Twitter greinir Pfizer-stöðuna: Víði út og Björgólf Thor inn Eiður Þór Árnason skrifar 9. febrúar 2021 20:48 Greinilegt er að margir eru í öngum sínum í kjölfar fregna dagsins. Samsett Margir biðu með öndina í hálsinum eftir niðurstöðu úr samningaviðræðum Íslendinga við lyfjaframleiðandann Pfizer sem hafa verið á vörum landsmanna frá því fyrir áramót. Bundu sumir vonir við að farsæl niðurstaða myndi hjálpa Íslandi að stökkva fram fyrir aðrar þjóðir í bóluefnaröðinni og tryggja að hægt yrði að bólusetja stóran hluta þjóðarinnar við Covid-19 á allra næstu mánuðum. Háværar sögusagnir voru uppi um það að samningurinn væri í höfn og urðu því margir fyrir miklum vonbrigðum þegar sóttvarnarlæknir gaf út síðdegis í dag að litlar líkur væru á því að margumtalað rannsóknarverkefni yrði að veruleika. Að venju sátu Twitterverjar ekki á skoðunum sínum og Vísir tók saman brot af því besta. Fréttamaðurinn Helgi Seljan tekur stöðuna og vísar til orða Kára Stefánssonar, forstjóra Íslenskrar erfðagreiningar, um að Íslendingar væru með þessu „fórnarlamb eigin árangurs.“ Loksins þegar við vorum í alvörunni góð í einhverju, og útlendingar viðurkenndu það, fengum við ekki framfyrir í röð!— Helgi Seljan (@helgiseljan) February 9, 2021 Konráð S. Guðjónsson, hagfræðingur Viðskiptaráðs, klórar sér í hausnum yfir því að lyfjaframleiðandinn hafi þurft fleiri vikur til þess að komast að þeirri niðurstöðu að of fá kórónuveirusmit væru á Íslandi til að réttlæta slíka rannsókn hér. Ok, þannig að Pfizer var að uppgötva Worldometer, Our World in Data og gagnagrunn John Hopkins heilu ári á eftir öllum öðrum? pic.twitter.com/p0lvQ7HX8A— Konráð S. Guðjónsson (@konradgudjons) February 9, 2021 Bragi rifjar upp ljóslifandi minningu frá höfuðstað Norðurlands. Þetta minnir mig á þegar ég reyndi að komast fram fyrir röð í Sjallanum því ég þekkti dyravörðinn en ég þekkti hann bara því hann henti mér út helgina á undan fyrir að pissa á gólfið.— Bragi (@bragakaffi) February 9, 2021 Haukur Homm telur að persónur og leikendur hafi getað komist til botns í málinu með skjótari hætti. Af hverju voru þeir að funda fyrir þetta? Er þetta ekki eitthvað sem var hægt að leysa með email?#Pfizer #næstumþvínæser— Haukur Homm (@haukurhomm) February 9, 2021 Katrín Kristjana Hjartardóttir er mögulega að kynna sér breytingaskilmála flugfélaga þessa stundina. Ég hef svo mikla trú á þessu Pfizer dæmi að ég bókaði 10 daga ferð til Mauritius í sumar— Katrín Kristjana (@KatrinKristjana) February 7, 2021 Gunnar Már, tölvunarfræðingur hjá Origo, vill eiga orð við Víði. Kemur í ljós að hlýða fótboltakalli úr Vestmannaeyjum var ekkert frábær hugmynd eftir allt saman— gunnare (@gunnare) February 9, 2021 Þóra er strax farin að huga að næstu skrefum. Var að koma úr mjög sveittum hot yoga tíma í fjölmennri líkamsræktarstöð. Er að leggja mitt af mörkum til að koma nýrri bylgju af stað svo að Pfizer splæsi í bóluefni.— Thora (@Erkitekt) February 9, 2021 Fatahönnuðurinn Guðmundur Jörundsson vill skipta út leikmanni. Bjöggi Thor væri búinn að F-close'a þessum Pfizer díl fyrir svo löngu síðan ef einhver hefði hringt— Guðmundur Jörundsson (@gudmundur_jor) February 9, 2021 Magnús Sigurbjörnsson var búinn að sjá þetta allt fyrir sér. Hvernig ég bjóst við að bóluefnið yrði afhent. pic.twitter.com/ixY3opqqcK— Magnús Sigurbjörnsson (@sigurbjornsson) February 9, 2021 Íþróttafréttamaðurinn Þorkell Gunnar Sigurbjörnsson telur sig vera búinn að botna gátuna. Var þetta Pfizer dæmi ekki bara einhver félagsfræðirannsókn? Koma af stað orðrómi um eitthvað sem var ekki að fara að gerast og sjá svo viðbrögð og tilfinningasveiflur landsmanna og svona.