Olíuiðnaðurinn aldrei upplifað annað eins áfall og nú Kjartan Kjartansson skrifar 2. apríl 2020 11:14 Það eru myrkir tímar fyrir olíuiðnaðinn í heiminum. Eftirspurn eftir olíu hefur hrunið vegna kórónuveiruheimsfaraldursins. Vísir/EPA Öll spjót standa nú á olíuiðnaðinum sem hefur aldrei upplifað annað eins áfall og nú vegna kórónuveiruheimsfaraldursins. Alþjóðaorkumálastofnunin varar við því að áhrifin á sum viðkvæm olíuútflutningsríki eigi eftir að verða alvarleg. Eftirspurn eftir olíu hefur hrunið, bæði vegna ferðatakmarkana, samkomu- og útgöngubanns sem mörg ríki hafa beitt til að hefta útbreiðslu veirunnar og efnahagslegra áhrif aðgerðanna. Verð á olíu hefur að sama skapi verið í frjálsu falli, meðal annars vegna þess að Samtök olíuútflutningsríkja (OEPEC) hafa afnumið hömlur á framleiðslu í verðstríði á milli Sádi-Arabíu og Rússlands. Í fyrri kreppum á olíumarkaði hefur fallandi verð aukið eftirspurn og komið á jafnvægi aftur. Í grein á vefsíðu Alþjóðaorkumálastofnunarinnar (IEA) segir að ólíklegt sé að sú verði raunin að þessu sinni því færri geta notfært sér lægra olíuverð þegar allt þrír milljarðar jarðarbúa sæta einhvers konar takmörkunum vegna faraldursins, að minnsta kosti eins og sakir standa. Minnkandi eftirspurn hefur jafnframt leitt til þess að forðabúr olíuframleiðsluríkja eru að fyllast sem þrýstir verði enn frekar niður. IEA segir að samdrátturinn í eftirspurn eftir olíu sé meiri en olíuiðnaðurinn sé fær um að laga sig að. Draga úr fjárfestingum og framleiðsla gæti stöðvast Stofnunin býst við því að olíuframleiðsla eigi eftir að stöðvast sums staðar þar sem framleiðslan svarar ekki lengur kostnaði. Nú þegar standi um fimm milljónir tunna olíu sem eru framleiddar ekki undir kostnaði. Einhverjir eiga eftir að halda framleiðslunni áfram þó að hún standi ekki undir sér ef þeir telja það ódýrara en að hætta henni tímabundið. Stærri framleiðendur gætu reynt að þreyja þorrann og sölsa undir sig stærri hluta markaðarins þegar hann jafnar sig ef veikari keppinautar fara á hausinn. Sérstaklega er hætta á að olíuframleiðsla í Norður-Ameríku, þar sem hún er kostnaðarsamari en víða annars staðar, verði óarðbær eftir því sem heimsmarkaðsverð lækkar. Bakslag í allri framboðskeðju olíu í heiminum þýðir að framleiðendur munu eiga erfiðara með að koma henni út á markaðinn. Olíufyrirtækin hafa þegar brugðist við verðfallinu með því að draga úr fjárfestingum í nýrri framleiðslu verulega, allt að 20-35% miðað við það sem til stóð á þessu ári. Fyrirtæki sem þjónusta olíuiðnaðinn eru þegar farinn að finna fyrir harðnandi árferði og hafa sagt upp fjölda starfsfólks. Olíuhreinsunarstöðvar eru einnig í kröggum vegna hrapandi eftirspurnar. Jafnvel fyrir kórónuveirufaraldurinn hafði IEA spáð því að olíuhreinsunargeta ykist mun hraðar en eftirspurn eftir unninni olíu. Líkur séu á að fjölda olíuhreinsistöðva verði lokað í framtíðinni og að þungamiðja iðnaðarins færist í auknum mæli til Miðausturlanda og þróunarríkja í Asíu sem hafa greiðan aðgang að ódýrri olíu. Olíuhreinsistöð í Kaliforníu í Bandaríkjunum. IEA varar við því að framleiðslugeta í olíuhreinsun hafi verið að aukast mun meira en eftirspurn, jafnvel fyrir markaðsbrestinn vegna kórónuveirunnar.Vísir/EPA Vara við samfélagslegum óstöðugleika og kreppu Ríki sem framleiða olíu gætu tapað allt að 50-85% af nettótekjum sínum á þessu ári borið saman við síðasta ár, að mati IEA. Tekjufallið gæti orðið enn verra falli eftirspurn eftir olíu enn meira og verði efnahagskreppan vegna faraldursins enn krappari. Sérstaklega nefnir stofnunin lönd eins og Nígeríu og Írak þar sem hætta gæti verið á samfélagslegum óróa vegna kreppunnar. Þessi lönd gætu átt erfitt með að greiða laun og veita borgurum sínum nauðsynlega þjónustu eins og heilbrigðis- og menntaþjónustu. Í stöndugri olíuútflutningsríkjum við Persaflóa gæti fjárlagahalli náð 10-12% af landsframleiðslu á þessu ári. Olíuinnflutningsríki gætu hagnast á lægra olíuverði þegar þyngstu aðgerðunum gegn faraldrinum lýkur og þau byrja í auknum mæli að einbeita sér að því að ná efnahagsbata. IEA varar þó við því að hættan á gjaldþrotum í lykiliðnaði eins og olíuframleiðslu gæti leitt til óstöðugleika á alþjóðlegum fjármálamörkuðum. „Samanburður við fyrri raskanar á olíumörkuðum eru óumflýjanlegir en þeir eru byggðir á misskilningi. Olíuiðnaðurinn hefur aldrei séð neitt í líkingu við 2020,“ segir Alþjóðaorkumálastofnunin. