Marel kaupir 40% hlut í Stranda Prolog Eiður Þór Árnason skrifar 29. janúar 2021 11:55 Marel stefnir áfram á frekari vöxt víða um heim. Vísir/Vilhelm Marel hefur lokið kaupum á 40% hlut í Stranda Prolog, norskum framleiðanda hátæknilausna fyrir laxaiðnað. Þá hafa Marel og Stranda Prolog gert með sér samkomulag um stefnumótandi samstarf. Kaupin skiptast í tvo hluta. Annars vegar kaup á útistandandi hlutum og hins vegar hlutafjárhækkun sem verður nýtt til að styðja við frekari vöxt Stranda Prolog með nýsköpun og þróun nýrra lausna, er segir í tilkynningu. Að sögn Marel eru kaupin í samræmi við þá stefnu fyrirtækisins að bjóða upp á heildarlausnir, hugbúnað og þjónustu fyrir kjúklinga-, kjöt-, og fiskvinnslu á heimsvísu. Þá hafi Marel og Stranda Prolog lengi unnið saman að heildarlausnum fyrir marga af framsæknustu laxaframleiðendum í heimi. Stranda Prolog var stofnað sem fjölskyldufyrirtæki árið 1946 og er í dag í fararbroddi í þróun hátæknilausna fyrir laxaiðnað auk þess sem félagið framleiðir lausnir fyrir fiskeldi, er fram kemur í tilkynningu. Stranda Prolog er með 25 milljónir evra í árstekjur og 100 starfsmenn sem eru staðsettir í Kristiansund í Noregi. Vilja umbylta laxaiðnaðinum Guðbjörg Heiða Guðmundsdóttir, framkvæmdastjóri fiskiðnaðar hjá Marel, segir sterka markaðsstöðu Stranda Prolog til marks um yfirburðaþekkingu félagsins á hráefnisvinnslu og gæði vinnslulausna þeirra. „Með því að hefja formlegt samstarf erum við í betri stöðu til að umbylta laxaiðnaðinum, stuðla að samfelldu flæði og nýtingu gagna í gegnum allt vinnsluferlið. Þannig tryggjum við framboð öruggra gæðamatvæla til neytenda um allan heim. Ég er mjög ánægð með að hefja samstarf með félagi sem deilir gildum og framtíðarsýn Marel og ég hlakka til þeirrar samvinnu sem er framundan,“ segir hún í tilkynningu. Þakkar samfélaginu í Kristiansund Klaus Hoseth, forstjóri Stranda Prolog, segir að núverandi viðskiptavinir muni áfram þekkja fyrirtækið sem Stranda Prolog en á nýjum mörkuðum verði það þekkt sem samstarfsaðili Marel. „Saman munum við halda áfram á þeirri vegferð að stuðla að aukinni virðisaukningu fyrir viðskiptavini okkar með hágæða vinnslulausnum og leggja áfram áherslu á sjálfbærni og velferð í fiskeldi. Þetta skref er viðurkenning á vinnuframlagi og árangri starfsfólks okkar, fjölskyldna þeirra og samfélagsins í Kristiansund. Traustur grunnur hefur nú verið lagður fyrir frekari vöxt og verðmætasköpun.“ Matvælaframleiðsla Noregur Mest lesið Hneykslaðist á „óútfærðum afkomubætandi aðgerðum“ Viðskipti innlent Plasttappamálið flaug í gegnum þingið Neytendur Í fullkomnu frelsi: „Þar sem er heyskapur er ég“ Atvinnulíf Íhuga hærri tolla á alla Viðskipti erlent Ræðst í byggingu átta húsa í Hvammsvík Viðskipti innlent Einn vinsælasti tengiltvinnbíll Íslendinga snýr aftur Samstarf Vörur gerðar af meisturum fyrir meistara Samstarf Eldisfiskur fluttur út fyrir 54 milljarða króna Viðskipti