Mótvægisaðgerðir Þórarins L. Þröstur Ólafsson skrifar 9. febrúar 2021 23:32 Það er ljóður á ráði manna að halla réttu máli til að upphefja eigin málflutning. Grein Þórarins Lárussonar Mótvægisaðgerðir ... o.s.frv. hér á Vísi 8. febr. s.l. ber því miður með sér þennan löst. Greinin er barmafull af rangfærslum og villandi fullyrðingum. Votlendissjóður var ekki settur á laggirnar af opiberri hálfu. Hann var stofnaður af samfélagslega ábyrgum einstakingum, fyrirtækjum og stofnunum. Hann nýtur hvorki styrkja úr ríkissjóði né er hann hagnaðardrifinn.Stjórn hans er ekki launuð. Sjóðurinn hefur aðeins einn launaðan starfsmann. Í kingum hann er ekkert “lið ráðið af ríkinu”. Höfundur vandar ekki verk sitt, þegar hann telur sig vera að veita upplýsingar um Votlendissjóð. Óþarfi er að eyða frekari orðum að dylgjum Þórarins um “svonefndan Votlendissjóð”. Endurheimt votlendis er mikið alvöru mál sem ekki ber að hafa í flimtingum. Í samræmi við útreikninga og rannsóknir okkar eigin vísindamanna þá losar hver hektari af framræstri mýri um 20 tonn af koldíoxíðsígildium. Framræst land ber ábyrgð á yfir 60% af allri losun landsins af gróðurhúsalofttegundum – hvorki meira né minna. Aðeins lítill hluti af framræstu landi er notaður til búvöruframleiðslu eða tengdra nota. Það er margyfirlýst stefna sjóðsins að ekki verði leitast eftir neinu landi sem nýtt sé til landbúnaðar. Vandinn sem við einbeinum sjónum okkar að, er þessi ógnarmikla losum gróðurhúsalofttegunda af landi sem ekki er nýtt. Þótt reynt verði að binda kolefni með margs konar gróðri, sem er góðra gjalda vert og nauðsynlegt, heldur losunin ótrauð áfram. Meðan hún er ekki stöðvuð jafngildir binding kolefnis í jarðvegi og gróðri því “ að verið sé að sópa vandanum undir teppið.” Hve öflug er svo binding koldíoxíðsígilda af jarðargróðri ? Höfum til viðmiðunar þau 20 tonn af kolefnisbindingu sem endurheimt votlendis stöðvar árlega á hektara. Skógrækt er talin binda að meðaltali 4,4 tonn árlega af kolefniseiningum (en er þó afar breytileg eftir tegundum), landgræðsla milli 1,5 og 2,1 tonn. Eitt tré bindur um 110 til 310 kg. í heil 90 ár ! Skógrækt og landgræðsla eru allra góðra gjalda verðar og nauðsynlegar en jákvæður árangur þeirra kemur ekki í veg fyrir þá losun sem framræstur jarðvegur veldur. Aðalmunurinn er sá að skógrækt og landgræðsla, sem báðar eru mikilvægar, stöðva ekki losunina. Ekkert kemur í stað þess að stöðva losunina annað en endurheimt votlendis.. Loftslagsváin er alvarlegasta ógnun mannkyns. Glímuna við hana má ekki kæfa í draumórum um óraunhæfa og ósjálfbæra framleiðslu á vöru sem nóg er af í okkar heimshluta, og lítil áhrif hefðu á framgang ofhitunar umhverfisins.Við verðum að stöðva útblástur koldíoxíðs hvar sem það ríkur út í andrúmsloftið. Ef fram heldur sem horfir með hlýnun lofthjúpsins, sjávarins og jarðarinnar munum við Íslendingar þurfa að takast á við mun alvarlegri viðfangsefni sem ekki leysast með ræktun hamps eða repju. Vinnum af skynsamlegu viti gegn þessari vá. Við munum þurfa á öllu okkar hugviti að halda. Höfundur er stjórnarformaður Votlendissjóðs. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Umhverfismál Þröstur Ólafsson Tengdar fréttir Mótvægisaðgerðir vegna framræslu votlendis aðrar en endurheimt með því að moka ofan í skurði Til að minnka kolefnisspor í framræstu landi virðist eins og helsta ráðið til þess sé að moka ofan í framræsluskurðina aftur, eins og fram hefur komið í fréttum nýverið og kallað endurheimt votlendis. Um þetta hefur af opinberri hálfu verið settur á laggirnar svonefndur Votlendissjóður, sem hefur valið að einkavæða verkið og ráðið til þess hóp fólks. 