Kannast ekki við að erindrekar hafi verið þvingaðir til að gefa sýni úr endaþörmum þeirra Samúel Karl Ólason skrifar 25. febrúar 2021 11:06 Endaþarmssýni hafa verið tekin af fólki í sóttkví og á landamærum Kína. Þar í landi segja ráðamenn þau nákvæmari en hefðbundna skimun. Getty/Isaac Wong Talsmaður utanríkisráðuneytis Kína segir rangt að bandarískir erindrekar þar í landi hafi verið skikkaðir í skimun fyrir Covid-19, þar sem sýni voru tekin úr endaþörmum þeirra. Sú skimun þykir nákvæmari skimun þar sem sýni er tekið úr nefholi fólks eða úr munni, samkvæmt ráðamönnum í Kína. Þessi skimun fer þannig fram að sýni er tekið úr endaþarmi fólks. Bómullarpinna er stungið þrjá til fimm sentímetra inn í endaþarms fólks og sýnið svo greint. Henni hefur verið beitt víða í Kína á undanförnum vikum, þó almenningur segist ósáttur við aðferðina. Fjölmiðlar í Bandaríkjunum hafa sagt bandaríska erindreka í Kína hafa kvartað yfir því að þurfa að fara í þessa skimun við komuna til landsins. Þá var haft eftir talsmanni í utanríkisráðuneyti Bandaríkjanna á vef Vice í nótt að ráðamenn í Kína hefðu heitið því að hætta að beita bandaríska erindreka endaþarmsskimun. Enn fremur munu þeir sem voru skimaðir með þessum hætti hafa gengist skimun þessa fyrir mistök. „Við höfum sagt starfsfólki okkar að neita, ef þau eru beðin um að gangast þessa skimun, eins og hefur verið gert,“ hefur Vice eftir talsmanninum. Ekki liggur fyrir hve margir erindrekar, eða fjölskyldumeðlimir erindreka, hafi gefið endaþarmssýni. Zhao Lijian, talsmaður utanríkisráðuneytis Kína, sagði þó á blaðamannafundi í morgun að hann vissi ekki til þess að Bandaríkjamenn hefðu verið skikkaðir í þessa skimun. Bandaríkin og Kína hafa átt í umtalsverðum deilum að undanförnu. Kína Bandaríkin Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Innlent Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Innlent Reyndist vera eftirlýstur Innlent Stór skjálfti í Bárðarbungu Innlent „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Innlent Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Innlent Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Innlent Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Innlent Fleiri fréttir Þjóðverjar ganga að kjörborðinu: „Vinstrið er búið“ Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Aftökur á stríðsföngum sagðar kerfisbundnar Þjóðverjar ganga til kosninga um helgina Farnir að safna matvælum vegna fyrirhugaðra tollahækkana Alríkisdómari neitar að stöðva fjöldauppsagnir Afhentu óþekkt lík í stað Shiri Bibas Dómari skaut eiginkonu sína vegna rifrildis Bandaríkjastjórn neitar að kalla Rússa „árásaraðila“ Trump fetar í fótspor Breivik Afhentu lík yngstu gíslanna sem teknir voru frá Ísrael Trump geti „algerlega“ fellt mál niður af pólitískum ástæðum Ætlar í stórfelldan niðurskurð hjá hernum Trump segir Rússa hafa öll spil á hendi Trump titlar sig konung Danir ausa milljörðum í varnarmál Kallar Selenskí einræðisherra og varpar fram lygum Ákærð fyrir að bana barni fyrir hálfri öld Biður Trump-liða um að virða sannleikann Vildi eitra fyrir forsetanum og skjóta forseta hæstaréttar Segja Musk ekki stýra DOGE en neita að nefna yfirmann Grét í faðmi Rihönnu eftir sýknudóminn Virðist kenna Úkraínumönnum um stríðið og stöðu mála Frans páfi með lungnabólgu í báðum lungum Fullyrðir að aðeins Trump hefði getað komið á friðarviðræðum Nítján af 21 útskrifaðir af sjúkrahúsi Setja fúlgur fjár í herinn: Segir ástandið verra en í kalda stríðinu CIA flýgur herdrónum yfir Mexíkó Sjá meira
