Níu milljónir skammta til viðbótar frá AstraZeneca Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 31. janúar 2021 19:57 Ursula von der Leyen, forseti framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins. Thierry Monasse/Getty Ursula von der Leyen, forseti framkvæmdastjórnar ESB, greinir frá því á Twitter í kvöld að lyfjafyrirtækið AstraZeneca muni sjá Evrópusambandinu fyrir níu milljónum skammta af bóluefni gegn covid-19 á þessum ársfjórðungi, til viðbótar við þær fjörutíu milljónir skammta sem gert var ráð fyrir í síðustu viku. Þá mun dreifing bóluefnisins frá fyrirtækinu hefjast viku fyrr en áætlað var. Áður höfðu Frakkar og Þjóðverjar hótað að höfða mál gegn AstraZeneca vegna skorts á bóluefni gegn covid-19. Framkvæmdastjórn Evrópusambandsins samþykkti á föstudaginn skilyrt markaðsleyfi fyrir bóluefni lyfjafyrirtækisins AstraZeneca gegn Covid-19 í Evrópu. Fyrirtækið hefur sætt miklum þrýstingi af hálfu Evrópusambandsins en framkvæmdastjórn ESB virkjaði sama dag nýjar reglur sem veita sambandinu heimild til að banna útflutning á bóluefni frá ríkjum sambandsins, ef viðkomandi lyfjafyrirtæki hefur ekki staðið við samninga um afhendingu bóluefnis. Evrópusambandið dró þó fljótt í land og hætti við þessi áform sem strax sættu mikilli gagnrýni. Guardian greindi frá því fyrr í dag að Frakkar og Þjóðverjar að höfða mál gegn AstraZeneca vegna seinagangs við afhendingu, jafnvel þótt fyrir liggi að seinaganginn megi rekja til vandkvæða við framleiðslu bóluefnisins í framleiðsluverksmiðju í Belgíu. Embættisenn í Brussel hafa þó lýst efasemdum og hafa gefið í skyn að ástæðuna megi rekja til þess að fyrirtækið hafi dreift skömmtum bóluefnis sem framleiddir eru í Belgíu og Hollandi til Bretlands, sem líkt og kunnugt er er ekki lengur aðili að ESB. Að því er segir í tísti von der Leyen virðist nú sem betur gangi í samskiptum ESB og AstraZeneca en fyrirtækið hyggst að því er segir í tísti framkvæmdastjórans auka afkastagetu sína við framleiðslu bóluefnisins innan Evrópu. Step forward on vaccines.@AstraZeneca will deliver 9 million additional doses in the first quarter (40 million in total) compared to last week’s offer & will start deliveries one week earlier than scheduled.The company will also expand its manufacturing capacity in Europe.— Ursula von der Leyen (@vonderleyen) January 31, 2021 Evrópusambandið Belgía Bólusetningar Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Innlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent Enn skjálftahrina við Trölladyngju Innlent Rannsaka dráp á sjúkraliðum en neita að þeir hafi verið teknir af lífi Erlent Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Innlent Vaka jók við meirihlutann í stúdentaráði Innlent Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Innlent Fleiri fréttir Saka Pútín um að draga lappirnar Rannsaka dráp á sjúkraliðum en neita að þeir hafi verið teknir af lífi Forseti Suður-Kóreu leystur frá embætti Rannsaka góðgerðarsamtök sem Harrý stofnaði Grunaður um að verða mæðgum að bana Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Draga sig úr Alþjóðasakamáladómstólnum fyrir heimsókn Netanjahú Kvarta sáran yfir vopnakaupum Evrópu Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Fjölga flugmóðurskipum og herþotum í Mið-Austurlöndum Skoða kostnaðinn við yfirtöku Grænlands Loka síðasta kolaorkuveri Finnlands Demókratar unnu dýrustu dómarakosningar Bandaríkjanna Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Talaði í 25 tíma og sló Bandaríkjamet Lýsa yfir vikulangri þjóðarsorg Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Sakar Rússa um tugi þúsunda stríðsglæpa „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Hafa enn ekki náð utan um skaðann í Mjanmar ESB sagt íhuga að útvatna loftslagsmarkmið sín Morð í Svíþjóð ekki eins fá í áratug Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Fordæma árás á sjúkraliða Þrír fundust látnir í Noregi „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Trump „mjög reiður“ út í Pútín Sjá meira
