Flagga í hálfa stöng við bandaríska sendiráðið Eiður Þór Árnason skrifar 23. febrúar 2021 16:29 Joe Biden Bandaríkjaforseti hefur fyrirskipað öllum erlendum sendiráðum að flagga fánanum í hálfa stöng fram á föstudag. Bandaríska sendiráðið Bandaríska fánanum hefur verið flaggað í hálfa stöng við bandaríska sendiráðið hér á landi til að minnast þeirra 500 þúsund einstaklinga sem hafa látist í Bandaríkjunum vegna Covid-19. Hvergi í heiminum eru fleiri skráð dauðsföll af völdum sjúkdómsins og ávarpaði Joe Biden Bandaríkjaforseti þjóð sína í gær í tilefni af þessum sorglega áfanga. Hefur faraldurinn þar með lagt fleiri Bandaríkjamenn að velli en báðar heimsstyrjaldirnar og Víetnamstríðið til samans. Vegna þessa fyrirskipaði Biden að bandaríski fáninn yrði hífður í hálfa stöng fram til sólseturs á föstudag við allar opinberar byggingar, þar með talið erlend sendiráð og herstöðvar. Rúmlega 28 milljónir manna hafa nú smitast af Covid-19 í Bandaríkjunum og er það sömuleiðis hærri tala en í nokkru öðru ríki. Biden bað fólk í gær um að nýta stundina til að minnast þeirra sem látist hafa í faraldrinum og var höfð mínútu þögn á lóðinni fyrir utan Hvíta húsið. Þá hvatti forsetinn landsmenn til að snúa bökum saman í baráttunni við veiruna. Birtu táknræna forsíðu Stórblaðið New York Times minntist áfangans á sunnudag með því að birta hálfa milljón svartra punkta á forsíðu sinni sem tákn fyrir hvern þann sem látið hefur lífið af völdum Covid-19 í landinu. Rétt um ár er síðan fyrsta andlátið var staðfest í Bandaríkjunum. Þann 24. maí í fyrra birti New York Times lista með nöfnum hluta þeirra Bandaríkjamanna sem höfðu týnt lífinu af völdum sjúkdómsins. Þótt þeim hafi farið fækkandi sem greinast með veiruna á degi hverjum í Bandaríkjunum og nú horfi á margan hátt til betri vegar með tilkomu bóluefna eru þó vaxandi áhyggjur uppi vegna nýrra afbrigða veirunnar. Our flag flies at half-staff to honor the more than 500,000 Americans lost to COVID-19. Proclamation by President Joe Biden: https://bitly.com/37DtYnhPosted by US Embassy Reykjavik Iceland on Tuesday, February 23, 2021 Bandaríkin Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Biden minntist þeirra sem hafa látist í faraldrinum Joe Biden Bandaríkjaforseti ávarpaði þjóð sína í gærkvöldi í tilefni af þeim sorglega áfanga að nú hafa 500 þúsund Bandaríkjamenn dáið af völdum Covid-19, fleiri en í nokkru öðru landi. 23. febrúar 2021 06:49 Mest lesið Viðbrögð Evrópu: „Í dag varð það ljóst að hinn frjálsi heimur þarf nýjan leiðtoga“ Erlent Selinskí mætti í viðtal hjá Fox: Ítrekaði þakklæti sitt til Bandaríkjanna Erlent Selenskí þakkar fjórum sinnum fyrir sig Erlent Banaslys varð í Vík í Mýrdal Innlent Ríkisútvarpið leggur niður störf í miðri kosningabaráttu Erlent Hvernig skiptast fylkingarnar? Innlent „Nöturlegt að horfa upp á þetta“ Innlent Sigu um borð og tóku yfir stjórn íslensks skips Innlent Segir Selenskí vanþakklátan og hætta á heimsstyrjöld Erlent „Við gefumst