Þessi lið í afar ólíkri stöðu í deildinni þar sem Valur trónir á toppnum á meðan KR er á botninum og það var snemma ljóst í hvað stefndi í leiknum í kvöld.
Valur vann fyrsta leikhlutann 17-8 og höfðu yfirburði allan leikinn.
Fór að lokum svo að Valur vann afar öruggan 27 stiga sigur, 73-46.
Kiana Johnson fór fyrir liði Vals með sautján stig og sex stoðsendingar auk þess að taka níu fráköst.
Annika Holopainen skoraði mest KR kvenna eða heil 28 stig.
Domino's-deildirnar í körfubolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Domino's-deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.