8. febrúar 2021 09:30 Mest lesið Harka af sér og halda áfram Hulda Jónsdóttir Tölgyes Skoðun Allskonar núansar Lilja Kristín Jónsdóttir Skoðun Vegna umfjöllunar Kveiks um kynferðislega áreitni á vinnustöðum Andri Valur Ívarsson,Anna Rós Sigmundsdóttir,Dagný Aradóttir Pind,Hrannar Már Gunnarsson,Jenný Þórunn Stefánsdóttir Skoðun Úr hörðustu átt Rósa Guðbjartsdóttir!!! Alma Björk Ástþórsdóttir Skoðun Um Varasjóð VR Flosi Eiríksson Skoðun Hæstaréttardómari kallar Gróu á Leiti til vitnis Heimir Már Pétursson Skoðun Hugleiðingar um virðismat kennara Bergur Hauksson Skoðun Samúð Jón Steinar Gunnlaugsson Skoðun Frelsið er yndislegt þegar það hentar Jens Garðar Helgason Skoðun Við kjósum Magnús Karl Lotta María Ellingsen,Jón Ólafsson Skoðun Skoðun Skoðun Um Varasjóð VR Flosi Eiríksson skrifar Skoðun Töfrakista tækifæranna Hrefna Óskarsdóttir skrifar Skoðun Dómskerfið reynir að þegja alla gagnrýni á sig í hel Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Frelsið er yndislegt þegar það hentar Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Borgaralegt og hernaðarlegt Bjarni Már Magnússon skrifar Skoðun Áskorun til Reykjavíkurborgar um matvæli í leik- og grunnskólum Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar Skoðun Gervigreind er síðasta von íslensks heilbrigðiskerfis – munum við grípa tækifærið? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Við erum ennþá hvalveiðiþjóð, hvenær ætlar ríkisstjórnin að grípa í taumana? Micah Garen skrifar Skoðun Vegna umfjöllunar Kveiks um kynferðislega áreitni á vinnustöðum Andri Valur Ívarsson,Anna Rós Sigmundsdóttir,Dagný Aradóttir Pind,Hrannar Már Gunnarsson,Jenný Þórunn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Grafið undan grunngildum Sólveig Anna Jónsdóttir skrifar Skoðun Samúð Jón Steinar Gunnlaugsson skrifar Skoðun Allskonar núansar Lilja Kristín Jónsdóttir skrifar Skoðun Íslensk framleiðsla á undanhaldi - hver græðir? Guðmundur Þórir Sigurðsson skrifar Skoðun Magnús Karl Magnússon – öflugur málsvari Háskóla Íslands Arna Hauksdóttir,Þórarinn Guðjónsson skrifar Skoðun Tungumálakort – leitin að tungumálaforðanum 2025 Renata Emilsson Peskova,Þorbjörg Halldórsdóttir,Kristín R. Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Byggjum meira á Kjalarnesi Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Hæstaréttardómari kallar Gróu á Leiti til vitnis Heimir Már Pétursson skrifar Skoðun Álitsgerð um hvalveiðar, sögu og stöðu þeirra, misferli, lögbrot og veiðileyfi, sem ekki stenzt Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Hugleiðingar um listamannalaun V Þórhallur Guðmundsson skrifar Skoðun Úr hörðustu átt Rósa Guðbjartsdóttir!!! Alma Björk Ástþórsdóttir skrifar Skoðun Olíunotkun er þjóðaröryggismál Sigurður Ingi Friðleifsson skrifar Skoðun Mokum ofan í skotgrafirnar Teitur Atlason skrifar Skoðun Kennarastarfið óheillandi... því miður Guðrún Kjartansdóttir skrifar Skoðun Jafnrétti sem leiðarljós í starfi Háskóla Íslands Silja Bára R. Ómarsdóttir skrifar Skoðun Skattspor ferðaþjónustunnar 184 milljarðar árið 2023 Pétur Óskarsson skrifar Skoðun Kynskiptur vinnumarkaður Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Við kjósum Magnús Karl Lotta María Ellingsen,Jón Ólafsson skrifar Skoðun Harka af sér og halda áfram Hulda Jónsdóttir Tölgyes skrifar Skoðun Mjólkursamsalan færir hundruð milljóna til erlendra bænda Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Gulur, rauður, blár og B+ Jón Pétur Zimsen skrifar Sjá meira
Það er ljóður á ráði manna að halla réttu máli til að upphefja eigin málflutning. Grein Þórarins Lárussonar Mótvægisaðgerðir ... o.s.frv. hér á Vísi 8. febr. s.l. ber því miður með sér þennan löst. Greinin er barmafull af rangfærslum og villandi fullyrðingum. Votlendissjóður var ekki settur á laggirnar af opiberri hálfu. Hann var stofnaður af samfélagslega ábyrgum einstakingum, fyrirtækjum og stofnunum. Hann nýtur hvorki styrkja úr ríkissjóði né er hann hagnaðardrifinn.Stjórn hans er ekki launuð. Sjóðurinn hefur aðeins einn launaðan starfsmann. Í kingum hann er ekkert “lið ráðið af ríkinu”. Höfundur vandar ekki verk sitt, þegar hann telur sig vera að veita upplýsingar um Votlendissjóð. Óþarfi er að eyða frekari orðum að dylgjum Þórarins um “svonefndan Votlendissjóð”. Endurheimt votlendis er mikið alvöru mál sem ekki ber að