Svifryksmengun mældist þrefalt yfir heilsuverndarmörkum í gær Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 2. janúar 2021 12:45 Þorsteinn Jóhannsson. Vísir Allar mælistöðvar á höfuðborgarsvæðinu nema ein mældu svifryksmengun yfir heilsuverndarmörkum í gær. Mikinn reykjarmökk lagði yfir höfuðborgarsvæðið vegna flugelda og mældist hæsta gildið þrefalt yfir mörkum. Þetta kemur fram í sólarhringstölum sem Umhverfisstofnun tók saman. Þorsteinn Jóhansson er sérfræðingur hjá stofnuninni. „Það voru flestar stöðvar á höfuðborgarsvæðinu sem fóru vel yfir. Hæsta gildið var í Húsdýragarði eða 165 µg/m³ þar sem heilsuverndarmörkin eru 50 µg/m³ og það er rúmlega þrefalt yfir. Allar stöðvarnar á höfuðborgarsvæðinu nema Norðurhella í Hafnarfirði sem er aðeins vestar við byggðina. Við tókum líka saman fyrir Akureyri og þar var það vel undir mörkum eða 21,6 µg/m³,“ sagði Þorsteinn. 165 µg/m³ er nokkuð há tala, hafið þið séð svona tölur áður? „Já við höfum nú séð svona áður en þetta er með því hæsta sem gerist. Þetta er rúmlega þrefalt yfir heilsuverndarmörkum þannig að þetta er mjög hátt.“ Mæld voru 132 µg/m³ við Dalasmára í Kópavogi í gær og 100 µg/m³ við Vesturbæjarlaug í Reykjavík. Mælingar sýna að stór hluti svifryksins er fínt eða Pm1 sem hefur meiri áhrif á heilsu en grófara vegryk sem kemur t.d. af slitnu malbiki. Þorsteinn segir að mestu áhrifin séu fokin burt. „Þetta fór burt með vindinum og að grunni til er þetta ekki mikið af hættulegum efnum. Þetta eru mikið til kolefnisryk. Það er bannað að bæta við þungmálmum í dag eins og blýi sem var gert áður til að ná fram ákveðnum litum. Þannig að þetta er ekki mikið af þungmálmum eins og áður var. Þetta þynnist en öllu svifryki er óæskilegt að anda að sér,“ sagði Þorsteinn. Svifrykið hafi þó verið sjáanlegt í gær. „Grófasti hlutinn af þessu ryki hann sest niður og maður sá það á bílunum hér á nýársdagsmorgun. Það var grá jafnvel brúnleit sótslykja á þeim og það er út af því að í mörgum vörum er leir. Í stóru bombunum er leir þannig það eru vissulega sjónræn áhrif. Svo er rusl í umhverfinu úti um allan bæ,“ sagði Þorsteinn. Áramót Umhverfismál Flugeldar Tengdar fréttir Hægviðrið olli þéttri reykjarþoku Árið 2021 hófst með hægviðri, en eins og margir hafa eflaust tekið eftir fylgdi veðrinu talsverð mengum á höfuðborgarsvæðinu. 1. janúar 2021 08:46 Svifryksmengun gæti kallað á heimsókn á bráðamóttöku Yfirlæknir á bráðamóttöku hefur áhyggjur af því að fólk gæti þurft að leita á bráðamóttöku í nótt vegna mikillar svifryksmengunar. 31. desember 2020 17:00 Hitahvörf gætu myndað pottlok yfir Reykjavík á gamlárskvöld Búist er við talsverðri mengun á höfuðborgarsvæðinu ef veðurspár ganga eftir. Þorsteinn Jóhannsson, sérfræðingur hjá Umhverfisstofnun, ráðleggur þeim sem eru viðkvæmir fyrir að halda sig sem mest innandyra þar sem kjöraðstæður fyrir mengun gætu skapast. 