Til hvers tómstundir? Margrét Júlía Rafnsdóttir skrifar 24. febrúar 2021 11:31 Börn eiga rétt á menntun þar sem þau geta þroskast á eigin forsendum og ræktað hæfileika sína. Börn eiga einnig rétt á hvíld, tómstundum, leikjum og skemmtunum sem hæfa aldri þeirra og þroska. Um þessi réttindi er kveðið á um í barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna sem hefur verið lögfestur á Íslandi. Þar er jafnframt kveðið á um að ekki megi mismuna börnum hvað þessi réttindi varðar vegna stöðu þeirra eða stöðu foreldra þeirra. Börn eiga að hafa jöfn tækifæri til þátttöku og til að stunda menningarlíf, listir og tómstundaiðju. Skýr lög eru um menntun barna og skólagöngu á Íslandi, námskrár fyrir öll skólastig og reglugerðir til að tryggja velferð þeirra og öryggi. Barnaheill – Save the Children á Íslandi hafa um árabil kallað eftir sambærilegri skýrri opinberrri stefnu um tómstundir barna. Það var því ánægjulegt að í byrjun árs 2020 fengu samtökin boð um að senda inn ábendingar um hvað væri æskilegt að væri í slíkri stefnu, en þá var að hefjast vinna við mótun stefnu um tómstundastarf barna og ungs fólks á vegum Mennta- og menningamálaráðuneytisins. Barnaheill sendu inn ábendingar og lögðu til að fyrst og fremst skyldu tómstundir barna byggja á þeim réttindum sem börn eiga samkvæmt Barnasáttmálanum svo og á heimsmarkmiðum Sameinuðu þjóðanna og ávallt skuli það sem barni er fyrir bestu vera leiðarljósið. Samtökin leggja áherslu á að öll börn skuli eiga kost á að stunda tómstundir, ekki bara hluti þeirra. Ýmislegt getur hindrað þátttöku barna svo sem kostnaður, aðgengi, félagsleg staða, bakgrunnur eða fötlun. Mikilvægt er að tryggja að slíkar ástæður séu ekki fyrirstaða. Jafnframt þarf að tryggja börnum vernd gegn hvers kyns ofbeldi, einelti, útilokun, niðurlægjandi framkomu af hálfu barna og fullorðinna og hvers kyns mismunun í tómstundum. Börn hefja iðkun tómstunda fyrst og fremst vegna áhuga, til að fá útrás fyrir orku og tjáningu og að vera í góðum félagsskap. Í tómstundum eiga börn að fá að rækta hæfileika sína, kynnast styrkleikum sínum og draumum. Börn flakka gjarnan á milli tómstundagreina og því er mikilvægt að hafin verði vinna við að skipuleggja tómstundastarf barna frá 5-9 ára á þann hátt að börnin kynnist sem flestum íþrótta- og tómstundagreinum, en þurfi ekki að velja eina grein svona ung. Með því er líklegra að börn finni sín áhugasvið og styrkleika og þurfa þá ekki að hefja fullt tómstundanám í einstakri tómstund án þess að vita hvort áhugi þeirra og styrkleikar liggi þar. Tómstundir ungra barna skulu vera á forsendum barnanna og ekki afreksmiðaðar. Börn þurfa að læra að takast á við að sigra og tapa, en umfram allt þurfa þau að læra að vinna saman og sýna samkennd. Árangur félagsins og sigur skal vera aukaatriði. Við gerð tómstundastefnu þurfa stjórnvöld jafnframt að meta við hvaða aldur er æskilegt að barn hefji tómstundaiðkun og þá hvers konar, hve oft og hve lengi í senn út frá velferð barnsins. Börn vinna oft langan vinnudag, oft mun lengri en þeir sem fullorðnir eru. Börn frá 1.-4. bekk grunnskóla eru gjarnan í skóla og frístund frá 8-16 eða lengur og þá taka tómstundir við. Mikilvægt er að nýta tímann frá lokum skóladags til kl 16:00 til fjölbreyttrar tómstundaiðkunar í samstarfi við tómstundafélög. Barnaheill – Save the Children á Íslandi vilja hvetja stjórnvöld og öll tómstundafélög að hugsa fyrst og fremst um velferð barna og þroska og möguleika þeirra á að byggja upp sterka sjálfsmynd þegar tómstundir fyrir börn eru skipulagðar. Höfundur er verkefnastjóri innlendra verkefna hjá Barnaheillum – Save the Children á Íslandi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Réttindi barna Börn og uppeldi Félagasamtök Margrét Júlía Rafnsdóttir Mest lesið Falsfréttastjóri RÚV dýpkar holuna sína Einar Steingrímsson Skoðun Ákall um breytingar Gissur Freyr Gissurarson Skoðun Ekki er allt sem sýnist Ólafur Helgi Marteinsson Skoðun Laun kvenna og karla Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir Skoðun Skóli án aðgreiningar: Hentar ýktasta mynd skólastefnunnar öllum börnum? Jóna Sigríður Valbergsdóttir Skoðun Vanfjármögnun vísindanna Magnús Hallsson,Styrmir Hallsson Skoðun Verkin sem ríkisstjórnin verður dæmd af Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Hrynur sjávarútvegur? Stefán Ólafsson Skoðun Það tók 94 daga að gera það sem beðið hefur verið eftir í rúmlega 40 ár Þórður Snær Júlíusson Skoðun Hvernig talar maður við tölvur og hafa vélar rökhugsun? Henning Arnór Úlfarsson Skoðun Skoðun Skoðun Ekki er allt sem sýnist Ólafur Helgi Marteinsson skrifar Skoðun Skóli án aðgreiningar: Hentar ýktasta mynd skólastefnunnar öllum börnum? Jóna Sigríður Valbergsdóttir skrifar Skoðun Vilji til að rjúfa kyrrstöðu í húsnæðiskreppunni Finnbjörn A. Hermannsson skrifar Skoðun Grænt ál frá Íslandi er mikilvægt fyrir sjálfstæða Evrópu Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Þegar barn óttast önnur börn Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Falsfréttastjóri RÚV dýpkar holuna sína Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Ákall um breytingar Gissur Freyr Gissurarson skrifar Skoðun Veit sem sagt Grímur betur? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hvernig talar maður við tölvur og hafa vélar rökhugsun? Henning Arnór Úlfarsson skrifar Skoðun Laun kvenna og karla Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Verkin sem ríkisstjórnin verður dæmd af Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Open Letter to new HÍ Rector re Disability Support Hópur starfsfólks og nemenda við HÍ skrifar Skoðun Vanfjármögnun vísindanna Magnús Hallsson,Styrmir Hallsson skrifar Skoðun Kárhóll og Kína: Þegar vísindi verða pólitísk tól Davíð Michelsen skrifar Skoðun Mál Ásthildar Lóu Þórsdóttur – Hvernig manneskjur viljum við vera? Hulda Steingrímsdóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórn gegn fjölskyldusameiningum? Þorbjörg Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Lýðræðið deyr í myrkrinu Heiðar Örn Sigurfinnsson skrifar Skoðun Færni til framtíðar Álfheiður Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Ofbeldi Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Lestu Gaza Móheiður Hlíf Geirlaugsdóttir skrifar Skoðun Ný fjármálaáætlun - tækifæri til að efna loforðin um bætt geðheilbrigði Sandra B. Franks skrifar Skoðun 10 ár og bull í lokin Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Opið bréf til atvinnuvegaráðherra: 48 daga, nei takk Gísli Gunnar Marteinsson skrifar Skoðun Á nú að opinbera það að ég veit í rauninni ekki neitt? Kristín Hrefna Halldórsdóttir skrifar Skoðun Háskóli Höfuðborgarinnar, ekki Íslands Arent Orri Claessen,Gunnar Ásgrímsson skrifar Skoðun Hrynur sjávarútvegur? Stefán Ólafsson skrifar Skoðun Iftar, agape og Eid: Kristnir og múslimar við sama borð Hilal Kücükakin Kizilkaya,Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Skoðun Bætt skipulag fyrir stúdenta Aðalsteinn Haukur Sverrisson ,Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Frá sögulegum minjum til sviðsettrar upplifunar: Um sanngildi og Disneyvæðingu Sólheimasands Guðmundur Björnsson skrifar Skoðun Staðan á húsnæðismarkaði: Offramboð af röngu meðaltali Egill Lúðvíksson skrifar Sjá meira
Börn eiga rétt á menntun þar sem þau geta þroskast á eigin forsendum og ræktað hæfileika sína. Börn eiga einnig rétt á hvíld, tómstundum, leikjum og skemmtunum sem hæfa aldri þeirra og þroska. Um þessi réttindi er kveðið á um í barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna sem hefur verið lögfestur á Íslandi. Þar er jafnframt kveðið á um að ekki megi mismuna börnum hvað þessi réttindi varðar vegna stöðu þeirra eða stöðu foreldra þeirra. Börn eiga að hafa jöfn tækifæri til þátttöku og til að stunda menningarlíf, listir og tómstundaiðju. Skýr lög eru um menntun barna og skólagöngu á Íslandi, námskrár fyrir öll skólastig og reglugerðir til að tryggja velferð þeirra og öryggi. Barnaheill – Save the Children á Íslandi hafa um árabil kallað eftir