Dennis Rodman og Carmen Electra stunduðu kynlíf á miðjum æfingavelli Chicago Bulls Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 28. apríl 2020 09:00 Dennis Rodman og Carmen Electra voru mjög ástfangin á lokatímabili hans með Chicagi Bulls liðinu. Getty/Steve Granitz Hinn litríki Dennis Rodman fékk heldur betur á sig sviðsljósið í nýjustu þáttum heimildarþáttanna vinsælu „The Last Dance“ og þar á meðal kom við sögu gömul kærasta hans Carmen Electra. Carmen Electra sagði meðal annars frá því í „The Last Dance“ þegar Michael Jordan bankaði upp á hjá þeim til að ná í Dennis Rodman á æfingu en Rodman hafði þá verið á skralli í nokkra daga á miðju tímabili þar á meðal í Las Vegas. Fljótlega eftir þáttinn spurðist það aftur á móti út að framleiðendurnir á „The Last Dance“ hafi verið með niðurskurðarhnífinn á lofti þegar kom að viðtalinu við Carmen Electra sem hafði frá miklu að segja af tíma sínum með aðalfrákastara meistaraliðs Chicago Bulls frá 1996 til 1998. It was crazy, like two kids in a candy store https://t.co/aoiiVNJ6kE— Sports Illustrated (@SInow) April 27, 2020 Bandarískir fjölmiðlar voru því fljótir að grafa upp frekari sögur af ævintýrum Carmen Electra og Dennis Rodman sem voru mjög ástfangin á lokatímabili hans með Chicago Bulls sem var 1997-98. Þeir sem þekkja til Dennis Rodman vita að þar er maður sem elskar næturklúbbana næstum því eins mikið og að ná í frákast inn á körfuboltavellinum. Klúbbastand Dennis Rodman kom honum oft í vandræði en kom honum um leið í kynni við margar glæsilegar og heimsfrægar konur. Ástarsamband hans við Carmen Electra var aðeins eitt af mörgum slíkum samböndum. Carmen Electra var óhrædd við að segja frá því sem þau tóku upp á þegar þau voru saman við lok síðustu aldar. Hún og Rodman voru gift frá 1998 til 1999 og samband þeirra var í miklum blóma þegar „The Last Dance“ tímabil Chicago Bulls var í fullum gangi. Dennis Rodman and Carmen Electra had sex 'all over' Bulls practice facility https://t.co/cLUBjCQ9kj pic.twitter.com/02ksF6Jci4— New York Post (@nypost) April 27, 2020 Carmen Electra sagði meðal annars frá sambandi sínu og Dennis Rodman í viðtali við Greg Braxton hjá Los Angeles Times. Hún sagði honum frá því að þau hefði hist fyrst á næturklúbbi og strax hafið vilt ástarsamband. Carmen Electra flaug til Chicago til að sjá Bulls liðið spila og grét síðan á leiðinni heim af því að hún saknaði Rodman svo mikið. Þau nýttu því afar vel tímann sinn saman. Electra sagði þannig frá því að hún mætti meira að segja með honum í vinnuna. „Einn daginn þá var frídagur hjá Chicago Bulls liðinu. Dennis sagði þá að hann ætlaði að koma mér á óvart,“ rifjaði Carmen Electra upp. „Hann batt þá fyrir augun á mér og fór með mig á mótorhjólinu sínu. Þegar ég mátti taka frá augunum þá sá ég að við vorum á miðjum æfingavelli Chicago Bulls liðsins,“ sagði Carmen Electra. „Þetta var algjört brjálæði. Við vorum eins og litlir krakkar í nammibúð. Við vorum að éta íspinna og stunda kynlíf alls staðar eins og í sjúkraþjálfunarherberginu og í lyftingaherberginu. Augljóslega gerðum við það líka á miðjum vellinum,“ sagði Carmen Electra. NBA Mest lesið Enni ungs sonar Man. Utd leikmanns í tvennt Enski boltinn Eygló ætlar að vinna Ólympíugull: „Ég hlýði bara Vésteini“ Sport Reyndi að stela nærfatnaði leikmanna Fótbolti Einhentur en ætlar í nýliðaval NBA Körfubolti Kom þriðja liðinu upp í ensku úrvalsdeildina í fyrstu tilraun Enski boltinn Bæði Akranesliðin fengu heimaleik í bikarnum