Þverun Þorskafjarðar boðin út en ósamið um Teigsskóg Kristján Már Unnarsson skrifar 13. janúar 2021 21:51 Horft inn Þorskafjörð. Egill Aðalsteinsson Vegagerðin auglýsti í dag eitt stærsta útboðsverk ársins, þverun Þorskafjarðar. Óvissa ríkir þó um næstu áfanga þar sem ekki hafa náðst samningar við landeigendur í Teigsskógi. Í Reykhólahreppi sjá menn fram á ný atvinnutækifæri með framkvæmdunum. Samkvæmt útboðsauglýsingu mun þverun Þorskafjarðar standa yfir næstu þrjú ár. Í verkinu felst nýbygging Vestfjarðavegar á 2,7 kílómetra kafla yfir Þorskafjörð og bygging 260 metra langrar brúar. Verkútboðið nær yfir 2,7 kílómetra kafla, þar af er brúin sjálf 260 metrar.Vegagerðin Frestur til að skila inn tilboðum rennur út 16. febrúar næstkomandi. Miðað er við að framkvæmdir hefjist í kringum mánaðamótin mars-apríl og að verkinu verði að fullu lokið 30. júní árið 2024. Þetta er annar áfanginn í þeirri umfangsmiklu vegagerð sem framundan er með endurbótum Vestfjarðavegar um Gufudalssveit. Sá fyrsti er sjö kílómetra kafli milli Skálaness og Gufudals í vestanverðum Gufufirði. Mikil umsvif blasa því við í Reykhólahreppi næstu árin. Jóhanna Ösp Einarsdóttir, hreppsnefndarfulltrúi og íbúi í Fremri-Gufudal.Egill Aðalsteinsson „Hér verður heilmikið um að vera. Við vorum á fundi með Vegagerðinni um daginn þar sem þeir sögðu að ef þeir geta keypt þjónustu fyrir verktaka í heimabyggð þá er það náttúrlega langbesti kosturinn,“ segir Jóhanna Ösp Einarsdóttir, hreppsnefndarfulltrúi og íbúi í Fremri-Gufudal, í viðtali í fréttum Stöðvar 2. „Það á alveg að geta skapað atvinnutækifæri fyrir heimamenn. Í mötuneyti, í vegagerð, í að leigja út gististaðina sína,“ segir Jóhanna. Séð yfir Teigsskóg þar sem vegurinn á að liggja út með vestanverðum Þorskafirði. Ef ekki nást samningar við landeigendur þarf Vegagerðin að óska eftir eignarnámi.Egill Aðalsteinsson Og það er einmitt það sem menn sjá nú þegar í fyrsta áfanganum sem byrjað var á í Gufufirði í haust. Borgarverk er þar með þrjá heimamenn í vinnu auk þess sem verktakinn kaupir gistingu og fæði í Gufudal. Það er hins vegar enn óvissa um næstu áfanga, þar með kaflann um hinn umdeilda Teigsskóg. „Staðan er þannig í dag að það svo sem liggur ekkert á borðinu um frekari aðgerðir af hálfu landeigenda eða annarra aðila. Þannig að við höfum ekkert neitt á borðinu ennþá,“ segir Ingibjörg Birna Erlingsdóttir, sveitarstjóri Reykhólahrepps, sem hefur þann fyrirvara að ennþá séu óútkljáðir samningar við landeigendur um að farið verði í gegnum lönd þeirra. Ingibjörg Birna Erlingsdóttir, sveitarstjóri Reykhólahrepps.Egill Aðalsteinsson Samkvæmt upplýsingum Vegagerðar standa yfir viðræður við landeigendur og óvíst hvort leita þurfi eignarnáms. Hér má sjá frétt Stöðvar 2: Teigsskógur Reykhólahreppur Samgöngur Umferðaröryggi Umhverfismál Vegagerð Tengdar fréttir Þessi brú styttir vesturleiðina til Ísafjarðar um níu kílómetra Ný brú þvert yfir Þorskafjörð, sem styttir vesturleiðina til Ísafjarðar um níu kílómetra, verður boðin út á evrópska efnahagssvæðinu á næstu dögum. Stefnt er að því að framkvæmdir hefjist í kringum páska en þetta gæti orðið stærsta útboðsverk Vegagerðarinnar í ár. 7. janúar 2021 22:44 Byrjaðir á fyrsta áfanga vegar um Gufudalssveit Vinna er hafin við sjö kílómetra vegagerð í Gufudalssveit en þetta er fyrsti áfangi hins umdeilda Teigsskógarvegar. Í sveitinni er því fagnað að verkið skuli hafið. Myndir frá vegagerðinni mátti sjá í fréttum Stöðvar 2. 