Út frá ljótum misskilningi hittust Steinunn og Sigurður ekki í 44 ár Stefán Árni Pálsson skrifar 29. janúar 2021 10:30 Steinunn segir magnaða ástarsögu í Íslandi í dag á Stöð 2. Steinunn Helga Hákonardóttur fékk verðlaun fyrir ástarsögu sem hún sendi inn í ástarsögukeppni Morgunblaðsins. Í framhaldinu af því skrifaði hún bók þar sem hún sagði frá þessari reynslu og gaf börnunum sínum og nánum ættingjum. Steinunn vildi upplýsa þau um það sem hún ein vissi, um skilnað hennar við fyrrum eiginmann sinn Sigurð Stefánsson sem kom til vegna hrikalegs misskilnings. Í Íslandi í dag sagði Steinunn frá þessari ástarsögu þegar hún ræddi um málið við Völu Matt. „Þetta er aðallega um mig og Sigga minn því þegar við vorum átján ára gömul vorum við par og ég varð ólétt,“ segir Steinunn en þegar hún var komin sjö mánuði á leið giftu þau Sigurður sig og fóru að búa saman. Grét alla daga „Svo eignumst við dóttur okkar og þetta var bara dásamlegt líf hjá okkur þremur. Siggi fór að keyra rútur og fór í langa túra og ég eitt skiptið þegar hann fór höfðu okkur aðeins sinnast á ákváðum bara að við skildum fá okkur smá pásu. Pásan varð síðan 44 ár.“ Þau hittust ekki næstu 44 árin þrátt fyrir að eiga saman dóttur. Og dóttir þeirra hitti ekki föður sinn. Steinunn og Sigurður hafa verið saman í sjö ár í dag . „Þetta kemur til út frá algjörum misskilningi eða virkilega ljótum misskilningi. Þegar hann kom heim úr einni ferðinni sem hann var búinn að vera í rúman mánuð upp á hálendinu þá bíður hans póstur heima hjá foreldrum hans sem er bréf frá lögfræðingi, mjög harðort bréf sem ég átti að hafa sent honum. Það sem hann gerði var að rífa bréfið og hugsaði með sér, ég skal láta hana Steinunni í friði og hann stóð við það,“ segir Steinunn sem vissi aldrei að þetta bréf hafi verið skrifað. „Þetta bréf hafði mjög nákominn ættingi minn látið senda til hans. Þeir höfðu verið að fá sér í tána og búnir að drekka illa og skrifuðu þetta bréf í sameiningu sem ég hafði ekki hugmynd um. Þetta var mjög sárt og ég set bara alla daga og grét.“ En svo hittust þau fyrir tilviljun 44 árum seinna þegar Steinunn var fráskilin frá seinni manni sínum og Sigurður orðinn ekkill. Og þá gátu þau loks rætt skilnaðinn sem varð vegna þessa hræðilega misskilnings sem sundraði þeim í upphafi. Þau eru nú yfir sig ástfangin aftur og hamingjusöm og njóta lífsins saman. Steinunn vill vekja athygli á því hve mikilvægt er að tala saman og ræða um það sem erfitt er að ræða svo ekki komi upp misskilningur sem leitt geti til óhamingju. Hér að neðan má sjá viðtalið við Steinunni. Ísland í dag Ástin og lífið Mest lesið Er bókstaflega skíthrædd Lífið Krakkatían: Kosningar, fiskar og göng Lífið Dillaði sér við lag úr áramótaskaupi 2013 Lífið Sigmundur taki stríðnina alla leið Lífið „Álagið er þessi fjarvera“ Lífið Fréttatían: Kosningar, verðbólga og körfubolti Lífið Uppáhalds jólalögin: Munkadjamm og jólaleg sambandsslit Tónlist Kosningakviss: El Classico þegar turnarnir tveir mættust Lífið Kosningamaskína hafi nálgast soninn í gegnum Smitten Lífið Kappleikar 2024: Bara tveir héldu með Donald Trump Lífið Fleiri fréttir Er bókstaflega skíthrædd Krakkatían: Kosningar, fiskar og göng Dillaði sér við lag úr áramótaskaupi 2013 Kosningakviss: El Classico þegar turnarnir tveir mættust Sigmundur taki stríðnina alla leið Bibba kannaði stemninguna á kosningamiðstöðvunum Kosningakviss: Tókust á um Eurovision og Næturvaktina „Álagið er þessi fjarvera“ Kosningakviss: Viðreisn og VG í dýpstu kosningaumræðunni Datt í afturábakkapphlaupi við fréttamann Kosningamaskína hafi nálgast soninn í gegnum Smitten Hefur smekk fyrir lélegum B-myndum, braski og sorpi Í skýjunum með sigurinn og stefnir á útgáfu í vor Fréttatían: Kosningar, verðbólga og körfubolti „Án okkar verður ekki til miðjustjórn“ Auðir og ógildir með kosningakaffi Ilmaðu eins og frambjóðendur: Snorri Másson með sama ilm og Svandís Svavars Kosningavökur flokkanna: Pílustaðir, hótel og kirkjur Minnist föður síns: „Til hamingju með daginn hvar sem þú ert“ Myndir: Svona var baksviðs á kappræðum leiðtoganna Jón og Hafdís ástfangin í 22 ár „Ekki gera mér þetta“ „Ég hef ekki verið svona hot síðan ég var unghommi“ Gellur tóku yfir Gamla bíó Hélt að hann væri George Clooney Kappleikar 2024: Bara tveir héldu með Donald Trump Einstakur garður í Mosfellsbænum Leggja undir sig spinningshjólin og upphífingarstangirnar á tónleikunum Sterkustu hjón landsins selja íbúðina Húðrútína Birtu Abiba Sjá meira
