Andrúmsloftið þungt en engin dramatík Kristín Ólafsdóttir skrifar 3. febrúar 2021 16:41 Ein verslana Geysis við Skólavörðustíg, sem nú hefur verið lokað. Vísir/vilhelm Stéttarfélagið VR er nú með launamál um fjörutíu félagsmanna, sem áður voru starfsmenn Geysis, til meðferðar. Forstöðumaður kjaramálasviðs VR segir framhaldið nú velta á því hvenær félagið verði úrskurðað gjaldþrota. Andrúmsloftið á starfsmannafundi á mánudag hafi verið þungt. Öllum starfsmönnum verslana Geysis var tilkynnt um uppsögn í bréfi sem Jóhann Guðlaugsson, framkvæmdastjóri, sendi á sunnudag. Verslunum Arctic Shopping, félagsins sem Geysisverslanirnar heyra undir, var jafnframt lokað, líkt og Vísir greindi frá í gær. Boðað var til starfsmannafundar í verslun Geysis á Skólavörðustíg daginn eftir, mánudag. Komið hefur fram að starfsfólk hafi aðeins fengið hluta launa sinna fyrir janúarmánuð greiddan. Bryndís Guðnadóttir, forstöðumaður kjaramálasviðs VR.VR Bryndís Guðnadóttir, forstöðumaður kjaramálasviðs VR, var viðstödd umræddan starfsmannafund. Hún segir í samtali við Vísi að allir starfsmennirnir sem hún hitti á fundinum, um 25 talsins, hafi verið félagsmenn VR. Hún kveðst ekki vita nákvæmlega hversu mörgum hafi verið sagt upp hjá fyrirtækinu nú um mánaðamótin en um fjörutíu manns séu nú með mál sitt á borði VR. „Það voru strax á mánudagsmorgninum aðilar sem höfðu samband við okkur því þeir höfðu fengið uppsögnina kvöldinu áður og höfðu samband til að leita réttar síns og fá upplýsingar,“ segir Bryndís. „Þetta er um fjörutíu manns sem ég er komin með í launakeyrslu um síðustu mánaðamót. Ég veit ekki hvort allir þeir eiga uppsagnarfrest, það er það sem við erum að rannsaka og skoða. Það vantar upp á launin í janúar, sem við komum til með að sækja fyrir fólkið, og gerum svo kröfu um laun á uppsagnarfresti. Sem allflestir eiga.“ Alltaf vont ef dráttur verður á gjaldþroti Vísir hefur ekki fengið upplýsingar um það hversu mörgum starfsmönnum var sagt upp hjá Geysi. Fram kemur í frétt Ríkisútvarpsins í gær að uppsagnirnar teljist hópuppsögn. Unnur Sverrisdóttir forstjóri Vinnumálastofnunar hafði ekki haft fregnir af málinu þegar Vísir náði tali af henni á fimmta tímanum í dag. Engar hópuppsagnir voru tilkynntar til stofnunarinnar í janúar. Bryndís segir framhaldið nú velta á því hvenær félagið sem rekur Geysisverslanirnar, auk verslun Fjallraven á Laugavegi og minjagripabúða í miðbænum, verði úrskurðað gjaldþrota. „Það væri auðvitað óskandi að það kæmi einhver af himnum ofan og tæki við rekstrinum og héldi þessu fólki í vinnu en ég held að það sé draumur sem verður að vera draumur. En þegar fyrirtæki fer í þrot tekur ákveðið ferli við. Það er alltaf vont ef það er dráttur á því að það komi staðfesting á gjaldþroti,“ segir Bryndís. Slíkur dráttur þýði sömuleiðis að dráttur verði á úrræðum fyrir starfsmenn, til að mynda atvinnuleysisbótum. Engin dramatík Innt eftir því hvernig andrúmsloftið hafi verið á fundinum segir Bryndís að það hafi verið eins og við var að búast. „Fólk var að missa vinnuna sína. En það var engin dramatík. Auðvitað mikið að innbyrða og miklar upplýsingar. En við munum senda hverjum og einum upplýsingapóst svo þeir fái betri upplýsingar.