Efling styður rúmenska félagsmenn í áfrýjun til Landsréttar Gunnar Reynir Valþórsson skrifar 25. febrúar 2021 07:49 Sólveig Anna Jónsdóttir er formaður Eflingar. Vísir/Vilhelm Efling - stéttarfélag ætlar að styðja fjóra rúmenska félagsmenn sína til að skjóta til Landsréttar dómi Héraðsdóms Reykjavíkur sem féll í gær í máli þeirra gegn starfsmannaleigunni Menn í vinnu, forsvarsmönnum starfsmannaleigunnar og matsölufyrirtækinu Eldum rétt. Fyrirtækin voru þar sýknuð eða málunum vísað frá dómi. Í tilkynningu frá Eflingu sem barst í morgun segir að dómari hafi rökstutt frávísun í málinu með því að starfsmannaleigan hafi, þegar að dómsuppkvaðningu kom, verið afskráð sökum gjaldþrots og því sé ekki hægt að reisa kröfur gegn henni. „Þar með sé heldur ekki hægt að reisa afleiddar kröfur samkvæmt keðjuábyrgð gegn notandafyrirtækinu Eldum rétt. Frávísun málshöfðunar gegn Eldum rétt og Mönnum í vinnu byggir því ekki á efnisumfjöllun um tiltekin brot, heldur á túlkun gjaldþrotalaga og laga um starfsmannaleigur. Sú túlkun, standi hún óbreytt, rýrir mjög gildi laga um keðjuábyrgð og hvetur til beitingar gjaldþrots sem undanskotsleiðar,“ segir í yfirlýsingu Eflingar. Þá segir Efling að dómurinn feli einnig í sér viðurkenningu á rétti atvinnurekenda til einhliða frádráttar af launum, án þess að krafa sé gerð um tilheyrandi samninga eða gögn, sem sanni að um raunverulegan kostnað sé að ræða. „Þannig er samþykkt að atvinnurekandi komi starfsfólki sínu fyrir í óleyfishúsnæði og dragi fyrir það af launum þeirra einhliða ákveðna húsaleigu án þess að greiðslan eigi sér stoð í leigusamningi. Einnig er fallist á frádrátt af launum vegna annarra útgjaldaliða án þess að sönnur hafi verið færðar á þá með kvittunum.“ Segja rangt farið með veigamikil atriði í dómnum Efling heldur því einnig fram að í dómsforsendum séu nefndar ýmsar málsástæður varnaraðila sem ekki var getið um í málflutningi Eldum rétt og Manna í vinnu og félagsmennirnir áttu ekki kost á að bregðast við. Þannig sé því haldið fram í dómnum að Efling hafi ekki tilkynnt um slæman húsakost umræddra félagsmanna til lögreglu. „Er þar farið rangt með veigamikið efnisatriði, en Efling stóð að baki kæru til héraðssaksóknara fyrir hönd fjórmenninganna og 14 annarra félagsmanna sem lögð var inn til embættisins þann 18. apríl 2020 auk þess að tilkynna um málið til Félagsmálaráðuneytis og mansalsteymis höfuðborgarsvæðisins. Málið er enn í virkri rannsókn hjá héraðssaksóknara.“ Áfram segir að gerðar séu ríkar kröfur í dómnum um sönnunarábyrgð félagsmannanna, og þeir meðal annars inntir eftir nafnalista því til sönnunar að tiltekinn fjöldi einstaklinga hafi búið með þeim í herbergjum í umræddu óleyfishúsnæði. „Vandséð er hvernig félagsmennirnir hefðu átt að komast yfir slíkan lista eða með hvaða rétti hægt sé að krefja þá um ábyrgð á slíkri gagnaöflun," segir ennfremur í yfirlýsingunni og eu miklir vankantar sagðir vera á dómnum og því telji Efling hann vera óviðunandi. "Stéttarfélagið mun styðja félagsmennina til að leita frekari réttar síns með aðstoð lögmannsstofunnar Réttar, sem farið hefur með málið, ákveði félagsmennirnir það. Felur það í sér að frávísun verður kærð og sýknudómi áfrýjað.