Um manninn og fleiri dýr Heiða Björk Sturludóttir skrifar 26. febrúar 2021 14:32 Ætla loks að skrifa það sem hefur velkst um í kollinum á mér í nokkur ár. Það er þetta með tjáninguna og ábyrgðina. Orð eru til alls fyrst. Ef menn kynna sér söguna má sjá hve stórkostlega varlega menn þurfa að fara í yfirlýsingum og orðræðu. Endalaus hatursáróður gegn ákveðnum hópum, leiðir á endanum til þess að einhverjir framkvæma í anda áróðursins. Ráðast gegn ákveðnum hópum. Víða má drepa niður fæti til að gefa dæmi um áhrifamátt orða. Nasistar sköðuðu ímynd gyðinga markvisst þar til hinum almenna borgara þótti í lagi að ráðast á þá með ofbeldi. Í Rúanda var hatursorðræða gegn stórum hluta íbúa, útvarpað markvisst sem endaði hörmulega. Ekki svo langt síðan það gerðist. Hatursorðæða gegn samkynhneigðum viðgengst víða og leiðir iðulega til árása á þá. Sem betur fer er ekki mikið um það hér á landi. Enda er það þekkt í sálfræði að ef þú æpir nógu hátt og nógu lengi tiltekinn áróður, endar með því að fólk fer að trúa því. Nærtækasta dæmið er síðan Bandaríkin á tímum Trumps, sem linnulaust var með áróður gegn fjölmiðlum og fjölmiðlafólki sem leiddi síðan til þess að almenningur tók að ráðast á fjölmiðlafólk. Ég sé endrum og sinnum linnulausan hatursáróður gegn köttum og minnir það mig á ábyrgð orðanna. Enda hefur það sýnt sig, síðast í fréttum RUV 26. febrúar 2021, að sumir grípa til ofbeldis. Ráðist er á ketti, þeir skotnir með haglabyssum greyin. Oft kettir sem hvergi eiga sér heimili, því hjartalitlir eigendur hafa yfirgefið þá eða vanrækja þá. Kettir, þó þeir séu hálf-villtir, eru þó orðnir það heimilisvanir að þeir geta ekki lifað af án hjálpar mannsins. Þeir sem gera það, lifa þó ekki lengi og lífið er gríðarlega erfitt fyrir þá. Ekki bætir úr skák að síðan eru þeir limlestir af kærleiksgrönnu fólki. Annað mál er síðan dýrarasisminn sem skýn í gegnum þessi skrif og orðræðu gegn köttum. Hundar eru svo góðir en kettir vondir skrifa og segja sumir. Og hvert er þá viðmiðið á góðu dýri og vondu? Það er maðurinn og hans ego. Ekkert í náttúrunni á rétt á sér nema maðurinn hafi gagn af því. Hundurinn gerir gagn. Hann smalar kindum, leitar að týndu fólki og er þannig til gagns. Á skala mannsins, gerir kötturinn þannig ekki gagn og þá er hann nánast réttdræpur. Skógarþrösturinn, gerir hann gagn? Hann veitir gleði. Sömuleiðis veita kettir stórkostlega gleði. Dýr geta þannig gert gagn, án hins hefðbundna skala um vinnusemi eða afurðir. En kettir er stórkostleg dýr, eins og önnur dýr. Eins og hundar, fuglar, refir, hestar, kindur o.s.frv. Í sjálfhverfu sinni presentera sumir, að kettir séu vondir, því þeir drepi fugla. (geisp). Maðurinn drepur mun fleiri fugla. Hann drepur, rjúpur, endur, gæsir, kjúklinga og fleira. Oft hörmuleg meðferð sem fuglarnir hafa upplifað mánuðum saman, áður en maðurinn drepur þá. Maðurinn á að vera gáfaðasta dýrið í sköpunarverkinu. Kötturnn hefur gáfur á við 3-4 ára barn. Ekki þýðir að segja við hann: ,,skamm, - vera góður við fuglana og ekki drepa." En, hvað um manninn? Með allar sínar gáfur? Enn erum við með fornaldarlegar aðferðir við framleiðslu kjöts og horfum fram hjá illri meðferð húsdýra. Mér finnst þetta svo hörmuleg hræsni, hjá þeim sem halda endalaust áfram að hamast