“ Stundin hefur upp úr bréfi Jóhanns framkvæmdastjóra til starfsmanna á sunnudag að hann hygðist leita að frekari fjármögnun næstu daga. Bryndís segist aðspurð ekki hafa fundið fyrir mikilli bjartsýni af hálfu stjórnenda í því samhengi á fundinum. „Það var frekar þannig að fyrirtækið væri að ganga frá því þannig að það kæmist sem fyrst í þrot,“ segir Bryndís. Verslun Kjaramál Reykjavík Vinnumarkaður Tengdar fréttir Verslunum Geysis lokað og öllum sagt upp Verslanir Geysis voru lokaðar í gær á fyrsta degi febrúarmánaðar. Þá hefur öllu starfsfólki verið sagt upp störfum samkvæmt heimildum fréttastofu. Fyrirtækið hefur verið í rekstrarvanda vegna fárra ferðamanna í kórónuveirufaraldrinum. 2. febrúar 2021 10:45 Mest lesið Verðfall á Wall Street Viðskipti erlent Talaði gegn eigin ráðgjöfum um tollana Viðskipti erlent Leiðtogar ESB íhuga háa sekt á X og Musk Viðskipti erlent Guðmundur í Brimi nýr formaður Viðskipti innlent Lítið sem ekkert fékkst upp í kröfur í þrotabú bakarísins Viðskipti innlent Eldrauð Kauphöll: Bandaríkjamenn horfi fram á lakari lífskjör Viðskipti innlent Sættast við Fjármálaeftirlitið og greiða fimmtán milljóna sekt Viðskipti innlent Hatar sjálfsafgreiðslukassa: „Ég er orðinn gamall karl að gefast upp á nútímanum“ Neytendur Kristjana til ÍSÍ Viðskipti innlent Tollastríð geti haft áhrif á vaxtalækkunarferli og íslenska ferðaþjónustu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Eldrauð Kauphöll: Bandaríkjamenn horfi fram á lakari lífskjör Sættast við Fjármálaeftirlitið og greiða fimmtán milljóna sekt Guðmundur í Brimi nýr formaður Einar Hrafn og Díana Dögg til Reon Kristjana til ÍSÍ Nánast allir telja útgerðirnar geta greitt hærri veiðigjöld Lítið sem ekkert fékkst upp í kröfur í þrotabú bakarísins Kaupmáttur jókst á milli ára Tollastríð geti haft áhrif á vaxtalækkunarferli og íslenska ferðaþjónustu Trump-tollarnir muni ekki kollsteypa útflutningsgreinum Íslands „Svartari sviðsmynd en flestir bjuggust við“ ÍL-sjóður sýknaður í níu dómsmálum Öll félög lækkuðu nema þrjú Ísland megi ekki verða á milli í stríði ESB og Bandaríkjanna Ætla að skera utan af evrópsku persónuverndarlöggjöfinni Framlengja samstarf sem hefur komið tugum sprota á laggirnar Sveinn ráðinn verkefnastjóri erlends samstarfs Arnarlaxi bannað að fullyrða um sjálfbæran lax Tekur yfir rekstur Dollar og Thrifty 36 manns sagt upp í tveimur hópuppsögnum Tollar alltaf slæmir og skaða lífskjör almennings Neita að skila umsögn um frumvarpið fyrir tilskilinn frest Varaformaður kjörinn formaður Félags tæknifólks „Þetta kemur eins vel við okkur og hægt er“ Bæði vonbrigði og léttir Sjötíu sagt upp og fyrirtækið tekið til gjaldþrotaskipta Jón Haukur ráðinn svæðisstjóri Ceedr Sólveig Ása nýr framkvæmdastjóri Krafts Björgólfur tapaði 150 milljörðum milli ára Stjórnin telur RÚV enn vera of skuldsett Sjá meira