Framkvæmdastjórn Evrópusambandsins samþykkti á föstudaginn skilyrt markaðsleyfi fyrir bóluefni lyfjafyrirtækisins AstraZeneca gegn Covid-19 í Evrópu. Fyrirtækið hefur sætt miklum þrýstingi af hálfu Evrópusambandsins en framkvæmdastjórn ESB virkjaði sama dag nýjar reglur sem veita sambandinu heimild til að banna útflutning á bóluefni frá ríkjum sambandsins, ef viðkomandi lyfjafyrirtæki hefur ekki staðið við samninga um afhendingu bóluefnis. Evrópusambandið dró þó fljótt í land og hætti við þessi áform sem strax sættu mikilli gagnrýni. Guardian greindi frá því fyrr í dag að Frakkar og Þjóðverjar að höfða mál gegn AstraZeneca vegna seinagangs við afhendingu, jafnvel þótt fyrir liggi að seinaganginn megi rekja til vandkvæða við framleiðslu bóluefnisins í framleiðsluverksmiðju í Belgíu. Embættisenn í Brussel hafa þó lýst efasemdum og hafa gefið í skyn að ástæðuna megi rekja til þess að fyrirtækið hafi dreift skömmtum bóluefnis sem framleiddir eru í Belgíu og Hollandi til Bretlands, sem líkt og kunnugt er er ekki lengur aðili að ESB. Að því er segir í tísti von der Leyen virðist nú sem betur gangi í samskiptum ESB og AstraZeneca en fyrirtækið hyggst að því er segir í tísti framkvæmdastjórans auka afkastagetu sína við framleiðslu bóluefnisins innan Evrópu. Step forward on vaccines.@AstraZeneca will deliver 9 million additional doses in the first quarter (40 million in total) compared to last week’s offer & will start deliveries one week earlier than scheduled.The company will also expand its manufacturing capacity in Europe.— Ursula von der Leyen (@vonderleyen) January 31, 2021
Evrópusambandið Belgía Bólusetningar Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Innlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent Enn skjálftahrina við Trölladyngju Innlent Rannsaka dráp á sjúkraliðum en neita að þeir hafi verið teknir af lífi Erlent Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Innlent Vaka jók við meirihlutann í stúdentaráði Innlent Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Innlent Fleiri fréttir Saka Pútín um að draga lappirnar Rannsaka dráp á sjúkraliðum en neita að þeir hafi verið teknir af lífi Forseti Suður-Kóreu leystur frá embætti Rannsaka góðgerðarsamtök sem Harrý stofnaði Grunaður um að verða mæðgum að bana Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Draga sig úr Alþjóðasakamáladómstólnum fyrir heimsókn Netanjahú Kvarta sáran yfir vopnakaupum Evrópu Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Fjölga flugmóðurskipum og herþotum í Mið-Austurlöndum Skoða kostnaðinn við yfirtöku Grænlands Loka síðasta kolaorkuveri Finnlands Demókratar unnu dýrustu dómarakosningar Bandaríkjanna Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Talaði í 25 tíma og sló Bandaríkjamet Lýsa yfir vikulangri þjóðarsorg Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Sakar Rússa um tugi þúsunda stríðsglæpa „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Hafa enn ekki náð utan um skaðann í Mjanmar ESB sagt íhuga að útvatna loftslagsmarkmið sín Morð í Svíþjóð ekki eins fá í áratug Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Fordæma árás á sjúkraliða Þrír fundust látnir í Noregi „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Trump „mjög reiður“ út í Pútín Sjá meira