„Bræðurnir Víðir og Þórólfur komu í heiminn í gærmorgun en móðir þeirra heitir Síða. Dagar þeirra eru eflaust mun rólegri en þeirra sem þeir eru nefndir eftir.“
Þetta kemur fram á Facebook-síðu Fjölskyldu- og húsdýragarðsins en þar má sjá mynd af þeim bræðrum fyrir framan skjáinn að fylgjast með Ölmu Möller landlækni í beinni á blaðamannafundinum í dag.
„Allir eru þeir þó sammála um mikilvægi þess að fara eftir þeim fyrirmælum sem okkur öllum eru sett á þessum fordæmalausu tímum.“