Doktorsnemar nái ekki endum saman og andleg heilsa þeirra slæm Nadine Guðrún Yaghi skrifar 5. janúar 2021 22:02 Andleg heilsa doktorsnema er oft á tíðum mjög slæm að sögn formanns félags doktorsnema. Þeir eigi erfitt með að ná endum saman og þurfi því að vinna mikið með náminu þrátt fyrir að doktorsnám sé skilgreint sem full vinna. Við Háskóla Íslands eru tæplega sjö hundruð skráðir í doktorsnám. „Þetta er rosaleg aukning nema sem sækir í þetta frábæra nám en kerfið hefur ekki alveg vaxið með okkur,“ segir Katrín Ólafsdóttir, formaður félags doktorsnema við Háskóla Íslands. Styrkir til doktorsnám hafi hækkað undanfarin ár og ná nú mest upp í um 500 þúsund krónur á mánuði. Hækkunin hafi einungis tekið mið af nýjum úthlutunum en gildir ekki fyrir þá sem þegar voru í náminu. Þegar Katrín byrjaði í doktorsnámi árið 2018 fékk hún styrk upp á 380 þúsund krónur. Stór hluti nema sé enn á þessum launum. „Þá erum við að fá 200 þúsund krónur á mánuði. Fullorðið fólk með fjölskyldu á framfæri og það sjá það allir að þetta gengur ekki og fólk sér sér ekki farboða á þessum tekjum," segir Katrín. Margir þurfi því að vinna með náminu en doktorsnám er skilgreint sem full vinna. Nemarnir séu margir undir gríðarlegu álagi og andleg heilsa þeirra slæm. "Að þurfa alltaf að hafa áhyggjur af því hvort maður eigi fyrir reikningunum um mánaðarmótin ofan á það gríðarlega álag sem það er að vera í doktorsnámi,“ segir Katrín. Fjórðungur doktorsnema hafi ekki fengið neinn styrk til námsins og stór hluti þeirra sem hafi hlotið styrk hafi aðeins fengið hann til tveggja eða þriggja ára. Doktorsnám við HÍ spanni oftast fimm ára. Lágir og jafnvel engir styrkir geri það að verkum að tími þar til nemar útskrifast hefur lengst. Þá segir Katrín að doktorsnemar eigi erfitt með að finna upplýsingar um stöðu sína og réttindi og vill félagið að þeir eignist málsvara innan skólakerfisins. „Á Norðurlöndunum tíðkast það að það sé einhvers konar umboðsmaður doktorsnema sem starfi við þessa Háskóla þannig þegar upp koma flókin mál sé hægt að leita á ákveðinn stað í fullu trausti,“ segir Katrín en félagið berst nú fyrir því að umboðsmaður doktorsnema verði settur á fót hér á landi. Skóla - og menntamál Vinnumarkaður Geðheilbrigði Mest lesið „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Erlent Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni Innlent Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Innlent Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Erlent Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Innlent Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Innlent Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Innlent Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Innlent Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Innlent Fleiri fréttir Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Kennarar gengu út og nýr borgarstjórnarmeirihluti Nýr borgarstjóri studdi tillögu sáttasemjara Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Svona skipta oddvitarnir stólunum Voru búin að segja að þeim hugnaðist ekki tillaga Ástráðs Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Henti byssunni upp á þak um hábjartan dag „Þetta eru mikil vonbrigði fyrir okkur“ Sjá meira
Við Háskóla Íslands eru tæplega sjö hundruð skráðir í doktorsnám. „Þetta er rosaleg aukning nema sem sækir í þetta frábæra nám en kerfið hefur ekki alveg vaxið með okkur,“ segir Katrín Ólafsdóttir, formaður félags doktorsnema við Háskóla Íslands. Styrkir til doktorsnám hafi hækkað undanfarin ár og ná nú mest upp í um 500 þúsund krónur á mánuði. Hækkunin hafi einungis tekið mið af nýjum úthlutunum en gildir ekki fyrir þá sem þegar voru í náminu. Þegar Katrín byrjaði í doktorsnámi árið 2018 fékk hún styrk upp á 380 þúsund krónur. Stór hluti nema sé enn á þessum launum. „Þá erum við að fá 200 þúsund krónur á mánuði. Fullorðið fólk með fjölskyldu á framfæri og það sjá það allir að þetta gengur ekki og fólk sér sér ekki farboða á þessum tekjum," segir Katrín. Margir þurfi því að vinna með náminu en doktorsnám er skilgreint sem full vinna. Nemarnir séu margir undir gríðarlegu álagi og andleg heilsa þeirra slæm. "Að þurfa alltaf að hafa áhyggjur af því hvort maður eigi fyrir reikningunum um mánaðarmótin ofan á það gríðarlega álag sem það er að vera í doktorsnámi,“ segir Katrín. Fjórðungur doktorsnema hafi ekki fengið neinn styrk til námsins og stór hluti þeirra sem hafi hlotið styrk hafi aðeins fengið hann til tveggja eða þriggja ára. Doktorsnám við HÍ spanni oftast fimm ára. Lágir og jafnvel engir styrkir geri það að verkum að tími þar til nemar útskrifast hefur lengst. Þá segir Katrín að doktorsnemar eigi erfitt með að finna upplýsingar um stöðu sína og réttindi og vill félagið að þeir eignist málsvara innan skólakerfisins. „Á Norðurlöndunum tíðkast það að það sé einhvers konar umboðsmaður doktorsnema sem starfi við þessa Háskóla þannig þegar upp koma flókin mál sé hægt að leita á ákveðinn stað í fullu trausti,“ segir Katrín en félagið berst nú fyrir því að umboðsmaður doktorsnema verði settur á fót hér á landi.
Skóla - og menntamál Vinnumarkaður Geðheilbrigði Mest lesið „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Erlent Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni Innlent Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Innlent Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Erlent Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Innlent Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Innlent Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Innlent Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Innlent Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Innlent Fleiri fréttir Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Kennarar gengu út og nýr borgarstjórnarmeirihluti Nýr borgarstjóri studdi tillögu sáttasemjara Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Svona skipta oddvitarnir stólunum Voru búin að segja að þeim hugnaðist ekki tillaga Ástráðs Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Henti byssunni upp á þak um hábjartan dag „Þetta eru mikil vonbrigði fyrir okkur“ Sjá meira