Sú efnilegasta var aðeins 17 ára þegar hún skoraði gegn Liverpool Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 3. maí 2020 07:00 Lauren James á framtíðina fyrir sér. Barry Coombs/PA Images via Getty Images Hin 18 ára gamla Lauren James, leikmaður kvennaliðs Manchester United, var á dögunum valin efnilegasti leikmaður ensku úrvalsdeildarinnar af íþróttamiðlinum The Athletic. Lauren er fædd þann 29. september 2001. Hún á einn eldri bróðir, sá heitir Reece James og leikur með Chelsea í ensku úrvalsdeildinni. Þá er faðir þeirra, Nigel, menntaður knattspyrnuþjálfari. Það má því segja að fótbolti sé í blóðinu hjá þeim systkinum. „Lauren er einn mest spennandi leikmaður landsins og mun án efa spila fyrir Ljónynjurnar (A-landslið Englands) áður en langt um líður. Aðeins 17 ára gömul skoraði hún fyrsta mark Manchester United í úrvalsdeildinni er liðið vann Liverpool 2-0 í september,“ segir til að mynda í grein The Athletic. Var leikurinn gegn Liverpool fyrsti leikur liðsins í úrvalsdeildinni. Þá hefur Casey Stoney, þjálfari Manchester United, sagt að Lauren sé með einstaka hæfileika og einn tæknilega séð besti leikmaður sem hún hefur unnið með. Lauren var í ítarlegu viðtali á dögunum þar sem hún ræddi það að keppa við bróðir sinn frá unga aldri sem og að spila gegn strákum þegar hún var í akademíu Arsenal á sínum yngri árum. Hún segir að það hafi tekið strákana dágóðan tíma áður en þeir fóru að bera virðingu fyrir henni. Það var svo þegar var verið að spila undir lok einnar æfingarinnar sem Lauren fór svo illa með mótherja að hann hrundi í jörðina. Eftir það báru strákarnir töluvert meiri virðingu fyrir henni. Sem stendur hefur James skorað 26 mörk í 45 leikjum fyrir Manchester United. Það má reikna með því að mörkin eigi eftir að verða töluvert fleiri en Lauren leikur ýmist í stöðu framherja eða kantmanns. Þegar deildin var stöðvuð vegna kórónufaraldursins var Man Utd í 4. sæti deildarinnar með 23 stig eftir 14 leiki. Liðið er á sínu fyrsta tímabili í efstu deild en það var aðeins stofnað fyrir síðustu leiktíð. Í kjölfarið valtaði liðið yfir B-deildina og vann sér inn sæti í úrvalsdeildinni. Enski boltinn Fótbolti Mest lesið Launaði greiðann og gaf liðsfélaganum sigurinn Formúla 1 „Ég þarf smá útrás“ Handbolti Sjö marka fyrri hálfleikur skaut Skyttunum í annað sætið Enski boltinn Frábær byrjun Slot ekki nóg til að slá út Solskjær Enski boltinn Tryggvi frákastahæstur í tapi gegn gömlu félögunum Körfubolti Musiala bjargaði stigi fyrir Bayern Fótbolti Fallbaráttulið Nantes tók stig af meisturunum Fótbolti Óskar Hrafn opnar sig um Haugesund: Best að falla á eigið sverð Fótbolti HM í fótbolta 2034 mun fara fram um vetur Fótbolti Öruggur sigur ÍBV gegn Val Handbolti Fleiri fréttir Fallbaráttulið Nantes tók stig af meisturunum Musiala bjargaði stigi fyrir Bayern AC Milan aftur á sigurbraut Mark dæmt af Elíasi en liðið upp um fjögur sæti Þrenna og vítaþrenna í leikjum dagsins Sjö marka fyrri hálfleikur skaut Skyttunum í annað sætið HM í fótbolta 2034 mun fara fram um vetur Börsungar töpuðu óvænt á heimavelli Frábær byrjun Slot ekki nóg til að slá út Solskjær Óskar Hrafn opnar sig um Haugesund: Best að falla á eigið sverð Messi segist sakna Barcelona Guardiola: Núna þarf ég að sanna mig Guðmundur gæfi Kelleher risa samning: „Hverrar krónu virði og rúmlega það“ Fékk rétt svör við öllu nema um bjórinn Liverpool fékk slæmar fréttir fyrir risaleikinn Fimm mínútna VAR-dómur en fyrsta útistig Southampton Þær norsku geta nánast fagnað eins og Ísland gerði Ísland nær sigri í slagnum við Kanada Sterkt lið Íslands gegn Kanada í kvöld Jenas missir annað starf Leicester-menn skammaðir fyrir jólapartíið Heimaleikur Íslands fer fram á Spáni Keflvíkingar keyptu leikmann frá Njarðvík Ákall á forsíðu stórblaðsins: Bjargið leikmanninum Segja Íslendinginn tilbúinn í það að verða næsta stjarna Bandaríkjamanna Amorim djúpt snortinn: „Mun ekki gleyma þessu“ Erfitt kvöld hjá Íslendingunum Hummels kom Rómverjum til bjargar Højlund með tvö mörk í fyrsta sigri Amorims „Taktískt flott frammistaða í erfiðum leik“ Sjá meira
