Vænta þess að tæplega 190 þúsund verði bólusettir fyrir lok júní Eiður Þór Árnason skrifar 15. febrúar 2021 17:15 Lögreglu-, sjúkraflutninga- og slökkviliðsmennirnir mættu í bólusetningu í síðustu viku. Vísir/Vilhelm Heilbrigðisráðuneytið gerir ráð fyrir því að hægt verði að bólusetja tæplega 190 þúsund einstaklinga við Covid-19 á Íslandi fyrir lok júní með þeim bóluefnum sem eru komin í notkun hér á landi. Að sögn stjórnvalda munar mestu um aukna framleiðslugetu AstraZeneca og nýjan samning Evrópusambandsins við Pfizer sem tryggir Íslandi bóluefni fyrir 25 til 30 þúsund manns strax á öðrum ársfjórðungi til viðbótar við fyrri samninga. Þetta kemur fram í tilkynningu á vef Stjórnarráðsins. Þar segir að gert sé ráð fyrir að Ísland undirriti samning um aukið magn bóluefna frá Pfizer á grundvelli nýs samnings Evrópusambandsins fyrir lok þessarar viku. Greint var frá því um helgina að Evrópusambandið hafi gert viðbótarsamning við Pfizer um kaup á hið minnsta 200 milljón skömmtum af bóluefni. Auk þess hefur AstraZeneca tilkynnt að fyrirtækið gæti aukið framleiðslugetu sína um 50 prósent í apríl, maí og júní. Framkvæmdastjórn Evrópusambandsins býst við því að sjötíu prósent fullorðinna innan sambandsins verði bólusett gegn Covid-19 fyrir lok sumars. 280 þúsund einstaklingum boðin bólusetning Alls verður rúmlega 280.000 einstaklingum boðin bólusetning hér á landi, eða öllum sem eru 16 ára og eldri. Vænta má bóluefna frá fleiri lyfjaframleiðendum á öðrum ársfjórðungi að því gefnu að þeim verði veitt markaðsleyfi á næstunni eins og að er stefnt. Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir sagði á upplýsingafundi almannavarna í dag að hann vonaðist til að stærstur hluti þjóðarinnar verði búinn að fá bólusetningu í sumar. Hann lagði þó áherslu á að dreifingaráætlun bóluefnaframleiðendanna liggi ekki fyrir nema út marsmánuð að svo stöddu. „Samkvæmt þeim áætlunum sem fyrir liggja þá munum við fá rúmlega 70 þúsund skammta í lok mars en inni í þeirri tölu er ekki magn bóluefna frá AstraZeneca í mars. Þannig að það er ýmislegt óljóst í þessu en ég held að við getum verið vongóð um það að við munum fara að fá meira af bóluefnum.“ Forsætisráðherra og heilbrigðisráðherra hafa sagt að útlit sé fyrir að búið verði að bólusetja meirihluta landsmanna um mitt ár og að afhending bóluefna muni aukast eftir mars. „En það er erfitt að segja nákvæmlega hversu stóran hluta þjóðarinnar verður búið að bólusetja í sumar, þetta ræðst allt af þeim dreifingaráætlunum sem við munum fá frá framleiðendum,“ sagði Þórólfur á upplýsingafundi í dag. Vinna að bólusetningadagatali Fram kemur í tilkynningu Stjórnarráðsins að sóttvarnalæknir vinni nú að gerð bólusetningadagatals á grundvelli fyrirliggjandi upplýsinga um afhendingu bóluefna. „Þar verða birtar upplýsingar um forgangshópa og hvenær einstaklingar í hverjum hópi geta vænst þess að fá boð um bólusetningu. Þessum upplýsingum er fyrst og fremst ætlað að veita fólki grófar upplýsingar um framvindu bólusetninga gegn COVID-19 hér á landi.