Versta hugmynd allra tíma…? Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar 23. apríl 2020 13:00 „Þetta er einhver versta hugmynd sem ég heyrt“. Þetta sagði formaður Sjálfstæðisflokksins í andsvari við mig á Alþingi í vikunni þegar ég stakk upp á því að við ættum að fjölga hjúkrunarfræðingum, sjúkraliðum, kennurum, skólaliðum, lögreglumönnum, barnaverndarfólki, sálfræðingum, sjúkraþjálfurum, vísindamönnum og fleirum opinberum starfsmönnum. Það er góð hugmyndafræði og góð hagfræði að fjölga opinberum störfum, ekki síst í núverandi ástandi. Ég er ekki einn um þá skoðun. Það fannst Keynes líka, þekktasta hagfræðingi 20. aldar. Og ekki hafði Roosevelt, forseti Bandaríkjanna, heyrt frá Engeyingum fyrir næstum hundrað árum að þetta væri versta hugmynd sem hægt væri að hugsa sér til að bregðast við atvinnuleysi, þegar Roosevelt fjölgaði m.a. einmitt opinberum starfsmönnum til að bregðast við kreppunni miklu á fjórða áratug síðustu aldar. Nú stefnir í að fjórða hvern Íslending vanti meiri vinnu og aldrei hefur sá fjöldi verið jafnmikill. Auðvitað þarf líka að fjölga og verja störf í einkageiranum. En fjölgun opinberra starfa er á valdi stjórnvalda sem þau kjósa að gera ekki og tala jafnvel um sem „verstu hugmynd“ allra tíma. Gott og vel. Það er ágætt fyrir opinbera starfsmenn að sjá þessa afstöðu yfirmanns þeirra til opinberra starfsmanna. Þessi ummæli endurspegla vel tortryggni Bjarna Benediktssonar gagnvart opinberum starfsmönnum. Hvað gerir eiginlega opinber starfsmaður? Það er ágætt að rifja upp hvað opinber starfsmaður gerir fyrir Bjarna Ben og alla Bjarna og Birnur þessa lands. Það er opinber starfsmaður sem tekur á móti þér þegar þú fæðist. Það er opinber starfsmaður sem kennir börnunum þínum. Það er opinber starfsmaður sem sér um þarfir fatlaðra og eldri borgara. Það er opinber starfsmaður sem er í framlínunni gegn heimsfaraldri. Það er líka opinber starfsmaður sem rannsakar jarðfræði Íslands, vaktar snjóflóðahættu, leggur vegina sem þú keyrir, sígur úr þyrlu til að bjarga sjómanni, greiðir þér áunnar bætur og kemur í veg fyrir að á þér sé brotið sem neytenda en líka sem manneskju. Loks er það opinber starfsmaður sem hjúkrar þér á dánarbeði þínu. Einkageirinn reiðir sig á opinbera starfsmenn Bjarni Benediktsson talaði líka um að verðmætasköpunin eigi sér fyrst og fremst stað í einkageiranum. Það er einfaldlega rangt. Það er eins og sumir hægri menn átti sig ekki á að opinberir starfsmenn skapa einnig mjög mikil verðmæti og greiða skatta. Það er ekki síst vegna tilstilli opinberra starfsmanna að stór hluti af verðmætasköpun einkageirans getur átt sér stað. Einkafyrirtæki reiða sig á að opinberir starfsmenn kenni verðandi starfsmönnum einkageirans, hjúkri starfsmönnum þeirra og komi þeim aftur til vinnu í einkageiranum, byggi upp fjarskiptakerfi og samgönguæðar sem einkageirinn reiðir sig, haldi uppi röð og reglu, verndi eignarrétt einkafyrirtækja, framfylgi samkeppnislögum svo hinn stóri svíni ekki á hinum smáa, geri fríverslunarsamninga sem einkageirinn nýtir sér og svona mætti lengi telja. Við eigum ekki að sætta okkur endalaust við að hið opinbera kerfi og starfsmenn þess séu talaðir niður af stjórnmálamönnum, eins og Bjarni Benediktsson og fleiri sjálfstæðismenn gera. Þegar neyðin er mest hvert er leitað? Það er ekki