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bensín og olía Tengdar fréttir Í verðstríði Sáda og Rússa, tapa Bandaríkin Bæði yfirvöld Rússlands og Sádi-Arabíu segjast tilbúin í langvarandi átök um olíuverð. 11. mars 2020 13:39 Deila Sáda og Rússa leiðir til verðfalls olíu Verð hráolíu tók gífurlega dýfu þegar markaðir opnuðu í nótt og hefur verðhrunið ekki verið meira frá upphafi Persaflóastríðsins árið 1991. 9. mars 2020 02:12 Mest lesið Loka á aðgengi Bandaríkjamanna að mikilvægum málmum Viðskipti erlent Lækka það sem fæst hjá öðrum en hækka hitt Neytendur Hátt raunvaxtastig samhliða hægari vexti gæti skapað áskoranir Viðskipti innlent Mátti ekki taka bjór úr hillum eftir allt saman Viðskipti innlent „Kemur ekki til greina“ að lækka eiginfjárkröfur Viðskipti innlent Tugmilljónakröfur í tómt þrotabú Viljans Viðskipti innlent Bein útsending: Ásgeir og Tómas sitja fyrir svörum Viðskipti innlent Halda jólin frítt með inneign í appinu Samstarf Domino's hækkar verð á þriðjudagstilboðinu Neytendur Tveimur verslunum Krambúðarinnar lokað Viðskipti innlent Fleiri fréttir Loka á aðgengi Bandaríkjamanna að mikilvægum málmum Dómari fellir aftur úr gildi 56 milljarða dala launapakka Musk Danska ríkið kaupir Kastrup Ungum Áströlum bannað að nota samfélagsmiðla Vona að Musk takmarki tolla Trumps Vilja þvinga Google til að selja Chrome Sósustormur í Bretlandi rakinn til verkfalls hjá Bakkavör Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sjá meira
Öll spjót standa nú á olíuiðnaðinum sem hefur aldrei upplifað annað eins áfall og nú vegna kórónuveiruheimsfaraldursins. Alþjóðaorkumálastofnunin varar við því að áhrifin á sum viðkvæm olíuútflutningsríki eigi eftir að verða alvarleg. Eftirspurn eftir olíu hefur hrunið, bæði vegna ferðatakmarkana, samkomu- og útgöngubanns sem mörg ríki hafa beitt til að hefta útbreiðslu veirunnar og efnahagslegra áhrif aðgerðanna. Verð á olíu hefur að sama skapi verið í frjálsu falli, meðal annars vegna þess að Samtök olíuútflutningsríkja (OEPEC) hafa afnumið hömlur á framleiðslu í verðstríði á milli Sádi-Arabíu og Rússlands. Í fyrri kreppum á olíumarkaði hefur fallandi verð aukið eftirspurn og komið á jafnvægi aftur. Í grein á vefsíðu Alþjóðaorkumálastofnunarinnar (IEA) segir að ólíklegt sé að sú verði raunin að þessu sinni því færri geta notfært sér lægra olíuverð þegar allt þrír milljarðar jarðarbúa sæta einhvers konar takmörkunum vegna faraldursins, að minnsta kosti eins og sakir standa. Minnkandi eftirspurn hefur jafnframt leitt til þess að forðabúr olíuframleiðsluríkja eru að fyllast sem þrýstir verði enn frekar niður. IEA segir að samdrátturinn í eftirspurn eftir olíu sé meiri en olíuiðnaðurinn sé fær um að laga sig að. Draga úr fjárfestingum og framleiðsla gæti stöðvast Stofnunin býst við því að olíuframleiðsla eigi eftir að stöðvast sums staðar þar sem framleiðslan svarar ekki lengur kostnaði. Nú þegar standi um fimm milljónir tunna olíu sem eru framleiddar ekki undir kostnaði. Einhverjir eiga eftir að halda framleiðslunni áfram þó að hún standi ekki undir sér ef þeir telja það ódýrara en að hætta henni tímabundið. Stærri framleiðendur gætu reynt að þreyja þorrann og sölsa undir sig stærri hluta markaðarins þegar hann jafnar sig ef veikari keppinautar fara á hausinn. Sérstaklega er hætta á að olíuframleiðsla í Norður-Ameríku, þar sem hún er kostnaðarsamari en víða annars staðar, verði óarðbær eftir því sem heimsmarkaðsverð lækkar. Bakslag í allri framboðskeðju olíu í heiminum þýðir að framleiðendur munu