Bayern sektaði leikmann fyrir að fá sér nýtt húðflúr Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 1. febrúar 2021 10:00 Corentin Tolisso sýndi algjört hugsunarleysi og má ekki umgangast Bayern liðið á næstunni. Getty/Mario Hommes Franskur heimsmeistari varð að fá sér nýtt húðflúr í miðjum heimsfaraldri og yfirmenn hans voru allt annað en sáttir. Franski miðjumaðurinn Corentin Tolisso var hvergi sjáanlegur í leik Bayern München um helgina og það var aðeins honum sjálfum að kenna. Forráðamenn Bayern ákváðu að sekta leikmanninn og taka hann út úr hópnum fyrir leikinn á móti Hoffenheim í þýsku deildinni. *** BILDplus Inhalt *** Corona-Verstoß! - Bayern-Star lässt sich tätowieren https://t.co/UBLnVhFRoK #fcbayern #bayernmünchen #münchen— BILD FC Bayern (@BILD_Bayern) January 29, 2021 Franski heimsmeistarinn braut sóttvarnarreglur með því að „laumast út“ og fá sér nýtt húðflúr. Corentin Tolisso sýndi myndband af sér og nýja húðflúrinu á samfélagsmiðlum en tók það seinna út. Forráðamenn Bayern urðu þess hins vegar varir og brugðust skjótt við. „Við erum ánægð með að það geti hreinlega farið fram leikir í Bundesligunni í þessu ástandi. Þetta er ástand sem kallar á það að leikmenn, þjálfarar og starfsmenn passi upp á það að fylgja öllum sóttvarnarreglum,“ sagði Karl-Heinz Rummenigge, framkvæmdastjóri Bayern München, í yfirlýsingu. Bayern Munich midfielder Corentin Tolisso got a tattoo this week, breaking the DFL's hygiene concept in the process.Karl-Heinz Rummenigge: "We won t tolerate violations like this. We will hand Corentin Tolisso a heavy fine, which will be donated to charity."#FCBTSG pic.twitter.com/Bbf4vIj0y8— DW Sports (@dw_sports) January 30, 2021 „Corentin Tolisso hefur nú brotið þessar reglur þrátt fyrir að stjórnendur félagsins hafi farið skýrt og greinilega yfir þessar reglur með liðnu. Þetta er pirrandi og verður ekki umborið,“ sagði Rummenigge. Corentin Tolisso er 26 ára gamall. Hann hefur komið við sögu í átján leikjum á tímabilinu þar af tólf í þýsku deildinni. Hann skoraði eitt mark í þýska ofurbikarnum í lok september og annað mark í sigri á Atlético Madrid í Meistaradeildinni. Þýski boltinn Húðflúr Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 83-71 | Ísland tryggði sér sæti á EM fyrir fullri höll Körfubolti Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Sport Segjast ekki eiga pening og konunum fórnað Handbolti Salah frábær og Liverpool í kjörstöðu Enski boltinn Uppgjörið: Slavia Prag - Valur 22-22 | Valskonur í undanúrslit EHF-bikarsins Handbolti Segja Bandaríkin ekki tilbúin fyrir HM og Ólympíuleika Sport Liverpool væri á sömu slóðum og Man. Utd án Mo Salah Enski boltinn „Við þurfum annan titil“ Enski boltinn Fyrsta íslenska tvennan í frönsku deildinni í meira en 42 ár Fótbolti Íslendingur meðal yngstu markaskorara í sögu Evrópukeppnanna Fótbolti Fleiri fréttir Dómara refsað vegna samskipta við Messi Orri og félagar blanda sér í Evrópubaráttuna Góðir útisigrar hjá PSG og Juventus „Við þurfum annan titil“ Öruggur sigur Akureyrarkvenna í Lengjubikarnum Magnaðir Bæjarar áfram í toppmálum Salah frábær og Liverpool í kjörstöðu Jöfnuðu erkifjendurna að stigum á toppnum Tap gegn botnliðinu eftir sigurinn á Víkingum Breki Baxter kórónaði endurkomu Eyjamanna Blikakonur áfram á fullu skriði í Lengjubikarnum KR-ingar áfram á mikilli sigurgöngu undir stjórn Óskars Hrafns Skoruðu fjögur mörk á ellefu mínútna kafla Haaland ekki í hópnum á móti Liverpool Mikael með Mo Salah frammistöðu í sigri Ísak tryggði jafntefli á síðustu stundu Vann Arsenal og tók síðan bara lestina heim Áfall fyrir Napoli í titilbaráttunni Liverpool væri á sömu slóðum og Man. Utd án Mo Salah Íslendingur meðal yngstu markaskorara í sögu Evrópukeppnanna Enn á lyfjum eftir súr töp á ferlinum Fyrsta íslenska tvennan í frönsku deildinni í meira en 42 ár Framtíðaráform Laugardalsvallar kynnt á ársþingi KSÍ Glæsimörk á Kanarí tryggðu toppsætið Mark Martinez lyfti Inter á toppinn „Eigum skilið að finna til“ Stefnir í alvöru titilbaráttu á Spáni Asensio hetjan í endurkomu Villa Þrenna Óla Vals í stórsigri Blika Magnaður Hákon tryggði Lille stigin þrjú Sjá meira
