Í fréttatímanum fjöllum við einnig ítarlega um óeirðirnar í Hollandi seinustu daga vegna hertra kórónuveirutakmarkana. Rætt verður við Íslendinga í landinu sem lýsa ástandinu og hvernig það sé að búa við útgöngubann, eins og er í gildi þar.
Við förum einnig á Keflavíkurflugvöll og verðum vitni að fyrsta niðurrifi farþegaþotu hérlendis. Kristján Már Unnarsson, fréttamaður okkar, fylgdist með flugvirkjum ljúka við að ná hjólastellinu undan Boeing 757 þotu Icelandair en fremsti hlutinn fer á flugsafnið á Akureyri.
Þetta og margt fleira í kvöldfréttum Stöðvar 2 á samtengdum rásum Stöðvar 2 og Bylgjunnar.