innlent Deila um þvottahús stöðvar ekki Hreint í bili Viðskipti innlent BYKO opnar nýja og glæsilega timburverslun Samstarf Fleiri fréttir Hneykslaðist á „óútfærðum afkomubætandi aðgerðum“ Deila um þvottahús stöðvar ekki Hreint í bili Eldisfiskur fluttur út fyrir 54 milljarða króna Ræðst í byggingu átta húsa í Hvammsvík Trúir ekki að menn loki fiskvinnslu til að mótmæla veiðigjöldum „Þetta er afnotagjald“ Play komið með flugrekstrarleyfi á Möltu Jón Ólafur í framboði til formanns SA Eigendaskipti hjá Fótbolta.net Feðgarnir nú aftur einu hluthafarnir í Eyri Invest Eyjólfur Árni hættir hjá SA Hagnaðist um tvo milljarða: Ljóst að greinin megi ekki við hækkunum Verðbólga heldur áfram að hjaðna Versta sviðsmyndin sé að lenda á milli Evrópu og Bandaríkjanna í tollastríði Íhuga að sameina lífeyrissjóði „Reiðarslag fyrir þau þorp þar sem stundaðar eru veiðar og vinnsla“ Tollastríðið gæti vel haft áhrif á lífskjör almennings Salóme tekur við af stofnanda Ísorku Helgi ráðinn sölustjóri Bein útsending: Kynna yfirlýsingu fjármálastöðugleikanefndar Kemur nýr inn í fjármálastöðugleikanefnd Mikil óvissa í alþjóðamálum gæti reynt á þjóðarbúið Segir útlitið svart fyrir sjávarútveginn og breytingarnar illa unnar „Íslenskur sjávarútvegur er burðarás í atvinnulífinu“ Lýsa yfir verulegum áhyggjum af tvöföldun veiðigjalda Allt að tvöfalda veiðigjöldin og segja útgerðina þola það vel Aflinn verði verkaður annars staðar eftir breytingar stjórnarinnar Sækja á sjötta milljarð króna Laun eftir kjarasamningi „gervistéttarfélags“ sögð tugum þúsunda lægri Spá 1,8 prósent hagvexti í ár og 2,7 prósent verðbólgu á næsta ári Sjá meira
Kaupin skiptast í tvo hluta. Annars vegar kaup á útistandandi hlutum og hins vegar hlutafjárhækkun sem verður nýtt til að styðja við frekari vöxt Stranda Prolog með nýsköpun og þróun nýrra lausna, er segir í tilkynningu. Að sögn Marel eru kaupin í samræmi við þá stefnu fyrirtækisins að bjóða upp á heildarlausnir, hugbúnað og þjónustu fyrir kjúklinga-, kjöt-, og fiskvinnslu á heimsvísu. Þá hafi Marel og Stranda Prolog lengi unnið saman að heildarlausnum fyrir marga af framsæknustu laxaframleiðendum í heimi. Stranda Prolog var stofnað sem fjölskyldufyrirtæki árið 1946 og er í dag í fararbroddi í þróun hátæknilausna fyrir laxaiðnað auk þess sem félagið framleiðir lausnir fyrir fiskeldi, er fram kemur í tilkynningu. Stranda Prolog er með 25 milljónir evra í árstekjur og 100 starfsmenn sem eru staðsettir í Kristiansund í Noregi. Vilja umbylta laxaiðnaðinum Guðbjörg Heiða Guðmundsdóttir, framkvæmdastjóri fiskiðnaðar hjá Marel, segir sterka markaðsstöðu Stranda Prolog til marks um yfirburðaþekkingu félagsins á hráefnisvinnslu og gæði vinnslulausna þeirra. „Með því að hefja formlegt samstarf erum við í betri stöðu til að umbylta laxaiðnaðinum, stuðla að samfelldu flæði og nýtingu gagna í gegnum allt vinnsluferlið. Þannig tryggjum við framboð öruggra gæðamatvæla til neytenda