Guardiola: Núna þarf ég að sanna mig Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 30. nóvember 2024 11:03 Pep Guardiola hefur gert Manchester City að enskum meisturum á fjórum tímabilum í röð. Núna á liðið á hættu að missa Liverpool ellefu stigum frá sér en geta líka minnkað forskotið í fimm stig. Getty/Alex Livesey Pep Guardiola, knattspyrnustjóri Manchester City, hefur aldrei áður á stjóraferlinum upplifað jafnslæmt gengi eins og hjá City liðinu síðustu vikur. Næst á dagskrá er síðan leikur á móti toppliðinu og að koma í veg fyrir að missa Liverpool ellefu stigum frá sér. Guardiola ræddi við blaðamenn í gær en eftir fimm tapleiki í röð þá missti liðið 3-0 forystu í 3-3 jafntefli á móti Feyenoord í Meistaradeildinni í vikunni. Auðvitað er þetta ekki gaman „Auðvitað er þetta ekki gaman en við hverju býstu? Að allt komi á rauða dreglinum. Að allt sé auðvelt og þægilegt?“ sagði Guardiola. Breska ríkisútvarpið segir frá. City mætir Liverpool í stórleik helgarinnar á morgun. Síðasti sigurleikur liðsins var á móti Southampton 26. október síðastliðinn. „Þetta er auðvelt þegar þú ert að vinna tíu, tólf leiki í röð, allir eru heilir, allir að spila sinna besta leik og allir í liðinu eru 26, 28, 28 ára. Þegar allt gengur vel þá er þetta auðvelt starf,“ sagði Guardiola. „Á löngum ferlum, níu, tíu eða ellefu ára ferlum, þá upplifa aftur á móti allir svona tíma. Við höfum tapað fimm leikjum og gerðum jafntefli í síðasta leik sem við áttum að vinna. Það gerist bara stundum í fótboltanum,“ sagði Guardiola. Allt á mínum ferlum „Ég verð að sætta mig við það. Það þýðir ekkert að kvarta og kveina eða kenna einhverjum um þetta. Ekki hlaupa frá ábyrgðinni. Ég er með allt á mínum herðum núna og verð að vilja laga þetta,“ sagði Guardiola. Pep Guardiola has said he is doing everything he can to “rebuild” the shattered confidence of his Manchester City players and admitted that his credentials are under the spotlight after six matches without a win@hirstclass reports 🔽https://t.co/b5Kr8KPQ5O— Times Sport (@TimesSport) November 29, 2024 „Þú verður að vinna leiki hjá þessu fótboltafélagi. Ef þú gerir það ekki þá ertu í vandræðum. Ég veit að fólk segir: Af hverju er Pep ekki valtur í sessi, af hverju reka þeir ekki Pep? Ég hef þennan slaka vegna þess sem ég hef gert síðustu átta ár. Fólk treystir á mig,“ sagði Guardiola. „Það sem er á hreinu er að ég vil halda hér áfram. Um leið og mér finnst það ekki það besta fyrir félagið að ég sé hér þá mun annar koma inn,“ sagði Guardiola. Veit að þeir koma til baka „Við munum koma til baka. Ég veit það. Ég veit bara ekki hvenær,“ sagði Guardiola. „Í þeirri stöðu sem við erum í núna þá er ekki raunhæft að hugsa um stærri markmiðin. Staðan kallar bara á það að hugsa um næsta leik og hvað ég geti gert til að hjálpa mínum leikmönnum,“ sagði Guardiola. „Ég vil ekki flýja. Ég bað um þetta tækifæri. Ég vil vera hér og endurbyggja liðið til loka þessa tímabils og svo áfram á næstu leiktíð. Núna þarf ég að sanna mig,“ sagði Guardiola. Enski boltinn Mest lesið Fær ekki að spila á Íslandi vegna gamals dóms: „Ekki ógn við þjóðina“ Körfubolti Liverpool mætir PSG og Madrídarliðin eigast við Fótbolti Dagmar ofuramma og heimsmethafi: „Maður