Útgerðin kveðst aftur á móti ósammála þessu. Berghildur Erla, fréttamaður okkar, ræðir við Heiðrúnu Lind Marteinsdóttur, framkvæmdastjóra Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi um málið í fréttatímanum.
Við förum líka ítarlega yfir stöðuna í faraldrinum. Sóttvarnalæknir sagði á upplýsingafundi í dag að það gæti farið að hylla undir afléttingar, þótt stutt sé frá þeim síðustu, en til þess þyrfti þó að herða tökin á landamærunum.
Við bregðum okkur þá á Alþingi þar sem stjórnarskrárfrumvarp forsætisráðherra var efst á baugi. Forseti Alþingis segir frumvarpið fela í sér skýrari ákvæði um stöðu þingsins í stjórnskipaninni.
Svo fáum við að heyra sögu með fallegum endi. Í dag valdi Rauði kross Íslands skyndihjálparmann ársins. Það er hún Sólveig Ásgeirsdóttir sem bjargaði lífi bestu vinkonu sinnar með því að hringja í 112 og hefja endurlífgun. Þær sátu vinkonurnar að spjalla þegar önnur fór skyndilega í hjartastopp en við hittum þær báðar í fréttatímanum og fáum að heyra sögu þeirra.
Þetta og margt fleira í kvöldfréttum á samtengdum rásum Stöðvar 2, Bylgjunnar og á Vísi.