Í framhaldinu af því skrifaði hún bók þar sem hún sagði frá þessari reynslu og gaf börnunum sínum og nánum ættingjum. Steinunn vildi upplýsa þau um það sem hún ein vissi, um skilnað hennar við fyrrum eiginmann sinn Sigurð Stefánsson sem kom til vegna hrikalegs misskilnings. Í Íslandi í dag sagði Steinunn frá þessari ástarsögu þegar hún ræddi um málið við Völu Matt. „Þetta er aðallega um mig og Sigga minn því þegar við vorum átján ára gömul vorum við par og ég varð ólétt,“ segir Steinunn en þegar hún var komin sjö mánuði á leið giftu þau Sigurður sig og fóru að búa saman. Grét alla daga „Svo eignumst við dóttur okkar og þetta var bara dásamlegt líf hjá okkur þremur. Siggi fór að keyra rútur og fór í langa túra og ég eitt skiptið þegar hann fór höfðu okkur aðeins sinnast á ákváðum bara að við skildum fá okkur smá pásu. Pásan varð síðan 44 ár.“ Þau hittust ekki næstu 44 árin þrátt fyrir að eiga saman dóttur. Og dóttir þeirra hitti ekki föður sinn. Steinunn og Sigurður hafa verið saman í sjö ár í dag . „Þetta kemur til út frá algjörum misskilningi eða virkilega ljótum misskilningi. Þegar hann kom heim úr einni ferðinni sem hann var búinn að vera í rúman mánuð upp á hálendinu þá bíður hans póstur heima hjá foreldrum hans sem er bréf frá lögfræðingi, mjög harðort bréf sem ég átti að hafa sent honum. Það sem hann gerði var að rífa bréfið og hugsaði með sér, ég skal láta hana Steinunni í friði og hann stóð við það,“ segir Steinunn sem vissi aldrei að þetta bréf hafi verið skrifað. „Þetta bréf hafði mjög nákominn ættingi minn látið senda til hans. Þeir höfðu verið að fá sér í tána og búnir að drekka illa og skrifuðu þetta bréf í sameiningu sem ég hafði ekki hugmynd um. Þetta var mjög sárt og ég set bara alla daga og grét.“ En svo hittust þau fyrir tilviljun 44 árum seinna þegar Steinunn var fráskilin frá seinni manni sínum og Sigurður orðinn ekkill. Og þá gátu þau loks rætt skilnaðinn sem varð vegna þessa hræðilega misskilnings sem sundraði þeim í upphafi. Þau eru nú yfir sig ástfangin aftur og hamingjusöm og njóta lífsins saman. Steinunn vill vekja athygli á því hve mikilvægt er að tala saman og ræða um það sem erfitt er að ræða svo ekki komi upp misskilningur sem leitt geti til óhamingju. Hér að neðan má sjá viðtalið við Steinunni.
Ísland í dag Ástin og lífið Mest lesið Er bókstaflega skíthrædd Lífið Krakkatían: Kosningar, fiskar og göng Lífið Dillaði sér við lag úr áramótaskaupi 2013 Lífið Sigmundur taki stríðnina alla leið Lífið „Álagið er þessi fjarvera“ Lífið Fréttatían: Kosningar, verðbólga og körfubolti Lífið Uppáhalds jólalögin: Munkadjamm og jólaleg sambandsslit Tónlist Kosningakviss: El Classico þegar turnarnir tveir mættust Lífið Kosningamaskína hafi nálgast soninn í gegnum Smitten Lífið Kappleikar 2024: Bara tveir héldu með Donald Trump Lífið Fleiri fréttir Er bókstaflega skíthrædd Krakkatían: Kosningar, fiskar og göng Dillaði sér við lag úr áramótaskaupi 2013 Kosningakviss: El Classico þegar turnarnir tveir mættust Sigmundur taki stríðnina alla leið Bibba kannaði stemninguna á kosningamiðstöðvunum Kosningakviss: Tókust á um Eurovision og Næturvaktina „Álagið er þessi fjarvera“ Kosningakviss: Viðreisn og VG í dýpstu kosningaumræðunni Datt í afturábakkapphlaupi við fréttamann Kosningamaskína hafi nálgast soninn í gegnum Smitten Hefur smekk fyrir lélegum B-myndum, braski og sorpi Í skýjunum með sigurinn og stefnir á útgáfu í vor Fréttatían: Kosningar, verðbólga og körfubolti „Án okkar verður ekki til miðjustjórn“ Auðir og ógildir með kosningakaffi Ilmaðu eins og frambjóðendur: Snorri Másson með sama ilm og Svandís Svavars Kosningavökur flokkanna: Pílustaðir, hótel og kirkjur Minnist föður síns: „Til hamingju með daginn hvar sem þú ert“ Myndir: Svona var baksviðs á kappræðum leiðtoganna Jón og Hafdís ástfangin í 22 ár „Ekki gera mér þetta“ „Ég hef ekki verið svona hot síðan ég var unghommi“ Gellur tóku yfir Gamla bíó Hélt að hann væri George Clooney Kappleikar 2024: Bara tveir héldu með Donald Trump Einstakur garður í Mosfellsbænum Leggja undir sig spinningshjólin og upphífingarstangirnar á tónleikunum Sterkustu hjón landsins selja íbúðina Húðrútína Birtu Abiba Sjá meira