springur bara út“ Sport Ratcliffe þekkti ekki fyrirliða kvennaliðsins Enski boltinn Zlatan segir skammarverðlaunin verðskulduð Fótbolti Sjáðu markið: Tók Orra enga stund að stimpla sig inn Fótbolti Bætti skólamet pabba síns Körfubolti „Vafasamir dómar sem féllu gegn okkur í þessu einvígi“ Fótbolti Hrósa Ísaki fyrir þroska, hreinskilni og auðvitað að vera góður í fótbolta Sport „Vissi ekki hvað þessi sársauki þýddi“ Handbolti Fleiri fréttir Ratcliffe þekkti ekki fyrirliða kvennaliðsins Arsenal aldrei aflað meira en tapaði samt þremur milljörðum Hafa verið þrettán ár af lygum „Frábær leikur en ég er ekki ánægður með úrslitin“ Jafntefli niðurstaðan í frábærum leik á Villa Park Kostaði Man. United meira en 2500 milljónir að reka Ten Hag og Ashworth Casemiro fer ekki fet Arsenal lét heitasta framherjann í frönsku deildinni fara fyrir „slikk“ Antony með fleiri mörk í febrúar en allt Man. United liðið Segir að Amorim þurfi 2-3 félagaskiptaglugga til að laga hópinn Sektaðir fyrir að öskra á Michael Oliver Arnór laus úr prísund Blackburn Biður til Guðs að Arsenal taki titilinn Pep varð fyrst hræddur um Haaland en er nú vongóður Gleymdi að gefa konunni gjöf á Valentínusardaginn Guðlaugur um Rooney: „Hann missti traustið gagnvart mér“ Maddison var að sussa á Roy Keane Ekki unnið heimaleik í 105 daga þangað til Man United kom í heimsókn Enginn lagt upp fleiri mörk en Ederson Hetjan Maddison: Er hérna til að skapa færi og skora mörk Man City fór létt með Liverpool „Staða okkar í töflunni veldur mér áhyggjum“ Dagný og Hlín komu við sögu í sigrum West Ham og Leicester Maddison tryggði langþráðan heimasigur Diaz kom Liverpool í toppmál Armstrong til Man United frá PSG Leeds mun banna stuðningsfólk sem syngur and-palestínska söngva Nistelrooy og Keown grófu stríðsöxina og slógu á létta strengi „Mundum hverjir við erum“ Gott gengi Everton undir stjórn Moyes heldur áfram Sjá meira
Guardiola ræddi við blaðamenn í gær en eftir fimm tapleiki í röð þá missti liðið 3-0 forystu í 3-3 jafntefli á móti Feyenoord í Meistaradeildinni í vikunni. Auðvitað er þetta ekki gaman „Auðvitað er þetta ekki gaman en við hverju býstu? Að allt komi á rauða dreglinum. Að allt sé auðvelt og þægilegt?“ sagði Guardiola. Breska ríkisútvarpið segir frá. City mætir Liverpool í stórleik helgarinnar á morgun. Síðasti sigurleikur liðsins var á móti Southampton 26. október síðastliðinn. „Þetta er auðvelt þegar þú ert að vinna tíu, tólf leiki í röð, allir eru heilir, allir að spila sinna besta leik og allir í liðinu eru 26, 28, 28 ára. Þegar allt gengur vel þá er þetta auðvelt starf,“ sagði Guardiola. „Á löngum ferlum, níu, tíu eða ellefu ára ferlum, þá upplifa aftur á móti allir svona tíma. Við höfum tapað fimm leikjum og gerðum jafntefli í síðasta leik sem við áttum að vinna. Það gerist bara stundum í fótboltanum,“ sagði Guardiola. Allt á mínum ferlum „Ég verð að sætta mig við það. Það þýðir ekkert að kvarta og kveina eða kenna einhverjum um þetta. Ekki hlaupa frá ábyrgðinni. Ég er með allt á mínum herðum núna og verð að vilja laga þetta,“ sagði Guardiola. Pep Guardiola has said he is doing everything he can to “rebuild” the shattered confidence of his Manchester City players and admitted that