Íslenski boltinn „Munum gefa allt sem við eigum til að enda meðal efstu fimm“ Enski boltinn Leggja til að byggja nýjan San Siro neðanjarðar Fótbolti Leið eins og BBC vildi losna við hann úr Match of the Day Enski boltinn „Ekki til nokkur einasta króna á Sauðárkróki í kvennafótbolta” Íslenski boltinn Fleiri fréttir „LeBron þarf að fara í P. J. Washington hlutverkið“ Stólarnir afar öflugir þegar glittir í lokaúrslitin Einhentur en ætlar í nýliðaval NBA Nico Harrison: Áttaði mig ekki á hversu sterk ást þeirra á Luka var Falko áfram í Breiðholtinu Enduðu fimmtán leikja taphrinu í úrslitakeppni NBA „Bara einn leikur og áfram með smjörið“ KR sópaði Hamar/Þór og leikur í Bónus deildinni á næstu leiktíð „Stemmningin í húsinu hjálpar“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 108-100 | Stjarnan skrefinu á undan Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 100-78 | Ótrúlegur sigur Stólanna Valur og KR unnu Scania Cup Warriors vann leik sem var eins og frá 1997 „Langaði að bæta nálgun mína á körfubolta“ Doncic og James byrjuðu á tapi á heimavelli Hamar í góðum málum og Breiðablik jafnaði metin „Flæðið í sóknarleiknum var frábært“ Uppgjörið: Haukar - Valur 101-66 | Haukar völtuðu yfir Val í fyrstu rimmunni „Fráköstin hjá okkur voru hræðileg“ Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 95-80 | Yfirburðir í fráköstum og Njarðvíkingar leiða „Við Em erum miklu stærri en þær allar“ Martröðin fullkomnuð fyrir Mavericks Veðbankar vestanhafs halda með mótherjum Lakers KR einum sigri frá því að komast upp í Bónus-deildina Brynjar Karl tekur slaginn og segist ætla að bjóða sig fram sem forseta ÍSÍ Haiden Palmer kemur aftur til Íslands en nú sem þjálfari Garðabæjargrýla Grindvíkinga hefur stækkað og stækkað í 86 mánuði Lagði egóið til hliðar fyrir liðið „Ég er alltaf stressuð“ Dallas og Miami enn á lífi í umspili NBA Sjá meira
Hinn litríki Dennis Rodman fékk heldur betur á sig sviðsljósið í nýjustu þáttum heimildarþáttanna vinsælu „The Last Dance“ og þar á meðal kom við sögu gömul kærasta hans Carmen Electra. Carmen Electra sagði meðal annars frá því í „The Last Dance“ þegar Michael Jordan bankaði upp á hjá þeim til að ná í Dennis Rodman á æfingu en Rodman hafði þá verið á skralli í nokkra daga á miðju tímabili þar á meðal í Las Vegas. Fljótlega eftir þáttinn spurðist það aftur á móti út að framleiðendurnir á „The Last Dance“ hafi verið með niðurskurðarhnífinn á lofti þegar kom að viðtalinu við Carmen Electra sem hafði frá miklu að segja af tíma sínum með aðalfrákastara meistaraliðs Chicago Bulls frá 1996 til 1998. It was crazy, like two kids in a candy store https://t.co/aoiiVNJ6kE— Sports Illustrated (@SInow) April 27, 2020 Bandarískir fjölmiðlar voru því fljótir að grafa upp frekari sögur af ævintýrum Carmen Electra og Dennis Rodman sem voru mjög ástfangin á lokatímabili hans með Chicago Bulls sem var 1997-98. Þeir sem þekkja til Dennis Rodman vita að þar er maður sem elskar næturklúbbana næstum því eins mikið og að ná í frákast inn á körfuboltavellinum. Klúbbastand Dennis Rodman kom honum oft í vandræði en kom honum um leið í kynni við margar glæsilegar og heimsfrægar konur. Ástarsamband hans við Carmen Electra var aðeins eitt af mörgum slíkum samböndum. Carmen Electra var óhrædd við að segja frá því sem þau tóku upp á þegar þau voru saman við lok síðustu aldar. Hún og Rodman voru gift frá 1998 til 1999 og samband þeirra var í miklum blóma þegar „The Last Dance“ tímabil Chicago Bulls