síst á tímum neyðarástands, þegar einmitt skoðanabræður fjármálaráðherrans til hægri leita í faðm ríkisins og vilja aðstoð frá hinum opinberum starfsmönnum. Sumir hægri menn vilja líka haga hlutum þannig að þeir geti greitt sér arð fyrir að veita almenningi nauðsynlega þjónustu sem ríkið á síðan að borga fyrir. Þeir biðja um skattlækkanir sér til handa, en ekki fyrir fólkið sem starfar hjá þeim. Kjarni málsins er þessi. Það er bæði samfélagslega og efnahagslega miklu skynsamlegri leið að fólk sé með atvinnu en á atvinnuleysisbótum. Við getum og eigum að fjölga opinberum störfum á sama tíma og við bætum þjónustuna við okkur sjálf, hvort sem það er aukin heilbrigðis- eða félagsþjónusta, bætt menntun, nýsköpun og löggæsla eða hvað eina sem við reiðum okkur á. Við megum ekki og eigum ekki að láta hægri kreddu ráða hér ríkjum því hún er bæði óskynsamleg og kostnaðarsöm. Höfundur er þingmaður Samfylkingarinnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ágúst Ólafur Ágústsson Mest lesið Harka af sér og halda áfram Hulda Jónsdóttir Tölgyes Skoðun Um Varasjóð VR Flosi Eiríksson Skoðun Allskonar núansar Lilja Kristín Jónsdóttir Skoðun Vegna umfjöllunar Kveiks um kynferðislega áreitni á vinnustöðum Andri Valur Ívarsson,Anna Rós Sigmundsdóttir,Dagný Aradóttir Pind,Hrannar Már Gunnarsson,Jenný Þórunn Stefánsdóttir Skoðun Úr hörðustu átt Rósa Guðbjartsdóttir!!! Alma Björk Ástþórsdóttir Skoðun Hæstaréttardómari kallar Gróu á Leiti til vitnis Heimir Már Pétursson Skoðun Hugleiðingar um virðismat kennara Bergur Hauksson Skoðun Samúð Jón Steinar Gunnlaugsson Skoðun Frelsið er yndislegt þegar það hentar Jens Garðar Helgason Skoðun Við kjósum Magnús Karl Lotta María Ellingsen,Jón Ólafsson Skoðun Skoðun Skoðun Um Varasjóð VR Flosi Eiríksson skrifar Skoðun Töfrakista tækifæranna Hrefna Óskarsdóttir skrifar Skoðun Dómskerfið reynir að þegja alla gagnrýni á sig í hel Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Frelsið er yndislegt þegar það hentar Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Borgaralegt og hernaðarlegt Bjarni Már Magnússon skrifar Skoðun Áskorun til Reykjavíkurborgar um matvæli í leik- og grunnskólum Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar Skoðun Gervigreind er síðasta von íslensks heilbrigðiskerfis – munum við grípa tækifærið? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Við erum ennþá hvalveiðiþjóð, hvenær ætlar ríkisstjórnin að grípa í taumana? Micah Garen skrifar Skoðun Vegna umfjöllunar Kveiks um kynferðislega áreitni á vinnustöðum Andri Valur Ívarsson,Anna Rós Sigmundsdóttir,Dagný Aradóttir Pind,Hrannar Már Gunnarsson,Jenný Þórunn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Grafið undan grunngildum Sólveig Anna Jónsdóttir skrifar Skoðun Samúð Jón Steinar Gunnlaugsson skrifar Skoðun Allskonar núansar Lilja Kristín Jónsdóttir skrifar Skoðun Íslensk framleiðsla á undanhaldi - hver græðir? Guðmundur Þórir Sigurðsson skrifar Skoðun Magnús Karl Magnússon – öflugur málsvari Háskóla Íslands Arna Hauksdóttir,Þórarinn Guðjónsson skrifar Skoðun Tungumálakort – leitin að tungumálaforðanum 2025 Renata Emilsson Peskova,Þorbjörg Halldórsdóttir,Kristín R. Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Byggjum meira á Kjalarnesi Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Hæstaréttardómari kallar Gróu á Leiti til vitnis Heimir Már Pétursson skrifar Skoðun Álitsgerð um hvalveiðar, sögu og stöðu þeirra, misferli, lögbrot og veiðileyfi, sem ekki stenzt Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Hugleiðingar um listamannalaun V Þórhallur Guðmundsson skrifar Skoðun Úr hörðustu átt Rósa Guðbjartsdóttir!!! Alma Björk Ástþórsdóttir skrifar Skoðun Olíunotkun er þjóðaröryggismál Sigurður Ingi Friðleifsson skrifar Skoðun Mokum ofan í skotgrafirnar Teitur Atlason skrifar Skoðun Kennarastarfið óheillandi... því miður Guðrún Kjartansdóttir skrifar Skoðun Jafnrétti sem leiðarljós í starfi Háskóla Íslands Silja Bára R. Ómarsdóttir skrifar Skoðun Skattspor ferðaþjónustunnar 184 milljarðar árið 2023 Pétur Óskarsson skrifar Skoðun Kynskiptur vinnumarkaður Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Við kjósum Magnús Karl Lotta María Ellingsen,Jón Ólafsson skrifar Skoðun Harka af sér og halda áfram Hulda Jónsdóttir Tölgyes skrifar Skoðun Mjólkursamsalan færir hundruð milljóna til erlendra bænda Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Gulur, rauður, blár og B+ Jón Pétur Zimsen skrifar Sjá meira
„Þetta er einhver versta hugmynd sem ég heyrt“. Þetta sagði formaður Sjálfstæðisflokksins í andsvari við mig á Alþingi í vikunni þegar ég stakk upp á því að við ættum að fjölga hjúkrunarfræðingum, sjúkraliðum, kennurum, skólaliðum, lögreglumönnum, barnaverndarfólki, sálfræðingum, sjúkraþjálfurum, vísindamönnum og fleirum opinberum starfsmönnum. Það er góð hugmyndafræði og góð hagfræði að fjölga opinberum störfum, ekki síst í núverandi ástandi. Ég er ekki einn um þá skoðun. Það fannst Keynes líka, þekktasta hagfræðingi 20. aldar. Og ekki hafði Roosevelt, forseti Bandaríkjanna, heyrt frá Engeyingum fyrir næstum hundrað árum að þetta væri versta hugmynd sem hægt væri að hugsa sér til að bregðast við atvinnuleysi, þegar Roosevelt fjölgaði m.a. einmitt opinberum starfsmönnum til að bregðast við kreppunni miklu á fjórða áratug síðustu aldar. Nú stefnir í að fjórða hvern Íslending vanti meiri vinnu og aldrei hefur sá fjöldi verið jafnmikill. Auðvitað þarf líka að fjölga og verja störf í einkageiranum. En fjölgun opinberra starfa er á valdi stjórnvalda sem þau kjósa að gera ekki og tala jafnvel um sem „verstu hugmynd“ allra tíma. Gott og vel. Það er ágætt fyrir opinbera starfsmenn að sjá þessa afstöðu yfirmanns þeirra til opinberra starfsmanna. Þessi ummæli endurspegla vel tortryggni Bjarna Benediktssonar gagnvart opinberum starfsmönnum. Hvað gerir eiginlega opinber starfsmaður? Það er ágætt að rifja upp hvað opinber starfsmaður gerir fyrir Bjarna Ben og alla Bjarna og Birnur þessa lands. Það er opinber starfsmaður sem tekur á móti þér þegar þú fæðist. Það er opinber starfsmaður sem kennir börnunum þínum. Það er opinber starfsmaður sem sér um þarfir fatlaðra og eldri borgara. Það er opinber starfsmaður sem er í framlínunni gegn heimsfaraldri. Það er líka opinber starfsmaður sem rannsakar jarðfræði Íslands, vaktar snjóflóðahættu, leggur vegina sem þú keyrir, sígur úr þyrlu til að bjarga sjómanni, greiðir þér áunnar bætur og kemur í veg fyrir að á þér sé brotið sem neytenda en líka sem manneskju. Loks er það opinber starfsmaður sem hjúkrar þér á dánarbeði þínu. Einkageirinn reiðir sig á opinbera starfsmenn Bjarni