— Þorkell Gunnar Sigurbjörnsson (@thorkellg) February 9, 2021 Hvern tölum við við um að gera rannsókn á því þegar 370 þúsund manns fá taugaáfall á sama klukkutíma?— siggi mús (@siggimus) February 9, 2021 Viktoría Hermannsdóttir dagskrárgerðarkona segir niðurstöðuna vera orðsporðshnekki fyrir þau sem héldu því fram fullum fetum að þetta væri löngu komið í höfn. Fyrst og fremst verð ég að lýsa yfir vonbrigðum með ansi marga áreiðanlega heimildarmenn vina minna.— Viktoría Hermannsdóttir (@Viktoriaherm) February 9, 2021 Hrafn Jónsson kvikmyndagerðarmaður las í telaufin fyrir og eftir fregnir dagsins. Ef að þessi samningur gengur síðan ekki í gegn verður siðrof. Fullkomið siðrof. Við erum að tala um kynsvöll úti á götu; fjöldaaftökur. Enginn skilar inn framtalinu sínu.— Hrafn Jónsson (@hrafnjonsson) February 6, 2021 Ísland verður AstraZenica tilraunalandið og það vex auka handleggur á bakið á okkur öllum.— Hrafn Jónsson (@hrafnjonsson) February 9, 2021 Atli Fannar Bjarkason, verkefnastjóri vefútgáfu og samfélagsmiðla hjá RÚV, er kominn á Útvarps Sögu-lestina. munaði mjóu pic.twitter.com/nJUqArxADb— Atli Fannar (@atlifannar) February 9, 2021 Ingunn Lára Kristjánsdóttir, blaðamaður á Fréttablaðinu, var fluga á vegg á fundinum nú síðdegis. Pfizer sér ekki hag sinn í því að setja á laggirnar rannsókn á Íslandi vegna þess hve fá tilfelli eru af COVID-19 hér á landi.Hér má sjá myndskeið af forsvarsmanni Pfizer frá fundi í morgun: pic.twitter.com/fQR2VGUNVL— Ingunn Eitthvað (@IngaLalu) February 9, 2021 Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bólusetningar Tengdar fréttir „Það hefði auðvitað verið frábært ef þetta hefði gengið“ „Það hefði auðvitað verið frábært ef þetta hefði gengið en það lá alveg fyrir að það gæti farið allavega.“ Þetta segir Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra um viðbrögð sín við þeim fregnum að litlar líkur séu á því að lyfjaframleiðandinn Pfizer muni efna til fjórðu fasa rannsóknar á virkni bóluefnis fyrirtækisins hér á landi. 9. febrúar 2021 18:37 Erum „fórnarlömb eigin árangurs“ Vísindamenn Pfizer töldu ekki nægilega mörg tilfelli Covid-19 til að hægt væri að kanna bæði bein og óbein áhrif bólusetninga hér á landi. Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar, segir erfitt að deila við þá skoðun og að Íslendingar séu í raun fórnarlömb eigin velgengni. 9. febrúar 2021 18:01 Hverfandi líkur á því að af samstarfi við Pfizer verði Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir segir hverfandi líkur á því að af rannsóknarverkefni í samstarfi við Pfizer verði. Þetta sagði Þórólfur við fréttastofu að loknum fundi Þórólfs, Kára Stefánssonar, forstjóra Íslenskrar erfðagreiningar, og Más Kristjánssonar, yfirlæknis smitsjúkdómadeildar Landspítalans með fulltrúum Pfizer. Fundurinn hófst klukkan 16 og er nýlokið. 9. febrúar 2021 17:07 Mest lesið Héldu að hún væri rokkstjarna eða gift ríkum gaur Tíska og hönnun Helena krýnd Ungfrú Ísland Lífið Spegill, spegill, herm þú mér, hve léleg endurgerðin er Gagnrýni Vel yfir milljón á fermetrann og baðkar í eldhúsinu Lífið Stuðlabandið höfundar og flytjendur Þjóðhátíðarlagsins: „Við megum ekki fokka þessu upp“ Lífið „Ég vissi að ég væri ekki fara að skila honum“ Makamál Horfði aftur á keppnina þegar hún kom heim Lífið Krílaeggið er nýjasta páskaeggið frá Freyju Lífið samstarf Rauf þögnina og minntist Kilmer með stundarþögn Lífið Bað strax um verkjalyf eftir nefaðgerðina Lífið Fleiri fréttir Vel yfir