Vestfirðingar vilja láta bora fern ný jarðgöng Kristján Már Unnarsson skrifar 6. janúar 2021 23:19 Tvenn göng, undir Mikladal og Hálfdán, þyrfti til að tengja Patreksfjörð, Tálknafjörð og Bíldudal með láglendisvegi. Kallað er eftir göngum undir Klettsháls, milli Skálmarfjarðar og Kollafjarðar. Milli Ísafjarðar og Súðavíkur er kallað eftir Álftafjarðargöngum. Grafík/Hafsteinn Þórðarson Forystumenn á Vestfjörðum telja þörf á minnst fernum nýjum jarðgöngum í fjórðungum til að koma samgöngumálum þar í viðunandi horf; einum á norðanverðum fjörðunum og þrennum á sunnanverðum. Ekki eru nema tíu vikur frá því Vestfirðingar fögnuðu Dýrafjarðargöngum. En þeir vilja láta bora meira. Í fréttum Stöðvar 2 nefnir formaður Fjórðungssambands Vestfirðinga, Hafdís Gunnarsdóttir, göng milli Ísafjarðar og Súðavíkur. Hún vill fá Álftafjarðargöngin á dagskrá til að leysa af veginn um Súðavíkurhlíð. Hafdís Gunnarsdóttir, formaður Fjórðungssambands Vestfirðinga, er bæjarfulltrúi á Ísafirði.Egill Aðalsteinsson „Þessi vegur hérna er stórhættulegur. Fólk er að keyra hérna í skriðum á sumrin og snjóflóðum á veturna,“ segir Hafdís. Formaður Samtaka atvinnurekenda á sunnanverðum Vestfjörðum, Sigurður Viggósson, segir brýnt að bæta vegina milli Patreksfjarðar og Bíldudals. „Þessir vegir eru handónýtir og mjög hættulegir, þurfa mjög mikið viðhald og miklar hálkuvarnir yfir veturinn.“ Sigurður Viggósson, formaður Samtaka atvinnurekanda á sunnanverðum Vestfjörðum, á bryggjunni á Brjánslæk.Egill Aðalsteinsson Hann vill tvenn göng, í gegnum Hálfdán og Mikladal. „Það er næst á dagskrá hjá okkur, að koma þarna göngum í gegn. Þetta eru ekkert löng göng og væntanlega ódýr. Og fjöllin hér á Vestfjörðum eru ekta til að búa til göng. Það er búið að sanna það,“ segir Sigurður. Vegagerð er hafin Dynjandisheiði en göng efst á heiðinni hafa verið til skoðunar. Fleiri hindranir eru nefndar á Vesturleiðinni. „Klettshálsinn er ennþá erfiður. Dynjandisheiðin er komin á dagskrá á samgönguáætlun, sem betur fer, en Klettshálsinn er ennþá fyrirstaða,“ segir Hafdís, formaður Fjórðungssambandsins. Kúabændurnir í Hvammi á Barðaströnd enduspegla óþreyju Vestfirðinga. Valgeir Davíðsson og Ólöf María Samúelsdóttir, kúabændur í Hvammi á Barðaströnd: „Við viljum fá þetta allt í hvelli."Egill Aðalsteinsson „Auðvitað þarf náttúrulega að bæta vegakerfið stórlega sem fyrst. Við viljum fá þetta allt í hvelli,“ segir Valgeir Davíðsson. „Og bora í gegn þannig að Klettsháls sé út. Klettsháls verður aldrei heilsársvegur,“ segir Ólöf María Samúelsdóttir. Með Klettshálsi eru Vestfirðingar þannig að tala um minnst fern jarðgöng. Hér má sjá frétt Stöðvar 2: Dýrafjarðargöng Teigsskógur Ísafjarðarbær Vesturbyggð Súðavíkurhreppur Tálknafjörður Reykhólahreppur Samgöngur Umferðaröryggi Byggðamál Tengdar fréttir Trukkastjóri vill að borað verði í fjöllin milli Bíldudals og Patreksfjarðar Bæjarráð Vesturbyggðar lýsir yfir miklum áhyggjum vegna alvarlegs ástands þjóðvega á sunnanverðum Vestfjörðum. Eigandi flutningafyrirtækis, sem misst hefur þrjá trukka á vestfirskum vegum, segir að bora verði í gegnum fjöllin milli Bíldudals og Patreksfjarðar. 