Öllum starfsmönnum verslana Geysis var tilkynnt um uppsögn í bréfi sem Jóhann Guðlaugsson, framkvæmdastjóri, sendi á sunnudag. Verslunum Arctic Shopping, félagsins sem Geysisverslanirnar heyra undir, var jafnframt lokað, líkt og Vísir greindi frá í gær. Boðað var til starfsmannafundar í verslun Geysis á Skólavörðustíg daginn eftir, mánudag. Komið hefur fram að starfsfólk hafi aðeins fengið hluta launa sinna fyrir janúarmánuð greiddan. Bryndís Guðnadóttir, forstöðumaður kjaramálasviðs VR.VR Bryndís Guðnadóttir, forstöðumaður kjaramálasviðs VR, var viðstödd umræddan starfsmannafund. Hún segir í samtali við Vísi að allir starfsmennirnir sem hún hitti á fundinum, um 25 talsins, hafi verið félagsmenn VR. Hún kveðst ekki vita nákvæmlega hversu mörgum hafi verið sagt upp hjá fyrirtækinu nú um mánaðamótin en um fjörutíu manns séu nú með mál sitt á borði VR. „Það voru strax á mánudagsmorgninum aðilar sem höfðu samband við okkur því þeir höfðu fengið uppsögnina kvöldinu áður og höfðu samband til að leita réttar síns og fá upplýsingar,“ segir Bryndís. „Þetta er um fjörutíu manns sem ég er komin með í launakeyrslu um síðustu mánaðamót. Ég veit ekki hvort allir þeir eiga uppsagnarfrest, það er það sem við erum að rannsaka og skoða. Það vantar upp á launin í janúar, sem við komum til með að sækja fyrir fólkið, og gerum svo kröfu um laun á uppsagnarfresti. Sem allflestir eiga.“ Alltaf vont ef dráttur verður á gjaldþroti Vísir hefur ekki fengið upplýsingar um það hversu mörgum starfsmönnum var sagt upp hjá Geysi. Fram kemur í frétt Ríkisútvarpsins í gær að uppsagnirnar teljist hópuppsögn. Unnur Sverrisdóttir forstjóri Vinnumálastofnunar hafði ekki haft fregnir af málinu þegar Vísir náði tali af henni á fimmta tímanum í dag. Engar hópuppsagnir voru tilkynntar til stofnunarinnar í janúar. Bryndís segir framhaldið nú velta á því hvenær félagið sem rekur Geysisverslanirnar, auk verslun Fjallraven á Laugavegi og minjagripabúða í miðbænum, verði úrskurðað gjaldþrota. „Það væri auðvitað óskandi að það kæmi einhver af himnum ofan og tæki við rekstrinum og héldi þessu fólki í vinnu en ég held að það sé draumur sem verður að vera draumur. En þegar fyrirtæki fer í þrot tekur ákveðið ferli við. Það er alltaf vont ef það er dráttur á því að það komi staðfesting á gjaldþroti,“ segir Bryndís. Slíkur dráttur þýði sömuleiðis að dráttur verði á úrræðum fyrir starfsmenn, til að mynda atvinnuleysisbótum. Engin dramatík Innt eftir því hvernig andrúmsloftið hafi verið á fundinum segir Bryndís að það hafi verið eins og við var að búast. „Fólk var að missa vinnuna sína. En það var engin dramatík. Auðvitað mikið að innbyrða og miklar upplýsingar. En við munum senda hverjum og einum upplýsingapóst svo þeir fái betri upplýsingar.“ Stundin hefur upp úr bréfi Jóhanns framkvæmdastjóra til starfsmanna á sunnudag að hann hygðist leita að frekari fjármögnun næstu daga. Bryndís segist aðspurð ekki hafa fundið fyrir mikilli bjartsýni af hálfu stjórnenda í því samhengi á fundinum. „Það var frekar þannig að fyrirtækið væri að ganga frá því þannig að það kæmist sem fyrst í þrot,“ segir Bryndís.
