Meðal gesta voru söngvararnir Jónas Sig, Bjartmar Gunnlaugsson, Klara Ósk, Erna Hrönn og síðast en ekki síst gleðigjafinn Steindi.

Í síðasta þætti af Í kvöld er gigg sem var sýndur á annan í jólum sungu söngkonurnar Rósa Björg Ómarsdóttir og Þórdís Imsland einkar hugljúfa og fallega útgáfu af lagi Bríetar, Rólegur Kúreki.
Ingó sjálfur var greinilega mjög hrifinn og sagði:
Það er í svona þáttum sem stjörnurnar verða til!
Fyrir áhugasama er hægt að nálgast alla þættina af Í kvöld er gigg inn á Stöð 2 maraþon.