23. desember 2020 23:37 Flautuðu af gleði þegar þeir prófuðu göngin í fyrsta sinn Vestfirðingar flautuðu úr bílum sínum af gleði þegar Sigurður Ingi Jóhannsson samgönguráðherra gaf fyrirmæli um að lyfta skyldi slánni við gangamunna Dýrafjarðarganga. Þegar þeir svo óku í gegn flautuðu þeir ennþá meira. 25. október 2020 21:22 Vilja fá nýjan Baldur strax í siglingar yfir Breiðafjörð Samgöngumálin brenna á Vestfirðingum sem aldrei fyrr. Umræðan hefur enn og aftur blossað upp eftir óhapp á Hjallahálsi um síðustu helgi þar sem vöruflutningabíll valt. Á sunnanverðum Vestfjörðum vilja samtök atvinnurekenda fá nýjan Baldur strax. 11. nóvember 2020 22:32 Þurfa að vinna rösklega í vetur á Dynjandisheiði Framkvæmdir eru komnar á fullt við fyrsta áfanga nýs þjóðvegar yfir Dynjandisheiði. Fyrstu tíu kílómetrarnir eiga að vera tilbúnir með malbiki innan ellefu mánaða. Myndir frá sprengingum á verkstað mátti sjá í fréttum Stöðvar 2. 17. nóvember 2020 22:08 Byrjaðir á fyrsta áfanga vegar um Gufudalssveit Vinna er hafin við sjö kílómetra vegagerð í Gufudalssveit en þetta er fyrsti áfangi hins umdeilda Teigsskógarvegar. Í sveitinni er því fagnað að verkið skuli hafið. Myndir frá vegagerðinni mátti sjá í fréttum Stöðvar 2. 20. nóvember 2020 23:00 Mest lesið Ekki náð að góma þjófa í dulargervi Innlent Vildu hætta Ameríkuflugi en keyptu svo 757-þotuna Innlent Segir orðræðu varaforsetans ósanngjarna Erlent Nýtt hverfi innblásið af gömlu Reykjavík Innlent Tala látinna komin yfir þúsund Erlent RÚV leiðréttir umfjöllun um mál Ásthildar Lóu Innlent „Það er skítkalt hérna“ Erlent Borgarfulltrúi sagður hafa sýnt ógnandi hegðun á íbúafundi Innlent Fullveldi Íslands háð því að alþjóðalög séu virt Innlent Jagúar, skrautleg ferð, Baltasar Kormákur og fullt af „ís“ Innlent Fleiri fréttir Unglingur hrækti á lögreglumann Ekki náð að góma þjófa í dulargervi Vildu hætta Ameríkuflugi en keyptu svo 757-þotuna Fullveldi Íslands háð því að alþjóðalög séu virt Karlar eiga mjög erfitt með að viðurkenna risvandamál Nýtt hverfi innblásið af gömlu Reykjavík RÚV leiðréttir umfjöllun um mál Ásthildar Lóu Eldur í gömlu sundhöllinni í Keflavík Mannskæður jarðskjálfti og vasaþjófar í dulargervi Borgarfulltrúi sagður hafa sýnt ógnandi hegðun á íbúafundi Jagúar, skrautleg ferð, Baltasar Kormákur og fullt af „ís“ Eins leitað eftir slagsmál Greiða atkvæði um verkfall á Grundartanga Kæra skógrækt við Húsavík