“ Reynt á lagalegt gildi keðjuábyrgðar Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar segir að aðalmarkmið málsóknarinnar hafi verið að láta reyna á lagalegt gildi keðjuábyrgðar. „Samkvæmt þessari túlkun Héraðsdóms veita nýsett lög um keðjuábyrgð ekki nauðsynlega lágmarksvernd og við það verður ekki unað. Barátta Eflingarfélaga gegn brotastarfsemi heldur svo sannarlega áfram,“ segir Sólveig Anna. Ragnar Aðalsteinsson, lögmaður félagsmannanna, hafði eftirfarandi að segja um dóminn: „Afstaða dómsins til réttar atvinnurekenda til að draga frá launum hinna erlendu verkamanna að eigin ákvörðun ósannaða og ósamþykkta kostnaðarliði er forneskjuleg. Hún minnir á þá tíma í upphafi aldarinnar sem leið þegar kaupmenn og útgerðarmenn þvinguðu verkafólk sitt til að fá verklaun sín greidd sem inneign í búð atvinnurekandans þannig að verkafólkið var algerlega háð atvinnurekandanum sem hafði allt ráð þess í sinni hendi.“ Að lokum segir í yfirlýsingu Eflingar að forsvarsmenn Manna í vinnu eigi sér langa sögu af stofnun og rekstri starfsmannaleiga, launasvikum, gjaldþroti og endurkomu samsvarandi starfsemi á nýrri kennitölu. Þá hafi stefnunni verið beint að Eldum rétt á grundvelli keðjuábyrgðar þar sem Rúmenarnir fjórir voru leigðir til starfa hjá fyrirtækinu. „Fleiri erlendir starfsmenn Manna í vinnu störfuðu hjá öðrum fyrirtækjum og hafa forsvarsmenn þeirra þegar gert upp laun við sína starfsmenn með milligöngu Eflingar,“ segir að lokum. Uppfært klukkan 13:12 Halla Rut Bjarnadóttir einn forsvarsmanna Manna í vinnu segir rangt farið með í yfirlýsingu Eflingar frá því í morgun og vill hún koma eftirfarandi athugasemdum á framfæri. Í fyrsta lagi segir Halla Rut það rangt að engir samningar séu um húsaleigu eða önnur gjöld og að fólkið viti ekki hvað það sé að borga mikið. „Það er rangt og það veit Efling vel því við þurfum að senda alla þessa pappíra til VMST og eru þau með þá alla. Eins var þetta allt send beint á Eflingu þegar þau réðust á fyrirtækið þann 2.febrúar 2019,“segir Halla Rut og hefur einnig sent fréttastofu afrit af samningi sem undirritaður var af einum aðila sem fór í mál við fyrirtækið. Í öðru lagi segir hún einnig rangt með farið að öll önnur fyrirtæki sem hafi haft starfsmenn á sínum snærum frá Mönnum í vinnu hafi gert upp laun við sína starfsmenn með milligöngu Eflingar. „Þetta er alrangt," segir Halla Rut. „Í fyrsta lagi þá eru engin útistandandi laun og engin krafa gerð um slíkt því öll laun voru greidd. Fjögur fyrirtæki fengu fjárkúgunarbréf frá lögmanni Eflingar en ekkert þeirra borgaði eitt eða neitt. Öll neituðu. Ég hafði samband við þau öll og allir voru og eru enn jafn hissa á þessari staðhæfingu og lygum hjá Eflingu," segir Halla Rut Bjarnadóttir. Vinnumarkaður Dómsmál Kjaramál Tengdar fréttir Máli Eflingar gegn Mönnum í vinnu og Eldum rétt vísað frá Kröfum Eflingar á hendur starfsmannaleigunnar MIV, sem áður hét Menn í vinnu, forsvarsmönnum hennar, og fyrirtækisins Eldum rétt hefur verið vísað frá dómi. Eflingu hefur verið gert að greiða fjórar milljónir í málskostnað vegna lögsóknarinnar. 