ekki upp á ykkur“ Innlent Fleiri fréttir „Við gefumst ekki upp á ykkur“ „Nöturlegt að horfa upp á þetta“ Utanríkisráðherra tjáir sig um hitafundinn í Washington Náttúruverndarstofnun með höfuðstöðvar sínar á Hvolsvelli „Fyrir óæft auga mætti halda að þetta væri venjulegt barn“ Banaslys varð í Vík í Mýrdal Bjarni kveður, gervigreind nýtt í barnaníð og bílastæðagjöld Gerði stólpagrín að ríkisstjórnarflokkunum Hvernig skiptast fylkingarnar? Í verkfalli sem stjórnarmaður þar til að Halla víkur Sigu um borð og tóku yfir stjórn íslensks skips Bein útsending: Landsfundur Sjálfstæðisflokksins Notuðu rafvopn til að yfirbuga ógnandi mann með hamra Veðrið hefur áhrif á landsfundargesti eftir allt saman Lítur ekki svo á að kennarar séu bundnir af kjarasamningum annarra stétta Netöryggissveitin flutt í utanríkisráðuneytið Fækkað um sex hundruð í aðgerðum MAST „Rosalega íslensk umræða“ Íslendingur handtekinn vegna barnaníðsefnis sem var búið til af gervigreind Nokkrar staðsetningar til skoðunar fyrir skóla Hjallastefnunnar Afleiðingar kjarasamnings kennara og rætt við nýjan landlækni Segir Viðskiptablaðið og Moggann ljúga upp á hann pólitískri hlutdrægni Bein útsending: Lærdómur dreginn af Covid-19 Hagræðingartillögur í yfirlestri Væri ekki óviðeigandi að þeir hvíldu saman „Hvor þeirra er líklegri til að geta skákað Kristrúnu Frostadóttur?“ Foreldrar hvattir á neyðarfundi skólans til að flytja börnin Séra Vigfús Þór Árnason látinn Landsfundur Sjálfstæðisflokksins hefst í dag „Það eru svo margir sem ekki vita hvað fatlaðir ganga í gegnum“ Sjá meira
Hvergi í heiminum eru fleiri skráð dauðsföll af völdum sjúkdómsins og ávarpaði Joe Biden Bandaríkjaforseti þjóð sína í gær í tilefni af þessum sorglega áfanga. Hefur faraldurinn þar með lagt fleiri Bandaríkjamenn að velli en báðar heimsstyrjaldirnar og Víetnamstríðið til samans. Vegna þessa fyrirskipaði Biden að bandaríski fáninn yrði hífður í hálfa stöng fram til sólseturs á föstudag við allar opinberar byggingar, þar með talið erlend sendiráð og herstöðvar. Rúmlega 28 milljónir manna hafa nú smitast af Covid-19 í Bandaríkjunum og er það sömuleiðis hærri tala en í nokkru öðru ríki. Biden bað fólk í gær um að nýta stundina til að minnast þeirra sem látist hafa í faraldrinum og var höfð mínútu þögn á lóðinni fyrir utan Hvíta húsið. Þá hvatti forsetinn landsmenn til að snúa bökum saman í baráttunni við veiruna. Birtu táknræna forsíðu Stórblaðið New York Times minntist áfangans á sunnudag með því að birta hálfa milljón svartra punkta á forsíðu sinni sem tákn fyrir hvern þann sem látið hefur lífið af völdum Covid-19 í landinu. Rétt um ár er síðan fyrsta andlátið var staðfest í Bandaríkjunum. Þann 24. maí í fyrra birti New York Times lista með nöfnum hluta þeirra Bandaríkjamanna sem höfðu týnt lífinu af völdum sjúkdómsins. Þótt þeim hafi farið fækkandi sem greinast með veiruna á degi hverjum í Bandaríkjunum og nú horfi á margan hátt til betri vegar með tilkomu bóluefna eru þó vaxandi áhyggjur uppi vegna nýrra afbrigða veirunnar. Our flag flies at half-staff to honor the more than 500,000 Americans lost to COVID-19. Proclamation by President Joe Biden: https://bitly.com/37DtYnhPosted by US Embassy Reykjavik Iceland on Tuesday, February 23, 2021
