Dapurleg staða í Þýskalandi og víðar Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 22. janúar 2021 21:37 Þetta orð hefur verið ritað á fjölmargar líkkistur í þýskum bálstofum. AP/Markus Schreiber Á meðan staðan fer batnandi hér heima heldur faraldurinn áfram að herja af fullum krafti á önnur ríki Evrópu. Takmarkanir voru hertar víða í dag. Yfirvöld í Noregi skelltu í dag í lás í Nordre Follo, úthverfi Oslóar. Tveir íbúar létust eftir að hafa smitast að hinu breska afbrigði kórónuveirunnar og þá hefur afbrigðið einnig greinst á leikskóla á svæðinu. Íbúum er nú ráðlagt að halda sig alfarið innan sveitarfélagsins. Svipuð staða er í Portúgal þar sem öllum skólum var lokað í dag og öllu flugi til og frá Bretlandi verður hætt á morgun vegna breska afbrigðisins. Hollenska þingið samþykkti í gærkvöldi útgöngubann um kvöld og nætur. Þúsund látin á einum degi Í Þýskalandi heldur fjöldi látinna áfram að aukast jafnvel þótt það hafi hægst á útbreiðslunni. Rúm þrjátíu þúsund hafa látist af völdum veirunnar frá upphafi desembermánaðar. „Alls hafa nú 50.642 látist af völdum Covid-19 frá upphafi faraldursins. Þetta eru hinar opinberu tölur og þær hryggja mig mikið,“ sagði Lothar Wieler, stjórnandi Robert Koch smitsjúkdómastofnunarinnar. Hlutfallslega fáir Þjóðverjar létust í fyrstu bylgju veirunnar en sömu sögu er ekki að segja nú. Angela Merkel kanslari segir bráðnauðsynlegt að hindra útbreiðslu breska afbrigðisins. „Við erum að horfa upp á afar vondar andlátstölur. Þetta er hrikalegt. Í dag dóu fleiri en þúsund. Þetta eru ekki bara tölur. Við erum að tala um fólk sem lést í einsemd. Fjölskyldur þessa fólks eru í sárum. Um þetta þurfum við að vera meðvituð,“ sagði kanslarinn. Þýskaland Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Noregur Portúgal Holland Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Innlent Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Erlent „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ Innlent Sakborningur í Elko-málinu líka grunaður um heimilisofbeldi Innlent Þessi mættu best og verst í þinginu Innlent Um 173 milljónir króna á hvern fanga í nýju fangelsi á Stóra-Hrauni Innlent Svona gullhnullungar finnast hvergi lengur nema í Grænlandi Innlent Æfing lögreglu og fíkniefnamál ollu misskilningi Innlent Ný kosningaspá: Sjö flokkar sem næðu inn manni Innlent Þyrla Landhelgisgæslunnar kölluð út vegna slyss í íshellaferð Innlent Fleiri fréttir Reyna að flytja óstöðugt andefni með vörubílum Njósnarar Rússa ræddu morð eða rán á blaðamanni Yfirvöld í Laos banna sölu Tiger vodka og viskís Vilja aðkomu Kínverja að rannsókn á skemmdum sæstrengjum Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Grænlendingar fagna nýjum alþjóðaflugvelli Segja að endurtaka verði kosningarnar umdeildu í Georgíu Sækja óvænt og hratt að Aleppo Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Haldlögðu metmagn af kókaíni í sameiginlegri aðgerð 62 ríkja Rússar gera umfangsmiklar árásir á orkuinnviði Úkraínu Íranir hóta því að koma sér upp kjarnorkuvopnum Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Forsetaefni í Georgíu spilaði áður fyrir Manchester City Hinir 50 hafi allir verið „herra meðal-Jón“ Fangaskipti milli Bandaríkjanna og Kína Vopnahléið heldur en íbúar Gasa telja sig svikna Sendir Trump tóninn og hótar eigin tollum Lögreglumaður fundinn sekur um að bana 95 ára konu með rafbyssu Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Vopnahlé tók gildi í nótt og fólk farið að snúa aftur heim Vopnahlé milli Ísraels og Líbanon í höfn Þjóðhátíð í Nuuk vegna opnunar flugvallarins SpaceX skýtur kjarnorkuknúnum dróna út í geim Sprengdu tuttugu hús á tveimur mínútum Vildi pening í skiptum fyrir falleg orð í eyru Trumps Metárás á innviði með 188 drónum og fjórum skotflaugum Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Ítrekar hótanir um að hækka tolla á Kína, Mexíkó og Kanada Saksóknarar vilja Pelicot í 20 ára fangelsi Sjá meira