Benediktsson talaði líka um að verðmætasköpunin eigi sér fyrst og fremst stað í einkageiranum. Það er einfaldlega rangt. Það er eins og sumir hægri menn átti sig ekki á að opinberir starfsmenn skapa einnig mjög mikil verðmæti og greiða skatta. Það er ekki síst vegna tilstilli opinberra starfsmanna að stór hluti af verðmætasköpun einkageirans getur átt sér stað. Einkafyrirtæki reiða sig á að opinberir starfsmenn kenni verðandi starfsmönnum einkageirans, hjúkri starfsmönnum þeirra og komi þeim aftur til vinnu í einkageiranum, byggi upp fjarskiptakerfi og samgönguæðar sem einkageirinn reiðir sig, haldi uppi röð og reglu, verndi eignarrétt einkafyrirtækja, framfylgi samkeppnislögum svo hinn stóri svíni ekki á hinum smáa, geri fríverslunarsamninga sem einkageirinn nýtir sér og svona mætti lengi telja. Við eigum ekki að sætta okkur endalaust við að hið opinbera kerfi og starfsmenn þess séu talaðir niður af stjórnmálamönnum, eins og Bjarni Benediktsson og fleiri sjálfstæðismenn gera. Þegar neyðin er mest hvert er leitað? Það er ekki síst á tímum neyðarástands, þegar einmitt skoðanabræður fjármálaráðherrans til hægri leita í faðm ríkisins og vilja aðstoð frá hinum opinberum starfsmönnum. Sumir hægri menn vilja líka haga hlutum þannig að þeir geti greitt sér arð fyrir að veita almenningi nauðsynlega þjónustu sem ríkið á síðan að borga fyrir. Þeir biðja um skattlækkanir sér til handa, en ekki fyrir fólkið sem starfar hjá þeim. Kjarni málsins er þessi. Það er bæði samfélagslega og efnahagslega miklu skynsamlegri leið að fólk sé með atvinnu en á atvinnuleysisbótum. Við getum og eigum að fjölga opinberum störfum á sama tíma og við bætum þjónustuna við okkur sjálf, hvort sem það er aukin heilbrigðis- eða félagsþjónusta, bætt menntun, nýsköpun og löggæsla eða hvað eina sem við reiðum okkur á. Við megum ekki og eigum ekki að láta hægri kreddu ráða hér ríkjum því hún er bæði óskynsamleg og kostnaðarsöm. Höfundur er þingmaður Samfylkingarinnar.
Vegna umfjöllunar Kveiks um kynferðislega áreitni á vinnustöðum Andri Valur Ívarsson,Anna Rós Sigmundsdóttir,Dagný Aradóttir Pind,Hrannar Már Gunnarsson,Jenný Þórunn Stefánsdóttir Skoðun
Skoðun Áskorun til Reykjavíkurborgar um matvæli í leik- og grunnskólum Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Gervigreind er síðasta von íslensks heilbrigðiskerfis – munum við grípa tækifærið? Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Við erum ennþá hvalveiðiþjóð, hvenær ætlar ríkisstjórnin að grípa í taumana? Micah Garen skrifar
Skoðun Vegna umfjöllunar Kveiks um kynferðislega áreitni á vinnustöðum Andri Valur Ívarsson,Anna Rós Sigmundsdóttir,Dagný Aradóttir Pind,Hrannar Már Gunnarsson,Jenný Þórunn Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Magnús Karl Magnússon – öflugur málsvari Háskóla Íslands Arna Hauksdóttir,Þórarinn Guðjónsson skrifar
Skoðun Tungumálakort – leitin að tungumálaforðanum 2025 Renata Emilsson Peskova,Þorbjörg Halldórsdóttir,Kristín R. Vilhjálmsdóttir skrifar
Skoðun Álitsgerð um hvalveiðar, sögu og stöðu þeirra, misferli, lögbrot og veiðileyfi, sem ekki stenzt Ole Anton Bieltvedt skrifar
Vegna umfjöllunar Kveiks um kynferðislega áreitni á vinnustöðum Andri Valur Ívarsson,Anna Rós Sigmundsdóttir,Dagný Aradóttir Pind,Hrannar Már Gunnarsson,Jenný Þórunn Stefánsdóttir Skoðun