vegna rasks á varplendi fugla Lokaæfing fyrir almyrkva Vilja að bæjarstjóri lækki laun sín jafn mikið og bæjarfulltrúar Döpur vegna „hetjunnar“ Ástu og „ómaklegrar aðfarar“ RÚV Saka lögregluna um að rægja Kínverja Verður aflífaður eftir allt saman Harðir skjálftar í Asíu og Play til Möltu Lögreglustjóri mun stýra Mannréttindastofnun Vara við þjófum sem dulbúa sig sem ferðamenn Stuðningur við símabann í grunnskólum eykst og mælist 62 prósent Skoða hvort hægt sé að flýta uppbyggingu í Úlfarsárdal Bein útsending: Borgarstjóri ræðir húsnæðisuppbyggingu í Reykjavík Erlendir vasaþjófar herja á Þingvelli og fleiri ferðamannastaði Fimm handteknir vegna líkamsárásar og haldið upp á „alþjóðlega Viagra daginn“ Sólmyrkvi á laugardaginn Harmsögur af stríði, fjöldagrafir og tíðar árásir taka á líkama og sál Skatturinn snýr sér að íþróttafélögum og samfélagið titrar Sjá meira
Ekki eru nema tíu vikur frá því Vestfirðingar fögnuðu Dýrafjarðargöngum. En þeir vilja láta bora meira. Í fréttum Stöðvar 2 nefnir formaður Fjórðungssambands Vestfirðinga, Hafdís Gunnarsdóttir, göng milli Ísafjarðar og Súðavíkur. Hún vill fá Álftafjarðargöngin á dagskrá til að leysa af veginn um Súðavíkurhlíð. Hafdís Gunnarsdóttir, formaður Fjórðungssambands Vestfirðinga, er bæjarfulltrúi á Ísafirði.Egill Aðalsteinsson „Þessi vegur hérna er stórhættulegur. Fólk er að keyra hérna í skriðum á sumrin og snjóflóðum á veturna,“ segir Hafdís. Formaður Samtaka atvinnurekenda á sunnanverðum Vestfjörðum, Sigurður Viggósson, segir brýnt að bæta vegina milli Patreksfjarðar og Bíldudals. „Þessir vegir eru handónýtir og mjög hættulegir, þurfa mjög mikið viðhald og miklar hálkuvarnir yfir veturinn.“ Sigurður Viggósson, formaður Samtaka atvinnurekanda á sunnanverðum Vestfjörðum, á bryggjunni á Brjánslæk.Egill Aðalsteinsson Hann vill tvenn göng, í gegnum Hálfdán og Mikladal. „Það er næst á dagskrá hjá okkur, að koma þarna göngum í gegn. Þetta eru ekkert löng göng og væntanlega ódýr. Og fjöllin hér á Vestfjörðum eru ekta til að búa til göng. Það er búið að sanna það,“ segir Sigurður. Vegagerð er hafin Dynjandisheiði en göng efst á heiðinni hafa verið til skoðunar. Fleiri hindranir eru nefndar á Vesturleiðinni. „Klettshálsinn er ennþá erfiður. Dynjandisheiðin er komin á dagskrá á samgönguáætlun, sem betur fer, en Klettshálsinn er ennþá fyrirstaða,“ segir Hafdís, formaður Fjórðungssambandsins. Kúabændurnir í Hvammi á Barðaströnd enduspegla óþreyju Vestfirðinga. Valgeir Davíðsson og Ólöf María Samúelsdóttir, kúabændur í Hvammi á Barðaströnd: „Við viljum fá þetta allt í hvelli."Egill Aðalsteinsson „Auðvitað þarf náttúrulega að bæta vegakerfið stórlega sem fyrst. Við viljum fá þetta allt í hvelli,“ segir Valgeir Davíðsson. „Og bora í gegn þannig að Klettsháls sé út. Klettsháls verður aldrei heilsársvegur,“ segir Ólöf María Samúelsdóttir. Með Klettshálsi eru Vestfirðingar þannig að tala um minnst fern jarðgöng. Hér má sjá frétt Stöðvar 2:
Dýrafjarðargöng Teigsskógur Ísafjarðarbær Vesturbyggð Súðavíkurhreppur Tálknafjörður Reykhólahreppur Samgöngur Umferðaröryggi Byggðamál Tengdar fréttir Trukkastjóri vill að borað verði í fjöllin milli Bíldudals og Patreksfjarðar Bæjarráð Vesturbyggðar lýsir yfir miklum áhyggjum vegna alvarlegs ástands þjóðvega á sunnanverðum Vestfjörðum. Eigandi flutningafyrirtækis, sem misst hefur þrjá trukka á vestfirskum vegum, segir að bora verði í gegnum fjöllin milli Bíldudals og Patreksfjarðar. 23. desember 2020 23:37 Flautuðu af gleði þegar þeir prófuðu göngin í fyrsta sinn Vestfirðingar flautuðu úr bílum sínum af gleði þegar Sigurður Ingi Jóhannsson samgönguráðherra gaf fyrirmæli um að lyfta skyldi slánni við gangamunna Dýrafjarðarganga. Þegar þeir svo óku í gegn flautuðu þeir ennþá meira. 25. október 2020 21:22 Vilja fá nýjan Baldur strax í siglingar yfir Breiðafjörð Samgöngumálin brenna á Vestfirðingum sem aldrei fyrr. Umræðan hefur enn og aftur blossað upp eftir óhapp á Hjallahálsi um síðustu helgi þar sem vöruflutningabíll valt. Á sunnanverðum Vestfjörðum vilja samtök atvinnurekenda fá nýjan Baldur strax. 11. nóvember 2020 22:32 Þurfa að vinna rösklega í vetur á Dynjandisheiði Framkvæmdir eru komnar á fullt við fyrsta áfanga nýs þjóðvegar yfir Dynjandisheiði. Fyrstu tíu kílómetrarnir eiga að vera tilbúnir með malbiki innan ellefu mánaða. Myndir frá sprengingum á verkstað mátti sjá í fréttum Stöðvar 2. 17. nóvember 2020 22:08 Byrjaðir á fyrsta áfanga vegar um Gufudalssveit Vinna er hafin við sjö kílómetra vegagerð í Gufudalssveit en þetta er fyrsti áfangi hins umdeilda Teigsskógarvegar. Í sveitinni er því fagnað að verkið skuli hafið. Myndir frá vegagerðinni mátti sjá í fréttum Stöðvar 2. 20. nóvember 2020 23:00 Mest lesið Ekki náð að góma þjófa í dulargervi Innlent Vildu hætta Ameríkuflugi en keyptu svo 757-þotuna Innlent Segir orðræðu varaforsetans ósanngjarna Erlent Nýtt hverfi innblásið af gömlu Reykjavík Innlent Tala látinna komin yfir þúsund Erlent RÚV leiðréttir umfjöllun um mál Ásthildar Lóu Innlent „Það er skítkalt hérna“ Erlent Borgarfulltrúi sagður hafa sýnt ógnandi hegðun á íbúafundi Innlent Fullveldi Íslands háð því að alþjóðalög séu virt Innlent Jagúar, skrautleg ferð, Baltasar Kormákur og fullt af „ís“ Innlent Fleiri fréttir Unglingur hrækti á lögreglumann Ekki náð að góma þjófa í dulargervi Vildu hætta Ameríkuflugi en keyptu svo 757-þotuna Fullveldi Íslands háð því að alþjóðalög séu virt Karlar eiga mjög erfitt með að viðurkenna risvandamál Nýtt hverfi innblásið af gömlu Reykjavík RÚV leiðréttir umfjöllun um mál Ásthildar Lóu Eldur