Durant lét forráðamenn NBA-deildarinnar heyra það Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 6. febrúar 2021 11:31 Durant vel pirraður á hliðarlínunni í leiknum gegn Toronto í nótt. Elsa/Getty Images Kevin Durant, leikmaður Brooklyn Nets, lét forráðamenn NBA-deildarinnar í körfubolta fá það óþvegið á samfélagsmiðlum eftir leik liðsins gegn Toronto Raptors í nótt. Ástæðan fyrir pirring Durant var ekki eingöngu að liðið hefði tapað mikilvægum leik heldur regluverk deildarinnar er varðar heilsu og öryggi leikmanna. Durant, sem greindist með Covid-19 á síðasta ári, átti upphaflega að byrja leikinn en var á endanum settur á bekkinn þar sem hann hafði verið í kringum einstakling sem var mögulega smitaður. Durant fór þrisvar í skimun fyrir leik og fékk alltaf neikvæðar niðurstöður og fékk á endanum að koma inn af bekknum í öðrum leikhluta. Þetta var í fyrsta skipti sem leikmaðurinn byrjar á bekknum í NBA-deildinni. Hann var síðan tekinn af velli í þriðja leikhluta þar sem einstaklingurinn sem hann hafi umgengist reyndist smitaður. Því var hann tekinn af velli samkvæmt reglugerð deildarinnar. „Ruglandi og pirrandi. Ég meina, þetta er stórskrítið,“ sagði Joe Harris – liðsfélagi Durant – í viðtali eftir leik. Jeff Green, annar liðsfélagi, tók í sama streng. „Ég skil þetta ekki. Þetta er augljóslega mjög pirrandi. Ég meina, þeir leyfðu honum að spila og svo taka þeir hann út af. Ég næ þessu ekki.“ Durant sjálfur tjáði sig á Twitter. „Frelsið mig,“ var fyrsta tístið sem hann sendi frá sér. Free me— Kevin Durant (@KDTrey5) February 6, 2021 „Yo NBA, áhorfendurnir ykkar eru ekki heimskir!!!! Þú getur ekki platað þá með þessari undarlegu fjölmiðlafulltrúa taktík.“ Yo @nba, your fans aren t dumb!!!! You can t fool em with your Wack ass PR tactics.. #FREE7 https://t.co/78N1iKFAoc— Kevin Durant (@KDTrey5) February 6, 2021 Aye, I don t know who the fuck it is, but u gotta lock in mane(boosie voice)— Kevin Durant (@KDTrey5) February 6, 2021 Í frétt NBA segir að Brooklyn Nets hafi fengið grænt ljós á að ferðast til Philadelphia þar sem liðið mun spila við 76ers en Durant hafi ekki ferðast með liðinu. Hvort hann megi ferðast einn síns liðs og taka þátt í leiknum kemur ekki fram. NBA er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. NBA körfuboltinn er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur. Körfubolti NBA Mest lesið Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Sport „Þetta er stærra en að vinna einhverja titla“ Körfubolti „Spiluðum mjög vel í dag“ Enski boltinn Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 83-71 | Ísland tryggði sér sæti á EM Körfubolti Dómara refsað vegna samskipta við Messi Fótbolti Sigur Ungverja á Ítalíu dugði skammt Körfubolti Orri og félagar blanda sér í Evrópubaráttuna Fótbolti „Við þurfum annan titil“ Enski boltinn Góður útisigur hjá lærisveinum Guðmundar Handbolti Góðir útisigrar hjá PSG og Juventus Fótbolti Fleiri fréttir „Þetta er stærra en að vinna einhverja titla“ Sigur Ungverja á Ítalíu dugði skammt Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 83-71 | Ísland tryggði sér sæti á EM Martin komst í hóp þeirra gömlu og mjög góðu Popovich kemur ekki til baka á þessu tímabili Loksins fékk Lakers að sjá Luka eins og við þekkjum hann Kári kemur inn í hópinn gegn Tyrkjum Uppselt á körfuboltalandsleikinn á morgun Ruglaðist á Tramadol og Toradol og féll á lyfjaprófi Slagur um stól formanns KKÍ LeBron með fjörutíu stig í fjarveru Doncic: „Hann storkar lögmálunum“ Fær ekki að spila á Íslandi vegna gamals dóms: „Ekki ógn við þjóðina“ Bætti skólamet pabba síns Undrið Wembanyama frá það sem eftir lifir leiktíðar Martin: Skemmtilegra að tryggja þetta fyrir fullri höll Uppgjör: Ungverjaland - Ísland 87-78 | Afleitur annar leikhluti mjög dýr Verður aðeins sá átjándi til að spila níutíu landsleiki Gætu tryggt EM sætið í kvöld: „Skrítin staða að vera í“ Fimm sigrar og eitt grátlegt tap í síðustu sjö landsleikjum Martins Fóturinn tekinn af körfuboltapabbanum kjaftfora Geta fagnað EM sæti þrátt fyrir tap: Fjórar leiðir inn á EM Stólarnir stríddu toppliðinu „Efri hlutinn gefur okkur smá andrými“ Uppgjörið: Hamar/Þór - Valur 83-89 | Valskonur tryggðu sér sæti í efri hlutanum Uppgjörið: Njarðvík - Þór Ak. 94-80 | Sigurganga Njarðvíkur heldur áfram Er von á öðru meistaraplani frá Baldri? Strákarnir á skólabekk fyrir Ungverjaleik Kyrie Irving vill spila með Áströlum á Ólympíuleikunum Tommi vildi ekki meiða Albert Guðmunds og Nablinn harður í horn að taka á vellinum Valdi flottasta búning deildarinnar „Þetta var bara ljótur körfuboltaleikur í alla staði“ Sjá meira
