Langt því frá hættir eftir komu Hansen: Nýtt stjörnulið í líkingu við AG? Anton Ingi Leifsson skrifar 20. febrúar 2021 07:01 Ólafur Stefánsson í leik með AG gegn Savehof í Meistaradeildinni árið 2010. Lars Ronbog/Getty Álaborg tilkynnti í gær að Mikkel Hansen muni spila með liðinu frá sumrinu 2022. Skiptin vöktu mikla athygli enda Hansen einn albesti leikmaður heims að snúa aftur heim. Danskir fjölmiðlar fjölluðu vel um skiptin í gær en Hansen hefur verið í herbúðum PSG frá 2012. Hann er alinn upp hjá GOG en gerði þriggja ára samning við Álaborg frá sumrinu 2022. Arnór Atlason er þjálfari Álaborgar sem hefur orðið danskur meistari síðustu tvö ár og þeir stefna enn hærra á næstu árum. Þeir vilja fara alla leið í Final 4 í Meistaradeildinni. Eins og áður segir hefur Hansen skrifað undir samning og nú er talið að samherji hans úr landsliðinu, Mads Mensah, skrifi einnig undir samning við Álaborgarliðið. Mensah er með samning við Flensburg til sumarsins 2022. Dyr verdensstjerne: Sådan fik Aalborg Håndbold råd til Mikkel Hansen https://t.co/ThTKQ5vM7L pic.twitter.com/a8n82Vmu4k— Jyllands-Posten (@jyllandsposten) February 19, 2021 Það eru þó ekki bara þessir tveir sem eru á leiðinni. Norski hornamaðurinn Kristian Bjørnsen frá Wetzlar og sænski línumaðurinn Jesper Nielsen hjá Rhein Neckar Löwen eru einnig taldir á leiðinni til danska liðsins. Það bendir því allt til þess að Álaborg stilli upp liði sem margt um minnir á liðið AG Kaupmannahöfn sem var lifandi á árunum 2010 til 2012. Liðið var algjört stjörnulið og Mikkel Hansen var einmitt hluti af því liði, sem og Mads Mensah. Arnór Atlason, Guðjón Valur Sigurðsson, Snorri Steinn Guðjónsson og Ólafur Stefánsson léku með liðinu. Þeir urðu meistarar bæði tímabil sín í danska boltanum áður en þeir urðu gjaldþrota sumarið 2012. Einnig fóru þeir í úrslitahelgi Meistaradeildarinnar tímabilið 2011/2012. Kristian Bjørnsen ser ut til å bli del av «Mikkel Hansen-revolusjonen» i Aalborg. https://t.co/Ib1INMAFLe— Stig Aa. Nygård (@Tv2Stig) February 18, 2021 Danski handboltinn Mest lesið Óánægður eftir brot á leikmanni Þóris: „Lífshættulegt“ Handbolti Neitaði að sýna regnbogaliti og félagið segist virða það Enski boltinn Svaraði baulinu með marki og reif sig úr að ofan Fótbolti Fengu fernu á sig frá Atla í miðju Evrópuævintýri Íslenski boltinn Arsenal dróst gegn Man. Utd en Liverpool og Tottenham heppin Enski boltinn Ákvað að yfirgefa KR Körfubolti Bruune fór illa með íslensku stelpurnar á Spáni Fótbolti Íslendingur með sviðsljósið á sér fyrir NBA leik Körfubolti „Þá rennur stressið af manni“ Handbolti Slóvenía bíður Íslands en ballið búið hjá heimakonum Handbolti Fleiri fréttir Óánægður eftir brot á leikmanni Þóris: „Lífshættulegt“ „Þá rennur stressið af manni“ Slóvenía bíður Íslands en ballið búið hjá heimakonum „Gæsahúð allsstaðar“ Hugsaði lítið og stressaði sig minna Þýsk kona fylgt Íslandi um allt: „Stálu hjarta mínu“ Skýrsla Vals: Söguleg snilld Ómar borinn af velli og HM gæti verið í hættu „Skiptir okkur ofboðslega miklu máli að komast í þessa leiki“ „Sagði á bekknum að hún myndi klára þetta, sem hún gerði“ „Sjúklega stolt af þessum hóp“ „Ég held að við getum alveg staðið í Þjóðverjum“ Orri skoraði sjö í risasigri Nítján íslensk mörk í öruggum sigri Kolstad Uppgjörið: Ísland - Úkraína 27-24 | Sögulegur sigur og stelpurnar okkar á leið í hreinan úrslitaleik Hollendingar á leið upp úr íslenska riðlinum „Þær eru svolítið þyngri“ Þýsku meistararnir að ná vopnum sínum á ný Arnar Birkir fór á kostum í sigri Færeysku stelpurnar náðu sögulegu jafntefli á EM Haukarnir kláruðu Kur og komust í 32 liða úrslit Fullt af möguleikum í þessu Stelpur sem geta lúðrað á markið „Ég fór ekkert alltof seint að sofa“ „Ég þarf smá útrás“ Íslendingaliðin með örugga sigra í Portúgal Janus og félagar á toppnum eftir sjöunda sigurinn í röð Norsku stelpurnar hans Þóris með fullt hús Öruggur sigur ÍBV gegn Val „Ætla að gefa þessum kosningum frí“ Sjá meira
