Fyrstu innanlandssmitin í marga mánuði og opna mögulega ekki landamærin á þessu ári Samúel Karl Ólason skrifar 27. janúar 2021 11:18 Þúsundir Nýsjálendinga sóttu tónleika í Hastings um helgina. Getty/Kerry Marshall Þrír Nýsjálendingar hafa greinst smitaðir af Covid-19 og er það í fyrsta sinn sem slíkt gerist í marga mánuði. Ein kona greindist smituð í síðustu viku og tveir í dag. Öll þrjú luku nýverið sóttkví í sama farsóttahúsinu í borginni Auckland. Konan yfirgaf farsóttahúsið þann 13. janúar. Þann 15. fann hún fyrir einkennum og greindist smituð þann 22. janúar. Enginn í nærumhverfi konunnar sem greindist smituð á sunnudaginn hefur greinst smitaður og fólkið sem greindist smitað í dag lauk nýverið tveggja vikna sóttkví og fóru í tvær skimanir sem sýndu ekki fram á smit. Þau sýna ekki einkenni og er óljóst hvort að um gömul smit sé að ræða. Ráðamenn í Nýja Sjálandi segja þó vísbendingar um að fólkið hafi smitast undir lok sóttkvíarinnar. Þó það sé ekki ljóst er tekið á málinu eins og um staðfest smit sé að ræða. Samkvæmt frétt New Zealand Herald hafa fjölskyldumeðlimir fólksins verið skikkaðir í sóttkví og skimun. Þá stendur smitrakning yfir og er þegar búið að setja upp skimunarstöðvar vegna smitanna. Konan sótti þó um 30 staði á dögunum eftir að hún kláraði sóttkví og hafa þeir sem sóttu það steinni einnig verið beðnir um að mæta í skimun. Segir íbúa Auckland geta sigrað Covid-19 Phil Goff, borgarstjóri Auckland, hvetur íbúa til að fara varlega. Hann sagði að Nýsjálendingar hefðu vonast til að skilja Covid-19 eftir í 2020 en raunveruleikinn væri sá að það væri alltaf hætta á nýjum faraldri í landinu. Auckland væri hliðið að Nýja-Sjálandi. Af öllum íbúum landsins vissu þeir best hvernig ætti að sigra nýju kórónuveiruna, samkvæmt Goff, þar sem þeir hefðu gert það ítrekað áður. Tilkynnti að landamærin yrðu ekki opnuð Jacinda Ardern, forsætisráðherra Nýja-Sjálands, tilkynnti í vikunni að mögulega yrði landamærum landsins lokað út árið 2021. Þeim var lokað í mars og sagði hún að þau yrðu ekki opnuð aftur fyrr en búið væri að bólusetja og verja Nýsjálendinga. Þessi lokun landamæra og landafræðileg einangrun Nýja-Sjálands hefur gert Nýsjálendingum kleift að svo gott sem útrýma veirunni innan landamæra sinna. Hafa þeir getað lifað með nánast eðlilegum hætti. Hér að neðan má til að mynda sjá myndir frá tónleikum sem haldnir voru í Hastings á laugardaginn. Hljómsveitin SIX60 er nú á ferð um landið og heldur laugardagstónleika víða um þessi misseri. Þetta eru stærstu tónleikar sem Nýsjálendingar hafa getað sótt frá upphafi faraldursins. Hljómsveitin SIX60 fer nú um Nýja-Sjáland og heldur tónleika.Getty/Kerry Marshall Þetta eru stærstu tónleikar sem hafa verið haldnir í Nýja-Sjálandi frá upphafi faraldursins.Getty/Kerry Marshall Nýja-Sjáland Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Vaktin: Eldgos hafið nærri Grindavík Innlent Vefmyndavél Vísis á Reykjanesskaganum Innlent Þreyttur á áreiti og selur Tesluna fyrir slikk Innlent Björgunarsveitarfólki ógnað við rýmingu Innlent Samþykki annarra verði ekki lengur skilyrði fyrir hunda- og kattahaldi Innlent Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Erlent Gestir vaktir og Bláa lónið rýmt í snatri Innlent Ein af dekkstu sviðsmyndunum að raungerast Innlent Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Erlent Grindvíkingur ógnaði björgunarsveitarfólki með skotvopni Innlent Fleiri fréttir Lýsa yfir vikulangri þjóðarsorg Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Sakar Rússa um tugi þúsunda stríðsglæpa „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Hafa enn ekki náð utan um skaðann í Mjanmar ESB sagt íhuga að útvatna loftslagsmarkmið sín Morð í Svíþjóð ekki eins fá í áratug Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Fordæma árás á sjúkraliða Þrír fundust látnir í Noregi „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Trump „mjög reiður“ út í Pútín Þýsk geimflaug hrapaði eftir hálfa mínútu Erfitt að átta sig á áformum Trumps „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Fundu fólk í rústunum sextíu klukkustundum eftir skjálftann Kærir Musk til hæstaréttar vegna milljónagjafa til kjósenda „Við náum Grænlandi, hundrað prósent“ Leita enn og vara við miklum skorti á sjúkravörum Ný ríkisstjórn mynduð í Sýrlandi Hamasliðar tilbúnir að frelsa gísla fyrir vopnahlé Mette Frederiksen heldur til Grænlands Hundruð þúsunda mótmæla og 1900 handteknir Fleiri en 1600 látnir í Mjanmar Fyrrverandi kærasta Tate sakar hann um kynferðisbrot Heimsókn Vance óviðeigandi og óviðunandi Utanríkisráðherra Danmerkur: „Svona talar þú ekki við nána bandamenn þína“ Tala látinna komin yfir þúsund Sjá meira