Ástæðan fyrir pirring Durant var ekki eingöngu að liðið hefði tapað mikilvægum leik heldur regluverk deildarinnar er varðar heilsu og öryggi leikmanna. Durant, sem greindist með Covid-19 á síðasta ári, átti upphaflega að byrja leikinn en var á endanum settur á bekkinn þar sem hann hafði verið í kringum einstakling sem var mögulega smitaður. Durant fór þrisvar í skimun fyrir leik og fékk alltaf neikvæðar niðurstöður og fékk á endanum að koma inn af bekknum í öðrum leikhluta. Þetta var í fyrsta skipti sem leikmaðurinn byrjar á bekknum í NBA-deildinni. Hann var síðan tekinn af velli í þriðja leikhluta þar sem einstaklingurinn sem hann hafi umgengist reyndist smitaður. Því var hann tekinn af velli samkvæmt reglugerð deildarinnar. „Ruglandi og pirrandi. Ég meina, þetta er stórskrítið,“ sagði Joe Harris – liðsfélagi Durant – í viðtali eftir leik. Jeff Green, annar liðsfélagi, tók í sama streng. „Ég skil þetta ekki. Þetta er augljóslega mjög pirrandi. Ég meina, þeir leyfðu honum að spila og svo taka þeir hann út af. Ég næ þessu ekki.“ Durant sjálfur tjáði sig á Twitter. „Frelsið mig,“ var fyrsta tístið sem hann sendi frá sér. Free me— Kevin Durant (@KDTrey5) February 6, 2021 „Yo NBA, áhorfendurnir ykkar eru ekki heimskir!!!! Þú getur ekki platað þá með þessari undarlegu fjölmiðlafulltrúa taktík.“ Yo @nba, your fans aren t dumb!!!! You can t fool em with your Wack ass PR tactics.. #FREE7 https://t.co/78N1iKFAoc— Kevin Durant (@KDTrey5) February 6, 2021 Aye, I don t know who the fuck it is, but u gotta lock in mane(boosie voice)— Kevin Durant (@KDTrey5) February 6, 2021 Í frétt NBA segir að Brooklyn Nets hafi fengið grænt ljós á að ferðast til Philadelphia þar sem liðið mun spila við 76ers en Durant hafi ekki ferðast með liðinu. Hvort hann megi ferðast einn síns liðs og taka þátt í leiknum kemur ekki fram. NBA er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. NBA körfuboltinn er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
NBA er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. NBA körfuboltinn er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Körfubolti NBA Mest lesið Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Sport „Þetta er stærra en að vinna einhverja titla“ Körfubolti „Spiluðum mjög vel í dag“ Enski boltinn Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 83-71 | Ísland tryggði sér sæti á EM Körfubolti Dómara refsað vegna samskipta við Messi Fótbolti Sigur Ungverja á Ítalíu dugði skammt Körfubolti Orri og félagar blanda sér í Evrópubaráttuna Fótbolti „Við þurfum annan titil“ Enski boltinn Góður útisigur hjá lærisveinum Guðmundar Handbolti Góðir útisigrar hjá PSG og Juventus Fótbolti Fleiri fréttir „Þetta er stærra en að vinna einhverja titla“ Sigur Ungverja á Ítalíu dugði skammt Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 83-71 | Ísland tryggði sér sæti á EM Martin komst í hóp þeirra gömlu og mjög góðu Popovich kemur ekki til baka á þessu tímabili Loksins fékk Lakers að sjá Luka eins og við þekkjum hann Kári kemur inn í hópinn gegn Tyrkjum Uppselt á körfuboltalandsleikinn á morgun Ruglaðist á Tramadol og Toradol og féll á lyfjaprófi Slagur um stól formanns KKÍ LeBron með fjörutíu stig í fjarveru Doncic: „Hann storkar lögmálunum“ Fær ekki að spila á Íslandi vegna gamals dóms: „Ekki ógn við þjóðina“ Bætti skólamet pabba síns Undrið Wembanyama frá það sem eftir lifir leiktíðar Martin: Skemmtilegra að tryggja þetta fyrir fullri höll Uppgjör: Ungverjaland - Ísland 87-78 | Afleitur annar leikhluti mjög dýr Verður aðeins sá átjándi til að spila níutíu landsleiki Gætu tryggt EM sætið í kvöld: „Skrítin staða að vera í“ Fimm sigrar og eitt grátlegt tap í síðustu sjö landsleikjum Martins Fóturinn tekinn af körfuboltapabbanum kjaftfora Geta fagnað EM sæti þrátt fyrir tap: Fjórar leiðir inn á EM Stólarnir stríddu toppliðinu „Efri hlutinn gefur okkur smá andrými“ Uppgjörið: Hamar/Þór - Valur 83-89 | Valskonur tryggðu sér sæti í efri hlutanum Uppgjörið: Njarðvík - Þór Ak. 94-80 | Sigurganga Njarðvíkur heldur áfram Er von á öðru meistaraplani frá Baldri? Strákarnir á skólabekk fyrir Ungverjaleik Kyrie Irving vill spila með Áströlum á Ólympíuleikunum Tommi vildi ekki meiða Albert Guðmunds og Nablinn harður í horn að taka á vellinum Valdi flottasta búning deildarinnar „Þetta var bara ljótur körfuboltaleikur í alla staði“ Sjá meira