eiga erfiðara með að koma henni út á markaðinn. Olíufyrirtækin hafa þegar brugðist við verðfallinu með því að draga úr fjárfestingum í nýrri framleiðslu verulega, allt að 20-35% miðað við það sem til stóð á þessu ári. Fyrirtæki sem þjónusta olíuiðnaðinn eru þegar farinn að finna fyrir harðnandi árferði og hafa sagt upp fjölda starfsfólks. Olíuhreinsunarstöðvar eru einnig í kröggum vegna hrapandi eftirspurnar. Jafnvel fyrir kórónuveirufaraldurinn hafði IEA spáð því að olíuhreinsunargeta ykist mun hraðar en eftirspurn eftir unninni olíu. Líkur séu á að fjölda olíuhreinsistöðva verði lokað í framtíðinni og að þungamiðja iðnaðarins færist í auknum mæli til Miðausturlanda og þróunarríkja í Asíu sem hafa greiðan aðgang að ódýrri olíu. Olíuhreinsistöð í Kaliforníu í Bandaríkjunum. IEA varar við því að framleiðslugeta í olíuhreinsun hafi verið að aukast mun meira en eftirspurn, jafnvel fyrir markaðsbrestinn vegna kórónuveirunnar.Vísir/EPA Vara við samfélagslegum óstöðugleika og kreppu Ríki sem framleiða olíu gætu tapað allt að 50-85% af nettótekjum sínum á þessu ári borið saman við síðasta ár, að mati IEA. Tekjufallið gæti orðið enn verra falli eftirspurn eftir olíu enn meira og verði efnahagskreppan vegna faraldursins enn krappari. Sérstaklega nefnir stofnunin lönd eins og Nígeríu og Írak þar sem hætta gæti verið á samfélagslegum óróa vegna kreppunnar. Þessi lönd gætu átt erfitt með að greiða laun og veita borgurum sínum nauðsynlega þjónustu eins og heilbrigðis- og menntaþjónustu. Í stöndugri olíuútflutningsríkjum við Persaflóa gæti fjárlagahalli náð 10-12% af landsframleiðslu á þessu ári. Olíuinnflutningsríki gætu hagnast á lægra olíuverði þegar þyngstu aðgerðunum gegn faraldrinum lýkur og þau byrja í auknum mæli að einbeita sér að því að ná efnahagsbata. IEA varar þó við því að hættan á gjaldþrotum í lykiliðnaði eins og olíuframleiðslu gæti leitt til óstöðugleika á alþjóðlegum fjármálamörkuðum. „Samanburður við fyrri raskanar á olíumörkuðum eru óumflýjanlegir en þeir eru byggðir á misskilningi. Olíuiðnaðurinn hefur aldrei séð neitt í líkingu við 2020,“ segir Alþjóðaorkumálastofnunin.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bensín og olía Tengdar fréttir Í verðstríði Sáda og Rússa, tapa Bandaríkin Bæði yfirvöld Rússlands og Sádi-Arabíu segjast tilbúin í langvarandi átök um olíuverð. 11. mars 2020 13:39 Deila Sáda og Rússa leiðir til verðfalls olíu Verð hráolíu tók gífurlega dýfu þegar markaðir opnuðu í nótt og hefur verðhrunið ekki verið meira frá upphafi Persaflóastríðsins árið 1991. 9. mars 2020 02:12 Mest lesið Loka á aðgengi Bandaríkjamanna að mikilvægum málmum Viðskipti erlent Lækka það sem fæst hjá öðrum en hækka hitt Neytendur Hátt raunvaxtastig samhliða hægari vexti gæti skapað áskoranir Viðskipti innlent Mátti ekki taka bjór úr hillum eftir allt saman Viðskipti innlent „Kemur ekki til greina“ að lækka eiginfjárkröfur Viðskipti innlent Tugmilljónakröfur í tómt þrotabú Viljans Viðskipti innlent Bein útsending: Ásgeir og Tómas sitja fyrir svörum Viðskipti innlent Halda jólin frítt með inneign í appinu Samstarf Domino's hækkar verð á þriðjudagstilboðinu Neytendur Tveimur verslunum Krambúðarinnar lokað Viðskipti innlent Fleiri fréttir Loka á aðgengi Bandaríkjamanna að mikilvægum málmum Dómari fellir aftur úr gildi 56 milljarða dala launapakka Musk Danska ríkið kaupir Kastrup Ungum Áströlum bannað að nota samfélagsmiðla Vona að Musk takmarki tolla Trumps Vilja þvinga Google til að selja Chrome Sósustormur í Bretlandi rakinn til verkfalls hjá Bakkavör Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sjá meira
Í verðstríði Sáda og Rússa, tapa Bandaríkin Bæði yfirvöld Rússlands og Sádi-Arabíu segjast tilbúin í langvarandi átök um olíuverð. 11. mars 2020 13:39
Deila Sáda og Rússa leiðir til verðfalls olíu Verð hráolíu tók gífurlega dýfu þegar markaðir opnuðu í nótt og hefur verðhrunið ekki verið meira frá upphafi Persaflóastríðsins árið 1991. 9. mars 2020 02:12