30. desember 2020 22:20 Mest lesið Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni Innlent „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Innlent Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Innlent Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Innlent Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður Innlent Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Innlent „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Innlent Nýr borgarstjóri studdi tillögu sáttasemjara Innlent Henti byssunni upp á þak um hábjartan dag Innlent Ósáttir kennarar yfirgefa skólana Innlent Fleiri fréttir Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Kennarar gengu út og nýr borgarstjórnarmeirihluti Nýr borgarstjóri studdi tillögu sáttasemjara Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Svona skipta oddvitarnir stólunum Voru búin að segja að þeim hugnaðist ekki tillaga Ástráðs Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Henti byssunni upp á þak um hábjartan dag „Þetta eru mikil vonbrigði fyrir okkur“ Skilur vel reiðina sem blossi upp Útganga kennara kom formanninum í opna skjöldu Gátu ekki lent í þoku í Osló því flugmenn eru enn í þjálfun á Airbus Svona var blaðamannafundur nýs meirihluta í Reykjavík Óljóst með skólahald eftir helgi Trans fólk veigri sér við ferðalögum til Bandaríkjanna Nýr meirihluti muni ekki vaða í stærri deilumál Ósáttir kennarar yfirgefa skólana Jöklar jarðar rýrna mun hraðar en áður vegna aukinnar hlýnunar Niðurstöðu beðið í Karphúsinu Sveitarfélögin höfnuðu tillögunni á elleftu stundu Algengt að rútubílstjórar keyri á túninu Búrfellslundur verður Vaðölduver Uggur í fólki og Hinsegin kórinn hættur við að taka þátt í World Pride í Washington Ætlar að tjalda í Kópavogi þangað til meirihlutinn springur Zúistabræður telja sig ekki hafa fengið sanngjarna meðferð Verkföll hafin í sex skólum Sjá meira
Þetta kemur fram í sólarhringstölum sem Umhverfisstofnun tók saman. Þorsteinn Jóhansson er sérfræðingur hjá stofnuninni. „Það voru flestar stöðvar á höfuðborgarsvæðinu sem fóru vel yfir. Hæsta gildið var í Húsdýragarði eða 165 µg/m³ þar sem heilsuverndarmörkin eru 50 µg/m³ og það er rúmlega þrefalt yfir. Allar stöðvarnar á höfuðborgarsvæðinu nema Norðurhella í Hafnarfirði sem er aðeins vestar við byggðina. Við tókum líka saman fyrir Akureyri og þar var það vel undir mörkum eða 21,6 µg/m³,“ sagði Þorsteinn. 165 µg/m³ er nokkuð há tala, hafið þið séð svona tölur áður? „Já við höfum nú séð svona áður en þetta er með því hæsta sem gerist. Þetta er rúmlega þrefalt yfir heilsuverndarmörkum þannig að þetta er mjög hátt.“ Mæld voru 132 µg/m³ við Dalasmára í Kópavogi í gær og 100 µg/m³ við Vesturbæjarlaug í Reykjavík. Mælingar sýna að stór hluti svifryksins er fínt eða Pm1 sem hefur meiri áhrif á heilsu en grófara vegryk sem kemur t.d. af slitnu malbiki. Þorsteinn segir að mestu áhrifin séu fokin burt. „Þetta fór burt með vindinum og að grunni til er þetta ekki mikið af hættulegum efnum. Þetta eru mikið til kolefnisryk. Það er bannað að bæta við þungmálmum í dag eins og blýi sem var gert áður til að ná fram ákveðnum litum. Þannig að þetta er ekki mikið af þungmálmum eins og áður var. Þetta þynnist en öllu svifryki er óæskilegt að anda að sér,“ sagði Þorsteinn. Svifrykið hafi þó verið sjáanlegt í gær. „Grófasti hlutinn af þessu ryki hann sest niður og maður sá það á bílunum hér á nýársdagsmorgun. Það var grá jafnvel brúnleit sótslykja á þeim og það er út af því að í mörgum vörum er leir. Í stóru bombunum er leir þannig það eru vissulega sjónræn áhrif. Svo er rusl í umhverfinu úti um allan bæ,“ sagði Þorsteinn.