Sú skimun þykir nákvæmari skimun þar sem sýni er tekið úr nefholi fólks eða úr munni, samkvæmt ráðamönnum í Kína. Þessi skimun fer þannig fram að sýni er tekið úr endaþarmi fólks. Bómullarpinna er stungið þrjá til fimm sentímetra inn í endaþarms fólks og sýnið svo greint. Henni hefur verið beitt víða í Kína á undanförnum vikum, þó almenningur segist ósáttur við aðferðina. Fjölmiðlar í Bandaríkjunum hafa sagt bandaríska erindreka í Kína hafa kvartað yfir því að þurfa að fara í þessa skimun við komuna til landsins. Þá var haft eftir talsmanni í utanríkisráðuneyti Bandaríkjanna á vef Vice í nótt að ráðamenn í Kína hefðu heitið því að hætta að beita bandaríska erindreka endaþarmsskimun. Enn fremur munu þeir sem voru skimaðir með þessum hætti hafa gengist skimun þessa fyrir mistök. „Við höfum sagt starfsfólki okkar að neita, ef þau eru beðin um að gangast þessa skimun, eins og hefur verið gert,“ hefur Vice eftir talsmanninum. Ekki liggur fyrir hve margir erindrekar, eða fjölskyldumeðlimir erindreka, hafi gefið endaþarmssýni. Zhao Lijian, talsmaður utanríkisráðuneytis Kína, sagði þó á blaðamannafundi í morgun að hann vissi ekki til þess að Bandaríkjamenn hefðu verið skikkaðir í þessa skimun. Bandaríkin og Kína hafa átt í umtalsverðum deilum að undanförnu.
Kína Bandaríkin Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Innlent Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Innlent Reyndist vera eftirlýstur Innlent Stór skjálfti í Bárðarbungu Innlent „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Innlent Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Innlent Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Innlent Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Innlent Fleiri fréttir Þjóðverjar ganga að kjörborðinu: „Vinstrið er búið“ Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Aftökur á stríðsföngum sagðar kerfisbundnar Þjóðverjar ganga til kosninga um helgina Farnir að safna matvælum vegna fyrirhugaðra tollahækkana Alríkisdómari neitar að stöðva fjöldauppsagnir Afhentu óþekkt lík í stað Shiri Bibas Dómari skaut eiginkonu sína vegna rifrildis Bandaríkjastjórn neitar að kalla Rússa „árásaraðila“ Trump fetar í fótspor Breivik Afhentu lík yngstu gíslanna sem teknir voru frá Ísrael Trump geti „algerlega“ fellt mál niður af pólitískum ástæðum Ætlar í stórfelldan niðurskurð hjá hernum Trump segir Rússa hafa öll spil á hendi Trump titlar sig konung Danir ausa milljörðum í varnarmál Kallar Selenskí einræðisherra og varpar fram lygum Ákærð fyrir að bana barni fyrir hálfri öld Biður Trump-liða um að virða sannleikann Vildi eitra fyrir forsetanum og skjóta forseta hæstaréttar Segja Musk ekki stýra DOGE en neita að nefna yfirmann Grét í faðmi Rihönnu eftir sýknudóminn Virðist kenna Úkraínumönnum um stríðið og stöðu mála Frans páfi með lungnabólgu í báðum lungum Fullyrðir að aðeins Trump hefði getað komið á friðarviðræðum Nítján af 21 útskrifaðir af sjúkrahúsi Setja fúlgur fjár í herinn: Segir ástandið verra en í kalda stríðinu CIA flýgur herdrónum yfir Mexíkó Sjá meira