24. febrúar 2021 15:38 Mest lesið Morgunblaðið skammað fyrir að birta óvart lítið merki Neytendur 30 ár í Frakklandi: „Á Íslandi virðist fólk keyra sig mjög mikið út“ Atvinnulíf Stytta skammarkrókinn til muna Neytendur Gjaldþrota meðhöndlari Viðskipti innlent Þak styrkja til turnanna tveggja lækkað Viðskipti innlent Bobbingastaður í bobba Viðskipti erlent Semja um fjögurra milljarða króna lán Viðskipti innlent Erlend gagnaver sögð skila litlu í þjóðarbúið Viðskipti erlent Efnt til nýrrar loðnuleitar í kapphlaupi við tímann Viðskipti innlent E. coli í frönskum osti Neytendur Fleiri fréttir Semja um fjögurra milljarða króna lán Þak styrkja til turnanna tveggja lækkað Efnt til nýrrar loðnuleitar í kapphlaupi við tímann Verður framkvæmdastjóri þróunarsviðs Emblu Medical Gjaldþrota meðhöndlari Auðunn ráðinn viðskiptastjóri Reita Ráðin mannauðs- og gæðastjóri Hörpu „Minnstu loðnuvertíð sögunnar að ljúka“ Hætta við breytta tollflokkun pítsaostsins Tryggja sér lóðir fyrir höfuðstöðvar á rúman milljarð Samkeppniseftirlitið segir samrunann auka samkeppni Landsvirkjun greitt út níutíu milljarða á fjórum árum Halda á miðin þrátt fyrir kvóta „upp í nös á ketti“ Þurfa að taka koffíndrykk á reynslu Stjórnir Samkaupa og Heimkaupa undirrita samrunasamning Örkvóti í loðnu gæti skilað milljarði í útflutningstekjur Afkoma ársins undir væntingum Harma ónákvæma tilkynningu Kauphallar Landsbankinn fór fýluferð í Landsrétt vegna Borgunar Skrifuðu undir viljayfirlýsingu um Coda-stöð í Ölfusi Loðnuvertíð eftir allt saman Heimar kaupa umdeild hús á rúma sex milljarða Play í sögulegri lægð eftir merkingu Kauphallar Bein útsending: Stærðin skiptir máli Rannsaka gögnin sem skera úr um hvort það verði loðnuvertíð Kaupin á TM: „Þetta mun einfaldlega ganga í gegn“ Árstekjur starfsmanna lækkuðu um fimmtung vegna loðnubrests „Tugir kúabúa gætu þurft að hætta“ „Það kæmi mér verulega á óvart ef þessi samruni yrði að veruleika“ Hulda ráðin framkvæmdastjóri Nox á Íslandi Sjá meira
Í tilkynningu frá Eflingu sem barst í morgun segir að dómari hafi rökstutt frávísun í málinu með því að starfsmannaleigan hafi, þegar að dómsuppkvaðningu kom, verið afskráð sökum gjaldþrots og því sé ekki hægt að reisa kröfur gegn henni. „Þar með sé heldur ekki hægt að reisa afleiddar kröfur samkvæmt keðjuábyrgð gegn notandafyrirtækinu Eldum rétt. Frávísun málshöfðunar gegn Eldum rétt og Mönnum í vinnu byggir því ekki á efnisumfjöllun um tiltekin brot, heldur á túlkun gjaldþrotalaga og laga um starfsmannaleigur. Sú túlkun, standi hún óbreytt, rýrir mjög gildi laga um keðjuábyrgð og hvetur til beitingar gjaldþrots sem undanskotsleiðar,“ segir í yfirlýsingu Eflingar. Þá segir Efling að dómurinn feli einnig í sér viðurkenningu á rétti atvinnurekenda til einhliða frádráttar af launum, án þess að krafa sé gerð um tilheyrandi samninga eða gögn, sem sanni að um raunverulegan kostnað sé að ræða. „Þannig er samþykkt að atvinnurekandi komi starfsfólki sínu fyrir í óleyfishúsnæði og dragi fyrir það af launum þeirra einhliða ákveðna húsaleigu án þess að greiðslan eigi sér stoð í leigusamningi. Einnig er fallist á frádrátt af launum vegna annarra útgjaldaliða án þess að sönnur hafi verið færðar á þá með kvittunum.