hafa í flimtingum. Í samræmi við útreikninga og rannsóknir okkar eigin vísindamanna þá losar hver hektari af framræstri mýri um 20 tonn af koldíoxíðsígildium. Framræst land ber ábyrgð á yfir 60% af allri losun landsins af gróðurhúsalofttegundum – hvorki meira né minna. Aðeins lítill hluti af framræstu landi er notaður til búvöruframleiðslu eða tengdra nota. Það er margyfirlýst stefna sjóðsins að ekki verði leitast eftir neinu landi sem nýtt sé til landbúnaðar. Vandinn sem við einbeinum sjónum okkar að, er þessi ógnarmikla losum gróðurhúsalofttegunda af landi sem ekki er nýtt. Þótt reynt verði að binda kolefni með margs konar gróðri, sem er góðra gjalda vert og nauðsynlegt, heldur losunin ótrauð áfram. Meðan hún er ekki stöðvuð jafngildir binding kolefnis í jarðvegi og gróðri því “ að verið sé að sópa vandanum undir teppið.” Hve öflug er svo binding koldíoxíðsígilda af jarðargróðri ? Höfum til viðmiðunar þau 20 tonn af kolefnisbindingu sem endurheimt votlendis stöðvar árlega á hektara. Skógrækt er talin binda að meðaltali 4,4 tonn árlega af kolefniseiningum (en er þó afar breytileg eftir tegundum), landgræðsla milli 1,5 og 2,1 tonn. Eitt tré bindur um 110 til 310 kg. í heil 90 ár ! Skógrækt og landgræðsla eru allra góðra gjalda verðar og nauðsynlegar en jákvæður árangur þeirra kemur ekki í veg fyrir þá losun sem framræstur jarðvegur veldur. Aðalmunurinn er sá að skógrækt og landgræðsla, sem báðar eru mikilvægar, stöðva ekki losunina. Ekkert kemur í stað þess að stöðva losunina annað en endurheimt votlendis.. Loftslagsváin er alvarlegasta ógnun mannkyns. Glímuna við hana má ekki kæfa í draumórum um óraunhæfa og ósjálfbæra framleiðslu á vöru sem nóg er af í okkar heimshluta, og lítil áhrif hefðu á framgang ofhitunar umhverfisins.Við verðum að stöðva útblástur koldíoxíðs hvar sem það ríkur út í andrúmsloftið. Ef fram heldur sem horfir með hlýnun lofthjúpsins, sjávarins og jarðarinnar munum við Íslendingar þurfa að takast á við mun alvarlegri viðfangsefni sem ekki leysast með ræktun hamps eða repju. Vinnum af skynsamlegu viti gegn þessari vá. Við munum þurfa á öllu okkar hugviti að halda. Höfundur er stjórnarformaður Votlendissjóðs.
Mótvægisaðgerðir vegna framræslu votlendis aðrar en endurheimt með því að moka ofan í skurði Til að minnka kolefnisspor í framræstu landi virðist eins og helsta ráðið til þess sé að moka ofan í framræsluskurðina aftur, eins og fram hefur komið í fréttum nýverið og kallað endurheimt votlendis. Um þetta hefur af opinberri hálfu verið settur á laggirnar svonefndur Votlendissjóður, sem hefur valið að einkavæða verkið og ráðið til þess hóp fólks. 8. febrúar 2021 09:30
Vegna umfjöllunar Kveiks um kynferðislega áreitni á vinnustöðum Andri Valur Ívarsson,Anna Rós Sigmundsdóttir,Dagný Aradóttir Pind,Hrannar Már Gunnarsson,Jenný Þórunn Stefánsdóttir Skoðun
Skoðun Áskorun til Reykjavíkurborgar um matvæli í leik- og grunnskólum Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Gervigreind er síðasta von íslensks heilbrigðiskerfis – munum við grípa tækifærið? Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Við erum ennþá hvalveiðiþjóð, hvenær ætlar ríkisstjórnin að grípa í taumana? Micah Garen skrifar
Skoðun Vegna umfjöllunar Kveiks um kynferðislega áreitni á vinnustöðum Andri Valur Ívarsson,Anna Rós Sigmundsdóttir,Dagný Aradóttir Pind,Hrannar Már Gunnarsson,Jenný Þórunn Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Magnús Karl Magnússon – öflugur málsvari Háskóla Íslands Arna Hauksdóttir,Þórarinn Guðjónsson skrifar
Skoðun Tungumálakort – leitin að tungumálaforðanum 2025 Renata Emilsson Peskova,Þorbjörg Halldórsdóttir,Kristín R. Vilhjálmsdóttir skrifar
Skoðun Álitsgerð um hvalveiðar, sögu og stöðu þeirra, misferli, lögbrot og veiðileyfi, sem ekki stenzt Ole Anton Bieltvedt skrifar
Vegna umfjöllunar Kveiks um kynferðislega áreitni á vinnustöðum Andri Valur Ívarsson,Anna Rós Sigmundsdóttir,Dagný Aradóttir Pind,Hrannar Már Gunnarsson,Jenný Þórunn Stefánsdóttir Skoðun