“ Sambærileg dagatöl hafa verið útbúin af heilbrigðisyfirvöldum í Danmörku og Noregi. Beðið eftir að fleiri framleiðendur fái markaðsleyfi Heilbrigðisyfirvöld reikna með því að Evrópska lyfjastofnunin leggi mat á bóluefni Janssen og Curevac innan skamms en mat hennar er forsenda markaðsleyfis. Áætlað er að afhending þessara bóluefna geti hafist á öðrum fjórðungi ársins en ekki liggja fyrir staðfestar upplýsingar frá framleiðendunum um magn. Þar að auki er framkvæmdastjórn Evrópusambandsins sögð vera að leggja lokahönd á samning um kaup á bóluefni frá Novavax sem Ísland getur fengið hlutdeild í á sömu forsendum og gilt hafa um aðra samninga Evrópusamstarfsins. Fréttin hefur verið uppfærð. Samantekt heilbrigðisráðuneytisins á stöðu samninga um kaup á bóluefni við Covid-19 Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bólusetningar Heilbrigðismál Tengdar fréttir Bóluefnið frá Pfizer fækkar einkennavaldandi smitum um 94 prósent Ef marka má rannsóknir ísrelskra heilbrigðisyfirvalda fækkar bóluefnið frá Pfizer einkennavaldandi smitum af völdum Covid-19 um 94 prósent. Niðurstöðurnar byggja á upplýsingum um 1,2 milljónir einstaklinga en helmingurinn var bólusettur. 15. febrúar 2021 12:34 Hefja rannsókn á áhrifum bóluefnisins frá AstraZeneca á börn Til stendur að prófa áhrif bóluefnins frá AstraZeneca á börnum í nýrri rannsókn. Þátttakendur verða 300 talsins, á aldrinum sex til sautján ára. Bólusetningar hefjast í þessum mánuði. 13. febrúar 2021 10:39 Bólusetja sjötíu prósent fyrir sumarlok Framkvæmdastjórn Evrópusambandsins býst við því að sjötíu prósent fullorðinna innan sambandsins verði bólusett gegn kórónuveirunni fyrir lok sumars. 12. febrúar 2021 20:01 Fáum fleiri bóluefnaskammta en gert var ráð fyrir Evrópusambandið og bóluefnisframleiðandinn Pfizer hafa gert með sér viðbótarsamning um kaup á hið minnsta 200 milljón skömmtum af bóluefni, að því er fram kemur í norskum fjölmiðlum í dag. Þá er von á fleiri skömmtum til ríkja Evrópusambandsins frá AstraZeneca en búist var við. Ísland fær þar með fleiri bóluefnisskammta en áður var gert ráð fyrir. 12. febrúar 2021 16:44 Mest lesið Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Innlent „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Innlent Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Sendi Dönum tóninn Erlent Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það Innlent Rak sex eftir fund með umdeildum samsæringi Erlent Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Innlent Russell Brand ákærður fyrir nauðganir og kynferðisbrot Erlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent Fleiri fréttir Eldrauðar kauphallir og færri hraðahindranir í borginni Björg Ásta nýr framkvæmdastjóri Sjálfstæðisflokksins Ákærður fyrir að aka stolnum bíl út af skakkur og dauðadrukkinn „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Landris hafið á ný Arndís Bára lögreglustjóri næsta árið Fyrstu samtöl við Rubio lofi góðu Innan við helmingur barna segir frá kynferðisofbeldinu Gefa út ferðaleiðbeiningar fyrir hinsegin fólk Hafi fullan stuðning til að auka útgjöld til varnarmála Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það SFS hafi skrópað á fund ráðuneytisins Langflestir telja afsögn Ásthildar rétta ákvörðun Ný könnun um viðhorf til veiðigjalda Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Vaka jók við meirihlutann í stúdentaráði Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Enn skjálftahrina við Trölladyngju Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Sjá meira