20. nóvember 2020 23:00 Óvíst hvort dómsmálum vegna Teigsskógar sé lokið Landvernd telur að kærumöguleikar til að koma í veg fyrir vegagerð um Teigsskóg séu að öllum líkindum uppurnir. Vegagerðarmenn telja þó að þetta umdeilda verk geti enn ratað fyrir dómstóla. 5. október 2020 22:28 Mest lesið Minnist móður sinnar sem lést í morgun Innlent Úrslit kjörs til rektors Háskóla Íslands kynnt Innlent Nýjum drögum frá Trump lýst sem ránstilraun Erlent Upphæðin kom Þórarni í opna skjöldu Innlent Fréttastjóra RÚV blöskrar ófrægingarherferð vegna fréttaflutnings Innlent Umsagnir íbúa fjarlægðar úr skipulagsgátt Skipulagsstofnunar Innlent Vildi afnema reglur um formann en fær tíu mánaða biðlaun Innlent Trump um Grænland: „Við verðum að eignast þetta land“ Erlent Sjötíu milljóna starfslokasamningur sex mánuðum eftir endurkjör Innlent Ætlar að fjölga hermönnum á norðurslóðum Erlent Fleiri fréttir Sólmyrkvi á laugardaginn Harmsögur af stríði, fjöldagrafir og tíðar árásir taka á líkama og sál Skatturinn snýr sér að íþróttafélögum og samfélagið titrar Skipulagðir glæpahópar njósni fyrir erlend ríki Sigaði löggunni á blaðbera Gengur þreyttur en stoltur frá borði „Þetta er yfirþyrmandi tilfinning“ Blöskranleg greiðsla, nýr rektor og partí fyrir kvöldsvæfa Ekki hægt að segja félagslega kjörnum formanni upp Úrslit kjörs til rektors Háskóla Íslands kynnt Kjartan Már aftur í veikindaleyfi Upphæðin kom Þórarni í opna skjöldu Treystir því að stjórnvöld setji ekki fólk á götuna Óboðin ungmenni hótuðu börnum á skólatíma við Seljaskóla Vildi afnema reglur um formann en fær tíu mánaða biðlaun Samgöngustofa gefur grænt ljós á flugbrautina Fréttastjóra RÚV blöskrar ófrægingarherferð vegna fréttaflutnings Bannað að heita Gríndal og Illuminati Njósnahópar hafi stóraukið virkni sína á Íslandi Umsagnir íbúa fjarlægðar úr skipulagsgátt Skipulagsstofnunar Njósnir Kínverja á Íslandi viðkvæmt mál sem nauðsynlegt sé að ræða Ekki við stjórn Sameykis að sakast og fátt annað í stöðunni Segir ekkert eðlilegt við starfslokasamning Sameykis Barnavernd með í för þegar lögregla stöðvaði ræktun í Mosfellsbæ Minnist móður sinnar sem lést í morgun Sólveig Anna segir sjálftöku Þórarins skefjalausa Nýbakaðir foreldrar sjúkir í nafnið Aþenu Kynna nýjan rektor í dag að loknu kjöri Fjarlægja plasthanska af dælum og gefa fjölnota í staðinn Öflugir Austfirðingar spara borginni hundruð milljóna Sjá meira
