Í dag er útlit fyrir hæga breytilega átt á landinu og eru mestar líkur á sólríku veðri á Norðurlandi og Vestfjörðum. Í öðrum landshlutum verður að öllum líkindum skýjað að mestu í dag og lítilsháttar skúrir verða á sunnanverðu landinu. Hiti verður víða á bilinu 5 til 10 stig en svalara austanlands.
Á morgun er spáð vindi með hægu móti, léttskýjuðu og fallegu veðri víða á norðan- og austanverðu landinu. Á Suður- og Vesturlandi verða áfram ský á himni, þó ekki sé loku fyrir það skotið að sjáist til sólar á milli þeirra. Áfram má búast við smávegis skúrum á stöku stað.