Bandaríkin Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Biden minntist þeirra sem hafa látist í faraldrinum Joe Biden Bandaríkjaforseti ávarpaði þjóð sína í gærkvöldi í tilefni af þeim sorglega áfanga að nú hafa 500 þúsund Bandaríkjamenn dáið af völdum Covid-19, fleiri en í nokkru öðru landi. 23. febrúar 2021 06:49 Mest lesið Viðbrögð Evrópu: „Í dag varð það ljóst að hinn frjálsi heimur þarf nýjan leiðtoga“ Erlent Selinskí mætti í viðtal hjá Fox: Ítrekaði þakklæti sitt til Bandaríkjanna Erlent Selenskí þakkar fjórum sinnum fyrir sig Erlent Banaslys varð í Vík í Mýrdal Innlent Ríkisútvarpið leggur niður störf í miðri kosningabaráttu Erlent Hvernig skiptast fylkingarnar? Innlent „Nöturlegt að horfa upp á þetta“ Innlent Sigu um borð og tóku yfir stjórn íslensks skips Innlent Segir Selenskí vanþakklátan og hætta á heimsstyrjöld Erlent „Við gefumst ekki upp á ykkur“ Innlent Fleiri fréttir „Við gefumst ekki upp á ykkur“ „Nöturlegt að horfa upp á þetta“ Utanríkisráðherra tjáir sig um hitafundinn í Washington Náttúruverndarstofnun með höfuðstöðvar sínar á Hvolsvelli „Fyrir óæft auga mætti halda að þetta væri venjulegt barn“ Banaslys varð í Vík í Mýrdal Bjarni kveður, gervigreind nýtt í barnaníð og bílastæðagjöld Gerði stólpagrín að ríkisstjórnarflokkunum Hvernig skiptast fylkingarnar? Í verkfalli sem stjórnarmaður þar til að Halla víkur Sigu um borð og tóku yfir stjórn íslensks skips Bein útsending: Landsfundur Sjálfstæðisflokksins Notuðu rafvopn til að yfirbuga ógnandi mann með hamra Veðrið hefur áhrif á landsfundargesti eftir allt saman Lítur ekki svo á að kennarar séu bundnir af kjarasamningum annarra stétta Netöryggissveitin flutt í utanríkisráðuneytið Fækkað um sex hundruð í aðgerðum MAST „Rosalega íslensk umræða“ Íslendingur handtekinn vegna barnaníðsefnis sem var búið til af gervigreind Nokkrar staðsetningar til skoðunar fyrir skóla Hjallastefnunnar Afleiðingar kjarasamnings kennara og rætt við nýjan landlækni Segir Viðskiptablaðið og Moggann ljúga upp á hann pólitískri hlutdrægni Bein útsending: Lærdómur dreginn af Covid-19 Hagræðingartillögur í yfirlestri Væri ekki óviðeigandi að þeir hvíldu saman „Hvor þeirra er líklegri til að geta skákað Kristrúnu Frostadóttur?“ Foreldrar hvattir á neyðarfundi skólans til að flytja börnin Séra Vigfús Þór Árnason látinn Landsfundur Sjálfstæðisflokksins hefst í dag „Það eru svo margir sem ekki vita hvað fatlaðir ganga í gegnum“ Sjá meira
Biden minntist þeirra sem hafa látist í faraldrinum Joe Biden Bandaríkjaforseti ávarpaði þjóð sína í gærkvöldi í tilefni af þeim sorglega áfanga að nú hafa 500 þúsund Bandaríkjamenn dáið af völdum Covid-19, fleiri en í nokkru öðru landi. 23. febrúar 2021 06:49