Samkvæmt útboðsauglýsingu mun þverun Þorskafjarðar standa yfir næstu þrjú ár. Í verkinu felst nýbygging Vestfjarðavegar á 2,7 kílómetra kafla yfir Þorskafjörð og bygging 260 metra langrar brúar. Verkútboðið nær yfir 2,7 kílómetra kafla, þar af er brúin sjálf 260 metrar.Vegagerðin Frestur til að skila inn tilboðum rennur út 16. febrúar næstkomandi. Miðað er við að framkvæmdir hefjist í kringum mánaðamótin mars-apríl og að verkinu verði að fullu lokið 30. júní árið 2024. Þetta er annar áfanginn í þeirri umfangsmiklu vegagerð sem framundan er með endurbótum Vestfjarðavegar um Gufudalssveit. Sá fyrsti er sjö kílómetra kafli milli Skálaness og Gufudals í vestanverðum Gufufirði. Mikil umsvif blasa því við í Reykhólahreppi næstu árin. Jóhanna Ösp Einarsdóttir, hreppsnefndarfulltrúi og íbúi í Fremri-Gufudal.Egill Aðalsteinsson „Hér verður heilmikið um að vera. Við vorum á fundi með Vegagerðinni um daginn þar sem þeir sögðu að ef þeir geta keypt þjónustu fyrir verktaka í heimabyggð þá er það náttúrlega langbesti kosturinn,“ segir Jóhanna Ösp Einarsdóttir, hreppsnefndarfulltrúi og íbúi í Fremri-Gufudal, í viðtali í fréttum Stöðvar 2. „Það á alveg að geta skapað atvinnutækifæri fyrir heimamenn. Í mötuneyti, í vegagerð, í að leigja út gististaðina sína,“ segir Jóhanna. Séð yfir Teigsskóg þar sem vegurinn á að liggja út með vestanverðum Þorskafirði. Ef ekki nást samningar við landeigendur þarf Vegagerðin að óska eftir eignarnámi.Egill Aðalsteinsson Og það er einmitt það sem menn sjá nú þegar í fyrsta áfanganum sem byrjað var á í Gufufirði í haust. Borgarverk er þar með þrjá heimamenn í vinnu auk þess sem verktakinn kaupir gistingu og fæði í Gufudal. Það er hins vegar enn óvissa um næstu áfanga, þar með kaflann um hinn umdeilda Teigsskóg. „Staðan er þannig í dag að það svo sem liggur ekkert á borðinu um frekari aðgerðir af hálfu landeigenda eða annarra aðila. Þannig að við höfum ekkert neitt á borðinu ennþá,“ segir Ingibjörg Birna Erlingsdóttir, sveitarstjóri Reykhólahrepps, sem hefur þann fyrirvara að ennþá séu óútkljáðir samningar við landeigendur um að farið verði í gegnum lönd þeirra. Ingibjörg Birna Erlingsdóttir, sveitarstjóri Reykhólahrepps.Egill Aðalsteinsson Samkvæmt upplýsingum Vegagerðar standa yfir viðræður við landeigendur og óvíst hvort leita þurfi eignarnáms. Hér má sjá frétt Stöðvar 2:
Teigsskógur Reykhólahreppur Samgöngur Umferðaröryggi Umhverfismál Vegagerð Tengdar fréttir Þessi brú styttir vesturleiðina til Ísafjarðar um níu kílómetra Ný brú þvert yfir Þorskafjörð, sem styttir vesturleiðina til Ísafjarðar um níu kílómetra, verður boðin út á evrópska efnahagssvæðinu á næstu dögum. Stefnt er að því að framkvæmdir hefjist í kringum páska en þetta gæti orðið stærsta útboðsverk Vegagerðarinnar í ár. 7. janúar 2021 22:44 Byrjaðir á fyrsta áfanga vegar um Gufudalssveit Vinna er hafin við sjö kílómetra vegagerð í Gufudalssveit en þetta er fyrsti áfangi hins umdeilda Teigsskógarvegar. Í sveitinni er því fagnað að verkið skuli hafið. Myndir frá vegagerðinni mátti sjá í fréttum Stöðvar 2. 20. nóvember 2020 23:00 Óvíst hvort dómsmálum vegna Teigsskógar sé lokið Landvernd telur að kærumöguleikar til að koma í veg fyrir vegagerð um Teigsskóg séu að öllum líkindum uppurnir. Vegagerðarmenn telja þó að þetta umdeilda verk geti enn ratað fyrir dómstóla. 