Gaupi og Maggi Bö hlustuðu á grasið á Meistaravöllum vaxa Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 24. apríl 2020 16:27 Gaupi og Maggi Bö leggja við hlustir. mynd/stöð 2 Guðjón Guðmundsson gerði sér ferð á Meistaravelli KR-inga þar sem Magnús Valur Böðvarsson ræður ríkjum. Magnús, eða Maggi Bö eins og hann er jafnan kallaður, segir að Meistaravellir komi vel undan vetri. „Veðurfarið síðustu vikur hefur verið mjög gott. Þetta lítur frekar vel út. Þessi auka tími sem við fáum gerir það líka að verkum að völlurinn á að vera í toppstandi,“ sagði Maggi við Gaupa í Sportpakkanum. En heyrum við grasið vaxa, spurði Gaupi Magga. „Þú getur alveg lagst niður og hlustað. Þú heyrir það varla,“ svaraði Maggi. „Og þó, þetta getur gerst hratt.“ Sjö af tólf liðum í Pepsi Max-deild karla spila heimaleiki sína á gervigrasi. Maggi er uggandi yfir þessari þróun en hann er gras-megin í lífinu. „Ég held að íslenskur fótbolti falli langt á eftir öðrum þjóðum ef við færum okkur alveg yfir á gervigras. Það gerðist í Noregi fyrir 20 árum þegar þeir flykktust yfir á gervigras. Líka í Hollandi en þeir sneru því við,“ sagði Maggi. „Fótbolti er spilaður á grasi úti í heimi en ekki á gervigrasi.“ Maggi segir að það sé vel hægt að halda úti góðum grasvöllum á Íslandi, þrátt fyrir veðurfarið. „Það stríðir okkur og auðvitað erum við smá bundnir af því. Þess vegna skiptir máli að vera með almennilega uppbyggða velli og þess háttar. Það er vinna sem fylgir því en það hefur ekki verið lögð nein vinna í viðhald og þess háttar á fótboltavöllum hingað til,“ sagði Maggi sem er menntaður grasvallafræðingur og er í faginu af lífi og sál. „Mín ástríða er að sjá um góða fótboltavelli. Þetta er mín ástríða og ég vil alltaf að við séum með eins góða fótboltavelli og mögulegt er,“ sagði Maggi að endingu. Klippa: Sportpakkinn: Maggi Bö ánægður með ástand Meistaravalla Pepsi Max-deild karla Pepsi Max-deild kvenna Íslenski boltinn Sportpakkinn Garðyrkja Reykjavík KR Mest lesið Lýsti ofbeldinu sem faðir hans beitti hann Sport Paul vill nú berjast við fyrrum heimsmeistara í pílu Sport Aftur hefur KR leik í Laugardalnum Íslenski boltinn Rekinn fyrir að vera í sambandi með leikmanni en vill annað tækifæri Enski boltinn Alfreð Gísla: „Skemmdarverk á handboltanum“ Handbolti Rannsaka hatursorðræðu í garð Banda Fótbolti Eygló tilnefnd sem lyftingakona ársins í Evrópu Sport „Bestu liðin hafa ekkert að fela og deila upplýsingum“ Handbolti Stórskotaliðið gerði sitt þegar Norðmenn lögðu Ísrael Fótbolti Elliði Snær átti sinn þátt í óvæntum sigri Handbolti Fleiri fréttir Aftur hefur KR leik í Laugardalnum Nýi markvörður KA kom snemma inn af bekknum í fyrsta leik Ísabella Sara sögð á leið til Rosengård Besta auglýsing Aftureldingar: „Þetta er enginn helvítis Pizzabær“ „Veturinn eins og best verður á kosið“ Besta-spáin 2025: Í túninu heima Víkingar framlengja við „besta markmanninn í Bestu deildinni“ Þór/KA vann í vítaspyrnukeppni og mætir Breiðabliki í úrslitaleik LUÍH: Heimir var um 90 mörkum frá 100 marka veggnum Strákar á Selfossi söfnuðu fé fyrir jafnaldra sinn í HK „Búnir að missa of marga af þessum heimastrákum“ Besta-spáin 2025: Drepþreyttir á deildaflakkinu Gísli Laxdal snýr heim á Skagann „Ég lét menn aðeins heyra það í hálfleik“ Sjáðu mörkin sem tryggðu Val Lengjubikarinn Uppgjörið: Fylkir - Valur 2-3 | Endurkoma og Valur vann Lengjubikarinn Andrea skaut Blikum áfram í úrslitaleikinn Pedersen framlengir við Val Hjartaáfallið stöðvar ekki Grétar Guðjohnsen LUÍH: Kom aldrei til greina að fórna „Maggiball“ Andi á Hlíðarenda: „Viljum allir vera á stóra sviðinu“ Vill menntun fremur en refsingar: „Ótrúlega skakkt“ Reynslumikill Svíi skrifar undir í Úlfarsárdalnum Sauð á pabba Axels sem rauk heim af KR-leikjum Breyta ekki því sem virkar Styrktaraðilar endursemja við ÍTF „Held að helvíti margir leikmenn hugsi: Hjúkk“ Orðið of erfitt að standa sig á öllum vígstöðvum Valur í úrslit eftir vítaspyrnukeppni „Verður einn okkar allra mikilvægasti leikmaður“ Sjá meira