Franski miðjumaðurinn Corentin Tolisso var hvergi sjáanlegur í leik Bayern München um helgina og það var aðeins honum sjálfum að kenna. Forráðamenn Bayern ákváðu að sekta leikmanninn og taka hann út úr hópnum fyrir leikinn á móti Hoffenheim í þýsku deildinni. *** BILDplus Inhalt *** Corona-Verstoß! - Bayern-Star lässt sich tätowieren https://t.co/UBLnVhFRoK #fcbayern #bayernmünchen #münchen— BILD FC Bayern (@BILD_Bayern) January 29, 2021 Franski heimsmeistarinn braut sóttvarnarreglur með því að „laumast út“ og fá sér nýtt húðflúr. Corentin Tolisso sýndi myndband af sér og nýja húðflúrinu á samfélagsmiðlum en tók það seinna út. Forráðamenn Bayern urðu þess hins vegar varir og brugðust skjótt við. „Við erum ánægð með að það geti hreinlega farið fram leikir í Bundesligunni í þessu ástandi. Þetta er ástand sem kallar á það að leikmenn, þjálfarar og starfsmenn passi upp á það að fylgja öllum sóttvarnarreglum,“ sagði Karl-Heinz Rummenigge, framkvæmdastjóri Bayern München, í yfirlýsingu. Bayern Munich midfielder Corentin Tolisso got a tattoo this week, breaking the DFL's hygiene concept in the process.Karl-Heinz Rummenigge: "We won t tolerate violations like this. We will hand Corentin Tolisso a heavy fine, which will be donated to charity."#FCBTSG pic.twitter.com/Bbf4vIj0y8— DW Sports (@dw_sports) January 30, 2021 „Corentin Tolisso hefur nú brotið þessar reglur þrátt fyrir að stjórnendur félagsins hafi farið skýrt og greinilega yfir þessar reglur með liðnu. Þetta er pirrandi og verður ekki umborið,“ sagði Rummenigge. Corentin Tolisso er 26 ára gamall. Hann hefur komið við sögu í átján leikjum á tímabilinu þar af tólf í þýsku deildinni. Hann skoraði eitt mark í þýska ofurbikarnum í lok september og annað mark í sigri á Atlético Madrid í Meistaradeildinni.
Þýski boltinn Húðflúr Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 83-71 | Ísland tryggði sér sæti á EM fyrir fullri höll Körfubolti Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Sport Segjast ekki eiga pening og konunum fórnað Handbolti Salah frábær og Liverpool í kjörstöðu Enski boltinn Uppgjörið: Slavia Prag - Valur 22-22 | Valskonur í undanúrslit EHF-bikarsins Handbolti Segja Bandaríkin ekki tilbúin fyrir HM og Ólympíuleika Sport Liverpool væri á sömu slóðum og Man. Utd án Mo Salah Enski boltinn „Við þurfum annan titil“ Enski boltinn Fyrsta íslenska tvennan í frönsku deildinni í meira en 42 ár Fótbolti Íslendingur meðal yngstu markaskorara í sögu Evrópukeppnanna Fótbolti Fleiri fréttir Dómara refsað vegna samskipta við Messi Orri og félagar blanda sér í Evrópubaráttuna Góðir útisigrar hjá PSG og Juventus „Við þurfum annan titil“ Öruggur sigur Akureyrarkvenna í Lengjubikarnum Magnaðir Bæjarar áfram í toppmálum Salah frábær og Liverpool í kjörstöðu Jöfnuðu erkifjendurna að stigum á toppnum Tap gegn botnliðinu eftir sigurinn á Víkingum Breki Baxter kórónaði endurkomu Eyjamanna Blikakonur áfram á fullu skriði í Lengjubikarnum KR-ingar áfram á mikilli sigurgöngu undir stjórn Óskars Hrafns Skoruðu fjögur mörk á ellefu mínútna kafla Haaland ekki í hópnum á móti Liverpool Mikael með Mo Salah frammistöðu í sigri Ísak tryggði jafntefli á síðustu stundu Vann Arsenal og tók síðan bara lestina heim Áfall fyrir Napoli í titilbaráttunni Liverpool væri á sömu slóðum og Man. Utd án Mo Salah Íslendingur meðal yngstu markaskorara í sögu Evrópukeppnanna Enn á lyfjum eftir súr töp á ferlinum Fyrsta íslenska tvennan í frönsku deildinni í meira en 42 ár Framtíðaráform Laugardalsvallar kynnt á ársþingi KSÍ Glæsimörk á Kanarí tryggðu toppsætið Mark Martinez lyfti Inter á toppinn „Eigum skilið að finna til“ Stefnir í alvöru titilbaráttu á Spáni Asensio hetjan í endurkomu Villa Þrenna Óla Vals í stórsigri Blika Magnaður Hákon tryggði Lille stigin þrjú Sjá meira