var í fullum gangi. Dennis Rodman and Carmen Electra had sex 'all over' Bulls practice facility https://t.co/cLUBjCQ9kj pic.twitter.com/02ksF6Jci4— New York Post (@nypost) April 27, 2020 Carmen Electra sagði meðal annars frá sambandi sínu og Dennis Rodman í viðtali við Greg Braxton hjá Los Angeles Times. Hún sagði honum frá því að þau hefði hist fyrst á næturklúbbi og strax hafið vilt ástarsamband. Carmen Electra flaug til Chicago til að sjá Bulls liðið spila og grét síðan á leiðinni heim af því að hún saknaði Rodman svo mikið. Þau nýttu því afar vel tímann sinn saman. Electra sagði þannig frá því að hún mætti meira að segja með honum í vinnuna. „Einn daginn þá var frídagur hjá Chicago Bulls liðinu. Dennis sagði þá að hann ætlaði að koma mér á óvart,“ rifjaði Carmen Electra upp. „Hann batt þá fyrir augun á mér og fór með mig á mótorhjólinu sínu. Þegar ég mátti taka frá augunum þá sá ég að við vorum á miðjum æfingavelli Chicago Bulls liðsins,“ sagði Carmen Electra. „Þetta var algjört brjálæði. Við vorum eins og litlir krakkar í nammibúð. Við vorum að éta íspinna og stunda kynlíf alls staðar eins og í sjúkraþjálfunarherberginu og í lyftingaherberginu. Augljóslega gerðum við það líka á miðjum vellinum,“ sagði Carmen Electra.
NBA Mest lesið Enni ungs sonar Man. Utd leikmanns í tvennt Enski boltinn Eygló ætlar að vinna Ólympíugull: „Ég hlýði bara Vésteini“ Sport Reyndi að stela nærfatnaði leikmanna Fótbolti Einhentur en ætlar í nýliðaval NBA Körfubolti Kom þriðja liðinu upp í ensku úrvalsdeildina í fyrstu tilraun Enski boltinn Bæði Akranesliðin fengu heimaleik í bikarnum Íslenski boltinn „Munum gefa allt sem við eigum til að enda meðal efstu fimm“ Enski boltinn Leggja til að byggja nýjan San Siro neðanjarðar Fótbolti Leið eins og BBC vildi losna við hann úr Match of the Day Enski boltinn „Ekki til nokkur einasta króna á Sauðárkróki í kvennafótbolta” Íslenski boltinn Fleiri fréttir „LeBron þarf að fara í P. J. Washington hlutverkið“ Stólarnir afar öflugir þegar glittir í lokaúrslitin Einhentur en ætlar í nýliðaval NBA Nico Harrison: Áttaði mig ekki á hversu sterk ást þeirra á Luka var Falko áfram í Breiðholtinu Enduðu fimmtán leikja taphrinu í úrslitakeppni NBA „Bara einn leikur og áfram með smjörið“ KR sópaði Hamar/Þór og leikur í Bónus deildinni á næstu leiktíð „Stemmningin í húsinu hjálpar“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 108-100 | Stjarnan skrefinu á undan Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 100-78 | Ótrúlegur sigur Stólanna Valur og KR unnu Scania Cup Warriors vann leik sem var eins og frá 1997 „Langaði að bæta nálgun mína á körfubolta“ Doncic og James byrjuðu á tapi á heimavelli Hamar í góðum málum og Breiðablik jafnaði metin „Flæðið í sóknarleiknum var frábært“ Uppgjörið: Haukar - Valur 101-66 | Haukar völtuðu yfir Val í fyrstu rimmunni „Fráköstin hjá okkur voru hræðileg“ Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 95-80 | Yfirburðir í fráköstum og Njarðvíkingar leiða „Við Em erum miklu stærri en þær allar“ Martröðin fullkomnuð fyrir Mavericks Veðbankar vestanhafs halda með mótherjum Lakers KR einum sigri frá því að komast upp í Bónus-deildina Brynjar Karl tekur slaginn og segist ætla að bjóða sig fram sem forseta ÍSÍ Haiden Palmer kemur aftur til Íslands en nú sem þjálfari Garðabæjargrýla Grindvíkinga hefur stækkað og stækkað í 86 mánuði Lagði egóið til hliðar fyrir liðið „Ég er alltaf stressuð“ Dallas og Miami enn á lífi í umspili NBA Sjá meira