Borgarleikhúsið heldur áfram að bjóða upp á beint streymi í samkomubanni.
Í dag ætla Þórunn Arna Kristjánsdóttir, Björgvin Franz Gíslason, Rakel Björk Björnsdóttir og Esther Talía Casey að syngja barnalögin úr leikhúsinu. Útsendingin hefst klukkan 12.
Framundan í Borgó í beinni
Á fimmtudagskvöld klukkan 20 verður fluttur leiklestur á verkinu Belgíska Kongó eftir Braga Ólafsson. Eggert Þorleifsson, Ilmur Kristjánsdóttir, Gunnar Hanson og Hjörtur Jóhann lesa og Stefán Jónsson leikstjóri mætir í spjall á undan.
Á föstudagskvöld klukkan 20.30 er komið að lokatónleikum Bubba Morthens í samkomubanninu. Síðustu kórónutónleikar Bubba þar sem hann fer yfir vel valin lög og skemmtisögur fyrir sumarfrí.
Á laugardag klukkan 12 les Esther Talía ævintýrið Rauðhetta og úlfurinn. Borgarleikhúsið hefur lagt áherslu á ævintýri fyrir krakkana á laugardögum og heldur því áfram nú um helgina.
Á sunnudagskvöld klukkan 20 verður síðan skyggnst á bak við tjöldin á söngleiknum Bláa hnettinum. Bergur Þór Ingólfsson leikstýrði og sá um leikgerð og Kristjana Stefánssdóttir sá um tónlistina en þau mæta í spjall með Elmari Þórarinssyni á sunnudagskvöldið.