í köttum, vitandi uppá sig sökina um eigin „vonsku“. Ekki það að ég sé á móti dýraáti. Ég er ekki að predika gegn því. Bara, láta ketti í friði í stað þess að kasta steinum úr glerhúsi. Ef, betur væri farið með ketti, væru ekki allir þessir villikettir. Það eru helst þeir sem drepa fugla til að lifa af. Heimiliskettir, sem haldið er inni á næturnar, eru með bjöllu og haldið enn meira inni í maí og júní, á meðan varp stendur yfir, eru ekki mikil ógn við fugla. Hvað með það þó köttur drepi einn og einn fugl. Er fólk alveg dottið úr tengingu við náttúruna? Svoleiðis er náttúran. Maðurinn með sinn yfirgang, stærra og stærra byggingarsvæði, bílar, vegir, flugvélar, flugeldar, mótorhjól og læti skaða fuglalíf mun meira. Höfundur er sagnfræðingur og dýraunnandi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Gæludýr Dýr Mest lesið Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason Skoðun POTS er ekki tískubylgja Hanna Birna Valdimarsdóttir,Hugrún Vignisdóttir Skoðun Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson Skoðun Halldór 10.05.2025 Halldór Óvandaður og einhliða fréttaflutningur RÚV af stríðinu á Gaza Birgir Finnsson Skoðun Hvað er verið að leiðrétta? Ægir Örn Arnarson Skoðun Er niðurstaðan einstök? Ársreikningur Hveragerðisbæjar 2024 Friðrik Sigurbjörnsson,Eyþór H. Ólafsson Skoðun Smábátar eru framtíðin, segir David Attenborough Kjartan Sveinsson Skoðun Orðskrípið sem bjarga á veiðigjaldinu Ólafur Adolfsson Skoðun Sigurður Ingi í mikilli mótsögn við sjálfan sig! Magnús Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason skrifar Skoðun POTS er ekki tískubylgja Hanna Birna Valdimarsdóttir,Hugrún Vignisdóttir skrifar Skoðun Er niðurstaðan einstök? Ársreikningur Hveragerðisbæjar 2024 Friðrik Sigurbjörnsson,Eyþór H. Ólafsson skrifar Skoðun Hvað er verið að leiðrétta? Ægir Örn Arnarson skrifar Skoðun Loftslagsaðgerðir eru forsenda velsældar til framtíðar – ekki valkostur: Svargrein við niðurstöðum rannsóknar sem kynnt var á Velsældarþingi í gær Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar Skoðun Afsökunarbeiðni til fyrri kynslóða – og þeirra sem erfa munu landið Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun 75 ár af evrópskri samheldni og samvinnu Clara Ganslandt skrifar Skoðun Sigurður Ingi í mikilli mótsögn við sjálfan sig! Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Vetrarvirkjanir Sigurður Ingi Friðleifsson skrifar Skoðun Yfirgnæfandi meirihluti vill þjóðaratkvæði Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Smábátar eru framtíðin, segir David Attenborough Kjartan Sveinsson skrifar Skoðun Leiðrétting veiðigjalda mun skila sér í bættum innviðum Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Hvað er verið að leiðrétta? Gabríel Ingimarsson,Sverrir Páll Einarsson,Alexander Hauksson,Ingvar Þóroddsson,María Ellen Steingrimsdóttir,Oddgeir Páll Georgsson,Ingunn Rós Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Efnahagslegur hagvöxtur þýðir ekki endilega samfélagslegur hagvöxtur Davíð Routley skrifar Skoðun Börn innan seilingar Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Hallarekstur í Hafnarfirði Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Hvers konar Evrópuríki viljum við vera? Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Orðskrípið sem bjarga á veiðigjaldinu Ólafur Adolfsson skrifar Skoðun Túlkun er ekkert að fara – en hvað ætlum við að gera með hana? Birna Ragnheiðardóttir Imsland skrifar Skoðun Hagsmunir heildarinnar - Kafli tvö: Eiskrandi kröfur Hannes Örn Blandon skrifar Skoðun Palestína er að verja sig, ekki öfugt Stefán Guðbrandsson skrifar Skoðun Óvandaður og einhliða fréttaflutningur RÚV af stríðinu á Gaza Birgir Finnsson skrifar Skoðun Lýðræði á ystu nöf: Hver er afstaða unga fólksins? Jonas Hammer skrifar Skoðun Hvað ef ég hjóla bara í vinnuna? Eiríkur Búi Halldórsson skrifar Skoðun Litlu ljósin á Gaza Guðbrandur Einarsson skrifar Skoðun Ekki leiðrétting heldur skattahækkun: Afstaða Sjálfstæðisflokksins er skýr Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Staðreyndir eða „mér finnst“ Birta Karen Tryggvadóttir skrifar Skoðun Fjármagna áfram hernað Rússlands Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Frídagar í klemmu Jón Júlíus Karlsson skrifar Sjá meira
Ætla loks að skrifa það sem hefur velkst um í kollinum á mér í nokkur ár. Það er þetta með tjáninguna og ábyrgðina. Orð eru til alls fyrst. Ef menn kynna sér söguna má sjá hve stórkostlega varlega menn þurfa að fara í yfirlýsingum og orðræðu. Endalaus hatursáróður gegn ákveðnum hópum, leiðir á endanum til þess að einhverjir framkvæma í anda áróðursins. Ráðast gegn ákveðnum hópum. Víða má drepa niður fæti til að gefa dæmi um áhrifamátt orða. Nasistar sköðuðu ímynd gyðinga markvisst þar til hinum almenna borgara þótti í lagi að ráðast á þá með ofbeldi. Í Rúanda var hatursorðræða gegn stórum hluta íbúa, útvarpað markvisst sem endaði hörmulega. Ekki svo langt síðan það gerðist. Hatursorðæða gegn samkynhneigðum viðgengst víða og leiðir iðulega til árása á þá. Sem betur fer er ekki mikið um það hér á landi. Enda er það þekkt í sálfræði að ef þú æpir nógu hátt og nógu lengi tiltekinn áróður, endar með því að fólk fer að trúa því. Nærtækasta dæmið er síðan Bandaríkin á tímum Trumps, sem linnulaust var með áróður gegn fjölmiðlum og fjölmiðlafólki sem leiddi síðan til þess að almenningur tók að ráðast á fjölmiðlafólk. Ég sé endrum og sinnum linnulausan hatursáróður gegn köttum og minnir það mig á ábyrgð orðanna. Enda hefur það sýnt sig, síðast í fréttum RUV 26. febrúar 2021, að sumir grípa til ofbeldis. Ráðist er á ketti, þeir skotnir með haglabyssum greyin. Oft kettir sem hvergi eiga sér heimili, því hjartalitlir eigendur hafa yfirgefið þá eða vanrækja þá. Kettir, þó þeir séu hálf-villtir, eru þó orðnir það heimilisvanir að þeir geta ekki lifað af án hjálpar mannsins. Þeir sem gera það, lifa þó ekki lengi og lífið er gríðarlega erfitt fyrir þá. Ekki bætir úr skák að síðan eru þeir limlestir af kærleiksgrönnu fólki. Annað mál er síðan dýrarasisminn sem skýn í gegnum þessi skrif og orðræðu gegn köttum. Hundar eru svo góðir en kettir vondir skrifa og segja sumir. Og hvert er þá viðmiðið á góðu dýri og vondu? Það er maðurinn og hans ego. Ekkert í náttúrunni á rétt á sér nema maðurinn hafi gagn af því. Hundurinn gerir gagn. Hann smalar kindum, leitar að týndu fólki og er þannig til gagns. Á skala mannsins, gerir kötturinn þannig ekki gagn og þá er hann nánast réttdræpur. Skógarþrösturinn, gerir hann