milljón á fermetrann og baðkar í eldhúsinu Stuðlabandið höfundar og flytjendur Þjóðhátíðarlagsins: „Við megum ekki fokka þessu upp“ Bað strax um verkjalyf eftir nefaðgerðina Horfði aftur á keppnina þegar hún kom heim Tæplega ein og hálf milljón eggja ofan í landsmenn Rauf þögnina og minntist Kilmer með stundarþögn Verk á íslensku vinsæl í Grikklandi Ása Steinars og Leó greina frá kyninu Helena krýnd Ungfrú Ísland Óhefðbundin leið til að halda upp á sextugsafmælið Mafían, CIA eða Fidel Castro? Ný skjöl um morðið kynda undir samsæriskenningar Drógu úr almennri neyslu um 1,1 milljón á mánuði Halla Hrund og Kristján selja íbúðina í Fossvogi Keppast um titilinn Ungfrú Ísland í beinni útsendingu í kvöld Arnhildur og Alfreð selja íbúð með „nágranna úr gulli“ Öskraði úr sársauka í næstum klukkutíma Átján ára í bullandi bisness og anna vart eftirspurn Þorsteinn og Hulda selja í Hlíðunum Vilja vera einn af vorboðunum Katrín Tanja minnist Theo: „Hann kenndi mér hvernig á að elska“ Fincher leikstýrir Pitt í framhaldi á Tarantino-mynd Giskaði sig í eina milljón Fólk þurfi alltaf að sætta sig við eitthvað sem því líkar illa við í fari makans Þórdís Lóa brast í söng í pontu Innsigluðu ástina með sérhönnuðu húðflúri Helgi Björns og Siggi Hall skemmtu sér konunglega Val Kilmer er látinn „Fróunarklefinn“, versti leikstjóri heims og Teslu-skömmin Vill kynlíf en ekki samband „Var ekkert búin að reikna saman þessi laun“ Sjá meira
Háværar sögusagnir voru uppi um það að samningurinn væri í höfn og urðu því margir fyrir miklum vonbrigðum þegar sóttvarnarlæknir gaf út síðdegis í dag að litlar líkur væru á því að margumtalað rannsóknarverkefni yrði að veruleika. Að venju sátu Twitterverjar ekki á skoðunum sínum og Vísir tók saman brot af því besta. Fréttamaðurinn Helgi Seljan tekur stöðuna og vísar til orða Kára Stefánssonar, forstjóra Íslenskrar erfðagreiningar, um að Íslendingar væru með þessu „fórnarlamb eigin árangurs.“ Loksins þegar við vorum í alvörunni góð í einhverju, og útlendingar viðurkenndu það, fengum við ekki framfyrir í röð!— Helgi Seljan (@helgiseljan) February 9, 2021 Konráð S. Guðjónsson, hagfræðingur Viðskiptaráðs, klórar sér í hausnum yfir því að lyfjaframleiðandinn hafi þurft fleiri vikur til þess að komast að þeirri niðurstöðu að of fá kórónuveirusmit væru á Íslandi til að réttlæta slíka rannsókn hér. Ok, þannig að Pfizer var að uppgötva Worldometer, Our World in Data og gagnagrunn John Hopkins heilu ári á eftir öllum öðrum? pic.twitter.com/p0lvQ7HX8A— Konráð S. Guðjónsson (@konradgudjons) February 9, 2021 Bragi rifjar upp ljóslifandi minningu frá höfuðstað Norðurlands. Þetta minnir mig á þegar ég reyndi að komast fram fyrir röð í Sjallanum því ég þekkti dyravörðinn en ég þekkti hann bara því hann henti mér út helgina á undan fyrir að pissa á gólfið.— Bragi (@bragakaffi) February 9, 2021 Haukur Homm telur að persónur og leikendur hafi getað komist til botns í málinu með skjótari hætti. Af hverju voru þeir að funda fyrir þetta? Er þetta ekki eitthvað sem var hægt að leysa með email?#Pfizer #næstumþvínæser— Haukur Homm (@haukurhomm) February 9, 2021 Katrín Kristjana Hjartardóttir er mögulega að kynna sér breytingaskilmála flugfélaga þessa stundina. Ég hef svo mikla trú á þessu Pfizer dæmi að ég bókaði 10 daga ferð til Mauritius í sumar— Katrín Kristjana (@KatrinKristjana) February 7, 2021 Gunnar Már, tölvunarfræðingur hjá Origo, vill eiga orð við Víði. Kemur í ljós að hlýða fótboltakalli úr Vestmannaeyjum var ekkert frábær hugmynd eftir allt saman— gunnare (@gunnare) February 9, 2021 Þóra er strax farin að huga að næstu skrefum. Var að koma úr mjög sveittum hot yoga tíma í fjölmennri líkamsræktarstöð. Er að leggja mitt af mörkum til að koma nýrri bylgju af stað svo að Pfizer splæsi í bóluefni.