Áramót Umhverfismál Flugeldar Tengdar fréttir Hægviðrið olli þéttri reykjarþoku Árið 2021 hófst með hægviðri, en eins og margir hafa eflaust tekið eftir fylgdi veðrinu talsverð mengum á höfuðborgarsvæðinu. 1. janúar 2021 08:46 Svifryksmengun gæti kallað á heimsókn á bráðamóttöku Yfirlæknir á bráðamóttöku hefur áhyggjur af því að fólk gæti þurft að leita á bráðamóttöku í nótt vegna mikillar svifryksmengunar. 31. desember 2020 17:00 Hitahvörf gætu myndað pottlok yfir Reykjavík á gamlárskvöld Búist er við talsverðri mengun á höfuðborgarsvæðinu ef veðurspár ganga eftir. Þorsteinn Jóhannsson, sérfræðingur hjá Umhverfisstofnun, ráðleggur þeim sem eru viðkvæmir fyrir að halda sig sem mest innandyra þar sem kjöraðstæður fyrir mengun gætu skapast. 30. desember 2020 22:20 Mest lesið Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni Innlent „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Innlent Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Innlent Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Innlent Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður Innlent Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Innlent „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Innlent Nýr borgarstjóri studdi tillögu sáttasemjara Innlent Henti byssunni upp á þak um hábjartan dag Innlent Ósáttir kennarar yfirgefa skólana Innlent Fleiri fréttir Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Kennarar gengu út og nýr borgarstjórnarmeirihluti Nýr borgarstjóri studdi tillögu sáttasemjara Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Svona skipta oddvitarnir stólunum Voru búin að segja að þeim hugnaðist ekki tillaga Ástráðs Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Henti byssunni upp á þak um hábjartan dag „Þetta eru mikil vonbrigði fyrir okkur“ Skilur vel reiðina sem blossi upp Útganga kennara kom formanninum í opna skjöldu Gátu ekki lent í þoku í Osló því flugmenn eru enn í þjálfun á Airbus Svona var blaðamannafundur nýs meirihluta í Reykjavík Óljóst með skólahald eftir helgi Trans fólk veigri sér við ferðalögum til Bandaríkjanna Nýr meirihluti muni ekki vaða í stærri deilumál Ósáttir kennarar yfirgefa skólana Jöklar jarðar rýrna mun hraðar en áður vegna aukinnar hlýnunar Niðurstöðu beðið í Karphúsinu Sveitarfélögin höfnuðu tillögunni á elleftu stundu Algengt að rútubílstjórar keyri á túninu Búrfellslundur verður Vaðölduver Uggur í fólki og Hinsegin kórinn hættur við að taka þátt í World Pride í Washington Ætlar að tjalda í Kópavogi þangað til meirihlutinn springur Zúistabræður telja sig ekki hafa fengið sanngjarna meðferð Verkföll hafin í sex skólum Sjá meira
Hægviðrið olli þéttri reykjarþoku Árið 2021 hófst með hægviðri, en eins og margir hafa eflaust tekið eftir fylgdi veðrinu talsverð mengum á höfuðborgarsvæðinu. 1. janúar 2021 08:46
Svifryksmengun gæti kallað á heimsókn á bráðamóttöku Yfirlæknir á bráðamóttöku hefur áhyggjur af því að fólk gæti þurft að leita á bráðamóttöku í nótt vegna mikillar svifryksmengunar. 31. desember 2020 17:00
Hitahvörf gætu myndað pottlok yfir Reykjavík á gamlárskvöld Búist er við talsverðri mengun á höfuðborgarsvæðinu ef veðurspár ganga eftir. Þorsteinn Jóhannsson, sérfræðingur hjá Umhverfisstofnun, ráðleggur þeim sem eru viðkvæmir fyrir að halda sig sem mest innandyra þar sem kjöraðstæður fyrir mengun gætu skapast. 30. desember 2020 22:20