“ Segja rangt farið með veigamikil atriði í dómnum Efling heldur því einnig fram að í dómsforsendum séu nefndar ýmsar málsástæður varnaraðila sem ekki var getið um í málflutningi Eldum rétt og Manna í vinnu og félagsmennirnir áttu ekki kost á að bregðast við. Þannig sé því haldið fram í dómnum að Efling hafi ekki tilkynnt um slæman húsakost umræddra félagsmanna til lögreglu. „Er þar farið rangt með veigamikið efnisatriði, en Efling stóð að baki kæru til héraðssaksóknara fyrir hönd fjórmenninganna og 14 annarra félagsmanna sem lögð var inn til embættisins þann 18. apríl 2020 auk þess að tilkynna um málið til Félagsmálaráðuneytis og mansalsteymis höfuðborgarsvæðisins. Málið er enn í virkri rannsókn hjá héraðssaksóknara.“ Áfram segir að gerðar séu ríkar kröfur í dómnum um sönnunarábyrgð félagsmannanna, og þeir meðal annars inntir eftir nafnalista því til sönnunar að tiltekinn fjöldi einstaklinga hafi búið með þeim í herbergjum í umræddu óleyfishúsnæði. „Vandséð er hvernig félagsmennirnir hefðu átt að komast yfir slíkan lista eða með hvaða rétti hægt sé að krefja þá um ábyrgð á slíkri gagnaöflun," segir ennfremur í yfirlýsingunni og eu miklir vankantar sagðir vera á dómnum og því telji Efling hann vera óviðunandi. "Stéttarfélagið mun styðja félagsmennina til að leita frekari réttar síns með aðstoð lögmannsstofunnar Réttar, sem farið hefur með málið, ákveði félagsmennirnir það. Felur það í sér að frávísun verður kærð og sýknudómi áfrýjað.“ Reynt á lagalegt gildi keðjuábyrgðar Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar segir að aðalmarkmið málsóknarinnar hafi verið að láta reyna á lagalegt gildi keðjuábyrgðar. „Samkvæmt þessari túlkun Héraðsdóms veita nýsett lög um keðjuábyrgð ekki nauðsynlega lágmarksvernd og við það verður ekki unað. Barátta Eflingarfélaga gegn brotastarfsemi heldur svo sannarlega áfram,“ segir Sólveig Anna. Ragnar Aðalsteinsson, lögmaður félagsmannanna, hafði eftirfarandi að segja um dóminn: „Afstaða dómsins til réttar atvinnurekenda til að draga frá launum hinna erlendu verkamanna að eigin ákvörðun ósannaða og ósamþykkta kostnaðarliði er forneskjuleg. Hún minnir á þá tíma í upphafi aldarinnar sem leið þegar kaupmenn og útgerðarmenn þvinguðu verkafólk sitt til að fá verklaun sín greidd sem inneign í búð atvinnurekandans þannig að verkafólkið var algerlega háð atvinnurekandanum sem hafði allt ráð þess í sinni hendi.“ Að lokum segir í yfirlýsingu Eflingar að forsvarsmenn Manna í vinnu eigi sér langa sögu af stofnun og rekstri starfsmannaleiga, launasvikum, gjaldþroti og endurkomu samsvarandi starfsemi á nýrri kennitölu. Þá hafi stefnunni verið beint að Eldum rétt á grundvelli keðjuábyrgðar þar sem Rúmenarnir fjórir voru leigðir til starfa hjá fyrirtækinu. „Fleiri erlendir starfsmenn Manna í vinnu störfuðu hjá öðrum fyrirtækjum og hafa forsvarsmenn þeirra þegar gert upp laun við sína starfsmenn með milligöngu Eflingar,“ segir að lokum. Uppfært klukkan 13:12 Halla Rut Bjarnadóttir einn forsvarsmanna Manna í vinnu segir rangt farið með í yfirlýsingu Eflingar frá því í morgun og vill hún koma eftirfarandi athugasemdum á framfæri. Í fyrsta lagi segir Halla Rut það rangt að engir samningar séu um húsaleigu eða önnur gjöld og að fólkið viti ekki hvað það sé að borga mikið. „Það er rangt og það veit Efling vel því við þurfum að senda alla þessa pappíra til VMST og eru þau með þá alla. Eins var þetta allt send beint á Eflingu þegar þau réðust á fyrirtækið þann 2.febrúar 2019,“segir Halla Rut og hefur einnig sent fréttastofu afrit af samningi sem undirritaður var af einum aðila sem fór í mál