— Thora (@Erkitekt) February 9, 2021 Fatahönnuðurinn Guðmundur Jörundsson vill skipta út leikmanni. Bjöggi Thor væri búinn að F-close'a þessum Pfizer díl fyrir svo löngu síðan ef einhver hefði hringt— Guðmundur Jörundsson (@gudmundur_jor) February 9, 2021 Magnús Sigurbjörnsson var búinn að sjá þetta allt fyrir sér. Hvernig ég bjóst við að bóluefnið yrði afhent. pic.twitter.com/ixY3opqqcK— Magnús Sigurbjörnsson (@sigurbjornsson) February 9, 2021 Íþróttafréttamaðurinn Þorkell Gunnar Sigurbjörnsson telur sig vera búinn að botna gátuna. Var þetta Pfizer dæmi ekki bara einhver félagsfræðirannsókn? Koma af stað orðrómi um eitthvað sem var ekki að fara að gerast og sjá svo viðbrögð og tilfinningasveiflur landsmanna og svona.— Þorkell Gunnar Sigurbjörnsson (@thorkellg) February 9, 2021 Hvern tölum við við um að gera rannsókn á því þegar 370 þúsund manns fá taugaáfall á sama klukkutíma?— siggi mús (@siggimus) February 9, 2021 Viktoría Hermannsdóttir dagskrárgerðarkona segir niðurstöðuna vera orðsporðshnekki fyrir þau sem héldu því fram fullum fetum að þetta væri löngu komið í höfn. Fyrst og fremst verð ég að lýsa yfir vonbrigðum með ansi marga áreiðanlega heimildarmenn vina minna.— Viktoría Hermannsdóttir (@Viktoriaherm) February 9, 2021 Hrafn Jónsson kvikmyndagerðarmaður las í telaufin fyrir og eftir fregnir dagsins. Ef að þessi samningur gengur síðan ekki í gegn verður siðrof. Fullkomið siðrof. Við erum að tala um kynsvöll úti á götu; fjöldaaftökur. Enginn skilar inn framtalinu sínu.— Hrafn Jónsson (@hrafnjonsson) February 6, 2021 Ísland verður AstraZenica tilraunalandið og það vex auka handleggur á bakið á okkur öllum.— Hrafn Jónsson (@hrafnjonsson) February 9, 2021 Atli Fannar Bjarkason, verkefnastjóri vefútgáfu og samfélagsmiðla hjá RÚV, er kominn á Útvarps Sögu-lestina. munaði mjóu pic.twitter.com/nJUqArxADb— Atli Fannar (@atlifannar) February 9, 2021 Ingunn Lára Kristjánsdóttir, blaðamaður á Fréttablaðinu, var fluga á vegg á fundinum nú síðdegis. Pfizer sér ekki hag sinn í því að setja á laggirnar rannsókn á Íslandi vegna þess hve fá tilfelli eru af COVID-19 hér á landi.Hér má sjá myndskeið af forsvarsmanni Pfizer frá fundi í morgun: pic.twitter.com/fQR2VGUNVL— Ingunn Eitthvað (@IngaLalu) February 9, 2021
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bólusetningar Tengdar fréttir „Það hefði auðvitað verið frábært ef þetta hefði gengið“ „Það hefði auðvitað verið frábært ef þetta hefði gengið en það lá alveg fyrir að það gæti farið allavega.“ Þetta segir Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra um viðbrögð sín við þeim fregnum að litlar líkur séu á því að lyfjaframleiðandinn Pfizer muni efna til fjórðu fasa rannsóknar á virkni bóluefnis fyrirtækisins hér á landi. 9. febrúar 2021 18:37 Erum „fórnarlömb eigin árangurs“ Vísindamenn Pfizer töldu ekki nægilega mörg tilfelli Covid-19 til að hægt væri að kanna bæði bein og óbein áhrif bólusetninga hér á landi. Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar, segir erfitt að deila við þá skoðun og að Íslendingar séu í raun fórnarlömb eigin velgengni. 9. febrúar 2021 18:01 Hverfandi líkur á því að af samstarfi við Pfizer verði Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir segir hverfandi líkur á því að af rannsóknarverkefni í samstarfi við Pfizer verði. Þetta sagði Þórólfur við fréttastofu að loknum fundi Þórólfs, Kára Stefánssonar, forstjóra Íslenskrar erfðagreiningar, og Más Kristjánssonar, yfirlæknis smitsjúkdómadeildar Landspítalans með fulltrúum Pfizer. Fundurinn hófst klukkan 16 og er nýlokið. 