Verslun Kjaramál Reykjavík Vinnumarkaður Tengdar fréttir Verslunum Geysis lokað og öllum sagt upp Verslanir Geysis voru lokaðar í gær á fyrsta degi febrúarmánaðar. Þá hefur öllu starfsfólki verið sagt upp störfum samkvæmt heimildum fréttastofu. Fyrirtækið hefur verið í rekstrarvanda vegna fárra ferðamanna í kórónuveirufaraldrinum. 2. febrúar 2021 10:45 Mest lesið Verðfall á Wall Street Viðskipti erlent Talaði gegn eigin ráðgjöfum um tollana Viðskipti erlent Leiðtogar ESB íhuga háa sekt á X og Musk Viðskipti erlent Guðmundur í Brimi nýr formaður Viðskipti innlent Lítið sem ekkert fékkst upp í kröfur í þrotabú bakarísins Viðskipti innlent Eldrauð Kauphöll: Bandaríkjamenn horfi fram á lakari lífskjör Viðskipti innlent Sættast við Fjármálaeftirlitið og greiða fimmtán milljóna sekt Viðskipti innlent Hatar sjálfsafgreiðslukassa: „Ég er orðinn gamall karl að gefast upp á nútímanum“ Neytendur Kristjana til ÍSÍ Viðskipti innlent Tollastríð geti haft áhrif á vaxtalækkunarferli og íslenska ferðaþjónustu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Eldrauð Kauphöll: Bandaríkjamenn horfi fram á lakari lífskjör Sættast við Fjármálaeftirlitið og greiða fimmtán milljóna sekt Guðmundur í Brimi nýr formaður Einar Hrafn og Díana Dögg til Reon Kristjana til ÍSÍ Nánast allir telja útgerðirnar geta greitt hærri veiðigjöld Lítið sem ekkert fékkst upp í kröfur í þrotabú bakarísins Kaupmáttur jókst á milli ára Tollastríð geti haft áhrif á vaxtalækkunarferli og íslenska ferðaþjónustu Trump-tollarnir muni ekki kollsteypa útflutningsgreinum Íslands „Svartari sviðsmynd en flestir bjuggust við“ ÍL-sjóður sýknaður í níu dómsmálum Öll félög lækkuðu nema þrjú Ísland megi ekki verða á milli í stríði ESB og Bandaríkjanna Ætla að skera utan af evrópsku persónuverndarlöggjöfinni Framlengja samstarf sem hefur komið tugum sprota á laggirnar Sveinn ráðinn verkefnastjóri erlends samstarfs Arnarlaxi bannað að fullyrða um sjálfbæran lax Tekur yfir rekstur Dollar og Thrifty 36 manns sagt upp í tveimur hópuppsögnum Tollar alltaf slæmir og skaða lífskjör almennings Neita að skila umsögn um frumvarpið fyrir tilskilinn frest Varaformaður kjörinn formaður Félags tæknifólks „Þetta kemur eins vel við okkur og hægt er“ Bæði vonbrigði og léttir Sjötíu sagt upp og fyrirtækið tekið til gjaldþrotaskipta Jón Haukur ráðinn svæðisstjóri Ceedr Sólveig Ása nýr framkvæmdastjóri Krafts Björgólfur tapaði 150 milljörðum milli ára Stjórnin telur RÚV enn vera of skuldsett Sjá meira
Verslunum Geysis lokað og öllum sagt upp Verslanir Geysis voru lokaðar í gær á fyrsta degi febrúarmánaðar. Þá hefur öllu starfsfólki verið sagt upp störfum samkvæmt heimildum fréttastofu. Fyrirtækið hefur verið í rekstrarvanda vegna fárra ferðamanna í kórónuveirufaraldrinum. 2. febrúar 2021 10:45