Segir að Khabib hafi fengið 12,7 milljarða tilboð Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 7. janúar 2021 10:01 Khabib Nurmagomedov er ósigraður í búrinu og ekkert lamb að leika sér við. Getty/Mike Roach Umboðsmaður rússneska bardagamannsins Khabib Nurmagomedov hefur nú opinberað rosalegt tilboð sem skjólstæðingur hans fékk nýverið. Khabib Nurmagomedov á að hafa verið boðnir hundrað milljón Bandaríkjadala fyrir að stíga inn í hnefaleikahringinn á móti Floyd Mayweather en það gerir meira en 12,7 milljarða íslenskra króna. Dana White, yfirmaður UFC, á einnig að hafa gefið grænt ljós á bardagann samkvæmt fyrrnefndum umboðsmanni sem heitir Ali Abdelaziz. Khabib Nurmagomedov er hættur að berjast í UFC en hann gaf það út á síðasta ári að hann ætlaði aldrei aftur inn í búrið. Khabib Nurmagomedov offered $100m to box Floyd Mayweather https://t.co/HxgvacLZhJ— MailOnline Sport (@MailSport) January 6, 2021 Fráfall föður Khabib Nurmagomedov, sem var einnig þjálfari hans, var sögð aðalástæða fyrir því að hann vildi ekki berjast lengur. Nurmagomedov er enn bara 32 ára gamall og ætti að eiga nokkur góð ár eftir. Faðir hans lést eftir að hafa smitast af kórónuveirunni en síðasti bardagi Khabib Nurmagomedov var á móti Justin Gaethje í lok október síðastliðnum. Nurmagomedov vann Justin Gaethje en það var 29. sigur hans í röð. Hann hefur aldrei tapað í búrinu og er af mörgum talinn vera einn besti UFC-bardagamaður sögunnar. Hnefaleikakappinn Floyd Mayweather er einnig ósigraður á ferlinum en hann hefur unnið alla fimmtíu boxbardaga sína. Mayweather, sem er orðinn 43 ára, hefur áður keppt við UFC-stjörnu en hann vann Conor McGregor í ágúst 2017. Hann hefur síðan keppt við sparkboxarann Tenshin Nasukawa í sýningarbardaga í Japan og mun keppa við YouTube stjörnuna Logan Paul á næstunni. „Okkur voru boðnar hundrað milljón dollara fyrir að berjast við Floyd Mayweather. Dana White var samþykkur þessu og allir voru klárir í bátana. En eins og þið vitið þá er Khabib MMA-bardagamður. Ef Floyd væri tilbúinn að koma og keppa í MMA, til að tapa illa, þá væri það ekkert vandamál,“ sagði Ali Abdelaziz í samtali við TMZ. MMA Box Mest lesið Lýsti ofbeldinu sem faðir hans beitti hann Sport Paul vill nú berjast við fyrrum heimsmeistara í pílu Sport Aftur hefur KR leik í Laugardalnum Íslenski boltinn Alfreð Gísla: „Skemmdarverk á handboltanum“ Handbolti Rannsaka hatursorðræðu í garð Banda Fótbolti Eygló tilnefnd sem lyftingakona ársins í Evrópu Sport „Bestu liðin hafa ekkert að fela og deila upplýsingum“ Handbolti Stórskotaliðið gerði sitt þegar Norðmenn lögðu Ísrael Fótbolti Elliði Snær átti sinn þátt í óvæntum sigri Handbolti Rekinn fyrir að vera í sambandi með leikmanni en vill annað tækifæri Enski boltinn Fleiri fréttir Rekinn fyrir að vera í sambandi með leikmanni en vill annað tækifæri Eygló tilnefnd sem lyftingakona ársins í Evrópu „Bestu liðin hafa ekkert að fela og deila upplýsingum“ Lýsti ofbeldinu sem faðir hans beitti hann Paul vill nú berjast við fyrrum heimsmeistara í pílu Dagskráin í dag: Bónus deild kvenna frá A til Ö Rannsaka hatursorðræðu í garð Banda Aftur hefur KR leik í Laugardalnum Portúgölsku Íslendingaliðin með mikilvæga sigra Martin dældi út stoðsendingum í enn einu Evróputapinu Stórskotaliðið gerði sitt þegar Norðmenn lögðu Ísrael Bjarki Már öflugur Nýi markvörður KA kom snemma inn af bekknum í fyrsta leik Elliði Snær átti sinn þátt í óvæntum sigri Ísabella Sara sögð á leið til Rosengård Barton dæmdur fyrir að ráðast á eiginkonu sína Enda án stiga á botni riðilsins Alfreð Gísla: „Skemmdarverk á handboltanum“ Sex marka sýning Íslands gegn Skotum Undraskot Curry fór ekki ofan í eftir allt saman Fimm ára fangelsi fyrir að reyna að myrða meintan barnaníðing Eygló í þyngri flokki en samt best allra Besta auglýsing Aftureldingar: „Þetta er enginn helvítis Pizzabær“ „Ekki pæla í því sem aðeins of feitur fyrrverandi leikmaður segir“ „Veturinn eins og best verður á kosið“ „Aron í svona stóru hlutverki, það er búið“ Besta-spáin 2025: Í túninu heima Lífið í Brúnei einmanalegt Fjölskyldu Arnórs hótað „Eru sex mörk ekki nóg til að þú haldir kjafti?“ Sjá meira