Guðjón Guðmundsson gerði sér ferð á Meistaravelli KR-inga þar sem Magnús Valur Böðvarsson ræður ríkjum. Magnús, eða Maggi Bö eins og hann er jafnan kallaður, segir að Meistaravellir komi vel undan vetri. „Veðurfarið síðustu vikur hefur verið mjög gott. Þetta lítur frekar vel út. Þessi auka tími sem við fáum gerir það líka að verkum að völlurinn á að vera í toppstandi,“ sagði Maggi við Gaupa í Sportpakkanum. En heyrum við grasið vaxa, spurði Gaupi Magga. „Þú getur alveg lagst niður og hlustað. Þú heyrir það varla,“ svaraði Maggi. „Og þó, þetta getur gerst hratt.“ Sjö af tólf liðum í Pepsi Max-deild karla spila heimaleiki sína á gervigrasi. Maggi er uggandi yfir þessari þróun en hann er gras-megin í lífinu. „Ég held að íslenskur fótbolti falli langt á eftir öðrum þjóðum ef við færum okkur alveg yfir á gervigras. Það gerðist í Noregi fyrir 20 árum þegar þeir flykktust yfir á gervigras. Líka í Hollandi en þeir sneru því við,“ sagði Maggi. „Fótbolti er spilaður á grasi úti í heimi en ekki á gervigrasi.“ Maggi segir að það sé vel hægt að halda úti góðum grasvöllum á Íslandi, þrátt fyrir veðurfarið. „Það stríðir okkur og auðvitað erum við smá bundnir af því. Þess vegna skiptir máli að vera með almennilega uppbyggða velli og þess háttar. Það er vinna sem fylgir því en það hefur ekki verið lögð nein vinna í viðhald og þess háttar á fótboltavöllum hingað til,“ sagði Maggi sem er menntaður grasvallafræðingur og er í faginu af lífi og sál. „Mín ástríða er að sjá um góða fótboltavelli. Þetta er mín ástríða og ég vil alltaf að við séum með eins góða fótboltavelli og mögulegt er,“ sagði Maggi að endingu. Klippa: Sportpakkinn: Maggi Bö ánægður með ástand Meistaravalla
Pepsi Max-deild karla Pepsi Max-deild kvenna Íslenski boltinn Sportpakkinn Garðyrkja Reykjavík KR Mest lesið Lýsti ofbeldinu sem faðir hans beitti hann Sport Paul vill nú berjast við fyrrum heimsmeistara í pílu Sport Aftur hefur KR leik í Laugardalnum Íslenski boltinn Rekinn fyrir að vera í sambandi með leikmanni en vill annað tækifæri Enski boltinn Alfreð Gísla: „Skemmdarverk á handboltanum“ Handbolti Rannsaka hatursorðræðu í garð Banda Fótbolti Eygló tilnefnd sem lyftingakona ársins í Evrópu Sport „Bestu liðin hafa ekkert að fela og deila upplýsingum“ Handbolti Stórskotaliðið gerði sitt þegar Norðmenn lögðu Ísrael Fótbolti Elliði Snær átti sinn þátt í óvæntum sigri Handbolti Fleiri fréttir Aftur hefur KR leik í Laugardalnum Nýi markvörður KA kom snemma inn af bekknum í fyrsta leik Ísabella Sara sögð á leið til Rosengård Besta auglýsing Aftureldingar: „Þetta er enginn helvítis Pizzabær“ „Veturinn eins og best verður á kosið“ Besta-spáin 2025: Í túninu heima Víkingar framlengja við „besta markmanninn í Bestu deildinni“ Þór/KA vann í vítaspyrnukeppni og mætir Breiðabliki í úrslitaleik LUÍH: Heimir var um 90 mörkum frá 100 marka veggnum Strákar á Selfossi söfnuðu fé fyrir jafnaldra sinn í HK „Búnir að missa of marga af þessum heimastrákum“ Besta-spáin 2025: Drepþreyttir á deildaflakkinu Gísli Laxdal snýr heim á Skagann „Ég lét menn aðeins heyra það í hálfleik“ Sjáðu mörkin sem tryggðu Val Lengjubikarinn Uppgjörið: Fylkir - Valur 2-3 | Endurkoma og Valur vann Lengjubikarinn Andrea skaut Blikum áfram í úrslitaleikinn Pedersen framlengir við Val Hjartaáfallið stöðvar ekki Grétar Guðjohnsen LUÍH: Kom aldrei til greina að fórna „Maggiball“ Andi á Hlíðarenda: „Viljum allir vera á stóra sviðinu“ Vill menntun fremur en refsingar: „Ótrúlega skakkt“ Reynslumikill Svíi skrifar undir í Úlfarsárdalnum Sauð á pabba Axels sem rauk heim af KR-leikjum Breyta ekki því sem virkar Styrktaraðilar endursemja við ÍTF „Held að helvíti margir leikmenn hugsi: Hjúkk“ Orðið of erfitt að standa sig á öllum vígstöðvum Valur í úrslit eftir vítaspyrnukeppni „Verður einn okkar allra mikilvægasti leikmaður“ Sjá meira