnun hefur því upplýsingar um það fyrirfram hvort einstaklingur er að fá laun frá atvinnurekenda sem eru undir því marki að persónuafsláttur nýtist að fullu. Á vefsíðu stofnunarinnar kemur fram að fyrstu bætur samhliða skertu starfshlutfalli verða útborgaðar þann 7.apríl næstkomandi. Uppfært kl.13.09: Unnur Sverrisdóttir, starfandi forstjóri Vinnumálastofnunar, segir að persónuafsláttur einstaklinga verði nýttur frá og með apríl mánuði. Annað hafi aldrei staðið til. Starfsfólk stofnunarinnar hafi hins vegar ekki verið upplýst um það sérstaklega að sá háttur yrði hafður á, eftir mars mánuð. Vísir hefur áræðanlegar heimildir fyrir því að fólk og fyrirtæki hafa fengið aðrar upplýsingar símleiðis hjá starfsfólki Vinnumálastofnunar síðustu daga, þó ekki væri verið að spyrja um mars mánuð sérstaklega. Unnur segir ákvarðanir sem þessar teknar á öðrum samráðsvettvangi og því hafi útfærslur fyrir apríl ekki verið ræddar sérstaklega við starfsfólk. Það hafi því ekki haft nýjustu upplýsingar varðandi útfærsluna. Sjá nánar hér: Persónuafsláttur verður nýttur hjá Vinnumálastofnun í apríl
Kjaramál Vinnumarkaður Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Hlutabótaleiðin Tengdar fréttir Tvöfalt fleiri umsóknir á einum mánuði en allt árið í fyrra Vinnumálastofnun bárust um 32.000 umsóknir um greiðslur í mars, um tvöfalt fleiri en allt árið í fyrra. Forstjóri stofnunarinnar segist aldrei hafa horft upp á annað eins og biður fólk um að hafa skilning á miklu álagi sem er á starfsmönnum hennar. 1. apríl 2020 15:29 Persónuafsláttur verður nýttur hjá Vinnumálstofnun í apríl Unnur Sverrisdóttir, starfandi forstjóri Vinnumálastofnunar, segir að persónuafsláttur einstaklinga verði nýttur frá og með apríl fyrir einstaklinga í skertu starfshlutfalli sem fá atvinnuleysisbætur greiddar samhliða. 2. apríl 2020 12:33 Mest lesið „Hápunktur morgunsins er síðan rómantíski kaffibíltúrinn“ Atvinnulíf Uppsagnir hjá þjónustumiðstöð Íslenskrar erfðagreiningar Viðskipti innlent Driffjöður Vertonet: „Við erum að setja kjöt á beinin núna“ Atvinnulíf Áhrif kosninga á starfsfólk og vinnustaði í næstu viku Atvinnulíf „Stelpupabbarnir eru ósjálfrátt betur á verði“ Atvinnulíf Ungum Áströlum bannað að nota samfélagsmiðla Viðskipti erlent Herkastalinn hans Quangs Lé er til sölu Viðskipti innlent Hafa samið við Fossvélar um framkvæmdir vegna Hvammsvirkjunar Viðskipti innlent „Unglingsárin voru kannski ekki mín heppilegustu ár“ Atvinnulíf Lögreglan rannsaki ljúgvitni í Lyfjablómsmálinu Viðskipti innlent Fleiri fréttir „Hápunktur morgunsins er síðan rómantíski kaffibíltúrinn“ Áhrif kosninga á starfsfólk og vinnustaði í næstu viku „Stelpupabbarnir eru ósjálfrátt betur á verði“ Driffjöður Vertonet: „Við erum að setja kjöt á beinin núna“ Velgengni í New York: „Mér finnst ég ekkert hafa verið hér mjög lengi“ Magga í Pfaff: „Ég man meira að segja hvar fyrsti kossinn var“ Fær nokkuð jákvæð viðbrögð þegar hann vandar sig í eldhúsinu Dagatalsmenningin: Rosa töff að vera með yfirbókaða dagskrá Vogue og forsetafrúin kveiktu strax en íslenski vinnumarkaðurinn með hindranir Inngildingin: „Íslenska töluð með hreim er samt íslenska“ Dæmi: „Tvær konur geta ekki unnið saman því einu sinni áttu þær sama kærasta“ „Unglingsárin voru kannski ekki mín heppilegustu ár“ „Pólitíkin er dugleg í þessu en einkageirinn kann þetta ekki nógu vel“ Að byggja upp vinnustað sem hræðist ekki breytingar Stærðin skiptir ekki máli Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen „Reglugerðin tekur gildi hvort sem menn hafa þetta hugrekki eða ekki“ Allt í steik: Samtalið við yfirmanninn „Okkur langar til að búa til nýja tegund af bjórmenningu“ „Eitthvað við kvöldin og nóttina sem ég heillast af“ Dýrara að gera ekkert: „Erum öll að pissa í sömu laugina“ Sjá meira
Tvöfalt fleiri umsóknir á einum mánuði en allt árið í fyrra Vinnumálastofnun bárust um 32.000 umsóknir um greiðslur í mars, um tvöfalt fleiri en allt árið í fyrra. Forstjóri stofnunarinnar segist aldrei hafa horft upp á annað eins og biður fólk um að hafa skilning á miklu álagi sem er á starfsmönnum hennar. 1. apríl 2020 15:29
Persónuafsláttur verður nýttur hjá Vinnumálstofnun í apríl Unnur Sverrisdóttir, starfandi forstjóri Vinnumálastofnunar, segir að persónuafsláttur einstaklinga verði nýttur frá og með apríl fyrir einstaklinga í skertu starfshlutfalli sem fá atvinnuleysisbætur greiddar samhliða. 2. apríl 2020 12:33