his credentials are under the spotlight after six matches without a win@hirstclass reports 🔽https://t.co/b5Kr8KPQ5O— Times Sport (@TimesSport) November 29, 2024 „Þú verður að vinna leiki hjá þessu fótboltafélagi. Ef þú gerir það ekki þá ertu í vandræðum. Ég veit að fólk segir: Af hverju er Pep ekki valtur í sessi, af hverju reka þeir ekki Pep? Ég hef þennan slaka vegna þess sem ég hef gert síðustu átta ár. Fólk treystir á mig,“ sagði Guardiola. „Það sem er á hreinu er að ég vil halda hér áfram. Um leið og mér finnst það ekki það besta fyrir félagið að ég sé hér þá mun annar koma inn,“ sagði Guardiola. Veit að þeir koma til baka „Við munum koma til baka. Ég veit það. Ég veit bara ekki hvenær,“ sagði Guardiola. „Í þeirri stöðu sem við erum í núna þá er ekki raunhæft að hugsa um stærri markmiðin. Staðan kallar bara á það að hugsa um næsta leik og hvað ég geti gert til að hjálpa mínum leikmönnum,“ sagði Guardiola. „Ég vil ekki flýja. Ég bað um þetta tækifæri. Ég vil vera hér og endurbyggja liðið til loka þessa tímabils og svo áfram á næstu leiktíð. Núna þarf ég að sanna mig,“ sagði Guardiola.
Enski boltinn Mest lesið Fær ekki að spila á Íslandi vegna gamals dóms: „Ekki ógn við þjóðina“ Körfubolti Liverpool mætir PSG og Madrídarliðin eigast við Fótbolti Dagmar ofuramma og heimsmethafi: „Maður springur bara út“ Sport Ratcliffe þekkti ekki fyrirliða kvennaliðsins Enski boltinn Zlatan segir skammarverðlaunin verðskulduð Fótbolti Sjáðu markið: Tók Orra enga stund að stimpla sig inn Fótbolti Bætti skólamet pabba síns Körfubolti „Vafasamir dómar sem féllu gegn okkur í þessu einvígi“ Fótbolti Hrósa Ísaki fyrir þroska, hreinskilni og auðvitað að vera góður í fótbolta Sport „Vissi ekki hvað þessi sársauki þýddi“ Handbolti Fleiri fréttir Ratcliffe þekkti ekki fyrirliða kvennaliðsins Arsenal aldrei aflað meira en tapaði samt þremur milljörðum Hafa verið þrettán ár af lygum „Frábær leikur en ég er ekki ánægður með úrslitin“ Jafntefli niðurstaðan í frábærum leik á Villa Park Kostaði Man. United meira en 2500 milljónir að reka Ten Hag og Ashworth Casemiro fer ekki fet Arsenal lét heitasta framherjann í frönsku deildinni fara fyrir „slikk“ Antony með fleiri mörk í febrúar en allt Man. United liðið Segir að Amorim þurfi 2-3 félagaskiptaglugga til að laga hópinn Sektaðir fyrir að öskra á Michael Oliver Arnór laus úr prísund Blackburn Biður til Guðs að Arsenal taki titilinn Pep varð fyrst hræddur um Haaland en er nú vongóður Gleymdi að gefa konunni gjöf á Valentínusardaginn Guðlaugur um Rooney: „Hann missti traustið gagnvart mér“ Maddison var að sussa á Roy Keane Ekki unnið heimaleik í 105 daga þangað til Man United kom í heimsókn Enginn lagt upp fleiri mörk en Ederson Hetjan Maddison: Er hérna til að skapa færi og skora mörk Man City fór létt með Liverpool „Staða okkar í töflunni veldur mér áhyggjum“ Dagný og Hlín komu við sögu í sigrum West Ham og Leicester Maddison tryggði langþráðan heimasigur Diaz kom Liverpool í toppmál Armstrong til Man United frá PSG Leeds mun banna stuðningsfólk sem syngur and-palestínska söngva Nistelrooy og Keown grófu stríðsöxina og slógu á létta strengi „Mundum hverjir við erum“ Gott gengi Everton undir stjórn Moyes heldur áfram Sjá meira