Launaði greiðann og gaf liðsfélaganum sigurinn Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 30. nóvember 2024 23:15 Oscar Piasstri og Lando Norris komu fyrstir í mark í sprettkeppni katarska kappakstursins í dag. Mark Thompson/Getty Images Oscar Piastri fagnaði sigri í sprettkeppni katarska kappakstursins í Formúlu 1 í dag. Það var hins vegar liðsfélagi hans hjá McLaren, Lando Norris, sem leiddi frá upphafi til enda. Nánast. Norris hóf sprettkeppnina á ráspól og hélt George Russell á Mercedes fyrir aftan sig í upphafi keppninnar. Oscar Piastri ræsti þriðji og náði fljótlega að koma sér fram úr Russell. Piastri hafi mikið fyrir því að halda sér fyrir framan Russell alla keppnina og fékk góða hjálp frá liðsfélaga sínum Norris, sem var fremstur. Á lokametrum keppninnar hægði Norris svo á sér og hleypti Piastri fram úr sér og gaf honum þar með sigurinn. Með þessu var Norris að launa Piastri greiðann, en Piastri hafði hleypt Norris fram úr sér í brasilíska kappakstrinum fyrr í þessum mánuði. Þá átti Norris enn möguleika á að stela heimsmeistaratitlinum af Max Verstappen, en þar sem sá möguleiki var farinn gat Norris gefið Piastri sigurinn í sprettkeppni dagsins. Teamwork really does make the dream work ✨#F1Sprint #QatarGP @McLarenF1 pic.twitter.com/V6BLMe2CDJ— Formula 1 (@F1) November 30, 2024 Í kvöld fór svo tímatakan fyrir kappaksturinn á morgun fram. Nýkrýndi fjórfaldi heimsmeistarinn Max Verstappen átti besta tímann í síðasta hluta tímatökunnar og mun ræsa á ráspól í fyrsta skipti síðan í júní. George Russell á Marcedes ræsir annar og McLaren-mennirnir Norris og Piastri koma þar á eftir. Akstursíþróttir Mest lesið Fær ekki að spila á Íslandi vegna gamals dóms: „Ekki ógn við þjóðina“ Körfubolti Liverpool mætir PSG og Madrídarliðin eigast við Fótbolti Dagmar ofuramma og heimsmethafi: „Maður springur bara út“ Sport Ratcliffe þekkti ekki fyrirliða kvennaliðsins Enski boltinn Sjáðu markið: Tók Orra enga stund að stimpla sig inn Fótbolti „Vafasamir dómar sem féllu gegn okkur í þessu einvígi“ Fótbolti Bætti skólamet pabba síns Körfubolti Hrósa Ísaki fyrir þroska, hreinskilni og auðvitað að vera góður í fótbolta Sport „Vissi ekki hvað þessi sársauki þýddi“ Handbolti Orri mætir Manchester United í Evrópudeildinni Fótbolti Fleiri fréttir Formúlu 1 ungstirnið viðurkennir að hafa fallið á ökuprófinu Eiginkona Michael Schumacher í áfalli Dómur fallinn: „Þetta var viðbjóðslegt af mér og ég tek fulla ábyrgð“ Hamilton klessti Ferrari-inn á fyrsta degi Arftaki Hamiltons fékk bílprófið sex vikum fyrir fyrstu keppni tímabilsins Mun harðari refsingar á nýju formúlu 1 tímabili Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Sjá meira
Norris hóf sprettkeppnina á ráspól og hélt George Russell á Mercedes fyrir aftan sig í upphafi keppninnar. Oscar Piastri ræsti þriðji og náði fljótlega að koma sér fram úr Russell. Piastri hafi mikið fyrir því að halda sér fyrir framan Russell alla keppnina og fékk góða hjálp frá liðsfélaga sínum Norris, sem var fremstur. Á lokametrum keppninnar hægði Norris svo á sér og hleypti Piastri fram úr sér og gaf honum þar með sigurinn. Með þessu var Norris að launa Piastri greiðann, en Piastri hafði hleypt Norris fram úr sér í brasilíska kappakstrinum fyrr í þessum mánuði. Þá átti Norris enn möguleika á að stela heimsmeistaratitlinum af Max Verstappen, en þar sem sá möguleiki var farinn gat Norris gefið Piastri sigurinn í sprettkeppni dagsins. Teamwork really does make the dream work ✨#F1Sprint #QatarGP @McLarenF1 pic.twitter.com/V6BLMe2CDJ— Formula 1 (@F1) November 30, 2024 Í kvöld fór svo tímatakan fyrir kappaksturinn á morgun fram. Nýkrýndi fjórfaldi heimsmeistarinn Max Verstappen átti besta tímann í síðasta hluta tímatökunnar og mun ræsa á ráspól í fyrsta skipti síðan í júní. George Russell á Marcedes ræsir annar og McLaren-mennirnir Norris og Piastri koma þar á eftir.
Akstursíþróttir Mest lesið Fær ekki að spila á Íslandi vegna gamals dóms: „Ekki ógn við þjóðina“ Körfubolti Liverpool mætir PSG og Madrídarliðin eigast við Fótbolti Dagmar ofuramma og heimsmethafi: „Maður springur bara út“ Sport Ratcliffe þekkti ekki fyrirliða kvennaliðsins Enski boltinn Sjáðu markið: Tók Orra enga stund að stimpla sig inn Fótbolti „Vafasamir dómar sem féllu gegn okkur í þessu einvígi“ Fótbolti Bætti skólamet pabba síns Körfubolti Hrósa Ísaki fyrir þroska, hreinskilni og auðvitað að vera góður í fótbolta Sport „Vissi ekki hvað þessi sársauki þýddi“ Handbolti Orri mætir Manchester United í Evrópudeildinni Fótbolti Fleiri fréttir Formúlu 1 ungstirnið viðurkennir að hafa fallið á ökuprófinu Eiginkona Michael Schumacher í áfalli Dómur fallinn: „Þetta var viðbjóðslegt af mér og ég tek fulla ábyrgð“ Hamilton klessti Ferrari-inn á fyrsta degi Arftaki Hamiltons fékk bílprófið sex vikum fyrir fyrstu keppni tímabilsins Mun harðari refsingar á nýju formúlu 1 tímabili Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Sjá meira