Æði eru fyrstu þættir sinnar tegundar hér á landi og því er endurkoma þessi fagnaðarerindi mikið fyrir aðdáendur þáttanna. Í þessari seríu kemur Binni Glee við sögu.
Binna Glee þarf vart að kynna en feimni og einlægi strákurinn að norðan hefur sigrað hjörtu fjöldamargra Íslendinga eftir að hann varð frægur á Snapchat.
Bassi Maraj er hægri hönd Patta en hann sló í gegn í fyrstu þáttaröð af Æði og varð fljótt uppáhald margra áhorfenda. Auk þeirra kynnast áhorfendur nýjum vinum Patta og hver veit nema kærasti hans, Keem, láti sjá sig.
Fyrsti þáttur Æði 2 kom inn á Stöð 2 + á í gær en segja megi að þáttaröðin hafi byrjað með stæl. Í fyrsta atriðinu má sjá Patta og Keem saman í gönguferð sem endar með rómantísku bónorði Keem sem ætlar sér að eyða ævi sinni með Patreki Jaime.
Einstaklega falleg opnunaratriði en fjölmargt annað skemmtilegt gerðist í fyrsta þættinum sem hægt er að sjá á Stöð 2 +.