Hin 18 ára gamla Lauren James, leikmaður kvennaliðs Manchester United, var á dögunum valin efnilegasti leikmaður ensku úrvalsdeildarinnar af íþróttamiðlinum The Athletic. Lauren er fædd þann 29. september 2001. Hún á einn eldri bróðir, sá heitir Reece James og leikur með Chelsea í ensku úrvalsdeildinni. Þá er faðir þeirra, Nigel, menntaður knattspyrnuþjálfari. Það má því segja að fótbolti sé í blóðinu hjá þeim systkinum. „Lauren er einn mest spennandi leikmaður landsins og mun án efa spila fyrir Ljónynjurnar (A-landslið Englands) áður en langt um líður. Aðeins 17 ára gömul skoraði hún fyrsta mark Manchester United í úrvalsdeildinni er liðið vann Liverpool 2-0 í september,“ segir til að mynda í grein The Athletic. Var leikurinn gegn Liverpool fyrsti leikur liðsins í úrvalsdeildinni. Þá hefur Casey Stoney, þjálfari Manchester United, sagt að Lauren sé með einstaka hæfileika og einn tæknilega séð besti leikmaður sem hún hefur unnið með. Lauren var í ítarlegu viðtali á dögunum þar sem hún ræddi það að keppa við bróðir sinn frá unga aldri sem og að spila gegn strákum þegar hún var í akademíu Arsenal á sínum yngri árum. Hún segir að það hafi tekið strákana dágóðan tíma áður en þeir fóru að bera virðingu fyrir henni. Það var svo þegar var verið að spila undir lok einnar æfingarinnar sem Lauren fór svo illa með mótherja að hann hrundi í jörðina. Eftir það báru strákarnir töluvert meiri virðingu fyrir henni. Sem stendur hefur James skorað 26 mörk í 45 leikjum fyrir Manchester United. Það má reikna með því að mörkin eigi eftir að verða töluvert fleiri en Lauren leikur ýmist í stöðu framherja eða kantmanns. Þegar deildin var stöðvuð vegna kórónufaraldursins var Man Utd í 4. sæti deildarinnar með 23 stig eftir 14 leiki. Liðið er á sínu fyrsta tímabili í efstu deild en það var aðeins stofnað fyrir síðustu leiktíð. Í kjölfarið valtaði liðið yfir B-deildina og vann sér inn sæti í úrvalsdeildinni.
Enski boltinn Fótbolti Mest lesið Launaði greiðann og gaf liðsfélaganum sigurinn Formúla 1 „Ég þarf smá útrás“ Handbolti Sjö marka fyrri hálfleikur skaut Skyttunum í annað sætið Enski boltinn Frábær byrjun Slot ekki nóg til að slá út Solskjær Enski boltinn Tryggvi frákastahæstur í tapi gegn gömlu félögunum Körfubolti Musiala bjargaði stigi fyrir Bayern Fótbolti Fallbaráttulið Nantes tók stig af meisturunum Fótbolti Óskar Hrafn opnar sig um Haugesund: Best að falla á eigið sverð Fótbolti HM í fótbolta 2034 mun fara fram um vetur Fótbolti Öruggur sigur ÍBV gegn Val Handbolti Fleiri fréttir Fallbaráttulið Nantes tók stig af meisturunum Musiala bjargaði stigi fyrir Bayern AC Milan aftur á sigurbraut Mark dæmt af Elíasi en liðið upp um fjögur sæti Þrenna og vítaþrenna í leikjum dagsins Sjö marka fyrri hálfleikur skaut Skyttunum í annað sætið HM í fótbolta 2034 mun fara fram um vetur Börsungar töpuðu óvænt á heimavelli Frábær byrjun Slot ekki nóg til að slá út Solskjær Óskar Hrafn opnar sig um Haugesund: Best að falla á eigið sverð Messi segist sakna Barcelona Guardiola: Núna þarf ég að sanna mig Guðmundur gæfi Kelleher risa samning: „Hverrar krónu virði og rúmlega það“ Fékk rétt svör við öllu nema um bjórinn Liverpool fékk slæmar fréttir fyrir risaleikinn Fimm mínútna VAR-dómur en fyrsta útistig Southampton Þær norsku geta nánast fagnað eins og Ísland gerði Ísland nær sigri í slagnum við Kanada Sterkt lið Íslands gegn Kanada í kvöld Jenas missir annað starf Leicester-menn skammaðir fyrir jólapartíið Heimaleikur Íslands fer fram á Spáni Keflvíkingar keyptu leikmann frá Njarðvík Ákall á forsíðu stórblaðsins: Bjargið leikmanninum Segja Íslendinginn tilbúinn í það að verða næsta stjarna Bandaríkjamanna Amorim djúpt snortinn: „Mun ekki gleyma þessu“ Erfitt kvöld hjá Íslendingunum Hummels kom Rómverjum til bjargar Højlund með tvö mörk í fyrsta sigri Amorims „Taktískt flott frammistaða í erfiðum leik“ Sjá meira