Yfirvöld í Noregi skelltu í dag í lás í Nordre Follo, úthverfi Oslóar. Tveir íbúar létust eftir að hafa smitast að hinu breska afbrigði kórónuveirunnar og þá hefur afbrigðið einnig greinst á leikskóla á svæðinu. Íbúum er nú ráðlagt að halda sig alfarið innan sveitarfélagsins. Svipuð staða er í Portúgal þar sem öllum skólum var lokað í dag og öllu flugi til og frá Bretlandi verður hætt á morgun vegna breska afbrigðisins. Hollenska þingið samþykkti í gærkvöldi útgöngubann um kvöld og nætur. Þúsund látin á einum degi Í Þýskalandi heldur fjöldi látinna áfram að aukast jafnvel þótt það hafi hægst á útbreiðslunni. Rúm þrjátíu þúsund hafa látist af völdum veirunnar frá upphafi desembermánaðar. „Alls hafa nú 50.642 látist af völdum Covid-19 frá upphafi faraldursins. Þetta eru hinar opinberu tölur og þær hryggja mig mikið,“ sagði Lothar Wieler, stjórnandi Robert Koch smitsjúkdómastofnunarinnar. Hlutfallslega fáir Þjóðverjar létust í fyrstu bylgju veirunnar en sömu sögu er ekki að segja nú. Angela Merkel kanslari segir bráðnauðsynlegt að hindra útbreiðslu breska afbrigðisins. „Við erum að horfa upp á afar vondar andlátstölur. Þetta er hrikalegt. Í dag dóu fleiri en þúsund. Þetta eru ekki bara tölur. Við erum að tala um fólk sem lést í einsemd. Fjölskyldur þessa fólks eru í sárum. Um þetta þurfum við að vera meðvituð,“ sagði kanslarinn.
Þýskaland Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Noregur Portúgal Holland Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Innlent Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Erlent „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ Innlent Sakborningur í Elko-málinu líka grunaður um heimilisofbeldi Innlent Þessi mættu best og verst í þinginu Innlent Um 173 milljónir króna á hvern fanga í nýju fangelsi á Stóra-Hrauni Innlent Svona gullhnullungar finnast hvergi lengur nema í Grænlandi Innlent Æfing lögreglu og fíkniefnamál ollu misskilningi Innlent Ný kosningaspá: Sjö flokkar sem næðu inn manni Innlent Þyrla Landhelgisgæslunnar kölluð út vegna slyss í íshellaferð Innlent Fleiri fréttir Reyna að flytja óstöðugt andefni með vörubílum Njósnarar Rússa ræddu morð eða rán á blaðamanni Yfirvöld í Laos banna sölu Tiger vodka og viskís Vilja aðkomu Kínverja að rannsókn á skemmdum sæstrengjum Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Grænlendingar fagna nýjum alþjóðaflugvelli Segja að endurtaka verði kosningarnar umdeildu í Georgíu Sækja óvænt og hratt að Aleppo Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Haldlögðu metmagn af kókaíni í sameiginlegri aðgerð 62 ríkja Rússar gera umfangsmiklar árásir á orkuinnviði Úkraínu Íranir hóta því að koma sér upp kjarnorkuvopnum Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Forsetaefni í Georgíu spilaði áður fyrir Manchester City Hinir 50 hafi allir verið „herra meðal-Jón“ Fangaskipti milli Bandaríkjanna og Kína Vopnahléið heldur en íbúar Gasa telja sig svikna Sendir Trump tóninn og hótar eigin tollum Lögreglumaður fundinn sekur um að bana 95 ára konu með rafbyssu Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Vopnahlé tók gildi í nótt og fólk farið að snúa aftur heim Vopnahlé milli Ísraels og Líbanon í höfn Þjóðhátíð í Nuuk vegna opnunar flugvallarins SpaceX skýtur kjarnorkuknúnum dróna út í geim Sprengdu tuttugu hús á tveimur mínútum Vildi pening í skiptum fyrir falleg orð í eyru Trumps Metárás á innviði með 188 drónum og fjórum skotflaugum Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Ítrekar hótanir um að hækka tolla á Kína, Mexíkó og Kanada Saksóknarar vilja Pelicot í 20 ára fangelsi Sjá meira