5. október 2020 22:28 Mest lesið Minnist móður sinnar sem lést í morgun Innlent Úrslit kjörs til rektors Háskóla Íslands kynnt Innlent Nýjum drögum frá Trump lýst sem ránstilraun Erlent Upphæðin kom Þórarni í opna skjöldu Innlent Fréttastjóra RÚV blöskrar ófrægingarherferð vegna fréttaflutnings Innlent Umsagnir íbúa fjarlægðar úr skipulagsgátt Skipulagsstofnunar Innlent Vildi afnema reglur um formann en fær tíu mánaða biðlaun Innlent Trump um Grænland: „Við verðum að eignast þetta land“ Erlent Sjötíu milljóna starfslokasamningur sex mánuðum eftir endurkjör Innlent Ætlar að fjölga hermönnum á norðurslóðum Erlent Fleiri fréttir Sólmyrkvi á laugardaginn Harmsögur af stríði, fjöldagrafir og tíðar árásir taka á líkama og sál Skatturinn snýr sér að íþróttafélögum og samfélagið titrar Skipulagðir glæpahópar njósni fyrir erlend ríki Sigaði löggunni á blaðbera Gengur þreyttur en stoltur frá borði „Þetta er yfirþyrmandi tilfinning“ Blöskranleg greiðsla, nýr rektor og partí fyrir kvöldsvæfa Ekki hægt að segja félagslega kjörnum formanni upp Úrslit kjörs til rektors Háskóla Íslands kynnt Kjartan Már aftur í veikindaleyfi Upphæðin kom Þórarni í opna skjöldu Treystir því að stjórnvöld setji ekki fólk á götuna Óboðin ungmenni hótuðu börnum á skólatíma við Seljaskóla Vildi afnema reglur um formann en fær tíu mánaða biðlaun Samgöngustofa gefur grænt ljós á flugbrautina Fréttastjóra RÚV blöskrar ófrægingarherferð vegna fréttaflutnings Bannað að heita Gríndal og Illuminati Njósnahópar hafi stóraukið virkni sína á Íslandi Umsagnir íbúa fjarlægðar úr skipulagsgátt Skipulagsstofnunar Njósnir Kínverja á Íslandi viðkvæmt mál sem nauðsynlegt sé að ræða Ekki við stjórn Sameykis að sakast og fátt annað í stöðunni Segir ekkert eðlilegt við starfslokasamning Sameykis Barnavernd með í för þegar lögregla stöðvaði ræktun í Mosfellsbæ Minnist móður sinnar sem lést í morgun Sólveig Anna segir sjálftöku Þórarins skefjalausa Nýbakaðir foreldrar sjúkir í nafnið Aþenu Kynna nýjan rektor í dag að loknu kjöri Fjarlægja plasthanska af dælum og gefa fjölnota í staðinn Öflugir Austfirðingar spara borginni hundruð milljóna Sjá meira
Þessi brú styttir vesturleiðina til Ísafjarðar um níu kílómetra Ný brú þvert yfir Þorskafjörð, sem styttir vesturleiðina til Ísafjarðar um níu kílómetra, verður boðin út á evrópska efnahagssvæðinu á næstu dögum. Stefnt er að því að framkvæmdir hefjist í kringum páska en þetta gæti orðið stærsta útboðsverk Vegagerðarinnar í ár. 7. janúar 2021 22:44
Byrjaðir á fyrsta áfanga vegar um Gufudalssveit Vinna er hafin við sjö kílómetra vegagerð í Gufudalssveit en þetta er fyrsti áfangi hins umdeilda Teigsskógarvegar. Í sveitinni er því fagnað að verkið skuli hafið. Myndir frá vegagerðinni mátti sjá í fréttum Stöðvar 2. 20. nóvember 2020 23:00
Óvíst hvort dómsmálum vegna Teigsskógar sé lokið Landvernd telur að kærumöguleikar til að koma í veg fyrir vegagerð um Teigsskóg séu að öllum líkindum uppurnir. Vegagerðarmenn telja þó að þetta umdeilda verk geti enn ratað fyrir dómstóla. 5. október 2020 22:28