Að sögn stjórnvalda munar mestu um aukna framleiðslugetu AstraZeneca og nýjan samning Evrópusambandsins við Pfizer sem tryggir Íslandi bóluefni fyrir 25 til 30 þúsund manns strax á öðrum ársfjórðungi til viðbótar við fyrri samninga. Þetta kemur fram í tilkynningu á vef Stjórnarráðsins. Þar segir að gert sé ráð fyrir að Ísland undirriti samning um aukið magn bóluefna frá Pfizer á grundvelli nýs samnings Evrópusambandsins fyrir lok þessarar viku. Greint var frá því um helgina að Evrópusambandið hafi gert viðbótarsamning við Pfizer um kaup á hið minnsta 200 milljón skömmtum af bóluefni. Auk þess hefur AstraZeneca tilkynnt að fyrirtækið gæti aukið framleiðslugetu sína um 50 prósent í apríl, maí og júní. Framkvæmdastjórn Evrópusambandsins býst við því að sjötíu prósent fullorðinna innan sambandsins verði bólusett gegn Covid-19 fyrir lok sumars. 280 þúsund einstaklingum boðin bólusetning Alls verður rúmlega 280.000 einstaklingum boðin bólusetning hér á landi, eða öllum sem eru 16 ára og eldri. Vænta má bóluefna frá fleiri lyfjaframleiðendum á öðrum ársfjórðungi að því gefnu að þeim verði veitt markaðsleyfi á næstunni eins og að er stefnt. Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir sagði á upplýsingafundi almannavarna í dag að hann vonaðist til að stærstur hluti þjóðarinnar verði búinn að fá bólusetningu í sumar. Hann lagði þó áherslu á að dreifingaráætlun bóluefnaframleiðendanna liggi ekki fyrir nema út marsmánuð að svo stöddu. „Samkvæmt þeim áætlunum sem fyrir liggja þá munum við fá rúmlega 70 þúsund skammta í lok mars en inni í þeirri tölu er ekki magn bóluefna frá AstraZeneca í mars. Þannig að það er ýmislegt óljóst í þessu en ég held að við getum verið vongóð um það að við munum fara að fá meira af bóluefnum.“ Forsætisráðherra og heilbrigðisráðherra hafa sagt að útlit sé fyrir að búið verði að bólusetja meirihluta landsmanna um mitt ár og að afhending bóluefna muni aukast eftir mars. „En það er erfitt að segja nákvæmlega hversu stóran hluta þjóðarinnar verður búið að bólusetja í sumar, þetta ræðst allt af þeim dreifingaráætlunum sem við munum fá frá framleiðendum,“ sagði Þórólfur á upplýsingafundi í dag. Vinna að bólusetningadagatali Fram kemur í tilkynningu Stjórnarráðsins að sóttvarnalæknir vinni nú að gerð bólusetningadagatals á grundvelli fyrirliggjandi upplýsinga um afhendingu bóluefna. „Þar verða birtar upplýsingar um forgangshópa og hvenær einstaklingar í hverjum hópi geta vænst þess að fá boð um bólusetningu. Þessum upplýsingum er fyrst og fremst ætlað að veita fólki grófar upplýsingar um framvindu bólusetninga gegn COVID-19 hér á landi.“ Sambærileg dagatöl hafa verið útbúin af heilbrigðisyfirvöldum í Danmörku og Noregi. Beðið eftir að fleiri framleiðendur fái markaðsleyfi Heilbrigðisyfirvöld reikna með því að Evrópska lyfjastofnunin leggi mat á bóluefni Janssen og Curevac innan skamms en mat hennar er forsenda markaðsleyfis. Áætlað er að afhending þessara bóluefna geti hafist á öðrum fjórðungi ársins en ekki liggja fyrir staðfestar upplýsingar frá framleiðendunum um magn. Þar að auki er framkvæmdastjórn Evrópusambandsins sögð vera að leggja lokahönd á samning um kaup á bóluefni frá Novavax sem Ísland getur fengið hlutdeild í á sömu forsendum og gilt hafa um aðra samninga Evrópusamstarfsins. Fréttin hefur verið uppfærð. Samantekt heilbrigðisráðuneytisins á stöðu samninga um kaup á bóluefni við Covid-19
