Bjarki gekk í raðir Lemgo frá Füchse Berlin 2019. Hann varð markakóngur þýsku úrvalsdeildarinnar á síðasta tímabili þegar hann skoraði 216 mörk í 27 leikjum.
Bjarki sagt, er ist superglücklich, noch mindestens ein Jahr in Lemgo zu bleiben. Wir sind's natürlich auch!
— TBV Lemgo Lippe (@tbvlemgolippe) February 18, 2021
Die komplette Info https://t.co/0ZRAsou5s2#tbvlemgolippe #handball #GemeinsamStark pic.twitter.com/2m2ROwPty5
Bjarki er núna í 3. sæti yfir markahæstu leikmenn þýsku deildarinnar með 107 mörk. Samherji hans í íslenska landsliðinu, Viggó Kristjánsson, er á toppi markalistans með 123 mörk.
Landsliðsmaðurinn, sem er þrítugur, hefur leikið í Þýskalandi frá 2013. Fyrst lék hann með Eisenach og varð meðal annars markakóngur B-deildarinnar á tíma sínum á liðinu áður en hann fór til Füchse Berlin 2015. Þar lék hann í fjögur ár og vann EHF-bikarinn 2018.
Bjarki skoraði 39 mörk á HM í Egyptalandi og var markahæsti leikmaður Íslands á mótinu.
Lemgo er í 12. sæti þýsku úrvalsdeildarinnar með fimmtán stig.