Khabib Nurmagomedov á að hafa verið boðnir hundrað milljón Bandaríkjadala fyrir að stíga inn í hnefaleikahringinn á móti Floyd Mayweather en það gerir meira en 12,7 milljarða íslenskra króna. Dana White, yfirmaður UFC, á einnig að hafa gefið grænt ljós á bardagann samkvæmt fyrrnefndum umboðsmanni sem heitir Ali Abdelaziz. Khabib Nurmagomedov er hættur að berjast í UFC en hann gaf það út á síðasta ári að hann ætlaði aldrei aftur inn í búrið. Khabib Nurmagomedov offered $100m to box Floyd Mayweather https://t.co/HxgvacLZhJ— MailOnline Sport (@MailSport) January 6, 2021 Fráfall föður Khabib Nurmagomedov, sem var einnig þjálfari hans, var sögð aðalástæða fyrir því að hann vildi ekki berjast lengur. Nurmagomedov er enn bara 32 ára gamall og ætti að eiga nokkur góð ár eftir. Faðir hans lést eftir að hafa smitast af kórónuveirunni en síðasti bardagi Khabib Nurmagomedov var á móti Justin Gaethje í lok október síðastliðnum. Nurmagomedov vann Justin Gaethje en það var 29. sigur hans í röð. Hann hefur aldrei tapað í búrinu og er af mörgum talinn vera einn besti UFC-bardagamaður sögunnar. Hnefaleikakappinn Floyd Mayweather er einnig ósigraður á ferlinum en hann hefur unnið alla fimmtíu boxbardaga sína. Mayweather, sem er orðinn 43 ára, hefur áður keppt við UFC-stjörnu en hann vann Conor McGregor í ágúst 2017. Hann hefur síðan keppt við sparkboxarann Tenshin Nasukawa í sýningarbardaga í Japan og mun keppa við YouTube stjörnuna Logan Paul á næstunni. „Okkur voru boðnar hundrað milljón dollara fyrir að berjast við Floyd Mayweather. Dana White var samþykkur þessu og allir voru klárir í bátana. En eins og þið vitið þá er Khabib MMA-bardagamður. Ef Floyd væri tilbúinn að koma og keppa í MMA, til að tapa illa, þá væri það ekkert vandamál,“ sagði Ali Abdelaziz í samtali við TMZ.
MMA Box Mest lesið Lýsti ofbeldinu sem faðir hans beitti hann Sport Paul vill nú berjast við fyrrum heimsmeistara í pílu Sport Aftur hefur KR leik í Laugardalnum Íslenski boltinn Alfreð Gísla: „Skemmdarverk á handboltanum“ Handbolti Rannsaka hatursorðræðu í garð Banda Fótbolti Eygló tilnefnd sem lyftingakona ársins í Evrópu Sport „Bestu liðin hafa ekkert að fela og deila upplýsingum“ Handbolti Stórskotaliðið gerði sitt þegar Norðmenn lögðu Ísrael Fótbolti Elliði Snær átti sinn þátt í óvæntum sigri Handbolti Rekinn fyrir að vera í sambandi með leikmanni en vill annað tækifæri Enski boltinn Fleiri fréttir Rekinn fyrir að vera í sambandi með leikmanni en vill annað tækifæri Eygló tilnefnd sem lyftingakona ársins í Evrópu „Bestu liðin hafa ekkert að fela og deila upplýsingum“ Lýsti ofbeldinu sem faðir hans beitti hann Paul vill nú berjast við fyrrum heimsmeistara í pílu Dagskráin í dag: Bónus deild kvenna frá A til Ö Rannsaka hatursorðræðu í garð Banda Aftur hefur KR leik í Laugardalnum Portúgölsku Íslendingaliðin með mikilvæga sigra Martin dældi út stoðsendingum í enn einu Evróputapinu Stórskotaliðið gerði sitt þegar Norðmenn lögðu Ísrael Bjarki Már öflugur Nýi markvörður KA kom snemma inn af bekknum í fyrsta leik Elliði Snær átti sinn þátt í óvæntum sigri Ísabella Sara sögð á leið til Rosengård Barton dæmdur fyrir að ráðast á eiginkonu sína Enda án stiga á botni riðilsins Alfreð Gísla: „Skemmdarverk á handboltanum“ Sex marka sýning Íslands gegn Skotum Undraskot Curry fór ekki ofan í eftir allt saman Fimm ára fangelsi fyrir að reyna að myrða meintan barnaníðing Eygló í þyngri flokki en samt best allra Besta auglýsing Aftureldingar: „Þetta er enginn helvítis Pizzabær“ „Ekki pæla í því sem aðeins of feitur fyrrverandi leikmaður segir“ „Veturinn eins og best verður á kosið“ „Aron í svona stóru hlutverki, það er búið“ Besta-spáin 2025: Í túninu heima Lífið í Brúnei einmanalegt Fjölskyldu Arnórs hótað „Eru sex mörk ekki nóg til að þú haldir kjafti?“ Sjá meira