um allan heim. Ég er mjög ánægð með að hefja samstarf með félagi sem deilir gildum og framtíðarsýn Marel og ég hlakka til þeirrar samvinnu sem er framundan,“ segir hún í tilkynningu. Þakkar samfélaginu í Kristiansund Klaus Hoseth, forstjóri Stranda Prolog, segir að núverandi viðskiptavinir muni áfram þekkja fyrirtækið sem Stranda Prolog en á nýjum mörkuðum verði það þekkt sem samstarfsaðili Marel. „Saman munum við halda áfram á þeirri vegferð að stuðla að aukinni virðisaukningu fyrir viðskiptavini okkar með hágæða vinnslulausnum og leggja áfram áherslu á sjálfbærni og velferð í fiskeldi. Þetta skref er viðurkenning á vinnuframlagi og árangri starfsfólks okkar, fjölskyldna þeirra og samfélagsins í Kristiansund. Traustur grunnur hefur nú verið lagður fyrir frekari vöxt og verðmætasköpun.“
Matvælaframleiðsla Noregur Mest lesið Hneykslaðist á „óútfærðum afkomubætandi aðgerðum“ Viðskipti innlent Plasttappamálið flaug í gegnum þingið Neytendur Í fullkomnu frelsi: „Þar sem er heyskapur er ég“ Atvinnulíf Íhuga hærri tolla á alla Viðskipti erlent Ræðst í byggingu átta húsa í Hvammsvík Viðskipti innlent Einn vinsælasti tengiltvinnbíll Íslendinga snýr aftur Samstarf Vörur gerðar af meisturum fyrir meistara Samstarf Eldisfiskur fluttur út fyrir 54 milljarða króna Viðskipti innlent Deila um þvottahús stöðvar ekki Hreint í bili Viðskipti innlent BYKO opnar nýja og glæsilega timburverslun Samstarf Fleiri fréttir Hneykslaðist á „óútfærðum afkomubætandi aðgerðum“ Deila um þvottahús stöðvar ekki Hreint í bili Eldisfiskur fluttur út fyrir 54 milljarða króna Ræðst í byggingu átta húsa í Hvammsvík Trúir ekki að menn loki fiskvinnslu til að mótmæla veiðigjöldum „Þetta er afnotagjald“ Play komið með flugrekstrarleyfi á Möltu Jón Ólafur í framboði til formanns SA Eigendaskipti hjá Fótbolta.net Feðgarnir nú aftur einu hluthafarnir í Eyri Invest Eyjólfur Árni hættir hjá SA Hagnaðist um tvo milljarða: Ljóst að greinin megi ekki við hækkunum Verðbólga heldur áfram að hjaðna Versta sviðsmyndin sé að lenda á milli Evrópu og Bandaríkjanna í tollastríði Íhuga að sameina lífeyrissjóði „Reiðarslag fyrir þau þorp þar sem stundaðar eru veiðar og vinnsla“ Tollastríðið gæti vel haft áhrif á lífskjör almennings Salóme tekur við af stofnanda Ísorku Helgi ráðinn sölustjóri Bein útsending: Kynna yfirlýsingu fjármálastöðugleikanefndar Kemur nýr inn í fjármálastöðugleikanefnd Mikil óvissa í alþjóðamálum gæti reynt á þjóðarbúið Segir útlitið svart fyrir sjávarútveginn og breytingarnar illa unnar „Íslenskur sjávarútvegur er burðarás í atvinnulífinu“ Lýsa yfir verulegum áhyggjum af tvöföldun veiðigjalda Allt að tvöfalda veiðigjöldin og segja útgerðina þola það vel Aflinn verði verkaður annars staðar eftir breytingar stjórnarinnar Sækja á sjötta milljarð króna Laun eftir kjarasamningi „gervistéttarfélags“ sögð tugum þúsunda lægri Spá 1,8 prósent hagvexti í ár og 2,7 prósent verðbólgu á næsta ári Sjá meira