Konan yfirgaf farsóttahúsið þann 13. janúar. Þann 15. fann hún fyrir einkennum og greindist smituð þann 22. janúar. Enginn í nærumhverfi konunnar sem greindist smituð á sunnudaginn hefur greinst smitaður og fólkið sem greindist smitað í dag lauk nýverið tveggja vikna sóttkví og fóru í tvær skimanir sem sýndu ekki fram á smit. Þau sýna ekki einkenni og er óljóst hvort að um gömul smit sé að ræða. Ráðamenn í Nýja Sjálandi segja þó vísbendingar um að fólkið hafi smitast undir lok sóttkvíarinnar. Þó það sé ekki ljóst er tekið á málinu eins og um staðfest smit sé að ræða. Samkvæmt frétt New Zealand Herald hafa fjölskyldumeðlimir fólksins verið skikkaðir í sóttkví og skimun. Þá stendur smitrakning yfir og er þegar búið að setja upp skimunarstöðvar vegna smitanna. Konan sótti þó um 30 staði á dögunum eftir að hún kláraði sóttkví og hafa þeir sem sóttu það steinni einnig verið beðnir um að mæta í skimun. Segir íbúa Auckland geta sigrað Covid-19 Phil Goff, borgarstjóri Auckland, hvetur íbúa til að fara varlega. Hann sagði að Nýsjálendingar hefðu vonast til að skilja Covid-19 eftir í 2020 en raunveruleikinn væri sá að það væri alltaf hætta á nýjum faraldri í landinu. Auckland væri hliðið að Nýja-Sjálandi. Af öllum íbúum landsins vissu þeir best hvernig ætti að sigra nýju kórónuveiruna, samkvæmt Goff, þar sem þeir hefðu gert það ítrekað áður. Tilkynnti að landamærin yrðu ekki opnuð Jacinda Ardern, forsætisráðherra Nýja-Sjálands, tilkynnti í vikunni að mögulega yrði landamærum landsins lokað út árið 2021. Þeim var lokað í mars og sagði hún að þau yrðu ekki opnuð aftur fyrr en búið væri að bólusetja og verja Nýsjálendinga. Þessi lokun landamæra og landafræðileg einangrun Nýja-Sjálands hefur gert Nýsjálendingum kleift að svo gott sem útrýma veirunni innan landamæra sinna. Hafa þeir getað lifað með nánast eðlilegum hætti. Hér að neðan má til að mynda sjá myndir frá tónleikum sem haldnir voru í Hastings á laugardaginn. Hljómsveitin SIX60 er nú á ferð um landið og heldur laugardagstónleika víða um þessi misseri. Þetta eru stærstu tónleikar sem Nýsjálendingar hafa getað sótt frá upphafi faraldursins. Hljómsveitin SIX60 fer nú um Nýja-Sjáland og heldur tónleika.Getty/Kerry Marshall Þetta eru stærstu tónleikar sem hafa verið haldnir í Nýja-Sjálandi frá upphafi faraldursins.Getty/Kerry Marshall
Nýja-Sjáland Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Vaktin: Eldgos hafið nærri Grindavík Innlent Vefmyndavél Vísis á Reykjanesskaganum Innlent Þreyttur á áreiti og selur Tesluna fyrir slikk Innlent Björgunarsveitarfólki ógnað við rýmingu Innlent Samþykki annarra verði ekki lengur skilyrði fyrir hunda- og kattahaldi Innlent Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Erlent Gestir vaktir og Bláa lónið rýmt í snatri Innlent Ein af dekkstu sviðsmyndunum að raungerast Innlent Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Erlent Grindvíkingur ógnaði björgunarsveitarfólki með skotvopni Innlent Fleiri fréttir Lýsa yfir vikulangri þjóðarsorg Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Sakar Rússa um tugi þúsunda stríðsglæpa „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Hafa enn ekki náð utan um skaðann í Mjanmar ESB sagt íhuga að útvatna loftslagsmarkmið sín Morð í Svíþjóð ekki eins fá í áratug Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Fordæma árás á sjúkraliða Þrír fundust látnir í Noregi „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Trump „mjög reiður“ út í Pútín Þýsk geimflaug hrapaði eftir hálfa mínútu Erfitt að átta sig á áformum Trumps „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Fundu fólk í rústunum sextíu klukkustundum eftir skjálftann Kærir Musk til hæstaréttar vegna milljónagjafa til kjósenda „Við náum Grænlandi, hundrað prósent“ Leita enn og vara við miklum skorti á sjúkravörum Ný ríkisstjórn mynduð í Sýrlandi Hamasliðar tilbúnir að frelsa gísla fyrir vopnahlé Mette Frederiksen heldur til Grænlands Hundruð þúsunda mótmæla og 1900 handteknir Fleiri en 1600 látnir í Mjanmar Fyrrverandi kærasta Tate sakar hann um kynferðisbrot Heimsókn Vance óviðeigandi og óviðunandi Utanríkisráðherra Danmerkur: „Svona talar þú ekki við nána bandamenn þína“ Tala látinna komin yfir þúsund Sjá meira