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bólusetningar Heilbrigðismál Tengdar fréttir Bóluefnið frá Pfizer fækkar einkennavaldandi smitum um 94 prósent Ef marka má rannsóknir ísrelskra heilbrigðisyfirvalda fækkar bóluefnið frá Pfizer einkennavaldandi smitum af völdum Covid-19 um 94 prósent. Niðurstöðurnar byggja á upplýsingum um 1,2 milljónir einstaklinga en helmingurinn var bólusettur. 15. febrúar 2021 12:34 Hefja rannsókn á áhrifum bóluefnisins frá AstraZeneca á börn Til stendur að prófa áhrif bóluefnins frá AstraZeneca á börnum í nýrri rannsókn. Þátttakendur verða 300 talsins, á aldrinum sex til sautján ára. Bólusetningar hefjast í þessum mánuði. 13. febrúar 2021 10:39 Bólusetja sjötíu prósent fyrir sumarlok Framkvæmdastjórn Evrópusambandsins býst við því að sjötíu prósent fullorðinna innan sambandsins verði bólusett gegn kórónuveirunni fyrir lok sumars. 12. febrúar 2021 20:01 Fáum fleiri bóluefnaskammta en gert var ráð fyrir Evrópusambandið og bóluefnisframleiðandinn Pfizer hafa gert með sér viðbótarsamning um kaup á hið minnsta 200 milljón skömmtum af bóluefni, að því er fram kemur í norskum fjölmiðlum í dag. Þá er von á fleiri skömmtum til ríkja Evrópusambandsins frá AstraZeneca en búist var við. Ísland fær þar með fleiri bóluefnisskammta en áður var gert ráð fyrir. 12. febrúar 2021 16:44 Mest lesið Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Innlent „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Innlent Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Sendi Dönum tóninn Erlent Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það Innlent Rak sex eftir fund með umdeildum samsæringi Erlent Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Innlent Russell Brand ákærður fyrir nauðganir og kynferðisbrot Erlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent Fleiri fréttir Eldrauðar kauphallir og færri hraðahindranir í borginni Björg Ásta nýr framkvæmdastjóri Sjálfstæðisflokksins Ákærður fyrir að aka stolnum bíl út af skakkur og dauðadrukkinn „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Landris hafið á ný Arndís Bára lögreglustjóri næsta árið Fyrstu samtöl við Rubio lofi góðu Innan við helmingur barna segir frá kynferðisofbeldinu Gefa út ferðaleiðbeiningar fyrir hinsegin fólk Hafi fullan stuðning til að auka útgjöld til varnarmála Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það SFS hafi skrópað á fund ráðuneytisins Langflestir telja afsögn Ásthildar rétta ákvörðun Ný könnun um viðhorf til veiðigjalda Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Vaka jók við meirihlutann í stúdentaráði Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Enn skjálftahrina við Trölladyngju Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Sjá meira
Bóluefnið frá Pfizer fækkar einkennavaldandi smitum um 94 prósent Ef marka má rannsóknir ísrelskra heilbrigðisyfirvalda fækkar bóluefnið frá Pfizer einkennavaldandi smitum af völdum Covid-19 um 94 prósent. Niðurstöðurnar byggja á upplýsingum um 1,2 milljónir einstaklinga en helmingurinn var bólusettur. 15. febrúar 2021 12:34
Hefja rannsókn á áhrifum bóluefnisins frá AstraZeneca á börn Til stendur að prófa áhrif bóluefnins frá AstraZeneca á börnum í nýrri rannsókn. Þátttakendur verða 300 talsins, á aldrinum sex til sautján ára. Bólusetningar hefjast í þessum mánuði. 13. febrúar 2021 10:39
Bólusetja sjötíu prósent fyrir sumarlok Framkvæmdastjórn Evrópusambandsins býst við því að sjötíu prósent fullorðinna innan sambandsins verði bólusett gegn kórónuveirunni fyrir lok sumars. 12. febrúar 2021 20:01
Fáum fleiri bóluefnaskammta en gert var ráð fyrir Evrópusambandið og bóluefnisframleiðandinn Pfizer hafa gert með sér viðbótarsamning um kaup á hið minnsta 200 milljón skömmtum af bóluefni, að því er fram kemur í norskum fjölmiðlum í dag. Þá er von á fleiri skömmtum til ríkja Evrópusambandsins frá AstraZeneca en búist var við. Ísland fær þar með fleiri bóluefnisskammta en áður var gert ráð fyrir. 12. febrúar 2021 16:44