Danskir fjölmiðlar fjölluðu vel um skiptin í gær en Hansen hefur verið í herbúðum PSG frá 2012. Hann er alinn upp hjá GOG en gerði þriggja ára samning við Álaborg frá sumrinu 2022. Arnór Atlason er þjálfari Álaborgar sem hefur orðið danskur meistari síðustu tvö ár og þeir stefna enn hærra á næstu árum. Þeir vilja fara alla leið í Final 4 í Meistaradeildinni. Eins og áður segir hefur Hansen skrifað undir samning og nú er talið að samherji hans úr landsliðinu, Mads Mensah, skrifi einnig undir samning við Álaborgarliðið. Mensah er með samning við Flensburg til sumarsins 2022. Dyr verdensstjerne: Sådan fik Aalborg Håndbold råd til Mikkel Hansen https://t.co/ThTKQ5vM7L pic.twitter.com/a8n82Vmu4k— Jyllands-Posten (@jyllandsposten) February 19, 2021 Það eru þó ekki bara þessir tveir sem eru á leiðinni. Norski hornamaðurinn Kristian Bjørnsen frá Wetzlar og sænski línumaðurinn Jesper Nielsen hjá Rhein Neckar Löwen eru einnig taldir á leiðinni til danska liðsins. Það bendir því allt til þess að Álaborg stilli upp liði sem margt um minnir á liðið AG Kaupmannahöfn sem var lifandi á árunum 2010 til 2012. Liðið var algjört stjörnulið og Mikkel Hansen var einmitt hluti af því liði, sem og Mads Mensah. Arnór Atlason, Guðjón Valur Sigurðsson, Snorri Steinn Guðjónsson og Ólafur Stefánsson léku með liðinu. Þeir urðu meistarar bæði tímabil sín í danska boltanum áður en þeir urðu gjaldþrota sumarið 2012. Einnig fóru þeir í úrslitahelgi Meistaradeildarinnar tímabilið 2011/2012. Kristian Bjørnsen ser ut til å bli del av «Mikkel Hansen-revolusjonen» i Aalborg. https://t.co/Ib1INMAFLe— Stig Aa. Nygård (@Tv2Stig) February 18, 2021
Danski handboltinn Mest lesið Óánægður eftir brot á leikmanni Þóris: „Lífshættulegt“ Handbolti Neitaði að sýna regnbogaliti og félagið segist virða það Enski boltinn Svaraði baulinu með marki og reif sig úr að ofan Fótbolti Fengu fernu á sig frá Atla í miðju Evrópuævintýri Íslenski boltinn Arsenal dróst gegn Man. Utd en Liverpool og Tottenham heppin Enski boltinn Ákvað að yfirgefa KR Körfubolti Bruune fór illa með íslensku stelpurnar á Spáni Fótbolti Íslendingur með sviðsljósið á sér fyrir NBA leik Körfubolti „Þá rennur stressið af manni“ Handbolti Slóvenía bíður Íslands en ballið búið hjá heimakonum Handbolti Fleiri fréttir Óánægður eftir brot á leikmanni Þóris: „Lífshættulegt“ „Þá rennur stressið af manni“ Slóvenía bíður Íslands en ballið búið hjá heimakonum „Gæsahúð allsstaðar“ Hugsaði lítið og stressaði sig minna Þýsk kona fylgt Íslandi um allt: „Stálu hjarta mínu“ Skýrsla Vals: Söguleg snilld Ómar borinn af velli og HM gæti verið í hættu „Skiptir okkur ofboðslega miklu máli að komast í þessa leiki“ „Sagði á bekknum að hún myndi klára þetta, sem hún gerði“ „Sjúklega stolt af þessum hóp“ „Ég held að við getum alveg staðið í Þjóðverjum“ Orri skoraði sjö í risasigri Nítján íslensk mörk í öruggum sigri Kolstad Uppgjörið: Ísland - Úkraína 27-24 | Sögulegur sigur og stelpurnar okkar á leið í hreinan úrslitaleik Hollendingar á leið upp úr íslenska riðlinum „Þær eru svolítið þyngri“ Þýsku meistararnir að ná vopnum sínum á ný Arnar Birkir fór á kostum í sigri Færeysku stelpurnar náðu sögulegu jafntefli á EM Haukarnir kláruðu Kur og komust í 32 liða úrslit Fullt af möguleikum í þessu Stelpur sem geta lúðrað á markið „Ég fór ekkert alltof seint að sofa“ „Ég þarf smá útrás“ Íslendingaliðin með örugga sigra í Portúgal Janus og félagar á toppnum eftir sjöunda sigurinn í röð Norsku stelpurnar hans Þóris með fullt hús Öruggur sigur ÍBV gegn Val „Ætla að gefa þessum kosningum frí“ Sjá meira
Uppgjörið: Ísland - Úkraína 27-24 | Sögulegur sigur og stelpurnar okkar á leið í hreinan úrslitaleik