Olíumengun í Elliðaánum Samúel Karl Ólason skrifar 10. febrúar 2021 17:41 Olíumengunarvörnum var komið fyrir þar sem olían barst út í árnar. Reykjavíkurborg Starfsmenn Heilbrigðiseftirlits Reykjavíkur fengu í dag tilkynningu um olíumengun í Elliðaánum. Þá barst olía út í árnar úr frárennsli fyrir ofan stíflu Árbæjarmegin í Elliðaárdalnum. Í tilkynningu frá borginni segir að hratt hafi verið brugðist við og starfsfólk reksturs og umhirðu Reykjavíkurborgar hafi verið fljótt á staðinn með mengunarvarnabúnað. Búið sé að loka fyrir eins og hægt sé til að koma í veg fyrir að frekari mengun berist í árnar. Verið er að kanna hvort mengunin hafi áhrif á umhverfið og er sömuleiðis unnið að því að finna uppruna mengunarinnar. Veitur hafa komið borginni til aðstoðar í því en leitin hefur þó engan árangur borið. Mögulegt er að einhverjir dagar séu liðnir síðan olían barst í fráveitukerfið og hafi ekki borist í árnar fyrr en nú vegna lítillar úrkomu að undanförnu. Ítrekað er fyrir borgarbúum að afar mikilvægt sé að koma í veg fyrir að mengun berist í árnar og hafi áhrif á viðkvæmt lífríki þeirra. Þá er bent á að ekki eigi að hella efnum í niðurföll eins málningu, þynni, fitu eða olíu. Spilliefni eigi að skila á endurvinnslustöðvar. Sömuleiðis eigi að láta vita af því ef olía leki af ökutæki eða vinnutæki. Annað hvort Heilbrigðiseftirlit Reykjavíkur eða slökkviliðið svo koma megi í veg fyrir dreifingu mengunarefna. Ef einhver hefur ábendingar um uppruna lekans sem kom nánar tiltekið úr frárennsli fyrir neðan Árbæjarkirkjusvæðið er viðkomandi beðinn um að hafa samband við Heilbrigðiseftirlitið. Reykjavík Umhverfismál Mest lesið Frans páfi er látinn Erlent Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Innlent Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Innlent Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Innlent Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Innlent Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Erlent „Stjórnvöldum er að takast að loka Kvikmyndaskóla Íslands“ Innlent Hvernig er nýr páfi valinn? Erlent Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Innlent Fleiri fréttir Halla Tómasdóttir minnist „Pope Francis“ Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Andlát páfa og svikahrappar sem herja á fólk og fyrirtæki „Stjórnvöldum er að takast að loka Kvikmyndaskóla Íslands“ Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Sjá meira
Í tilkynningu frá borginni segir að hratt hafi verið brugðist við og starfsfólk reksturs og umhirðu Reykjavíkurborgar hafi verið fljótt á staðinn með mengunarvarnabúnað. Búið sé að loka fyrir eins og hægt sé til að koma í veg fyrir að frekari mengun berist í árnar. Verið er að kanna hvort mengunin hafi áhrif á umhverfið og er sömuleiðis unnið að því að finna uppruna mengunarinnar. Veitur hafa komið borginni til aðstoðar í því en leitin hefur þó engan árangur borið. Mögulegt er að einhverjir dagar séu liðnir síðan olían barst í fráveitukerfið og hafi ekki borist í árnar fyrr en nú vegna lítillar úrkomu að undanförnu. Ítrekað er fyrir borgarbúum að afar mikilvægt sé að koma í veg fyrir að mengun berist í árnar og hafi áhrif á viðkvæmt lífríki þeirra. Þá er bent á að ekki eigi að hella efnum í niðurföll eins málningu, þynni, fitu eða olíu. Spilliefni eigi að skila á endurvinnslustöðvar. Sömuleiðis eigi að láta vita af því ef olía leki af ökutæki eða vinnutæki. Annað hvort Heilbrigðiseftirlit Reykjavíkur eða slökkviliðið svo koma megi í veg fyrir dreifingu mengunarefna. Ef einhver hefur ábendingar um uppruna lekans sem kom nánar tiltekið úr frárennsli fyrir neðan Árbæjarkirkjusvæðið er viðkomandi beðinn um að hafa samband við Heilbrigðiseftirlitið.
Reykjavík Umhverfismál Mest lesið Frans páfi er látinn Erlent Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Innlent Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Innlent Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Innlent Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Innlent Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Erlent „Stjórnvöldum er að takast að loka Kvikmyndaskóla Íslands“ Innlent Hvernig er nýr páfi valinn? Erlent Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Innlent Fleiri fréttir Halla Tómasdóttir minnist „Pope Francis“ Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Andlát páfa og svikahrappar sem herja á fólk og fyrirtæki „Stjórnvöldum er að takast að loka Kvikmyndaskóla Íslands“ Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Sjá meira