gagn? Hann veitir gleði. Sömuleiðis veita kettir stórkostlega gleði. Dýr geta þannig gert gagn, án hins hefðbundna skala um vinnusemi eða afurðir. En kettir er stórkostleg dýr, eins og önnur dýr. Eins og hundar, fuglar, refir, hestar, kindur o.s.frv. Í sjálfhverfu sinni presentera sumir, að kettir séu vondir, því þeir drepi fugla. (geisp). Maðurinn drepur mun fleiri fugla. Hann drepur, rjúpur, endur, gæsir, kjúklinga og fleira. Oft hörmuleg meðferð sem fuglarnir hafa upplifað mánuðum saman, áður en maðurinn drepur þá. Maðurinn á að vera gáfaðasta dýrið í sköpunarverkinu. Kötturnn hefur gáfur á við 3-4 ára barn. Ekki þýðir að segja við hann: ,,skamm, - vera góður við fuglana og ekki drepa." En, hvað um manninn? Með allar sínar gáfur? Enn erum við með fornaldarlegar aðferðir við framleiðslu kjöts og horfum fram hjá illri meðferð húsdýra. Mér finnst þetta svo hörmuleg hræsni, hjá þeim sem halda endalaust áfram að hamast í köttum, vitandi uppá sig sökina um eigin „vonsku“. Ekki það að ég sé á móti dýraáti. Ég er ekki að predika gegn því. Bara, láta ketti í friði í stað þess að kasta steinum úr glerhúsi. Ef, betur væri farið með ketti, væru ekki allir þessir villikettir. Það eru helst þeir sem drepa fugla til að lifa af. Heimiliskettir, sem haldið er inni á næturnar, eru með bjöllu og haldið enn meira inni í maí og júní, á meðan varp stendur yfir, eru ekki mikil ógn við fugla. Hvað með það þó köttur drepi einn og einn fugl. Er fólk alveg dottið úr tengingu við náttúruna? Svoleiðis er náttúran. Maðurinn með sinn yfirgang, stærra og stærra byggingarsvæði, bílar, vegir, flugvélar, flugeldar, mótorhjól og læti skaða fuglalíf mun meira. Höfundur er sagnfræðingur og dýraunnandi.
Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason Skoðun
Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson Skoðun
Er niðurstaðan einstök? Ársreikningur Hveragerðisbæjar 2024 Friðrik Sigurbjörnsson,Eyþór H. Ólafsson Skoðun
Skoðun Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason skrifar
Skoðun Er niðurstaðan einstök? Ársreikningur Hveragerðisbæjar 2024 Friðrik Sigurbjörnsson,Eyþór H. Ólafsson skrifar
Skoðun Loftslagsaðgerðir eru forsenda velsældar til framtíðar – ekki valkostur: Svargrein við niðurstöðum rannsóknar sem kynnt var á Velsældarþingi í gær Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar
Skoðun Afsökunarbeiðni til fyrri kynslóða – og þeirra sem erfa munu landið Arnar Þór Jónsson skrifar
Skoðun Hvað er verið að leiðrétta? Gabríel Ingimarsson,Sverrir Páll Einarsson,Alexander Hauksson,Ingvar Þóroddsson,María Ellen Steingrimsdóttir,Oddgeir Páll Georgsson,Ingunn Rós Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Efnahagslegur hagvöxtur þýðir ekki endilega samfélagslegur hagvöxtur Davíð Routley skrifar
Skoðun Túlkun er ekkert að fara – en hvað ætlum við að gera með hana? Birna Ragnheiðardóttir Imsland skrifar
Skoðun Ekki leiðrétting heldur skattahækkun: Afstaða Sjálfstæðisflokksins er skýr Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar
Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason Skoðun
Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson Skoðun
Er niðurstaðan einstök? Ársreikningur Hveragerðisbæjar 2024 Friðrik Sigurbjörnsson,Eyþór H. Ólafsson Skoðun