við fyrirtækið. Í öðru lagi segir hún einnig rangt með farið að öll önnur fyrirtæki sem hafi haft starfsmenn á sínum snærum frá Mönnum í vinnu hafi gert upp laun við sína starfsmenn með milligöngu Eflingar. „Þetta er alrangt," segir Halla Rut. „Í fyrsta lagi þá eru engin útistandandi laun og engin krafa gerð um slíkt því öll laun voru greidd. Fjögur fyrirtæki fengu fjárkúgunarbréf frá lögmanni Eflingar en ekkert þeirra borgaði eitt eða neitt. Öll neituðu. Ég hafði samband við þau öll og allir voru og eru enn jafn hissa á þessari staðhæfingu og lygum hjá Eflingu," segir Halla Rut Bjarnadóttir.
Vinnumarkaður Dómsmál Kjaramál Tengdar fréttir Máli Eflingar gegn Mönnum í vinnu og Eldum rétt vísað frá Kröfum Eflingar á hendur starfsmannaleigunnar MIV, sem áður hét Menn í vinnu, forsvarsmönnum hennar, og fyrirtækisins Eldum rétt hefur verið vísað frá dómi. Eflingu hefur verið gert að greiða fjórar milljónir í málskostnað vegna lögsóknarinnar. 24. febrúar 2021 15:38 Mest lesið Morgunblaðið skammað fyrir að birta óvart lítið merki Neytendur 30 ár í Frakklandi: „Á Íslandi virðist fólk keyra sig mjög mikið út“ Atvinnulíf Stytta skammarkrókinn til muna Neytendur Gjaldþrota meðhöndlari Viðskipti innlent Þak styrkja til turnanna tveggja lækkað Viðskipti innlent Bobbingastaður í bobba Viðskipti erlent Semja um fjögurra milljarða króna lán Viðskipti innlent Erlend gagnaver sögð skila litlu í þjóðarbúið Viðskipti erlent Efnt til nýrrar loðnuleitar í kapphlaupi við tímann Viðskipti innlent E. coli í frönskum osti Neytendur Fleiri fréttir Semja um fjögurra milljarða króna lán Þak styrkja til turnanna tveggja lækkað Efnt til nýrrar loðnuleitar í kapphlaupi við tímann Verður framkvæmdastjóri þróunarsviðs Emblu Medical Gjaldþrota meðhöndlari Auðunn ráðinn viðskiptastjóri Reita Ráðin mannauðs- og gæðastjóri Hörpu „Minnstu loðnuvertíð sögunnar að ljúka“ Hætta við breytta tollflokkun pítsaostsins Tryggja sér lóðir fyrir höfuðstöðvar á rúman milljarð Samkeppniseftirlitið segir samrunann auka samkeppni Landsvirkjun greitt út níutíu milljarða á fjórum árum Halda á miðin þrátt fyrir kvóta „upp í nös á ketti“ Þurfa að taka koffíndrykk á reynslu Stjórnir Samkaupa og Heimkaupa undirrita samrunasamning Örkvóti í loðnu gæti skilað milljarði í útflutningstekjur Afkoma ársins undir væntingum Harma ónákvæma tilkynningu Kauphallar Landsbankinn fór fýluferð í Landsrétt vegna Borgunar Skrifuðu undir viljayfirlýsingu um Coda-stöð í Ölfusi Loðnuvertíð eftir allt saman Heimar kaupa umdeild hús á rúma sex milljarða Play í sögulegri lægð eftir merkingu Kauphallar Bein útsending: Stærðin skiptir máli Rannsaka gögnin sem skera úr um hvort það verði loðnuvertíð Kaupin á TM: „Þetta mun einfaldlega ganga í gegn“ Árstekjur starfsmanna lækkuðu um fimmtung vegna loðnubrests „Tugir kúabúa gætu þurft að hætta“ „Það kæmi mér verulega á óvart ef þessi samruni yrði að veruleika“ Hulda ráðin framkvæmdastjóri Nox á Íslandi Sjá meira
Máli Eflingar gegn Mönnum í vinnu og Eldum rétt vísað frá Kröfum Eflingar á hendur starfsmannaleigunnar MIV, sem áður hét Menn í vinnu, forsvarsmönnum hennar, og fyrirtækisins Eldum rétt hefur verið vísað frá dómi. Eflingu hefur verið gert að greiða fjórar milljónir í málskostnað vegna lögsóknarinnar. 24. febrúar 2021 15:38