Daða Frey og Gagnamagninu er nú spáð sigri í Eurovision samkvæmt öllum helstu veðbönkum í heimi. Þetta kemur fram á vefsíðunni Eurovision World.
Eftir að í ljós kom að Daði Freyr og Gagnamagnið myndu flytja framlag Íslands í Eurovision á laugardagskvöldið fórum við Íslendingar í 3.sætið samkvæmt veðbönkum.
Síðustu daga hefur framlag Litháen trónað á toppnum en rétt í þessu Daði Freyr og Gagnamagnið fram úr því.
Nokkrar þjóðir eiga enn eftir að tilkynna sitt framlag og gætu hlutirnir breyst töluvert. Daði Freyr og Gagnamagnið fara á sviðið 14. maí á seinna undankvöldinu í Rotterdam.