NBA dagsins: Beal naut sín í „klikkuðum slag“ Sindri Sverrisson skrifar 12. janúar 2021 14:30 Bradley Beal með Devin Booker fyrir framan sig í leiknum í Washington í nótt. Getty/Patrick Smith Bradley Beal stal senunni í NBA-deildinni í nótt með stórleik í öruggum sigri Washington Wizards á Phoenix Suns, 128-107. Flottustu NBA-tilþrifin frá því í nótt má sjá í meðfylgjandi klippu. Lýsendur höfðu freistað þess að gera leik Washinton og Phoenix að uppgjöri Beal og Devin Booker, tveggja af bestu skotbakvörðum deildarinnar. Beal skoraði 34 stig og Booker 33, en það voru Beal og félagar sem fögnuðu loks heimasigri eftir fimm töp í röð í Washington. Það gerðu þeir þrátt fyrir að vera án Russell Westbrook sem verður frá keppni í að minnsta kosti viku til viðbótar vegna meiðsla í læri. Beal hló létt þegar hann var spurður hvort hann hefði merkt sérstaklega við leikinn við Phoenix á dagatalinu, vegna uppgjörsins við Booker: „Ég vissi nú ekki að við værum að fara að spila við Phoenix fyrr en í gærkvöldi. Ég get því ekki sagt að ég hafi merkt við leikinn. En ég veit að þegar ég mæti Booker þá mun hann gera sitt allra besta og þetta eru alltaf klikkaðar rimmur á milli okkar. Það besta er að hvorugur okkar er tilbúinn að láta undan heldur viljum við samkeppnina. Við munum ýta hvor öðrum áfram og kljást margsinnis í þessari deild en í kvöld höfðum við betur,“ sagði Beal. Beal á hluta af bestu tilþrifum næturinnar sem sjá má í lok myndskeiðsins hér að neðan. Aftur horfði Siakam á boltann dansa upp úr hringnum Það á ekki af Kamerúnanum Pascal Siakam að ganga. Annan leikinn í röð dansaði boltinn upp úr hringnum eftir lokaskot hans og Toronto Raptors urðu að sætta sig við tap gegn Portland Trail Blazers, 112-111. Siakam skoraði sína fyrstu þrennu á ferlinum, með 22 stig, 13 fráköst og 10 stoðsendingar, en það dugði ekki. CJ McCollum skoraði 30 stig og þar á meðal sigurkörfuna. Giannis Antetokounmpo sneri aftur með Milwaukee Bucks eftir minni háttar meiðsli og hafði sig heldur hægan í 121-99 sigri á Orlando Magic í nótt. Grikkinn lenti í villuvandræðum en skilaði þó 22 stigum. Milwaukee var 86-82 yfir fyrir lokafjórðunginn en stakk svo af og vann öruggan sigur. Klippa: NBA dagsins 12. janúar NBA er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. NBA körfuboltinn er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur. NBA Tengdar fréttir „Það mun enginn vorkenna okkur“ Philadelphia 76ers glíma áfram við vandamál vegna kórónuveirusmits Seth Curry. Níu leikmenn liðsins gátu þó spilað í nótt en félagið fékk sekt upp á 3,2 milljónir króna fyrir brot á reglum um meiðsli leikmanna. 12. janúar 2021 07:30 NBA dagsins: Versta skotnýting ferilsins en Curry gat brosað Stephen Curry var sjálfsagt manna fegnastur að sjá boltann dansa upp úr hringnum um leið og lokaflautið gall, í 106-105 sigri Golden State Warriors á Toronto Raptors í NBA-deildinni í nótt. 11. janúar 2021 14:30 Mest lesið „Þetta er stærra en að vinna einhverja titla“ Körfubolti Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Sport „Spiluðum mjög vel í dag“ Enski boltinn Dómara refsað vegna samskipta við Messi Fótbolti Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 83-71 | Ísland tryggði sér sæti á EM Körfubolti Sigur Ungverja á Ítalíu dugði skammt Körfubolti Orri og félagar blanda sér í Evrópubaráttuna Fótbolti Góðir útisigrar hjá PSG og Juventus Fótbolti Góður útisigur hjá lærisveinum Guðmundar Handbolti Dagskráin í dag: Lengjubikar kvenna, úrvalsdeildin í keilu og NBA Sport Fleiri fréttir „Þetta er stærra en að vinna