í gömlu sundhöllinni í Keflavík Mannskæður jarðskjálfti og vasaþjófar í dulargervi Borgarfulltrúi sagður hafa sýnt ógnandi hegðun á íbúafundi Jagúar, skrautleg ferð, Baltasar Kormákur og fullt af „ís“ Eins leitað eftir slagsmál Greiða atkvæði um verkfall á Grundartanga Kæra skógrækt við Húsavík vegna rasks á varplendi fugla Lokaæfing fyrir almyrkva Vilja að bæjarstjóri lækki laun sín jafn mikið og bæjarfulltrúar Döpur vegna „hetjunnar“ Ástu og „ómaklegrar aðfarar“ RÚV Saka lögregluna um að rægja Kínverja Verður aflífaður eftir allt saman Harðir skjálftar í Asíu og Play til Möltu Lögreglustjóri mun stýra Mannréttindastofnun Vara við þjófum sem dulbúa sig sem ferðamenn Stuðningur við símabann í grunnskólum eykst og mælist 62 prósent Skoða hvort hægt sé að flýta uppbyggingu í Úlfarsárdal Bein útsending: Borgarstjóri ræðir húsnæðisuppbyggingu í Reykjavík Erlendir vasaþjófar herja á Þingvelli og fleiri ferðamannastaði Fimm handteknir vegna líkamsárásar og haldið upp á „alþjóðlega Viagra daginn“ Sólmyrkvi á laugardaginn Harmsögur af stríði, fjöldagrafir og tíðar árásir taka á líkama og sál Skatturinn snýr sér að íþróttafélögum og samfélagið titrar Sjá meira
Trukkastjóri vill að borað verði í fjöllin milli Bíldudals og Patreksfjarðar Bæjarráð Vesturbyggðar lýsir yfir miklum áhyggjum vegna alvarlegs ástands þjóðvega á sunnanverðum Vestfjörðum. Eigandi flutningafyrirtækis, sem misst hefur þrjá trukka á vestfirskum vegum, segir að bora verði í gegnum fjöllin milli Bíldudals og Patreksfjarðar. 23. desember 2020 23:37
Flautuðu af gleði þegar þeir prófuðu göngin í fyrsta sinn Vestfirðingar flautuðu úr bílum sínum af gleði þegar Sigurður Ingi Jóhannsson samgönguráðherra gaf fyrirmæli um að lyfta skyldi slánni við gangamunna Dýrafjarðarganga. Þegar þeir svo óku í gegn flautuðu þeir ennþá meira. 25. október 2020 21:22
Vilja fá nýjan Baldur strax í siglingar yfir Breiðafjörð Samgöngumálin brenna á Vestfirðingum sem aldrei fyrr. Umræðan hefur enn og aftur blossað upp eftir óhapp á Hjallahálsi um síðustu helgi þar sem vöruflutningabíll valt. Á sunnanverðum Vestfjörðum vilja samtök atvinnurekenda fá nýjan Baldur strax. 11. nóvember 2020 22:32
Þurfa að vinna rösklega í vetur á Dynjandisheiði Framkvæmdir eru komnar á fullt við fyrsta áfanga nýs þjóðvegar yfir Dynjandisheiði. Fyrstu tíu kílómetrarnir eiga að vera tilbúnir með malbiki innan ellefu mánaða. Myndir frá sprengingum á verkstað mátti sjá í fréttum Stöðvar 2. 17. nóvember 2020 22:08
Byrjaðir á fyrsta áfanga vegar um Gufudalssveit Vinna er hafin við sjö kílómetra vegagerð í Gufudalssveit en þetta er fyrsti áfangi hins umdeilda Teigsskógarvegar. Í sveitinni er því fagnað að verkið skuli hafið. Myndir frá vegagerðinni mátti sjá í fréttum Stöðvar 2. 20. nóvember 2020 23:00