9. febrúar 2021 17:07 Mest lesið Héldu að hún væri rokkstjarna eða gift ríkum gaur Tíska og hönnun Helena krýnd Ungfrú Ísland Lífið Spegill, spegill, herm þú mér, hve léleg endurgerðin er Gagnrýni Vel yfir milljón á fermetrann og baðkar í eldhúsinu Lífið Stuðlabandið höfundar og flytjendur Þjóðhátíðarlagsins: „Við megum ekki fokka þessu upp“ Lífið „Ég vissi að ég væri ekki fara að skila honum“ Makamál Horfði aftur á keppnina þegar hún kom heim Lífið Krílaeggið er nýjasta páskaeggið frá Freyju Lífið samstarf Rauf þögnina og minntist Kilmer með stundarþögn Lífið Bað strax um verkjalyf eftir nefaðgerðina Lífið Fleiri fréttir Vel yfir milljón á fermetrann og baðkar í eldhúsinu Stuðlabandið höfundar og flytjendur Þjóðhátíðarlagsins: „Við megum ekki fokka þessu upp“ Bað strax um verkjalyf eftir nefaðgerðina Horfði aftur á keppnina þegar hún kom heim Tæplega ein og hálf milljón eggja ofan í landsmenn Rauf þögnina og minntist Kilmer með stundarþögn Verk á íslensku vinsæl í Grikklandi Ása Steinars og Leó greina frá kyninu Helena krýnd Ungfrú Ísland Óhefðbundin leið til að halda upp á sextugsafmælið Mafían, CIA eða Fidel Castro? Ný skjöl um morðið kynda undir samsæriskenningar Drógu úr almennri neyslu um 1,1 milljón á mánuði Halla Hrund og Kristján selja íbúðina í Fossvogi Keppast um titilinn Ungfrú Ísland í beinni útsendingu í kvöld Arnhildur og Alfreð selja íbúð með „nágranna úr gulli“ Öskraði úr sársauka í næstum klukkutíma Átján ára í bullandi bisness og anna vart eftirspurn Þorsteinn og Hulda selja í Hlíðunum Vilja vera einn af vorboðunum Katrín Tanja minnist Theo: „Hann kenndi mér hvernig á að elska“ Fincher leikstýrir Pitt í framhaldi á Tarantino-mynd Giskaði sig í eina milljón Fólk þurfi alltaf að sætta sig við eitthvað sem því líkar illa við í fari makans Þórdís Lóa brast í söng í pontu Innsigluðu ástina með sérhönnuðu húðflúri Helgi Björns og Siggi Hall skemmtu sér konunglega Val Kilmer er látinn „Fróunarklefinn“, versti leikstjóri heims og Teslu-skömmin Vill kynlíf en ekki samband „Var ekkert búin að reikna saman þessi laun“ Sjá meira
„Það hefði auðvitað verið frábært ef þetta hefði gengið“ „Það hefði auðvitað verið frábært ef þetta hefði gengið en það lá alveg fyrir að það gæti farið allavega.“ Þetta segir Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra um viðbrögð sín við þeim fregnum að litlar líkur séu á því að lyfjaframleiðandinn Pfizer muni efna til fjórðu fasa rannsóknar á virkni bóluefnis fyrirtækisins hér á landi. 9. febrúar 2021 18:37
Erum „fórnarlömb eigin árangurs“ Vísindamenn Pfizer töldu ekki nægilega mörg tilfelli Covid-19 til að hægt væri að kanna bæði bein og óbein áhrif bólusetninga hér á landi. Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar, segir erfitt að deila við þá skoðun og að Íslendingar séu í raun fórnarlömb eigin velgengni. 9. febrúar 2021 18:01
Hverfandi líkur á því að af samstarfi við Pfizer verði Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir segir hverfandi líkur á því að af rannsóknarverkefni í samstarfi við Pfizer verði. Þetta sagði Þórólfur við fréttastofu að loknum fundi Þórólfs, Kára Stefánssonar, forstjóra Íslenskrar erfðagreiningar, og Más Kristjánssonar, yfirlæknis smitsjúkdómadeildar Landspítalans með fulltrúum Pfizer. Fundurinn hófst klukkan 16 og er nýlokið. 9. febrúar 2021 17:07