sambærilegri skýrri opinberrri stefnu um tómstundir barna. Það var því ánægjulegt að í byrjun árs 2020 fengu samtökin boð um að senda inn ábendingar um hvað væri æskilegt að væri í slíkri stefnu, en þá var að hefjast vinna við mótun stefnu um tómstundastarf barna og ungs fólks á vegum Mennta- og menningamálaráðuneytisins. Barnaheill sendu inn ábendingar og lögðu til að fyrst og fremst skyldu tómstundir barna byggja á þeim réttindum sem börn eiga samkvæmt Barnasáttmálanum svo og á heimsmarkmiðum Sameinuðu þjóðanna og ávallt skuli það sem barni er fyrir bestu vera leiðarljósið. Samtökin leggja áherslu á að öll börn skuli eiga kost á að stunda tómstundir, ekki bara hluti þeirra. Ýmislegt getur hindrað þátttöku barna svo sem kostnaður, aðgengi, félagsleg staða, bakgrunnur eða fötlun. Mikilvægt er að tryggja að slíkar ástæður séu ekki fyrirstaða. Jafnframt þarf að tryggja börnum vernd gegn hvers kyns ofbeldi, einelti, útilokun, niðurlægjandi framkomu af hálfu barna og fullorðinna og hvers kyns mismunun í tómstundum. Börn hefja iðkun tómstunda fyrst og fremst vegna áhuga, til að fá útrás fyrir orku og tjáningu og að vera í góðum félagsskap. Í tómstundum eiga börn að fá að rækta hæfileika sína, kynnast styrkleikum sínum og draumum. Börn flakka gjarnan á milli tómstundagreina og því er mikilvægt að hafin verði vinna við að skipuleggja tómstundastarf barna frá 5-9 ára á þann hátt að börnin kynnist sem flestum íþrótta- og tómstundagreinum, en þurfi ekki að velja eina grein svona ung. Með því er líklegra að börn finni sín áhugasvið og styrkleika og þurfa þá ekki að hefja fullt tómstundanám í einstakri tómstund án þess að vita hvort áhugi þeirra og styrkleikar liggi þar. Tómstundir ungra barna skulu vera á forsendum barnanna og ekki afreksmiðaðar. Börn þurfa að læra að takast á við að sigra og tapa, en umfram allt þurfa þau að læra að vinna saman og sýna samkennd. Árangur félagsins og sigur skal vera aukaatriði. Við gerð tómstundastefnu þurfa stjórnvöld jafnframt að meta við hvaða aldur er æskilegt að barn hefji tómstundaiðkun og þá hvers konar, hve oft og hve lengi í senn út frá velferð barnsins. Börn vinna oft langan vinnudag, oft mun lengri en þeir sem fullorðnir eru. Börn frá 1.-4. bekk grunnskóla eru gjarnan í skóla og frístund frá 8-16 eða lengur og þá taka tómstundir við. Mikilvægt er að nýta tímann frá lokum skóladags til kl 16:00 til fjölbreyttrar tómstundaiðkunar í samstarfi við tómstundafélög. Barnaheill – Save the Children á Íslandi vilja hvetja stjórnvöld og öll tómstundafélög að hugsa fyrst og fremst um velferð barna og þroska og möguleika þeirra á að byggja upp sterka sjálfsmynd þegar tómstundir fyrir börn eru skipulagðar. Höfundur er verkefnastjóri innlendra verkefna hjá Barnaheillum – Save the Children á Íslandi.
Skóli án aðgreiningar: Hentar ýktasta mynd skólastefnunnar öllum börnum? Jóna Sigríður Valbergsdóttir Skoðun
Það tók 94 daga að gera það sem beðið hefur verið eftir í rúmlega 40 ár Þórður Snær Júlíusson Skoðun
Skoðun Skóli án aðgreiningar: Hentar ýktasta mynd skólastefnunnar öllum börnum? Jóna Sigríður Valbergsdóttir skrifar
Skoðun Grænt ál frá Íslandi er mikilvægt fyrir sjálfstæða Evrópu Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar
Skoðun Open Letter to new HÍ Rector re Disability Support Hópur starfsfólks og nemenda við HÍ skrifar
Skoðun Mál Ásthildar Lóu Þórsdóttur – Hvernig manneskjur viljum við vera? Hulda Steingrímsdóttir skrifar
Skoðun Ný fjármálaáætlun - tækifæri til að efna loforðin um bætt geðheilbrigði Sandra B. Franks skrifar
Skoðun Iftar, agape og Eid: Kristnir og múslimar við sama borð Hilal Kücükakin Kizilkaya,Sigurvin Lárus Jónsson skrifar
Skoðun Frá sögulegum minjum til sviðsettrar upplifunar: Um sanngildi og Disneyvæðingu Sólheimasands Guðmundur Björnsson skrifar
Skóli án aðgreiningar: Hentar ýktasta mynd skólastefnunnar öllum börnum? Jóna Sigríður Valbergsdóttir Skoðun
Það tók 94 daga að gera það sem beðið hefur verið eftir í rúmlega 40 ár Þórður Snær Júlíusson Skoðun