einhverja titla“ Sigur Ungverja á Ítalíu dugði skammt Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 83-71 | Ísland tryggði sér sæti á EM Martin komst í hóp þeirra gömlu og mjög góðu Popovich kemur ekki til baka á þessu tímabili Loksins fékk Lakers að sjá Luka eins og við þekkjum hann Kári kemur inn í hópinn gegn Tyrkjum Uppselt á körfuboltalandsleikinn á morgun Ruglaðist á Tramadol og Toradol og féll á lyfjaprófi Slagur um stól formanns KKÍ LeBron með fjörutíu stig í fjarveru Doncic: „Hann storkar lögmálunum“ Fær ekki að spila á Íslandi vegna gamals dóms: „Ekki ógn við þjóðina“ Bætti skólamet pabba síns Undrið Wembanyama frá það sem eftir lifir leiktíðar Martin: Skemmtilegra að tryggja þetta fyrir fullri höll Uppgjör: Ungverjaland - Ísland 87-78 | Afleitur annar leikhluti mjög dýr Verður aðeins sá átjándi til að spila níutíu landsleiki Gætu tryggt EM sætið í kvöld: „Skrítin staða að vera í“ Fimm sigrar og eitt grátlegt tap í síðustu sjö landsleikjum Martins Fóturinn tekinn af körfuboltapabbanum kjaftfora Geta fagnað EM sæti þrátt fyrir tap: Fjórar leiðir inn á EM Stólarnir stríddu toppliðinu „Efri hlutinn gefur okkur smá andrými“ Uppgjörið: Hamar/Þór - Valur 83-89 | Valskonur tryggðu sér sæti í efri hlutanum Uppgjörið: Njarðvík - Þór Ak. 94-80 | Sigurganga Njarðvíkur heldur áfram Er von á öðru meistaraplani frá Baldri? Strákarnir á skólabekk fyrir Ungverjaleik Kyrie Irving vill spila með Áströlum á Ólympíuleikunum Tommi vildi ekki meiða Albert Guðmunds og Nablinn harður í horn að taka á vellinum Valdi flottasta búning deildarinnar „Þetta var bara ljótur körfuboltaleikur í alla staði“ Sjá meira
Lýsendur höfðu freistað þess að gera leik Washinton og Phoenix að uppgjöri Beal og Devin Booker, tveggja af bestu skotbakvörðum deildarinnar. Beal skoraði 34 stig og Booker 33, en það voru Beal og félagar sem fögnuðu loks heimasigri eftir fimm töp í röð í Washington. Það gerðu þeir þrátt fyrir að vera án Russell Westbrook sem verður frá keppni í að minnsta kosti viku til viðbótar vegna meiðsla í læri. Beal hló létt þegar hann var spurður hvort hann hefði merkt sérstaklega við leikinn við Phoenix á dagatalinu, vegna uppgjörsins við Booker: „Ég vissi nú ekki að við værum að fara að spila við Phoenix fyrr en í gærkvöldi. Ég get því ekki sagt að ég hafi merkt við leikinn. En ég veit að þegar ég mæti Booker þá mun hann gera sitt allra besta og þetta eru alltaf klikkaðar rimmur á milli okkar. Það besta er að hvorugur okkar er tilbúinn að láta undan heldur viljum við samkeppnina. Við munum ýta hvor öðrum áfram og kljást margsinnis í þessari deild en í kvöld höfðum við betur,“ sagði Beal. Beal á hluta af bestu tilþrifum næturinnar sem sjá má í lok myndskeiðsins hér að neðan. Aftur horfði Siakam á boltann dansa upp úr hringnum Það á ekki af Kamerúnanum Pascal Siakam að ganga. Annan leikinn í röð dansaði boltinn upp úr hringnum eftir lokaskot hans og Toronto Raptors urðu að sætta sig við tap gegn Portland Trail Blazers, 112-111. Siakam skoraði sína fyrstu þrennu á ferlinum, með 22 stig, 13 fráköst og 10 stoðsendingar, en það dugði ekki. CJ McCollum skoraði 30 stig og þar á meðal sigurkörfuna. Giannis Antetokounmpo sneri aftur með Milwaukee Bucks eftir minni háttar meiðsli og hafði sig heldur hægan í 121-99 sigri á Orlando Magic í nótt. Grikkinn lenti í villuvandræðum en skilaði þó 22 stigum. Milwaukee var 86-82 yfir fyrir lokafjórðunginn en stakk svo af og vann öruggan sigur. Klippa: NBA dagsins 12. janúar NBA er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. NBA körfuboltinn er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
NBA er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. NBA körfuboltinn er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
NBA Tengdar fréttir „Það mun enginn vorkenna okkur“ Philadelphia 76ers glíma áfram við vandamál vegna kórónuveirusmits Seth Curry. Níu leikmenn liðsins gátu þó spilað í nótt en félagið fékk sekt upp á 3,2 milljónir króna fyrir brot á reglum um meiðsli leikmanna. 12. janúar 2021 07:30 NBA dagsins: Versta skotnýting ferilsins en Curry gat brosað Stephen Curry var sjálfsagt manna fegnastur að sjá boltann dansa upp úr hringnum um leið og lokaflautið gall, í 106-105 sigri Golden State Warriors á Toronto Raptors í NBA-deildinni í nótt. 11. janúar 2021 14:30 Mest lesið „Þetta er stærra en að vinna einhverja titla“ Körfubolti Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Sport „Spiluðum mjög vel í dag“ Enski boltinn Dómara refsað vegna samskipta við Messi Fótbolti Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 83-71 | Ísland tryggði sér sæti á EM Körfubolti Sigur Ungverja á Ítalíu dugði skammt Körfubolti Orri og félagar blanda sér í Evrópubaráttuna Fótbolti Góðir útisigrar hjá PSG og Juventus Fótbolti Góður útisigur hjá lærisveinum Guðmundar Handbolti Dagskráin í dag: Lengjubikar kvenna, úrvalsdeildin í keilu og NBA Sport Fleiri fréttir „Þetta er stærra en að vinna einhverja titla“ Sigur Ungverja á Ítalíu dugði skammt Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 83-71 | Ísland tryggði sér sæti á EM Martin komst í hóp þeirra gömlu og mjög góðu Popovich kemur ekki til baka á þessu tímabili Loksins fékk Lakers að sjá Luka eins og við þekkjum hann Kári kemur inn í hópinn gegn Tyrkjum Uppselt á körfuboltalandsleikinn á morgun Ruglaðist á Tramadol og Toradol og féll á lyfjaprófi Slagur um stól formanns KKÍ LeBron með fjörutíu stig í fjarveru Doncic: „Hann storkar lögmálunum“ Fær ekki að spila á Íslandi vegna gamals dóms: „Ekki ógn við þjóðina“ Bætti skólamet pabba síns Undrið Wembanyama frá það sem eftir lifir leiktíðar Martin: Skemmtilegra að tryggja þetta fyrir fullri höll Uppgjör: Ungverjaland - Ísland 87-78 | Afleitur annar leikhluti mjög dýr Verður aðeins sá átjándi til að spila níutíu landsleiki Gætu tryggt EM sætið í kvöld: „Skrítin staða að vera í“ Fimm sigrar og eitt grátlegt tap í síðustu sjö landsleikjum Martins Fóturinn tekinn af körfuboltapabbanum kjaftfora Geta fagnað EM sæti þrátt fyrir tap: Fjórar leiðir inn á EM Stólarnir stríddu toppliðinu „Efri hlutinn gefur okkur smá andrými“ Uppgjörið: Hamar/Þór - Valur 83-89 | Valskonur tryggðu sér sæti í efri hlutanum Uppgjörið: Njarðvík - Þór Ak. 94-80 | Sigurganga Njarðvíkur heldur áfram Er von á öðru meistaraplani frá Baldri? Strákarnir á skólabekk fyrir Ungverjaleik Kyrie Irving vill spila með Áströlum á Ólympíuleikunum Tommi vildi ekki meiða Albert Guðmunds og Nablinn harður í horn að taka á vellinum Valdi flottasta búning deildarinnar „Þetta var bara ljótur körfuboltaleikur í alla staði“ Sjá meira
„Það mun enginn vorkenna okkur“ Philadelphia 76ers glíma áfram við vandamál vegna kórónuveirusmits Seth Curry. Níu leikmenn liðsins gátu þó spilað í nótt en félagið fékk sekt upp á 3,2 milljónir króna fyrir brot á reglum um meiðsli leikmanna. 12. janúar 2021 07:30
NBA dagsins: Versta skotnýting ferilsins en Curry gat brosað Stephen Curry var sjálfsagt manna fegnastur að sjá boltann dansa upp úr hringnum um leið og lokaflautið gall, í 106-105 sigri Golden State Warriors á Toronto Raptors í NBA-deildinni í nótt. 11. janúar 2021 14:30